Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Guð-
mundi Haukssyni, sparisjóðsstjóra
Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis.
„Það er leitt til þess að vita að
málstaður fámenns hóps stofnfjár-
eigenda í SPRON með alþingis-
mann í broddi fylkingar skuli vera
svo fátæklegur að hann telji sig
þurfa að byggja á blekkingum.
Í fréttatilkynningu frá þessum
aðilum í dag er því haldið fram að
SPRON og Kaupþing hafi keypt
meirihluta stofnfjár í Sparisjóði
Súðavíkur og Sparisjóði Önundar-
fjarðar á fjórföldu gengi í fyrra.
Þetta er rangt. Einungis var greitt
endurmetið nafnverð fyrir kaup á
stofnfé og rann það beint til Spari-
sjóðs Vestfirðinga sem þá var eig-
andi þessara tveggja sparisjóða.
Og er það í fullu samræmi við lög.
Það er með ólíkindum að því
skuli vera haldið fram af fimm-
menningunum að SPRON haldi
starfsmönnum og viðskiptavinum í
herkví þannig að þeir þori ekki að
tjá hug sinn í þessu máli. Hið
sanna er að starfsfólk er ánægt í
störfum sínum hjá SPRON og er
auk þess fullljóst að gangi yfir-
tökutilboðið eftir gæti orðið um
stórfellda fækkun starfsmanna að
ræða eins og ráða má af tilboði
Búnaðarbankans til stofnfjáreig-
enda. Þá gera viðskiptavinir
SPRON sér grein fyrir mikilvægi
þess að sparisjóðurinn starfi með
hliðstæðum hætti og verið hefur
og hafa þeir komið því á framfæri
svo um munar til starfsfólks
SPRON á síðustu dögum.
Þá vekur það furðu að af mál-
flutningi fimmmenninganna má
skilja að þeir hafi fundið upp gildi
þess að láta fé renna til menning-
ar- og líknarmála. Sparisjóðirnir
hafa til margra ára stutt ýmis góð
málefni og fyrir liggur að markmið
og stefna sjálfseignarstofnunarinn-
ar SPRON sjóðsins ses. er einmitt
að leggja mikið af mörkum til
menningar- og líknarmála á starfs-
svæði SPRON. Fyrir þessu var
gerð ítarleg grein á kynningar-
fundum með stofnfjáreigendum í
SPRON og sú aðferð sem fimm-
menningarnir bera fram sem út-
færslu Búnaðarbankans er hrein
eftirlíking.
Mikill fjöldi fólks ber hag
SPRON fyrir brjósti. Það er því
sorglegt til þess að vita að alþing-
ismaður skuli vera í broddi fylk-
ingar við hlið Búnaðarbankans í
tilraun til óvinveittrar yfirtöku á
SPRON, og standa fyrir málflutn-
ingi þar sem í löngu máli og mörg-
um greinum er farið með rangt
mál. SPRON finnur fyrir hratt
vaxandi stuðningi frá stofnfjáraðil-
um og viðskiptamönnum í þessum
átökum og sífellt stærri hópur
fólks sér í gegnum þær blekkingar
og rangfærslur sem hafa verið
settar fram af hálfu fimmmenning-
anna,“ segir í yfirlýsingu Guð-
mundar Haukssonar, sparisjóðs-
stjóra SPRON.
Rangfærslur
og blekkingar
Yfirlýsing frá sparisjóðsstjóra SPRON
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 11
HANNES Hólmsteinn
Gissurarson prófessor
hélt fyrirlestur á al-
þjóðlegri ráðstefnu um
eignarétt, sem haldin
var á vegum Háskólans
í Aix en Provence í
Frakklandi í vikunni.
Ráðstefnan er haldin
annað hvert ár og sæk-
ir hana fjöldi lögfræð-
inga, stjórnmálafræð-
inga og hagfræðinga.
Hannes var eini fulltrúi
Íslands á ráðstefnunni.
Að sögn Hannesar
fjallaði fyrirlestur hans
um einkaréttindi í al-
menningum og afrétt-
um. „Ég sagði frá því að á þessum
þúsund árum sem við vorum land-
búnaðarsamfélag hefði okkur tekist
að mynda einkaréttindi í afréttum og
almenningum sem hefðu leyst marg-
víslegan vanda sem fylgir samnýt-
ingu gæða,“ segir Hannes og bætir
við að hann hafi bent ráðstefnugest-
um á að upprekstrarréttindum í af-
réttum hefði verið skynsamlega
fyrirkomið í gamla íslenska þjóð-
veldinu. Hann skýrði
frá ítölu, en í henni fólst
að hvert býli gat talið í
afréttina sauði, en sam-
kvæmt upplýsingum
Hannesar merkti það
að í raun hefði hvert
býli haft kvóta og telur
hann að það hafi verið
efnahagslega hag-
kvæmt.
„Í fyrirlestri mínum
fjallaði ég um hvernig
hefur tekist á Íslandi
að tryggja skynsam-
lega nýtingu margvís-
legra veiðistofna,
stöðuvatna og áa,“ seg-
ir hann og nefnir net-
lögin sem dæmi. Hann segir að hann
hafi borið saman nýtingu laxveiðiáa
á Íslandi og í Bandaríkjunum og
bent á að það væri hagkvæmara að
einhver gætti gæðanna, en veiðirétt-
urinn á Íslandi sé í höndum jarðeig-
enda en enginn eigi tilkall til veiði-
réttarins í Bandaríkjunum nema
ríkið. Hér sé ánna gætt og þeim vel
fyrir komið en í Bandaríkjunum séu
laxveiðiárnar afskiptar.
Hannes sagði í fyrirlestri sínum
að íslenskir bændur yrðu að gæta
þess að hagur þeirra yrði ekki fyrir
borð borinn. „Ég vara íslenska
bændur við því að tekin séu af þeim
réttindi í afréttum og almenningum
upp til fjalla annars vegar og réttindi
í fjöruborðinu hins vegar. Þeir þurfa
að gæta þess vel að láta ekki taka af
sér hefðbundin réttindi sín. Það er
hagkvæmara fyrir þjóðfélagið að
einstaklingar eigi réttindin heldur
en að ríkið eigi þau,“ bendir hann á
og leggur áherslu á að í máli hans
hafi falist gagnrýni á þjóðlendulögin.
Að sögn Hannesar fannst ráð-
stefnugestum þetta athyglisvert, en
hann segir að margt merkilegt hafi
komið fram á ráðstefnunni. „Meðal
aðalviðfangsefna ráðstefnunnar
voru eignarréttindi á ströndinni.
Menn töluðu um það hversu nauð-
synlegt það væri að strandlengjan
væri að minnsta kosti að einhverju
leyti í eigu einkaaðila. Það mundi
stuðla að því að það yrðu ræktaðir
hlutir sem ella yrðu ekki ræktaðir,“
bætir Hannes við og telur að það hafi
verið almenn niðurstaða ráðstefn-
unnar.
Hélt fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu um eignarétt
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Bændur gæti þess að láta
ekki taka af sér réttindi
BÆJARSTJÓRN Seyðisfjarðar
mun á miðvikudag í næstu viku fjalla
um ráðningu Tryggva Harðarsonar,
fyrrverandi bæjarfulltrúa Alþýðu-
flokks í Hafnarfirði, í embætti bæj-
arstjóra Seyðisfjarðar.
Að sögn Jóhanns P. Hanssonar,
formanns bæjarráðs, fjallaði bæjar-
ráð um væntanlega ráðningu
Tryggva í vikunni og var málinu vísað
áfram til bæjarstjórnar til staðfest-
ingar. Að öllu óbreyttu mun Tryggvi
því mæta til starfa mánudaginn í þar-
næstu viku, að sögn Jóhanns.
Fráfarandi bæjarstjóri er Ólafur
Hr. Sigurðsson en meirihluta í bæj-
arstjórn Seyðisfjarðar nú mynda
framsóknarmenn og Tindar, listi
jafnaðarmanna, vinstri manna og
óháðra.
Ráðning Tryggva Harðarsonar í
embætti bæjarstjóra Seyðisfjarðar
Bæjarstjórn tekur
ákvörðun í næstu viku
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Bankaráði
Búnaðarbanka Íslands hf.:
„Í ljósi þeirrar miklu umræðu sem
skapast hefur vegna tilboðs ákveð-
inna stofnfjáreigenda í allt stofnfé
SPRON, sem Búnaðarbankinn fjár-
magnar með það að markmiði að
vera endakaupandi að bréfunum, vill
bankaráð Búnaðarbankans taka
eftirfarandi fram:
Það hefur verið stefna Búnaðar-
bankans undanfarin misseri að auka
rekstrarhagkvæmni bankans, jafnt
með innri vexti og með kaupum á
öðrum fjármálafyrirtækjum. Þannig
keypti Búnaðarbankinn t.d. eignar-
leigufyrirtækið Lýsingu hf. og fjár-
festingarfélagið Gildingu á síðasta
ári. Möguleg sameining Búnaðar-
banka og SPRON í framhaldi af
kaupum Búnaðarbankans á öllu
stofnfé SPRON er af sama meiði.
Upphaf þessa máls má rekja til
þess að nokkrir stofnfjáreigendur,
sem voru óánægðir með fyrirætlanir
stjórnar SPRON um að breyta
sparisjóðnum í hlutafélag, nálguðust
bankann og kynntu fyrir honum nýja
og hagstæðari leið fyrir stofnfjáreig-
endur en hlutafjárleið stjórnar
SPRON. Að þeirra mati myndi verð-
mæti stofnfjár þeirra í SPRON
rýrna við fyrirhugaða hlutafjárvæð-
ingu sparisjóðsins þar sem stofnfjár-
eigendur myndu aðeins eignast
11,5% hlut í væntanlegu hlutafélagi
um sparisjóðinn en sérstök sjálfs-
eignarstofnun sem stjórn SPRON
hugðist stjórna átti að eignast 88,5%
hlut.
Búnaðarbankinn sá í hugmyndum
stofnfjáreigendanna viðskiptatæki-
færi fyrir bankann sem myndi
styrkja bæði Búnaðarbankann og
SPRON til mikilla hagsbóta fyrir
viðskiptavini, starfsmenn og eigend-
ur félaganna beggja. Sameinað félag
Búnaðarbankans og SPRON yrði
sterkari aðili á fjármagnsmarkaði en
hvor aðili er í dag, auk þess sem sam-
einingin myndi leiða til hagræðingar
á fjármálamarkaði og lækka rekstr-
arkostnað beggja fyrirtækjanna.
Við gerð samningsins milli Bún-
aðarbankans og stofnfjáreigendanna
5 var lögð á það mikil áhersla að
tryggja að framkvæmdin yrði í anda
laganna um sparisjóði, þannig að
varasjóður SPRON yrði nýttur til
menningar- og líknarmála og að
hagsmunir bæði viðskiptavina og
starfsmanna væru tryggðir.
Eins og komið hefur fram í fjöl-
miðlum þá er áætlað heildarkaup-
verð Búnaðarbankans á SPRON rétt
um 5,7 milljarðar kr. en ekki 2 millj-
arðar kr. eins og stjórn SPRON hef-
ur haldið fram. Stofnfjáreigendur
munu fá í sinn hlut rétt tæpa 2 millj-
arða kr. eða fjórfalt gengi endurmet-
ins stofnfjár en jafnframt verður
stofnaður sérstakur menningar- og
líknarsjóður sem, ef áætlanir um
sameiningu ganga eftir, mun fá í sína
vörslu um 3,7 milljarða kr. eða allan
varasjóð SPRON að viðbættum ein-
um milljarði kr.
Með þessu er tryggt að stofnfjár-
eigendur fá sannvirði fyrir stofnfé
sitt, án þess þó að þeir fái hlutdeild í
eigin fé sparisjóðsins umfram
stofnfé. Þá er settur á stofn öflugur
sjóður sem á að geta tryggt um 200
m.kr. framlög á ári til menningar- og
líknarmála.“
Yfirlýsing frá
Bankaráði
Búnaðarbanka
Íslands hf.
Yfirlýsing frá Spari-
sjóði Vestfirðinga
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Sparisjóði
Vestfirðinga. Undir yfirlýsinguna
ritar Angantýr V. Jónasson, spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Vestfirðinga.
„Hópur stofnfjáreigenda í
SPRON undir forystu Péturs Blön-
dals alþingismanns hefur komið á
framfæri við fjölmiðla röngum full-
yrðingum um að Kaupþing og
SPRON hafi keypt meirihluta stofn-
fjár í Sparisjóði Súðavíkur og Spari-
sjóði Önundarfjarðar á fjórföldu
gengi í fyrra. Af þessu tilefni vill
Sparisjóður Vestfirðinga upplýsa að
við sölu á framangreindum stofnfjár-
hlutum fékk sparisjóðurinn einungis
nafnverð endurmetið með vísitölu
neysluverðs eins og ráð er fyrir gert
í lögum um viðskiptabanka og spari-
sjóði.
Önnur viðskipti sem átt hafa sér
stað milli þessara aðila eru eðlileg
viðskipti milli fjármálastofnana og er
rangt að tengja þau verði sem greitt
er fyrir stofnfjárhluti. Hugsanlegur
arður af slíkum viðskiptum rennur
til sparisjóðsins sjálfs og mundi við
breytingu sparisjóðsins í hlutafélag
renna til sjálfseignarstofnunarinnar
en ekki til stofnfjáreigenda. Tilraun-
ir til þess að gera gagnkvæm við-
skipti milli fjármálafyrirtækja tor-
tryggileg og reikna þau inn í verð á
stofnfjárhlutum dæma sig sjálfar.“
SPRENGISANDSLEIÐ var opnuð
í fyrradag, á svipuðum tíma og
síðustu ár. Vegna mistaka birtist
vikugamalt kort með frétt um
færð á fjallvegum í gær, en hér
er nýjasta kort Vegagerðarinnar.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Fjallvegir opnaðir
Tilkynning
frá stjórn
Miðavefjar
ehf.
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi yfirlýsing
frá stjórn Miðavefjar hf. vegna
fréttar Morgunblaðsins um
kæru vegna vanskila á miða-
sölu:
„Peningar vegna sölu miða á
Eldborgarhátíðinni 2001 hafa
aldrei borist Miðavef ehf. og
aldrei farið í gegnum reikninga
félagsins. Allar greiðslurnar
fóru inn á posa hjá Visir.is. Um-
sjón með þessum greiðslum var
hjá fjármálastjóra Visir.is og
Fréttablaðsins.
Í frétt Morgunblaðsins var
sagt að „fjármálastjóri Miða-
vefjarins“ hefði verið handtek-
inn í síðustu viku. Þetta er
rangt. Hið rétta er að það var
fjármálastjóri Visir.is og
Fréttablaðsins sem var yfir-
heyrður í síðustu viku. Hann er
einnig stjórnarmeðlimur Miða-
vefs ehf. fyrir hönd Visir.is,
sem er stærsti hluthafinn í Mið-
avef ehf., með yfir 40% hlut, og
honum var falin umsjón með
fjármálum Miðavefs ehf. þegar
stjórnin skipti með sér verkum.
Einnig skal tekið fram að til-
vitnunin „að Miðavefur ehf.
rambi nú á barmi gjaldþrots“
er röng og sett fram í æsifrétta-
stíl.“