Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hestanámskeið fyrir kátar konur Ekki skal hest- ana hræðast UM ALLT land máfinna hestaleigursem opna hesthús sín og gerði fyrir ferða- mönnum á sumrin. Marg- ir fara á mis við hesta- mennskuna vegna kunnáttuleysis eða tengslaleysis. Hestaleig- urnar hafa sannarlega bætt stöðu þeirra sem ólmir vilja komast á bak, og einnig fyrir þá sem hafa litla reynslu af hesta- mennsku og hrýs jafnvel hugur við brambolti af því tagi. Á Bjarnastöðum í Hvítársíðu er boðið upp á fjölbreytta ferðaþjónustu og meðal þess sem er á boðstólum eru hestaferðir fyrir kátar konur, sér- hönnuð námskeið fyrir konur sem langar á bak. Morg- unblaðið ræddi við Arndísi Guð- mundsdóttur um hestamennsk- una. Hvað fékk ykkur til að halda sérstök reiðnámskeið fyrir kátar konur? „Við fengum hugmyndina í fyrra og eru námskeiðin aðallega ætluð konum sem lítið hafa farið á hestbak eða hafa misst kjark- inn. Það er staðreynd að margar konur eru hræddar við að fara á bak, ekki síst meðal vanra hesta- manna og fjörmikilla hesta. Þess vegna leggjum við áherslu á trausta hesta og rólegt umhverfi á hestanámskeiðinu, sem veitir konunum tækifæri til að öðlast öryggi á baki.“ Hvernig mæltist framtak ykk- ar fyrir? „Þetta vakti mikla lukku, sér- staklega meðal kvenna hér í sveitinni, sem vildu gjarnan kom- ast á bak, áttu jafnvel hesta á bænum en höfðu aldrei eða sjald- an farið á bak. Við fundum fyrir þörfinni og ákváðum því að bjóða námskeiðin á ný nú í sumar. Hver veit nema við fáum fleiri gesti lengra að komna til að jafna sakirnar við íslenska hestinn?“ Er málið viðkvæmt fyrir suma einstaklinga? „Já, sumar konur eru óöruggar og þær líða fyrir það. Einu tæki- færin sem þær hafa ef til vill fengið hafa verið innan um vant hestafólk. Það skilur margt ekki hve óþægilegt og streituvaldandi það er að vera óöruggur á hest- baki. Konunum hefur liðið illa og þær hafa fundið til vanmáttar síns. Við bjóðum að leysa úr þessum vanda og leyfa öllum að njóta sín til fullnustu. Það er eðli- legt að vera smeyk við hestana ef kynnin af þeim eru stutt eða eng- in, þess vegna er öruggur hestur og rólegt umhverfi nauðsynlegt.“ Hvenær hefjast námskeiðin? „Ég byrjaði með konum hér úr nágrannasveitinni í vikunni og á von á mörgum í næstu viku. Mánudaginn 1. júlí hefst nám- skeið fyrir algjöra byrjendur og mánudaginn 8. júlí er framhalds- námskeið fyrir lengra komnar.“ Þið bjóðið einnig börnum að fara á bak, ekki satt? „Jú, við höfum barnanámskeið á morgnana og kvennanámskeið á kvöldin. Við höfum fjölgað námskeiðunum í ár frá því í fyrra enda fundið fyrir miklum áhuga bæði yngri og eldri. Þannig náum við að sinna þessum hópum saman. Börnin njóta þess út í ystu æsar að vera með hestunum, og ekki er að sjá annað en að konurnar hafi gert það líka, eftir að þær höfðu sum- ar yfirunnið hræðslu og óöryggi.“ Hefur býlið lengi boðið hesta til leigu? „Já, hestaleigan hefur verið starfandi frá um 1970, er líklega með þeim elstu á landinu, en smám saman hefur starfsemin og fjölbreytnin aukist. Við leggjum mikla áherslu á að gestir okkar njóti náttúrunnar í nágrenninu og reynum eftir megni að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Við höfum opið frá vori fram á haust.“ Hvert er farið í útreiðartúra? „Við ríðum hér inn með Hvít- ánni, förum yfir Hraunána og Lambeyrarkvíslina, en sú kvísl kemur undan hrauninu líkt og Hraunfossar, sem eru aðeins í fjögurrra kílómetra fjarlægð frá bænum. Náttúran er alveg ein- stök hér um slóðir og mjög gam- an að fara í reiðtúr í þessu um- hverfi. Við bjóðum upp á mislangar ferðir en einkum leggjum við áherslu á að hafa hestana trausta og góða svo að ekkert þurfi að óttast. Svo er rúsína í pylsuendanum þegar ferðinni lýkur, sem best er að segja ekkert meira um. Ég tek myndir af konunum á hestinum og afhendi ásamt viðurkenning- arskjali að loknu námskeiðinu. Það er gaman að eiga minn- inguna skjalfesta.“ Það er ekki á dagskrá að bjóða álíka námskeið fyrir karlmenn sem eru ólagnir við hesta? „Þú segir nokkuð, ætli veiti nokkuð af því? Eflaust er fjöldi karlmanna sem aldrei hefur fengið tækifæri til að fara á hestbak og kann ekki að bera sig að. Þeim hópi þyrfti líka að sinna.“ Á Bjarnastöðum í Hvítársíðu er rekin fjölbreytt ferðaþjónusta eins og áður sagði. Má þar nefna tjaldstæði, sölu veiðileyfa, hand- verksmarkað og margt fleira. Fyrir áhugasama er auðvelt að hafa samband við Arndísi í síma 435 1486 eða á heimasíðu býlisins http://bjarnastadir.vefurinn.is/. Arndís Guðmundsdóttir  Arndís Guðmundsdóttir er fædd í Kópavogi árið 1968 og uppalin á Bjarnastöðum í Hvítár- síðu. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1988. Arndís starf- aði við hótelstörf, veitinga- og skrifstofustörf í Reykjavík árin 1988–1993. Frá árinu 1994 hefur Arndís búið á Bjarnastöðum og tók hún við búskap þar 1996 ásamt manni sínum, Sigurði Rúnari Gunnarssyni. Þau hjónin eiga tvo syni, Guðmund Aron, sem er fæddur 1994, og Stefán Má, sem er fæddur 1997. Konur og börn njóta hestaferða Þá er nú Byggðastofnun búin að finna út að það er sjónvarpsleysi, og ekkert annað en sjónvarpsleysi sem þjáir þennan volaða landsbyggðalýð. MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Al- coa: „Að gefnu tilefni vill Alcoa koma á framfæri eftirfarandi skýringum vegna fréttatilkynn- ingar sem WWF sendi til ís- lenskra fjölmiðla 27. júní s.l: Hálslón (sem yrði uppistöðu- lón Kárahnjúkavirkjunar) er einn besti vatnsaflsvirkjunar- kostur sem fyrir hendi er nokk- urs staðar í heiminum. Verkefnið kallar ekki á fólksflutninga, hef- ur engin áhrif á dýra- eða plöntutegundir í útrýmingar- hættu og setur engar hömlur á aðgang ferðafólks og náttúru- unnenda að virkjunarsvæðinu. Viðkvæmt vistkerfi hálendisins verður verndað og hreindýra-, fugla- og selastofnum stafar eng- in marktæk hætta af fram- kvæmdunum. Þegar gerð virkjunarinnar og aðgangsvega er lokið verður auð- veldara fyrir ferðamenn að njóta stórbrotins landslags á svæðinu án þess að valda meiriháttar um- hverfisspjöllum. Svæðið heldur óbyggðareiginleikum sínum og getur þannig orðið að auðlind sem er aðgengilegri fyrir ís- lenska ferðamenn og erlenda að njóta. Virkjunin sjálf er sérlega hag- kvæm, þar sem hún þarf aðeins lítið uppistöðulón til þess að framleiða allt að 500 MW af raf- orku vegna rúmlega 600 m fall- hæðar sem fæst með því að veita jökulvatni um neðanjarðargöng.“ Yfirlýsing frá Alcoa SÚ ákvörðun stjórnar Byggða- stofnunar um að stofnunin eignist sjónvarpssenda sem hún eigi veð í og muni jafn- framt beita sér fyrir uppbygg- ingu dreifikerfis Sýnar, Skjás eins og Aksjón á Ak- ureyri í samráði við þessi fyrirtæki, hefur vakið at- hygli, en Kristinn H. Gunnarsson, fráfarandi stjórnarformaður Byggðastofnunar, kynnti ákvörð- unina á ársfundi stofnunarinnar fyrr í þessum mánuði. Markús Örn Antonsson, útvarps- stjóri RÚV, telur að það orki mjög tvímælis að það sé hlutverk Byggða- stofnunar að eiga og reka senda í dreifikerfi fyrir sjónvarp og útvarp. „Það má spyrja hvort það sé þá ekki verðugt verkefni fyrir þá stofnun að fara að gefa út og dreifa dagblaði fyrir landsbyggðina,“ bendir hann á. Hann álítur að þetta útspil Byggða- stofnunar sé mjög á skjön við þá alls- herjaráætlun sem verið sé að gera í dreifikerfismálum, ekki síst í ljósi þess að fyrstu tillögur að uppbygg- ingu dreifikerfis um landið fyrir staf- rænar útsendingar liggi á borði sam- gönguráðherra og það standi til að hann taki afstöðu til þeirra fljótlega. Ríkisútvarpið stendur ekki fyr- ir einokun í dreifikerfismálum Markús Örn segist undrandi á um- mælum fráfarandi formanns stjórn- ar Byggðastofnunar um að það mætti ef til vill líta á dreifikerfi Rík- isútvarpsins sem einokun á dreifi- kerfismálum í landinu. Hann segir það ekki rétt og bendir á að Stöð 2 hafi náð að byggja upp dreifikerfi sitt. „Ég sé það ekki ganga upp í fljótu bragði að Byggðastofnun ætli í ljósi þessarar meintu einokunar Ríkisút- varpsins að byggja upp nýtt dreifi- kerfi fyrir landsbyggðina til að veita völdum aðilum aðgang. Er það nýtt ríkisútvarp?“ spyr hann. Hann bætir við að um 40–50 sveitabæir í dreifðustu byggðum nái ekki viðunandi sjónvarpsmóttöku nú og veltir því upp hvort Byggðastofn- un geti ekki komið að málum, hvort það sé ekki frekar í hennar verka- hring en það sem sé að gerast núna. Aðspurður hvort hann telji að Byggðastofnun sé með þessum að- gerðum að mismuna fyrirtækjum segir hann svo vera. „Hvernig yrði tekið á því ef það kæmi fram nýtt fyrirtæki á Selfossi eða á Hvolsvelli sem vildi fá aðstöðu til að dreifa sjón- varpsefni sínu fyrir sinn landshluta og kannski víðar um landið? Hafa þá allir jafnan aðgang að þessu dreifi- kerfi Byggðastofnunar?“ spyr Mark- ús Örn og leggur áherslu á að hann hafi ekki fengið nein svör við þessum spurningum og reyndar ekki leitað eftir þeim. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri um þátttöku Byggðastofnunar í uppbyggingu dreifikerfis Orkar tvímælis hvort slíkt sé hlutverk Byggðastofnunar Markús Örn Antonsson Menntamálaráðuneytið hefur sett af stað úttekt á lestrarerfiðleikum nemenda í grunn- og framhaldsskól- um landsins. Í úttektinni verða m.a. könnuð og metin þau úrræði sem standa þeim til boða sem glíma við lestrarerfiðleika og mótaðar tillögur til úrbóta. Starfshópur skipaður fulltrúum ráðuneytisins og fulltrúum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga mun vinna að þessu verkefni með ráðgjaf- arfyrirtækinu Pricewaterhouse- Coopers ehf. sem fengið hefur verið til að sjá um framkvæmd þess. Stefnt er að því að úttektinni verið lokið í september nk. og mun ráðu- neytið þá taka ákvörðum um hvaða úrræðum verður beitt til að mæta þörfum þeirra sem eiga við lestr- arerfiðleika að stríða. Úttekt á lestr- arerfiðleikum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.