Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 26
ÚR VESTURHEIMI 26 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ STEFAN J. Stefanson kom í heim- sókn til Íslands um miðjan mánuðinn og 17. júní flutti hann ávarp í Borg- arnesi, en hann er ættaður úr Döl- unum í móðurætt og úr Skagafirði í föðurætt. „Við eigum ekkert fólk eft- ir í Dalasýslu og því hef ég alltaf sagt að ég sé Skagfirðingur,“ segir hann. „Ég hef líka oft haft orð á því að ég hafi komið vestur með afa mínum 1895, en foreldrar mínir, Valdimar Eiríksson og Guðný Björnsdóttir, fæddust reyndar fyrir vestan.“ Hann er hress, 87 ára síðan í febr- úar, talar góða íslensku og eðlilega svolítið „vestur-íslensk“ skotna og hefur frá mörgu að segja. „Þegar pabbi fór á skóla í Gimli sagði skóla- stjórinn að þetta væri helvítis vit- leysa. Hann héti ekki Valdimar Ei- ríksson heldur Valdimar Stefansson því afi var Stefánsson. Þannig límdist nafnið við okkur, en þegar ég ætlaði fyrst til Bandaríkjanna gat ég ekki fengið áritun, skírnarvottorð fannst ekki og ég var skráður Eiriksson. En ég fékk ráðuneytið í Manitoba til að leyfa mér að nota nafnið Stefanson með einu essi og millinafnið Julius. Julius, bróðir pabba, fórst í fyrri heimsstyrjöldinni, amma vildi koma nafninu á einhvern og aðeins ég kom til greina.“ Stofnuðu ferðaskrifstofu vegna Íslandsferða Stefan hefur ekki tölu á því hvað hann hefur komið oft til Íslands. Hann ætlaði að koma í haust sem leið og var kominn með farseðil í hend- urnar en ekkert varð af ferðinni vegna árásarinnar á Bandaríkin 11. september. „Það sprakk allt með árásinni á New York,“ segir hann. „Ég hafði keypt mér tryggingar ef ég gæti ekki farið vegna elli en það var ekkert um árásir í tryggingunum. Ég tapaði miðanum frá Kanada til Bandaríkjanna og til baka en Flug- leiðir endurgreiddu mér sinn hluta.“ Olla, eiginkona Stefans, sem lést 20. janúar árið 2000, kom til Íslands 1964 og fékk bóndann með fjórum áð- ur síðar. „Hún hafði á orði að ef ég færi ekki með sér til Íslands fengi ég hjónaskilnaðarstefnu,“ segir Stefan. „Svo var ég fararstjóri hjá Þjóðrækn- isfélaginu þegar við komum til Ís- lands með 229 manns 1974, en þá héldum við mikla móttöku í Frímúr- arahúsinu fyrir Íslendinga sem studdu og styrktu Íslendinga fyrir vestan. Ári síðar var ég forseti Þjóð- ræknisfélagsins en við Ted Arnason, sem þá var orðinn bæjarstjóri í Gimli og forseti Íslendingadagsnefndar, buðum Pétri og Páli og öllum sem við sáum í götunni að koma og heim- sækja okkur. Þetta bar árangur, við fengum 1.408 gesti frá Íslandi. Konur okkar unnu við það að veita þeim fyr- irgreiðslu, ekki bara í eina nótt held- ur í þrjár vikur, en þær þurftu að koma 864 manns fyrir. En þetta tókst allt saman vel og var eitt allsherjar ball í þrjár vikur. Þegar gestirnir kvöddu buðu margir þeirra gestgjaf- ana velkomna til Íslands og við vild- um leggja okkar af mörkum. Tillaga kom hjá Þjóðræknisfélaginu um að stofna ferðaskrifstofu, en stjórnar- menn sögðust vera of gamlir til að standa í slíku og nóg væri af ferða- skrifstofum í Winnipeg. Við Ted og konur okkar, Marjorie og Lorna, ákváðum þá að stofna Viking Travel og við skipulögðum fyrstu ferðina til Íslands 1976. Þetta lukkaðist mjög vel og sum árin fórum við með tvær flugvélar. Í heildina fórum við með um 20 hópa, en vorum líka fararstjór- ar hjá hópum frá Íslandi. En það kom að því að þetta var farið að verða of mikið. Við hjónin drógum okkur út úr þessu, en Ted, Marjorie og tengda- dóttir okkar héldu áfram. Það gekk vel hjá þeim en svo fór að fyrirtækið var lagt niður. Við kynntumst mörg- um og það kom margt fólk til mín í Borgarnesi, mundi eftir mér úr ferð- unum, en ég skammaðist mín fyrir að muna ekki eftir því.“ Blindfullar skepnur og kjötið hvergi eins meyrt Foreldrar Stefans bjuggu í Nýja Bæ rétt norðan við Gimli, en hann var yfirfógeti Manitoba í rúmlega 30 ár. „Kona mín og pabbi sáu um bú- skapinn en ég kom heim frá Winni- peg um helgar og gleymdi mér þá í búskapnum. En ég var með mikla brjóstveiki og slitgigt í hryggnum og gat því ekki sinnt þessum störfum vel.“ 1968 keypti Seagram-fyrirtækið, sem framleiðir m.a. viskí og aðrar víntegundir, hús og 154 ekrur af landi Nýja bæjar og greiddi 35.000 kanad- íska dollara fyrir, að sögn Stefans, en fljótlega eftir það mátti oft heyra á meðal Ís- lendinga í Manitoba að kjötið frá Nýja bæ væri meyrara en annað kjöt og ástæðan væri sú að skepnurnar nærðust á vökvanum verðmæta. Stefan segir að það sé nokkuð til í þessu. „Við höfðum skepnur sem urðu margar blindfull- ar,“ segir hann og bæt- ir við að gripirnir hafi þá oft hegðað sér und- arlega. Ein kýrin hafi t.d. fest sig undir bíl, tvær kýr hafi eitt sinn byrjað að krafsa og ætlað að stanga hvor aðra en ekki hitt. Hins vegar hafi búkarnir rekist á með þeim afleiðingum að þær hafi dottið ósjálfbjarga og kútvelst á jörð- inni. Kálfurinn Spútnik hafi samt verið einna harðastur. „Ég bjargaði honum frá dauða í 38 stiga frosti í janúar 1971 og hann var hálfgerður heimalningur eftir það þar til hann var seldur, en við kölluðum hann Spútnik eftir gervitunglum Sovét- manna sem sveimuðu yfir þegar ég bar hann heim. Um sumarið voru eitt sinn um 300 skepnur á litlu svæði og þegar ég aðgætti hvað um var að vera sá ég Spútnik í stórum polli þar sem hann sat eins og hundur en þannig sitja kálfar almennt ekki. Þegar hann horfði á mig dinglaði hausinn á hon- um en ég komst fljótlega að því að það var mikið alkóhól í þessum polli og í það sóttu skepnurnar. En það lak úr dælu þarna rétt hjá og því mynd- aðist þessi pollur.“ Skepnurnar sulluðu í áfenginu en Stefan lét það vera. „Ted Arnason sagði að hann hefði haft einn sigur á lífsleiðinni sem hefði verið að kenna mér að nota áfengi þegar ég var 60 ára gamall. En ég notaði það aldrei sem strákur eða ungur maður. Ég sá ekkert upp úr því að hafa að verða fullur og vitlaus og veik- ur. En ég hef smakkað áfengi og mér líkaði að smakka hvítvín. Er bara með ofnæmi fyrir því og læt það því vera.“ Hindranir á leiðinni Faðir Stefans kom fyrst til Íslands þegar hann var 87 ára og Stef- an segir að það hafi ýtt undir för sína nú þar sem hann væri á sama aldri. „Hann vildi ekki fara með okkur aftur ári síðar því hann sagð- ist hafa svo góðar minn- ingar frá ferðinni, en svo var hann með okkur árið þar á eftir. Honum þótti mjög gaman í seinni ferðinni og hafði á orði að hann hefði hitt alla karlana sem hann hafði kynnst áður. En hvort ég á eftir að koma aftur fer eftir heilsunni.“ Hann segir að ýmislegt hafi angr- að sig en ekki hafi alltaf allt verið sem sýndist. „Einu sinni var ég öskrandi og hljóðandi vegna verkja og fór á spítala um miðja nótt. Einhver lær- lingur tók á móti mér og setti mig strax á gjörgæslu, hélt að um hjarta- bilun væri að ræða og þannig var það skráð, sem var ljóta glappaskotið því það er ómögulegt að taka þetta úr skránni ef þig vantar að gera eitt- hvað. Skoðun leiddi í ljós að hjartað var sterkt en þetta voru einhver gall- blöðruvandræði.“ Erfiðlega gekk að koma til Íslands að þessu sinni. Fyrst setti árásin á Bandaríkin strik í reikninginn og síð- an gerði seinkun á flugi frá Winnipeg til Minneapolis það að verkum að Stefan og Sigrid, sonardóttir hans, misstu af Flugleiðavélinni og þurftu að fara í gegnum New York daginn eftir. „Ég ætlaði mér til Íslands en ferðalagið var leiðinlegt og flugvöll- urinn í New York var eins og vitleys- ingaspítali,“ segir hann, en lítur samt á björtu hliðarnar. „Fyrir mörgum árum gaf Steinunn Sigurðardóttir, frænka mín í Reykjavík og alnafna einnar ferðafreyjunnar, mér járn til að skera út laufabrauð, krota út efn- ið. Mér þykir laufabrauð mjög gott og við bjuggum til mikið af því, en það gekk ekki út hjá okkur og því ákvað ég að gefa henni það aftur, enda kostaði það mikla peninga. Það standa gaddar út úr þessu í allar áttir og þegar þeir sáu þetta í töskunni í Minneapolis ætluðu þeir að taka járnið af mér. Við hliðina á mér var kona að taka upp sitt drasl og hún sagði við vörðinn að þetta væri eins- konar kökusnyrtitæki. Það nægði og ég slapp en ég setti pappír utan um járnið, skrifaði utan á hvað þetta væri og setti það síðan aftur ofan í hand- töskuna. Í eftirlitinu í New York skrækti bara úrið mitt en skerinn slapp í gegn og svo var ekkert vanda- mál í Keflavík. Ég gat því skilað járninu.“ Lærði aldrei íslensku Það er gaman að hlusta á Stefan, en hann segir að íslenska hafi ekki verið töluð heima hjá sér nema þegar afi og amma hafi komið í heimsókn. „Pabbi og mamma vildu ekki að við lentum í sömu vandræðum með málið og þau, að kunna ekki ensku þegar við færum í skóla. Ég lærði því aldrei íslensku sem barn en kunni alltaf nóg til að láta ekki plata mig. Það var mælikvarðinn hjá mér, en pabbi sagði reyndar síðar að það væri hörmung að ég gæti ekki talað við fólk á íslensku og svo fór að við fórum að tala saman á íslensku. 17 árum eft- ir að hann byrjaði að kenna mér fékk hann slag og missti málið en ég hélt áfram, keypti mér bækur og las á meðalaflöskurnar sem ferðamenn- irnir fengu við hægðaleysi. Í þessu sambandi hef ég alltaf sagt að ef þú kannt eitt tungumál hefurðu dollar en ef þú kannt tvö tungumál hefurðu tvo dollara.“ Skemmtilegt líf Stefán og Olla eignuðust fimm börn. Þau eru Lorna, bóksali í Gimli, Earnest, lyfjafræðingur í Gimli, Valdimar, vistfræðingur í Minnea- polis, María, hjúkrunarkona í Sel- kirk, og Eiríkur, útsölustjóri áfeng- isverslunarinnar í Gimli. „Það er mikill aldursmunur á þeim og þess vegna áttum við börn í barnaskólan- um í Gimli í 23 ár samfellt. „Þetta hef- ur verið skemmtilegt líf og ef ég gæti lifað því aftur vildi ég hafa það eins.“ Kemst það sem hann ætlar sér Stefan J. Stefanson frá Gimli í Kanada hefur verið tíður gestur á Íslandi síðan 1968. Steinþór Guðbjartsson settist niður með honum og spjallaði við hann um heima og geima. Stefan J. Stefanson steg@mbl.is smám saman hafi runnið upp fyr- ir sér að miklu meira lægi að baki upprunanum. „Menningar- arfleifðin og tungumálið heilluðu mig og ég áttaði mig á því að ég átti mikið ólært. Mamma er af enskum, norskum og þýskum ætt- um og því á ég rætur að rekja víða um Evrópu. Ég vil kynnast þeim öllum en get bara tekið eitt fyrir í einu og byrja á Íslandi.“ Erica Lynn Evans býr í San Francisco. Hún segir að Ísland hafi ekki verið hluti af æsku sinni og hún hafi aldrei heyrt íslensku en amma sín hafi sagt sér frá líf- inu í Gimli í Kanada, þar sem hún hafi fæðst og búið áður en fjöl- skyldan hafi flutt til Kaliforníu. Erica segir að hún hafi strax heillast af Íslandi, fyrst og fremst vegna fjarlægðarinnar frá Kali- forníu, en hún hafi ekki hugleitt land og þjóð nánar fyrr en amma sín hafi heitið henni Íslandsferð lyki hún háskólaprófi. Þá hafi hún byrjað að afla sér upplýsinga um Ísland og eftir því sem hún hafi lært meira hafi hún tengst landinu sterkari böndum og það hafi verið sem himnasending að kynnast Snorraverkefninu sem hún væri nú hluti af. SEXTÁN ungmenni frá Kanada og Bandaríkjunum eru nú stödd á Íslandi til að kynnast landi og þjóð á sex vikum í svonefndu Snorraverkefni, sem er samstarfs- verkefni Þjóðræknisfélags Íslend- inga og Norræna félagsins í þeim tilgangi að styrkja tengsl ung- menna vestra af íslenskum ættum við ræturnar á Íslandi. Krakkarnir tengjast verkefninu í gegnum Íslendingafélögin í heimabyggð sinni og þeir eru sammála um að mikilvægt sé að kynnast Íslandi og menningunni með þessum hætti. Calvin Krenbrenk segir að hann hafi alist upp í íslensku samfélagi í Edmonton í Kanada og mætt á íslenskutengda við- burði. „Þegar ég var spurður hvaðan ég væri sagðist ég alltaf vera íslenskur, því það var það sem mamma sagði mér, og fólk hélt að ég væri innflytjandi,“ seg- ir hann og bætir við að þessi ís- lenska ímynd hafi horfið með aldrinum. Eldri kynslóðir hafi haldið sögu forfeðra sinna á lofti, alist upp við tungumálið og menninguna, og hann hafi viljað kynnast Íslandi af eigin raun. Snorraverkefnið væri kjörinn vettvangur til þess og því væri hann hér. Kristina MacNaughton frá Ed- monton er af íslenskum ættum í föðurætt og hefur svipaða sögu að segja. Hún segist hafa kynnst íslenskum siðum vestra, farið á þorrablót og svo framvegis, og Krakkarnir hafa verið á ís- lensku- og sögunámskeiði í Reykjavík í tæplega tvær vikur en fóru í gær til ættingja sinna víða um land. Erica er komin í Eyjafjörðinn og verður þar á bóndabæ í þrjár vikur. Hún segir kærkomið að fá þannig tækifæri til að kynnast hluta fjölskyld- unnar og auk þess voni hún að hún nái að samlagast menning- unni á þessum tíma. „Ég hef aldr- ei fyrr heyrt um svona verkefni, uppbygging þess er mjög góð og þetta er frábær leið til að kynnast landi og þjóð af eigin raun auk þess sem þátttakendur fá tæki- færi til að kynnast innbyrðis.“ Kristina tekur í sama streng en hún verður á Akranesi næstu vik- ur. Hún segir að margt sé á reiki hjá fjölskyldu sinni vestra varð- andi ættartréð á Íslandi og mis- munandi upplýsingar um ættingja hérna, en vonandi fái hún tæki- færi til að leiða hið sanna í ljós. Calvin verður hjá frænku sinni á Akureyri og hlakkar til þess. „Ég tala ekki íslensku og hún ekki ensku en ég held að þetta sé besta leiðin til að reyna að skilja tungumál. Mig langar til að ná valdi á íslensku því málið er lyk- illinn að landinu og menning- unni.“ Hann segir að hann viti hvernig Íslendingar hafi búið fyrr á öldum, en vilji kynnast nútíman- um. „Ég þekki sögu innflytjend- anna skömmu fyrir 1900 og hún er fyrst og fremst það sem við heyrum í Edmonton, en ég vil kynnast Íslandi eins og það er nú.“ Erica tekur í sama streng. Hún segist hafa komist að því hvað Ís- land stæði framarlega en erfitt væri að sannfæra marga Banda- ríkjamenn um stöðu landsins, sem stæði framar Bandaríkjunum á mörgum sviðum. Kristina segist líka hafa orðið vör við vanþekk- ingu í sínum heimabæ og með heimsókn sinni geti hún betur komið hinu rétta á framfæri. „Það jafnast ekkert á við að kynnast hlutunum með þessum hætti.“ Mikilvægt að kynnast Íslandi og menningunni af eigin raun Morgunblaðið/Þorkell Kristina MacNaughton, Calvin Krenbrenk og Erica Lynn Evans eru á Íslandi til að kynnast landi og þjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.