Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÚ HAFA um 36 fatlaðireinstaklingar fengiðstarf í gegnum Atvinnumeð stuðningi (AMS) í Reykjavík, en verkefnið hófst árið 1999. Mun fleiri hafa fengið vinnu í tengslum við AMS í gegnum Svæðisskrifstofu Reykjaness eða rúmlega 70. Starfsmenn í Reykja- vík eru í 2,5 stöðum sem þýðir að bak við hvern starfsmann standa 14 fatlaðir einstaklingar, sem er mun hærra hlutfall en í nágranna- löndum okkar. Það sama er uppi á teningnum í Reykjaneskjördæmi. Þær umsóknir sem nú liggja fyrir hjá AMS í Reykjavík eru að stærstum hluta frá einstaklingum sem eru atvinnulausir og hafa engin tilboð um dagþjónustu. Fé- lagsmálaráðuneytið segir að unnið sé að því að finna verkefninu end- anlegan samastað í kerfinu og al- menn ánægja sé með árangur þess. Þjóðhagslega hagkvæm leið Árni Már Björnsson, forstöðu- maður AMS hjá Svæðisskrifstofu Reykjavíkur, leggur áherslu á að AMS sé þjóðhagslega hagkvæm leið, en úrræðið sé í raun strand þar sem fleira starfsfólk þurfi til að mögulegt sé að aðstoða fleiri fatlaða einstaklinga til að komast út á vinnumarkaðinn. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag,“ segir Árni. „Það hefur ákveðin stöðnun átt sér stað. Við erum komin með það marga út á al- mennan vinnumarkað í Reykjavík sem við höfum umsjón með að við teljum okkur að óbreyttu ekki geta unnið með fleiri.“ Hlutfall skjólstæðinga AMS á bak við hvern starfsmann hér á landi er að mati Árna óviðunandi. „Ef litið er til nágrannalanda okk- ar er t.d. í Noregi miðað við að hæfilegur fjöldi einstaklinga á bak við hvern starfsmann sé 6 og í Svíþjóð 6–8,“ segir Árni. „Hjá AMS í Reykjavík eru um 14 á bak við hvern starfsmann. Þessu þarf að breyta ef halda á úti þjónustu samkvæmt vinnubrögðum AMS og ef takast á að vinna á biðlist- um.“ Árni segir að breyta megi þessu ástandi á tvennan hátt. „Annars vegar má fjölga starfsmönnum AMS í takt við þann fjölda ein- staklinga sem unnið er með hverju sinni og hins vegar að ljúka eftirfylgdinni og stuðningn- um eftir ákveðinn tíma eins og gert er bæði í Noregi og Svíþjóð. Síðari leiðin myndi þó örugglega þýða það að einhverjir misstu störfin fyrr en ella og yrðu að sækja um hjá AMS aftur.“ Ef vel á að takast til í framtíð- inni þarf aukning stöðuheimilda að vera í samræmi við þann fjölda sem verið er að vinna með hverju sinni, að mati Árna. „Því er ekki nóg að ráða inn starfsfólk í eitt skipti fyrir öll heldur þarf að endurmeta stöðuna reglulega og gera áætlun um framhaldið.“ Með aukningu stöðugilda strax um tvö má að sögn Árna gera ráð fyrir að hægt verði að koma um 15–20 manns í vinnu á árs tímabili. Árni segir atvinnu með stuðn- ingi þjóðhagslega hagkvæma og að rökstyðja megi þá fullyrðingu með því að ráðstöfunartekjur ein- staklinga aukast og launin hafa áhrif á örorkubætur þannig að þær lækka í hlutfalli við tekjurn- ar. „Viðkomandi fer að greiða skatta og síðast en ekki síst eykur atvinnuþátttakan sjálfsmynd og bætir líðan einstaklinganna.“ Samkvæmt þeim vinnubrögðum sem AMS starfar eftir er öflug eftirfylgd og stuðningur með starfsmanni, allt frá byrjun. Þessi vinna er mest í fyrstu og fer svo dvínandi eftir því sem starfsmað- urinn nær betri tökum á starfinu, segir Árni. Stuðningur við ein- staklinga er mjög mismunandi og reynslan sýnir að með tímanum dregur úr þeim tíma sem hver og einn einstaklingur þarf í eftirfylgd og þjónustu. „Þetta þýðir einfald- lega að atvinna með stuðningi skilar árangri,“ segir Árni. Óvissa um framhald verkefnisins Úrræðinu Atvinna með stuðn- ingi var hrundið af stað í tilrauna- skyni til tveggja ára í marsmánuði árið 1999. Að þeim tíma loknum fékkst vilyrði til að halda verkefn- inu áfram í eitt ár. Fyrstu tvö árin var AMS því rekið sem tilrauna- verkefni og seinasta árið sem framtíðarúrræði frá SSR. „Núna um áramótin fékkst viðurkenning fyrir því hjá félagsmálaráðu- neytinu að verkefninu yrði haldið áfram og það yrði hjá SSR þar til lögum um vinnumarkaðsaðgerðir yrði komið á.“ Árni segir það eðlilega þróun því atvinnuúrræði fyrir fatlaða ættu ekki að vera aðskilin frá al- mennum úrræðum. „Lögin hafa legið fyrir Alþingi á annað ár,“ útskýrir Árni. „Í þeim kemur fram að AMS á að færast undir Vinnumálastofnun eða Vinnumiðlun fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu. Þar tel ég verkefninu best komið því þá fengist aðgang- ur að þeim upplýsingum sem þar liggja þegar fyrir, t.d. umsóknum fyrirtækja um starfskraf dag þurfum við að leita störf.“ – En stendur til a starfsmönnum AMS í R til að mæta aukinni þörf o umsækjendum á biðlista? „Umræða um fleiri sta hefur stöðugt verið í gan lagsmálaráðuneytið, en ekkert aukið fjármagn fæ merkt verkefninu hjá SSR um neina aukningu stöðu að ræða,“ svarar Árni. „H ar hefur félagsmálará beitt sér fyrir því að Vin stofnun komi að verkefn auknu fjármagni.“ – En hvers vegna ætti verkefninu áfram, hvað h fram yfir aðrar aðferðir v vega fötluðum einsta vinnu, t.d. á vernduðum stöðum? „Í stuttu máli felst mu vinnubrögðum AMS o bundnum aðferðum í aðst finna starf við hæfi, v stuðningi, og síðast en eftirfylgd eftir þörfum Árni. „Við atvinnuleitina eftir væntingum og vilja andi. Hversu fljótt tekst afla vinnunnar og hversu öflug eftirfylgdin er fer starfsins og þörf einsta og vinnustaðarins.“ Kannanir á árangri ver sýna að atvinna með stuð fjárhagslega hagkvæm l sýna tölulegar upplýsinga meiri hagkvæmni en t.d og verndaðir vinnustaðir, Árna. Um 65 fatlaðir einstaklingar á biðlista eftir Árangur góður en framhaldið óvíst Um 65 einstaklingar eru á biðlista eftir vinnu hjá Atvinnu með stuðningi í Reykja- vík, úrræði sem er ætlað að aðstoða fatlaða einstaklinga út á almennan vinnumarkað. Sunna Ósk Logadóttir skrifar að ekki sé hægt að stytta biðlista því úrræðið gangi út á mikinn stuðning við hinn fatlaða og starfsfólk verkefnisins anni ekki fleirum. „ÉG HEF oft orðið fyrir brigðum á vinnustað og ur svolítið í mér, en ég e ánægð með starfið í Hag kaupum, þar hefur mér v mjög vel tekið og mér líð mjög vel í mínu starfi,“ s leen Soffía Svensdóttir, s fékk vinnu í Hagkaupum Kringlunni í gegnum ver atvinna með stuðningi. A ennfremur varaformaður hagsmunafélags fatlaðra Frá því Aileen lauk ná bekk hefur hún gegnt ým störfum á almennum vin aði, auk þess að stunda n bæði hér heima og í Svíþ „Fatlaðir eru alls staðar sig á veggi í þjóðfélaginu miður eru margir sem vi ennþá að fatlaðir vinni e á vernduðum vinnustöðu ekki með ófötluðum. Mín er mjög misjöfn, oft hef lifað mikla höfnun og en ég þá tilfinningu að ég v fyrsta sem verð látin far „Fæ a Aileen Svensdó BÓKHALDSHNEYKSLIN Í BANDARÍKJUNUM Bókhaldshneykslin, sem upphafa komið hjá hverju stór-fyrirtækinu á fætur öðru í Bandaríkjunum, vekja athygli um allan heim og draga úr trausti og tiltrú fjárfesta og almennings til hlutafélaga, sem skráð eru á kauphöllum víða um heim. Það eru ekki bara önnur fyr- irtæki og einstaklingar, sem fjár- festa í hlutabréfum alþjóðlegra stórfyrirtækja. Það gera líka líf- eyrissjóðir. Bóhaldshneykslin snerta því hagsmuni gífurlegs fjölda fólks og má vel vera að það eigi einnig við um Íslendinga, þótt engar upplýsingar hafi komið fram um íslenzkar fjárfestingar í þeim fyrirtækjum, sem um er að ræða. Bóhaldsflækjurnar hjá Enron- fyrirtækinu voru miklar en svindlið hjá WorldCom fjarskipta- fyrirtækinu var í raun og veru mjög einfalt. Í stað þess að bók- færa venjuleg útgjöld sem útgjöld voru þau eignfærð og síðan af- skrifuð á löngum tíma. Þetta var gert í svo stórum stíl, að vestan hafs standa menn agndofa og Paul O’Neill, fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, sem sjálfur er fyrrver- andi aðalforstjóri Alcoa, sem við Íslendingar eigum nú í viðræðum við, krefst þess að forstjórar, sem staðfesti rangar upplýsingar um fjárhag fyrirtækja sinna, fari í fangelsi. Í gær bættist nýtt bók- haldshneyksli við hjá bandaríska stórfyrirtækinu Xerox. Afleiðingar hneykslismála á borð við þau, sem upp hafa komið í Bandaríkjunum undanfarna mánuði og misseri, eru ekki bara þær, að þeir sem hafa fjárfest í þessum tilteknu fyrirtækjum tapi fjármunum sínum heldur lækkar verð á hlutabréfum almennt, sem hefur neikvæð áhrif á fjárhag gíf- urlegs fjölda fólks. Það er eðlilegt að spurt sé hvernig hægt sé að stunda svo stórfellt bókhaldssvindl, sem þessi dæmi sýna, á tímum tölvu- tækni og harðra krafna um endur- skoðun á reikningum fyrirtækja. Þetta er greinilega hægt og í ein- hverjum tilvikum m.a. vegna þess, að endurskoðendur sinna starfi sínu ekki eins og vera ber. Um allan heim spyrja menn hvort svo slakt bókhald og ófull- komið eftirlit með því sé takmark- að við Bandaríkin ein eða hvort finna megi dæmi um slíkt í öðrum löndum. Engum þarf að koma á óvart þótt slíkar spurningar komi fram. Það er mikið í húfi. Það er eðlilegt að einnig hér á Íslandi verði spurt hvort pottur geti verið brotinn í reikningshaldi fyrirtækja og endurskoðun á reikningum þeirra. Engar vís- bendingar hafa komið fram um það og vonandi er allt á hreinu í bókhaldi íslenzkra fyrirtækja. Og ekki má gleyma því, að það geta verið margvísleg álitamál í bók- haldi fyrirtækja, sem á engan hátt er hægt að líta á sem svindl- starfsemi á einn eða annan veg. Engu að síður hljóta þau tilvik, sem um er að ræða vestan hafs, verða til þess, að um allan heim hefjist umræður um það hvort nauðsynlegt sé að herða reglur um eftirlit með reikningshaldi fyrirtækja. Líklegt má telja, að víða um lönd verði það gert til þess að auka enn á gagnsæi hluta- bréfamarkaðarins og traust og tiltrú almennings í hans garð. Dálkahöfundar Lex í Financial Times velta því t.d. fyrir sér í gær hvort of mikil áherzla hafi seinni árin verið lögð á svonefndan Ebitda-hagnað, þ.e. hagnað fyrir skatta, afskriftir og fjármagns- kostnað, og telja t.d. að ekki eigi að leggja of mikið upp úr þeim mælikvarða til þess að meta stöðu fyrirtækis og bolmagn til þess að standa undir skuldbindingum. Washington Post segir í for- ystugrein að svindlstarfsemi WorldCom hafi verið svo einföld, að hún hljóti að hafa verið stund- uð í þeirri trú, að endurskoðendur fyrirtækisins væru ekki að sinna starfi sínu af kostgæfni. Endurskoðendur fyrirtækisins verja sig með því, að starfsmenn WorldCom hafi haldið frá þeim mikilvægum upplýsingum. Aðrir gagnrýna þá sömu endurskoðend- ur og segja að það sé hlutverk þeirra að fara inn í fyrirtækin og skoða þau gögn, sem þeir telji nauðsynlegt hverju sinni. Hneykslismálin í Bandaríkjun- um hafa líka orðið tilefni um- ræðna beggja vegna Atlantshafs- ins um það hvort bandarískar bókhaldsreglur séu betri eða verri en evrópskar og sýnist sitt hverjum. Störf endurskoðenda hafa alltaf verið mikilvæg en þeim mun fleiri fyrirtæki, sem skráð eru í kaup- höllum, þeim mun mikilvægara verður að ekki sé hægt að finna að vinnubrögðum endurskoðenda. Endurskoðun og starfshættir endurskoðenda eru sjaldan til um- ræðu á opinberum vettvangi hér á Íslandi en líklegt má telja, að það væri gagnlegt að slíkar umræður færu fram. Það er æskilegt að bæði íslenzkir fjárfestir og aðrir beri fullt traust til endurskoðunar í íslenzkum fyrirtækjum. Það traust hefur tvímælalaust verið til staðar en bókhaldshneykslin í Bandaríkjunum munu óhjákvæmi- lega leiða til umræðna hér eins og annars staðar. Eðlilegt er að Verðbréfaþing Ís- lands, félagasamtök endurskoð- enda og viðskiptadeildir háskól- anna efni til umræðna um þessi mál hér þótt ekki væri til annars en draga úr öllum efasemdum, sem hneykslismálin í Bandaríkj- unum kunna að hafa vakið upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.