Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 20
AP
Afganar virða fyrir sér brunna flugskeytavagna af sovéskri gerð í gær.
MIKIL skelfing greip um sig í afg-
anska landamærabænum Spin Bol-
dak í gær þegar vopnageymsla
skammt frá markaðstorgi bæjarins
sprakk í loft upp. Haft er eftir hjálp-
arstarfsmanni, að 32 hafi týnt lífi en
embættismenn í borginni Kandahar
segja, að enginn hafi beðið bana.
Fyrsta sprengingin í vopnageymsl-
unni, sem var aðeins í nokkur hundr-
uð metra fjarlægð frá markaðstor-
ginu og rétt við helstu
stjórnarbygginguna í bænum, varð
um miðnætti í fyrrinótt og síðan tók
hver sprengingin við af annarri fram
á dag. Rigndi flugskeytum yfir ná-
grennið og skelfingin meðal bæjar-
búa, 30.000 manns, var alger að sögn.
Talið var að 20 til 70 manns hefðu
slasast og lýsingar á atburðinum
benda til, að orð hjálparstarfsmanns-
ins um mannfall séu rétt.
Getgátur um árás
Vopnageymslan var frá tíð talibana
en miklu af vopnum hafði verið komið
fyrir í henni eftir ósigur þeirra. Get-
gátur eru um, að flugskeytaárás ein-
hverra talibanaliðsmanna hafi valdið
sprengingunni en afganskir embætt-
ismenn þvertaka fyrir það.
Spin Boldak er við landamæri Pak-
istans og er mikil miðstöð verslunar
og viðskipta. Þar er mesti bílamark-
aður í Afganistan og sýningarsalir
með nýjustu árgerðunum. Enginn
tollur er á bifreiðum, sem fluttar eru
til landsins, og því mikið um, að þeim
sé smyglað til Pakistans þar sem bíl-
verð er almennt helmingi hærra.
Mikil skelfing
meðal íbúanna
Chaman. AFP.
Vopnageymsla í afgönskum
bæ sprakk í loft upp
ERLENT
20 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Kíktu inn á bílaland.is
TUTTUGU og einum rússneskum
vísindamanni var bjargað af skipi er
situr fast í suðurskautsísnum á
fimmtudaginn um borð í tvær suður-
afrískar þyrlur, að því er rússneska
fréttastofan ITAR-TASS greindi frá
í gær. Alls voru 107 um borð.
Einnig tókst áhöfnum þyrlnanna
að koma hálfu tonni af vistum til
þeirra sem enn eru um borð í skip-
inu, Magdalena Oldendorff, sem set-
ið hefur fast í ís um 300 km frá suð-
ur-afrísku bækistöðinni Queen
Maude Land á Suðurskautslandinu,
síðan 14. júní. Um borð eru rúss-
neskir vísindamenn. Vonir standa til
að hægt verði að bjarga 40 manns til
viðbótar af skipinu.
Þyrlurnar lögðu upp frá suður-
afríska björgunarskipinu Agulhas
sem er í um 350 km fjarlægð frá
Magdalena. Í gær átti að reyna að
fara tvær björgunarferðir til við-
bótar á hvorri þyrlu, en ólíklegt var
talið að það tækist þar sem flug-
ferðin milli skipanna tekur um þrjár
og hálfa klukkustund, en dagsbirtu
nýtur aðeins í um fjóra tíma við Suð-
urskautslandið á þessum árstíma.
Einnig veltur mikið á veðrinu
hvort hægt verður að halda björg-
unaraðgerðum áfram. Gífurlegt
frost er á þessum slóðum, og gæti
það leitt til þess að ísinn sem björg-
unarskipið er í þykknaði og þyrfti
skipið því að færa sig utar og það
langt frá Magdalena að þyrlurnar
nýttust ekki. Agulhas er ekki ísbrjót-
ur, en hefur sérstyrktan byrðing.
Magdalena er í eigu þýsks skipa-
félags en rússneska Heimskauta-
stofnunin er með það á leigu. Um
borð var 28 manna áhöfn og 79 vís-
indamenn. Skipið var á leið til
Höfðaborgar í Suður-Afríku frá
Novolazarevskaíja-bækistöðinni á
Suðurskautslandinu fyrir hálfum
mánuði er það lenti í rekís og neydd-
ist áhöfnin til að leita vars inni á flóa.
Áætlað er að einungis allra nauð-
synlegasta áhöfn verði eftir um borð
og bíði argentínska ísbrjótsins Alm-
irante Irizar, sem lét úr höfn í Bue-
nos Aires á þriðjudaginn og er vænt-
anlegur að Magdalena eftir um tíu
daga, og á ísbrjóturinn að lóðsa
þýska skipið í örugga höfn.
Reuters
Önnur björgunarþyrlan fer í loftið frá björgunarskipinu Agulhas í fyrradag áleiðis að Magdalena Oldendorf.
Fólki bjargað af skipi í
suðurskautsísnum
Moskvu, Höfðaborg. AFP, AP, Baltimore Sun.
MIKILL meirihluti Bandaríkja-
manna er andvígur úrskurði 9. um-
dæmisáfrýjunardómstólsins í San
Francisco í Kaliforníu í vikunni, þess
efnis, að hollustueiðurinn sem skóla-
börn þar í landi sverja daglega gangi
gegn stjórnarskránni. Alfred Good-
win, dómarinn sem skrifaði dóms-
álitið, taldi að orðin „ein þjóð, sem
lýtur Guði“ sem koma fyrir í holl-
ustueiðnum gangi gegn bandarísku
stjórnarskránni.
Andstaða almennings hefur komið
greinilega í ljós eftir að dómurinn
var kveðinn upp á miðvikudag, en al-
menningur hefur látið í sér heyra á
ýmsum vettvangi. Fjölmargir hafa
látið skoðun sína í ljós í umræðuþátt-
um í sjónvarpi og útvarpi og ýmsar
kapalstöðvar sem einungis sjón-
varpa fréttum hafa staðið fyrir skoð-
anakönnunum meðal áhorfenda þar
sem mikill meirihluti fólks hefur lýst
yfir andstöðu við úrskurðinn.
Sjónvarpsstöðvar hafa sýnt fjöl-
margar myndir af skólabörnum sem-
fara með eiðinn og viðtöl við nem-
endur sem sögðu að þeir hefðu
ekkert á móti orðunum, „ein þjóð,
sem lýtur Guði“. Gagnrýni hefur í
nokkrum mæli beinst að Kaliforníu
og San Francisco svæðinu. „Hvar
eru jarðskjálftarnir í San Francisco,
þegar maður þarf á þeim að halda?“
sagði í leiðara blaðsins The New
York Post, en fyrirsögn leiðarans
var „Brjálæði á Vesturströndinni“.
Alríkisstjórnin mun
ekki liggja á liði sínu
John Ashcroft, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, Gray Davis, ríkis-
stjóri Kaliforníu, og stjórnendur
skólaumdæmis í Norður-Kaliforníu,
þaðan sem sækjandi málsins er,
lýstu því yfir á fimmtudag að þeir
hygðust biðja 9. umdæmisáfrýjunar-
réttinn að breyta úrskurði sínum.
„Dómsmálaráðuneytið mun verja
rétt barna okkar til þess að sverja
bandaríska fánanum hollustu sína.
Alríkisstjórnin mun ekki liggja á liði
sínu til að tryggja að börnin geti tjáð
föðurlandsást sína með því að hafa
yfir hollustueiðinn,“ sagði Ashcroft.
Ashcroft og Davis segja að þeir muni
fara fram á að ákvörðun dómaranna
þriggja verði endurskoðuð af full-
skipuðum rétti 11 dómara.
Þörf fyrir dómara sem hafa til
að bera heilbrigða skynsemi
George W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, sagði úrskurðinn sýna að
þörf væri fyrir „dómara sem hafa til
að bera heilbrigða skynsemi og
skilja að réttindi okkar eru upprunn-
in hjá Guði. Og það eru þess konar
dómarar sem ég hef ætlað mér að fá
til starfa,“ sagði Bush.
Í öldungadeild Bandaríkjaþings
gættu demókratar þess vandlega að
vel væri mætt í þingsalinn yfir opn-
unarbæninni, en venjulega er þar fá-
skipað þegar hún er höfð yfir. Þeir
tóku undir með þingmönnum repú-
blikana og fóru með hollustueiðinn,
með sérstakri áherslu á orðin „ein
þjóð, sem lýtur Guði“. Þá var sam-
þykkt samhljóða ályktun beggja
flokka gegn úrskurðinum. Í fulltrúa-
deildinni sungu þingmenn beggja
flokka „Guð blessi Bandaríkin“ og
gáfu svo frá sér ályktun gegn úr-
skurðinum í San Francisco og var
hún samþykkt með 416 atkvæðum
gegn þremur. Tveir þeirra sem
greiddu ekki atkvæði með ályktun-
inni voru þingmenn frá Kaliforníu.
Langflestir bandarískir stjórn-
málamenn hafa lýst yfir vanþóknun
sinni á úrskurðinum í San Francisco.
Sumir þeirra hafa sagt hann árás á
hefðbundin bandarísk gildi, en aðrir
telja að í málinu hafi pólitískur rétt-
trúnaður farið yfir strikið. Hin
sterku viðbrögð stjórnmálamanna
ber að skoða í ljósi þess að nú er
kosningaár í Bandaríkjunum, 4. júlí,
þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna,
nálgast og atburðirnir 11. september
2001 eru enn lifandi í minningu fólks.
Almenningur æfur yfir
úrskurði um hollustueið
Washington Post, Los Angeles Times.