Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Járn + C vítamín fyrirbyggir járnskort. C-vítamínið eykur nýtingu járns. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum Boltinn stoppar aldrei hjá þér! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS S 18 13 4 0 6/ 20 02 Með SDSL fyrirtækjalausn Íslandssíma geturðu sent skjöl á sama hraða og þú tókst við þeim. Því verður engin óþarfa bið hjá viðskiptavinum þínum eða starfsfólki á meðan þung skjöl eru send. Boltinn þarf þess vegna aldrei að stoppa hjá þér. SDSL fyrirtækjalausn Íslandssíma tryggir þér stöðugan hraða og öruggt samband á lágmarksverði. Sólarhringsvakt Íslandssíma. Öryggi í rekstri er forgangsmál hjá Íslandssíma. Þess vegna er miðlægur búnaður vaktaður allan sólarhringinn sem tryggir hámarks uppitíma. Hafðu samband við sölusvið okkar í síma 595 5000 og kynntu þér hvað Íslandssími getur gert fyrir þitt fyrirtæki. SDSL fyrirtækjatilboð 2 MB/s til og frá notanda aðeins 17.900 kr. 1 GB innifalið í verði. Engin stofngjöld og Netopia 7100 SDSL endabúnaður lánaður gjaldfrjálst á samningstímanum, en það jafngildir kaupauka að verðmæti 90.000 kr. Á MORGUN eru liðin 20 ár frá því að endurhæfing hjartasjúklinga hófst á Íslandi. Á Reykjalundi var fyrsti hjartasjúklingurinn innritaður til sérhæfðrar endurhæfingar hinn 30. júní 1982. Fyrstu tvö árin innrit- aðist að jafnaði einn hjartasjúklingur á viku en smám saman jókst þörf og eftirspurn og hjartasjúklingum í end- urhæfingu fjölgaði jafnt og þétt. Menn fóru hægt og rólega af stað og ekki voru allir sannfærðir um að fylli- lega öruggt væri að beita hjartveikt fólk líkamlegu erfiði til endurhæfing- ar. Áfram var haldið á öruggu skriði og þegar hjartaskurðaðgerðir hófust hér á landi 1986 fjölgaði hjartasjúk- lingum í endurhæfingu á Reykja- lundi úr 92 árið 1986 í 158 árið 1987. Til samanburðar nutu á sl. ári alls 237 hjartasjúklingar þjónustu Reykja- lundar, sem enn byggir á þeim trausta grunni sem lagður var áður en fyrsti hjartasjúklingurinn innrit- aðist fyrir 20 árum. Á engan er hallað þótt fullyrt sé að aðalhugsuðurinn og smíðameistarinn í þessu verki frá upphafi hafi verið Magnús B. Einarson, endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og yfir- læknir á hjartasviði. Þegar árið 1979 hafði hann lagt grunninn að því sem nefnt hefur verið heilsuþjálfun á Reykjalundi en heilsu- þjálfun er endurhæfing með íþróttaiðkun og byggist á samstarfi íþróttakennara og sjúkraþjálfara. Mark- miðið er einfalt og skýrt; að hvetja fólk til hollra lífshátta. Með því að stofna til eða endurnýja gömul kynni við hinar ýmsu almenningsíþróttir, sem flest- um eða öllum er fært að stunda, er hornsteinn lagður að betra lífi. Í heilsuþjálfun Reykja- lundar er lögð stund á göngur, sund, leikfimi, golf, hjólreiðar, göngu- skíði og hestamennsku, allt eftir getu og áhuga hvers og eins. Reykja- lundur er í fallegu skógi vöxnu umhverfi og stutt er í vötn og fjöll til úti- vistar, sem þar er stunduð af miklum krafti. Umhverfið hefur þannig átt drjúgan hlut í því að skapa staðnum og starfseminni sér- stöðu á heimsmæli- kvarða. Ýmsu öðru er sinnt í endurhæfingu hjartasjúklinga en heilsuþjálfuninni, þótt hún skipti afar miklu máli. End- urhæfingunni sinna fjölmargir sér- fræðingar Reykjalundar; læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfar- ar, íþróttakennarar, iðjuþjálfar, fé- lagsráðgjafar, næringarráðgjafi, sál- fræðingur, talmeinafræðingur og lífeðlisfræðingur. Endurhæfingin tekur sífellt breytingum því hún verður ekki mótuð í eitt skipti fyrir öll frekar en annað í lífinu. Sérfræð- ingar Reykjalundar fylgjast því vel með því sem gert er í öðrum löndum og leggja einnig sitt af mörkum í fjöl- þjóðlegum heimi fræðanna. Nú ný- verið var haldið hér á landi 6. nor- ræna þingið í hjartaendurhæfingu og voru þar kynntar nýjustu niðurstöð- ur varðandi endurhæfingu hjartabil- aðra sjúklinga á Reykjalundi. Menn hafa viljað fara afar varlega í þjálfun þessara sjúklinga en árangur Reykjalundar gefur góðar vonir um að verulega megi bæta getu og líðan þessara sjúklinga. Undanfarin 15 ár hefur mikið verk verið unnið til að opna möguleika fyr- ir þessa sjúklinga til framhaldsþjálf- unar eftir dvöl á Reykjalundi og í því skyni hafa verið settar á laggirnar svonefndar HL-stöðvar, í Reykjavík og á Akureyri. HL-stöðvarnar ann- ast endurhæfingu hjarta- og lungna- sjúklinga og sinna fyrst og fremst viðhaldsþjálfun en einnig að hluta til frumþjálfun hjartasjúklinga, og eru því mikil og góð viðbót við starfsemi Reykjalundar. Af þessu má sjá að „afmælisbarn- ið“ hefur þroskast með ári hverju og ber aldurinn glæsilega, rétt eins og frumkvöðullinn Magnús B. Einarson. Mest er þó um vert að þeir 3.670 hjartasjúklingar sem komið hafa til endurhæfingar á Reykjalundi á liðn- um 20 árum hafi náð betri heilsu, öðl- ast meira öryggi og margir, í orðanna fyllstu merkingu, eignast nýtt líf. Til hamingju með daginn! 20 ára afmæli endurhæfingar Marta Guðjónsdóttir Hjartasjúklingar Ýmsu öðru er sinnt, segir Marta Guðjóns- dóttir, í endurhæfingu hjartasjúklinga en heilsuþjálfuninni. Höfundur er lífeðlisfræðingur og deildarstjóri hjarta- og lungna- rannsóknar á Reykjalundi. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Barnafatnaður í úrvali, skoðaðu verðið Þumalína, Skólavörðustíg 41 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.