Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 61 MARTIN LAWRENCE ER TRÍTILÓÐUR OG TÍMAVILLTUR Í FYNDNUSTU MYND ÁRSINS! FRUMSÝND 28. JÚNÍ Yfir 500 miðar í boði! Annar hver gestur í lasertag í Mekkasport, Dugguvogi 6 um helgina fær boðsmiða á myndina meðan birgðir endast. Pöntunarsími 568 1000 Glóðheitt bíótilboð! Frír bíómiði ef keypt er eftirfarandi; Millistór glóðaður Quiznos, stórt gos og kaka eða Lítill glóðaður Quiznos, stórt gos, flögur og kaka. Yfir 500 miðar í boði! Tilboðið gildir á meðan birgðir endast Fjórði engillinn (Fourth Angel) Spennumynd Bretland 2001. Myndform VHS. (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn John Irvin. Aðalhlutverk Jeremy Irons, Forest Whitaker. ÞESSI er ein af þessum einstak- lega lánlausu myndum sem urðu harkalega fyrir barðinu á hryðju- verkunum 11. september síðastlið- inn og afleiðingum þeirra. Þeir eru einfaldlega fáir sem hafa verið í stuði fyrir svona myndir síðan, svona myndir sem fjalla um flugrán og þess háttar hryðjuverk, sérstak- lega ef ekki er meira fútt í þeim. Þótt Fjórði engillinn lofi sæmi- lega góðu framan af, virki á mann sem traustur, jarð- bundinn og vel mannaður spennu- tryllir, dettur botninn fljótt úr henni og hið jarð- bundna og trausta breytist brátt í að vera hreinlega þunglamalegt og gamaldags. Je- remy Irons leikur blaðamann sem ætlar með fjölskylduna í frí til Ind- lands. Af förinni verður þó aldrei því að austur-evrópskir hryðju- verkamenn ræna vélinni áður en hún fer í loftið og heimta lausn- argjald fyrir farþega. Allt fer hins- vegar á versta veg og Irons missir konu sína og börn en kemst sjálfur af ásamt yngsta syninum. Upp frá því er hann heltekinn af hefndar- þorsta, reynir að hafa uppi á þeim er skipulögðu flugránið og kemst að mörgu óvæntu. Heldur langdregin spennumynd sem reynir mikið en afrekar lítið. Skarphéðinn Guðmundsson Blóðhefnd blaðamanns Maðurinn sem lögsótti guð (The Man Who Sued God) Gamanmynd Ástralía, 2001. Skífan VHS. (103 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn: Mark Joffe. Aðal- hlutverk: Billy Connolly og Judy Davis. FÓLK ber almennt blendnar til- finningar til tryggingarfélaga. Ann- ars vegar er um að ræða bráðnauð- synlega samfélagsstofnun en hins vegar vill það æði oft gerast að ein- staklingar sem lent hafa í hremm- ingum eru ekki fyllilega sáttir við viðbrögð þessara fyrirtækja. Segir hér frá manni sem ekki lætur segjast þegar honum finnst illilega að sér vegið af hendi tryggingarfélags heldur sækir það til saka á forsendum sem eru í senn sérviskulegar, bráðfyndnar og graf- alvarlegar. Í hlutverki lítilmagnans sem ræðst að stórfyrirtækjunum er breski gamanleikarinn Billy Conn- olly sem hefur gert það að venju sinni að birtast í líklegustu og ólík- legustu kvikmyndahlutverkum síð- ustu árin og stendur sig með mikilli prýði. Hann nýtur hér liðveislu ástr- ölsku stórleikkonunnar Judy Davis en samskipti þeirra eru þungamiðja þessarar gagnrýnu gamanmyndar sem óhætt er að mæla með.  Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Frumleg lögsókn SÖNGSPÍRUR samtímans keppast nú við að syngja saman dúetta. Rob- bie Williams hefur verið hvað iðnastur við kolann og hefur meðal annars raulað með söngkonunni Kylie Minogue og leikkonunni Nicole Kidman. Nú hyggjast stöll- urnar tvær, Minogue og Kidman, hins veg- ar rotta sig saman í þeim tilgangi að leiða saman raddir sínar. Samlandarnir frá Ástralíu segjast hafa lengi langað að syngja saman en sökum anna hafa þær ekki getað komið því við fyrr en nú. Það hefur jafnframt verið ákveðið að Minogue muni semja umrætt lag og ætla þær sér því ekki að fylgja þeirri vinsælu leið að klæða eldri lög í nýjan búning. Áhugasamir geta svo sannarlega glaðst yfir því að eina ákvörðunin sem tekin hefur verið um fyrirhugað tónlistarmyndband við lagið sé að það eigi að vera mjög kynæsandi! Minogue og Kidman syngja dúett Ástralir allra landa sameinist Nicole Kidman Reuters Kylie Minogue Reuters STJÓRN sóknarnefndar íslensku kirkjunnar í Lundúnum gekkst ný- lega fyrir kvöldskemmtun í fjáröfl- unarskyni fyrir svokallaðan fram- kvæmdasjóð sem nefndin hefur sett á laggirnar. Ætlunin er að nota sjóðinn til að styrkja framkvæmdir sem gagnast Íslendingum í Englandi. Sendi- herrahjónin Þorsteinn Pálsson og Ingibjörg Rafnar styrktu þetta framtak en skemmtunin var haldin í bústað þeirra. Tekið var á móti gestum með hljóðfæraslætti og veitingum, ís- lenski kórinn í Lundúnum kyrjaði íslensk lög og söngvarar skemmtu gestum með einsöng og dúettum, milli þess sem mönnum gafst færi á að blanda geði. Fjáröflunarskemmtun í Lundúnum Guðrún Jensen, formaður sókn- arnefndarinnar, og Þorsteinn Pálsson sendiherra. Íslenski kórinn í London söng undir stjórn Arngeirs Heiðars Haukssonar. Sigríður Ella Magnúsdóttir mezzosópran var ein þeirra sem söng fyrir viðstadda. Sungið fyrir íslenska Englendinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.