Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 64
Appelsínugula sviðið í allri sinni dýrð.
HRÓARSKELDUHÁTÍÐIN
hefur í gegnum tíðina getið sér
orð sem einstakur vettvangur
fyrir þá sem vilja njóta dæg-
urtónlistar í lifandi mynd – og
þá í sem víðastri merkingu. Því
hátíðin er annað og miklu
meira en spilerí nokkurra
hljómsveita frammi fyrir fjörugum
gestum. Það mætti fremur segja að
svæðið, þar sem hátíðin er haldin,
umbreytist í lítið, sjálfbært sam-
félag þar sem lífsgleðin – eins
klisjulega og það hljómar – ræður
ríkjum og frjálslegt og afslappað
andrúmsloft svífur yfir lágum hlíð-
unum. Gestir dvelja langflestir í
stórum tjaldbúðum þar sem þeir
una sínum hag vel, dreypa á bjór
og hita jafnvel súpu yfir prímus. Á
tónleikasvæðinu eru svo sex mis-
munandi tjöld þar sem tónleikarnir
fara fram, saman með fjölda
smærri tjalda, þar sem m.a. má
finna kvikmyndasýningar, leikrit og
gjörninga. Veitingatjöld og almenn
sölutjöld eru svo víðsvegar og hér
er meira að segja banki líka og
apótek – að ógleymdum öltjöldun-
um góðu. Þá gefa hátíðahaldarar út
eigið blað á meðan á hátíðinni
stendur og kemur það út daglega.
Eins og áður segir þykir það
með eindæmum hversu friðsæll
andi ríkir á Hróarskeldu og kemur
það Íslendingi afar spánskt fyrir
sjónir, ef satt skal segja. Slagsmál
sjást ekki, fólk spjallar hvert við
annað á vinalegum nótum og nikk-
ar brosandi hvert til annars er
uppáhaldshljómsveitin þeirra renn-
ir sér í „slagarann“. Það er því ró
og rokk á Hróanum.
Salernin eru í lagi!
Í ár fer hátíðin fram dagana 27.
til 30. júní, frá fimmtudegi til
sunnudags. Þó var opnað fyrir
tjaldgesti þegar á mánudegi og
flykktust þeir óðar að. Þó þú þykist
sniðugur og tygjir þig af stað á
miðvikudagsmorgni getur þú bókað
það að tjaldsvæðin eru orðin næsta
yfirfull.
Þetta kann að hljóma eins og
auglýsing en á Hróarskeldu – ólíkt
flestum öðrum hátíðum – má finna
eitthvað fyrir alla. Í ár eru stór
nöfn að vanda; Rammstein, Gar-
bage, Red Hot Chili Peppers, Trav-
is, Chemical Brothers, Slayer,
Nelly Furtado, Erykah Badu og
Primal Scream t.d. Að vísu hefur
hátíðin verið gagnrýnd fyrir vöntun
á einu til tveimur „risanöfnum“ en
á móti kemur að breiddin er tals-
vert meiri en undanfarin ár. Þannig
er hægt að sjá svartþungarokks-
sveitina Satyricon frá Noregi, The
Bollywood Brass Band sem leikur
eingöngu tónlist úr indverskum
kvikmyndum, sértæku hipp-hopp-
sveitina Anti Pop Consortium,
tangótilraunasveitina Gotan Project
og teknótröllin í hinni viðeigandi
nefndu Techno Animal og svo má
lengi, lengi telja.
Þá var afráðið að skella hinum
grínaktuga Fransmanni/Spánverja
Manu Chao í stærsta tjaldið á opn-
unardaginn – það appelsínugula –
með góðum árangri en hann bók-
staflega söng sig inn á það í fyrra
með sérdeilis frábærri frammi-
stöðu. Hippar sem harðhausar dill-
uðu sér á eggjandi hátt í takt við
rómanska takta Chao og félaga.
Og svo má ekki gleyma íslensku
sveitunum en í ár eru það rafpopp-
kvartetinn múm og harðkjarna-
sveitin Mínus sem eru fulltrúar
Frónsins. Vegur Íslendinga hér er
orðinn nokkur en í fyrra lék orgel-
kvartettinn Apparat og í hitteð-
fyrra var það Sigur Rós.
Það sem vekur þá athygli er
hversu mikil áhersla er á þjónustu
við gesti og aðra þá sem á hátíðina
koma. Þannig get ég fullvissað ykk-
ur um það að blaðamenn eru t.a.m.
bornir á gullstól um hátíðina og á
það ekki síst við um salernis-
aðstöðuna, sem skiptir öllu, eins og
þeir sem sótt hafa svona hátíðir
ættu að kannast við. Þessar
áherslur er m.a. hægt að rekja til
tveggja Hróarskelduhátíða; árið
1994 fór gestafjöldi talsvert úr
böndum og árið 2000 gerðist sá
voveiflegi atburður að níu manns
Stuðningsmenn þýska landsliðs-
ins í knattspyrnu fylgjast með
leik Þýskalands og S-Kóreu af
stórum skjám.
Manu Chao
söng sig inn á stærsta sviðið á
síðustu Hróarskelduhátíð.
Rokk og
rólegheit
Tónlistarhátíðin í Hróarskeldu hófst á fimmtudaginn
Ár hvert flykkjast tugþúsundir gesta til smábæjarins Hróarskeldu
í Danmörku í þeim tilgangi að njóta lífs og lista yfir eina helgi og
rúmlega það. Arnar Eggert Thoroddsen er á staðnum og á fullt í
fangi með að komast yfir allt það áhugaverða sem fram fer.
64 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hugh Grant hefur aldrei verið
betri. Frábær gamanmynd
fyrir bæði kynin.
STUART TOWNSEND
AALIYAH
FRUMSÝNING
1/2
SV Mbl
1/2
Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com
Matrix Reloaded
sýnishorn frumsýnt á undan mynd
Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock)
kemur þessi magnaða sumarsprengja undir
leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8mm)
Kvikmyndir.is
Einnig sýnd í lúxussal VIP
Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit nr. 395.
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 395.Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. Bi. 14. Vit 394
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Vit 393.
150 kr. í boði VISA
ef greitt er með VISA kreditkorti
Sýnd kl. 4. Vit 379
HL Mbl
Sýnd kl. 2 og 3.45.
Ísl. tal. Vit 389.Kl. 6 og 8. Bi. 12. Vit 382
ALI G INDAHOUSE
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 385.Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. Vit 388.
Sýnd kl. 2. Ísl tal. Vit nr. 370.
Jimmy Neutron
Sýnd kl. 2. Ísl tal. Vit nr. 358.
Pétur Pan 2
Sýnd kl. 2. Ísl tal. Vit nr. 338.
Skrímsli hf.
ÓHT Rás 2
SG DV
kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
Strik.is
Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16.
Ástin stingur.Að lifa af
getur reynst
dýrkeypt
Frábær teiknimynd fyrir alla fjölskyduna.
Sýnd kl. 3 og 5. Íslenskt tal.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B. i. 14.
Frumsýning
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.
Hugh Grant hefur aldrei verið
betri. Frábær gamanmynd
fyrir bæði kynin.
S
ag
a
um
s
tr
ák
HL Mbl
HL Mbl
ÞEGAR ÁSTVINUR
DEYR... ER HANN ÞÁ
HORFINN AÐ EILÍFU?
Sýnd kl. 6 og 10.30. Sýnd kl. 8. Bi 16.
HK DV
HJ Mbl
D-TOX
1/2
SV Mbl
Kvikmyndir.com
Matrix Reloaded
sýnishorn frumsýnt á undan mynd
Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock)
kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn
Joel Schumacher. (Batman Forever, 8mm) ÓHT Rás 2
SG DV