Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 51 TVÖ ný veggspjöld með dæmum um litafjölbreytni íslenzka hestsins eru komin út. Á öðru eru fæðingarlitir folalda og folöld og merar á hinu. Mynd- unum, sem Friðþjófur Þorkelsson tók, fylgja litaheiti á fimm tungu- málum og litanúmer Bændasamtak- anna. Stærð veggspjaldanna er 70 x 100 cm og þau eru plöstuð og seld í hólk- um. Útgefandi er verzlunin Ástund. Hestalitir á veggspjöldum göngugarpar að skrá sig í gesta- bækurnar og geta þá átt von á góð- um vinningum í haust er dregið verður úr hópi göngumanna. Flest- öll þessi fjöll eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á, segir í fréttatilkynningu. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunn- ar. Á göngudegi UMFÍ í haust verða veittar viðurkenningar fyrir þátttökuna og árangurinn í sumar. Verkefnið verður sett af stað í dag kl. 11 með gönguferð á Egilsstöðum þar sem Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra og fulltrúar frá Ung- mennafélagi Íslands munu fylgja verkefninu úr hlaði með þátttöku í fyrstu gönguferðinni. Þá um leið er verkefnið hafið um land allt. Gengið verður frá þjónustumiðstöð UÍA en í húsinu er einnig upplýsingamiðstöð ferðamanna á Austurlandi. Stjórn og framkvæmd verkefnisins er í höndum þjónustuskrifstofu UMFÍ hjá Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands á Egilsstöðum. VERKEFNIÐ Göngum um Ísland, sem Ungmennafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið standa fyrir, hefst formlega í dag, laugardaginn 29. júní. Verkefnið miðar að því að fá landsmenn til að fara í gönguferðir og njóta þeirrar náttúrufegurðar og kyrrðar sem Ísland hefur upp á að bjóða og um leið byggja upp betra líkamsform. Göngum um Ísland verkefninu er ætlað að höfða til sem flestra landsmanna en ekki síst er verkefnið hugsað sem fjölskyldu- verkefni, verkefni fyrir íslenska ferðamenn og eins fyrir kyrrsetu- fólk. Verkefnið er unnið í samvinnu við ungmennafélög um land allt, ferða- þjónustuaðila og sveitarfélög. Ísland hefur að geyma mikinn fjölda gönguleiða og hafa nú verið tilnefnd- ar í samvinnu við heimamenn 144 gönguleiðir í verkefnið. Lögð var áhersla á styttri gönguleiðir, auð- veldar og aðgengilegar. Upplýsing- ar um þessar gönguleiðir hafa nú verið teknar saman í gönguhefti og Leiðabók sem mun fást á upplýs- ingamiðstöðvum og víðar um land allt. Göngum um Ísland er langtíma- verkefni sem verður byggt upp áfram á komandi árum. Verkefnið er byggt upp á nokkrum þáttum til að auka fjölbreytileika þess. Fjölskyld- an á fjallið er einn liður í verkefninu. Settar hafa verið upp gestabækur á 16 fjöll víðsvegar um landið og eiga Hvetja til göngu- ferða um landið NIÐJAR bræðranna frá Egilsstöð- um í Vopnafirði, þeirra Hallgríms á Hrafnabjörgum, Benedikts á Hof- teigi, Helga á Hrappsstöðum og Sr. Sigurðar á Þingeyri Gíslasona, hitt- ast í Reykholti í Borgarfirði laugar- daginn 29. júní kl. 15. Lífshlaup þeirra bræðra verður rakið og ættingjar hittast. Góður tími verður til að skoða Snorrastofu áður en sest verður að veisluborði á hótelinu. Niðjamót í Reykholti í Borgarfirði MARKAÐUR verður haldinn að Lónkoti í Skagafirði sunnudaginn 30. júní nk. Markaðurinn er hald- inn í samkomutjaldi staðarins og er opinn frá kl. 13 til 18. Hægt er að panta söluborð hjá Ferðaþjón- ustunni í Lónkoti. Markaðir verða einnig haldnir í Lónkoti sunnudagana 28. júlí og 25. ágúst. Sumarmarkaðir í Lón- koti eru alltaf haldnir síðasta sunnudag hvers ofangreindra mán- aða og hafa verið haldnir síðan 1999. Markaður í Skagafirði EFNT verður til knattspyrnuhátíð- ar í HM-heiminum í Vetrargarðinum um helgina í tilefni af úrslitaleikjum HM 2002. Allir áhugamenn um heimsmeist- arakeppnina eru velkomnir til að fylgjast með úrslitaleiknum milli Brasilíu og Þýskalands í Smáralind á sunnudag. Upphitun fyrir leikinn hefst kl. 10 þegar hljómsveitin Boogie Knights stígur á svið. Kunnir knattspyrnukappar úr Símadeildinni spreyta sig í skothraðakeppni og verður skorið úr um það hver er skotharðasti knattspyrnumaður landsins. Á dagskrá eru úrslitaleikir í beinni á risatjaldi, keppnin skotharðasti knattspyrnumaður Íslands, andlits- málning verður í boði með litum brasilíska eða þýska fánans, tívolí fyrir börnin og 50% afsláttur í Ver- öldina okkar. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta búninginn og flott- asta stólinn. Unglingalandslið U-19 ára karla hefur umsjón með knatt- þrautum. Knattspyrnu hátíð í Vetr- argarðinum Tómatgrunnsósa 1 kg tómatar 6 hvítlauksrif 2 laukar basilika/oreganó (ferskt) sjávarsalt og svartur pipar olía Skerið tómata í bita. Saxið lauk og hvítlauk, steikið þar til mýkist. Bætið tómötum, basiliku og salti út í. Látið krauma í hálftíma og piprið síðast. Hellið í matvinnsluvél og blandið vel. 12 tómatar 6-10 lasagnablöð (úr pakka eða fersk) ólífuolía salt Fylling: 2 dl basilika 2 dl oreganó 2 dl rifinn parmesan-ostur 2 dl rifinn mozzarella-ostur tómatgrunnsósa (sjá uppskrift) Smyrjið eldfast mót með olíu og leggið lasagna-plötur í botninn. Hellið tómatsósunni yfir, stráið síðan hluta af ostablöndunni yfir og leggið tómat- sneiðar þar ofan á með kryddi. Endurtakið þetta (lasagnaplötur, grunnsósa, ostur, tómatar, krydd.) Setjið síðast ost, tómatsneiðar og parmesan-mylsnu yfir allt saman. Bakið í ofni í 45 mín. við 175 gráður (20 mín ef lasagnablöðin eru fersk.) Tómatalasagna fyrir 4 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S G RA 1 80 33 06 /2 00 2 Uppskrift að góðri helgi - alltaf 1/3 Hafðu hollustuna með Íslenskt grænmeti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.