Morgunblaðið - 29.06.2002, Page 51

Morgunblaðið - 29.06.2002, Page 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 51 TVÖ ný veggspjöld með dæmum um litafjölbreytni íslenzka hestsins eru komin út. Á öðru eru fæðingarlitir folalda og folöld og merar á hinu. Mynd- unum, sem Friðþjófur Þorkelsson tók, fylgja litaheiti á fimm tungu- málum og litanúmer Bændasamtak- anna. Stærð veggspjaldanna er 70 x 100 cm og þau eru plöstuð og seld í hólk- um. Útgefandi er verzlunin Ástund. Hestalitir á veggspjöldum göngugarpar að skrá sig í gesta- bækurnar og geta þá átt von á góð- um vinningum í haust er dregið verður úr hópi göngumanna. Flest- öll þessi fjöll eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á, segir í fréttatilkynningu. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunn- ar. Á göngudegi UMFÍ í haust verða veittar viðurkenningar fyrir þátttökuna og árangurinn í sumar. Verkefnið verður sett af stað í dag kl. 11 með gönguferð á Egilsstöðum þar sem Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra og fulltrúar frá Ung- mennafélagi Íslands munu fylgja verkefninu úr hlaði með þátttöku í fyrstu gönguferðinni. Þá um leið er verkefnið hafið um land allt. Gengið verður frá þjónustumiðstöð UÍA en í húsinu er einnig upplýsingamiðstöð ferðamanna á Austurlandi. Stjórn og framkvæmd verkefnisins er í höndum þjónustuskrifstofu UMFÍ hjá Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands á Egilsstöðum. VERKEFNIÐ Göngum um Ísland, sem Ungmennafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið standa fyrir, hefst formlega í dag, laugardaginn 29. júní. Verkefnið miðar að því að fá landsmenn til að fara í gönguferðir og njóta þeirrar náttúrufegurðar og kyrrðar sem Ísland hefur upp á að bjóða og um leið byggja upp betra líkamsform. Göngum um Ísland verkefninu er ætlað að höfða til sem flestra landsmanna en ekki síst er verkefnið hugsað sem fjölskyldu- verkefni, verkefni fyrir íslenska ferðamenn og eins fyrir kyrrsetu- fólk. Verkefnið er unnið í samvinnu við ungmennafélög um land allt, ferða- þjónustuaðila og sveitarfélög. Ísland hefur að geyma mikinn fjölda gönguleiða og hafa nú verið tilnefnd- ar í samvinnu við heimamenn 144 gönguleiðir í verkefnið. Lögð var áhersla á styttri gönguleiðir, auð- veldar og aðgengilegar. Upplýsing- ar um þessar gönguleiðir hafa nú verið teknar saman í gönguhefti og Leiðabók sem mun fást á upplýs- ingamiðstöðvum og víðar um land allt. Göngum um Ísland er langtíma- verkefni sem verður byggt upp áfram á komandi árum. Verkefnið er byggt upp á nokkrum þáttum til að auka fjölbreytileika þess. Fjölskyld- an á fjallið er einn liður í verkefninu. Settar hafa verið upp gestabækur á 16 fjöll víðsvegar um landið og eiga Hvetja til göngu- ferða um landið NIÐJAR bræðranna frá Egilsstöð- um í Vopnafirði, þeirra Hallgríms á Hrafnabjörgum, Benedikts á Hof- teigi, Helga á Hrappsstöðum og Sr. Sigurðar á Þingeyri Gíslasona, hitt- ast í Reykholti í Borgarfirði laugar- daginn 29. júní kl. 15. Lífshlaup þeirra bræðra verður rakið og ættingjar hittast. Góður tími verður til að skoða Snorrastofu áður en sest verður að veisluborði á hótelinu. Niðjamót í Reykholti í Borgarfirði MARKAÐUR verður haldinn að Lónkoti í Skagafirði sunnudaginn 30. júní nk. Markaðurinn er hald- inn í samkomutjaldi staðarins og er opinn frá kl. 13 til 18. Hægt er að panta söluborð hjá Ferðaþjón- ustunni í Lónkoti. Markaðir verða einnig haldnir í Lónkoti sunnudagana 28. júlí og 25. ágúst. Sumarmarkaðir í Lón- koti eru alltaf haldnir síðasta sunnudag hvers ofangreindra mán- aða og hafa verið haldnir síðan 1999. Markaður í Skagafirði EFNT verður til knattspyrnuhátíð- ar í HM-heiminum í Vetrargarðinum um helgina í tilefni af úrslitaleikjum HM 2002. Allir áhugamenn um heimsmeist- arakeppnina eru velkomnir til að fylgjast með úrslitaleiknum milli Brasilíu og Þýskalands í Smáralind á sunnudag. Upphitun fyrir leikinn hefst kl. 10 þegar hljómsveitin Boogie Knights stígur á svið. Kunnir knattspyrnukappar úr Símadeildinni spreyta sig í skothraðakeppni og verður skorið úr um það hver er skotharðasti knattspyrnumaður landsins. Á dagskrá eru úrslitaleikir í beinni á risatjaldi, keppnin skotharðasti knattspyrnumaður Íslands, andlits- málning verður í boði með litum brasilíska eða þýska fánans, tívolí fyrir börnin og 50% afsláttur í Ver- öldina okkar. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta búninginn og flott- asta stólinn. Unglingalandslið U-19 ára karla hefur umsjón með knatt- þrautum. Knattspyrnu hátíð í Vetr- argarðinum Tómatgrunnsósa 1 kg tómatar 6 hvítlauksrif 2 laukar basilika/oreganó (ferskt) sjávarsalt og svartur pipar olía Skerið tómata í bita. Saxið lauk og hvítlauk, steikið þar til mýkist. Bætið tómötum, basiliku og salti út í. Látið krauma í hálftíma og piprið síðast. Hellið í matvinnsluvél og blandið vel. 12 tómatar 6-10 lasagnablöð (úr pakka eða fersk) ólífuolía salt Fylling: 2 dl basilika 2 dl oreganó 2 dl rifinn parmesan-ostur 2 dl rifinn mozzarella-ostur tómatgrunnsósa (sjá uppskrift) Smyrjið eldfast mót með olíu og leggið lasagna-plötur í botninn. Hellið tómatsósunni yfir, stráið síðan hluta af ostablöndunni yfir og leggið tómat- sneiðar þar ofan á með kryddi. Endurtakið þetta (lasagnaplötur, grunnsósa, ostur, tómatar, krydd.) Setjið síðast ost, tómatsneiðar og parmesan-mylsnu yfir allt saman. Bakið í ofni í 45 mín. við 175 gráður (20 mín ef lasagnablöðin eru fersk.) Tómatalasagna fyrir 4 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S G RA 1 80 33 06 /2 00 2 Uppskrift að góðri helgi - alltaf 1/3 Hafðu hollustuna með Íslenskt grænmeti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.