Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 17
UNDANFARIÐ hefur innirækt-
aðs grænmetis verið mikið neytt.
Að sögn Georgs Ottóssonar, for-
manns Sölufélags garðyrkjumanna,
hefur verðlag á þessum vörum ver-
ið í sögulegu lágmarki. Má nefna að
verð á agúrkum á Íslandi er hið
lægsta í Evrópu um þessar mundir.
Verðlækkunin hefur skilað sér eins
og væntingar stóðu til með bein-
greiðslum til bænda og eru garð-
yrkjumenn mjög ánægðir með það,
sagði Georg.
Hinsvegar er óvissa um hvernig
þetta kerfi kemur út fyrir garð-
yrkjubændur í heild sinni. Þeir eru
nú nýlega búnir að fá fyrstu bein-
greiðslurnar en ekki kemur nema
hluti af beingreiðslunum um hver
mánaðamót en afgangurinn um
áramót þannig að fjármagns-
streymi til bænda minnkar og gætir
því nokkurrar svartsýni innan
stéttarinnar. Einnig eru menn
áhyggjufullir vegna þess lága verðs
sem nú fæst fyrir afurðirnar. Upp-
skeran er mikil og góð og fram-
boðið nægilegt.
Mikil neysla
á grænmeti
Hrunamannahreppur
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsso
Blómarósir við vinnu sína á Melum á Flúðum.
GÓÐ þátttaka var á þriggja daga
námskeiði í tamningu fjárhunda
sem haldið var að Skarðaborg í
Reykjahverfi nýlega undir leið-
sögn Gunnars Einarssonar, bónda
á Daðastöðum.
Gunnar var með bæði verklega
og bóklega kennslu í fjárhunda-
tamningu en námskeiðið var hald-
ið á vegum Landbúnaðarháskólans
á Hvanneyri. Þetta er annað nám-
skeiðið sem haldið er í Suður-
Þingeyjarsýslu á þessu vori, en áð-
ur var vel sótt námskeið að Hlíð-
skógum í Bárðardal. Er áhugi
bænda mikill á að læra að þekkja
möguleika fjárhunda sinna betur.
Gunnar segir mikilvægt að haga
aðstæðum þannig að hundurinn
læri að hlýða og framkvæmi það
sem honum er ætlað við smölun.
Þær skipanir sem hundurinn fær
geta verið margar þegar um fjár-
hóp er að ræða og á námskeiðinu
var farið yfir þær flestar, t.d. fara
af stað, koma, bíða, fara nær fjár-
hóp, fara fjær, fara rólega, fara
hratt, hætta, toga, sleppa, reka,
fara til hægri eða til vinstri o.m.fl.
Námskeið sem þetta er einkum
ætlað Border Collie-fjárhundum
og komu bændur með sína hunda.
Hann segir þessa tegund hunda
vera mjög góða við flest verk í
kringum féð og með sérstaka
hæfileika til þess að eiga við
óþekkar kindur og að ná fáum
kindum eins og í eftirleitum. Þá sé
hún mjög góð að eiga við lambær
á vorin.
Sigurður Ágúst Þórarinsson,
bóndi í Skarðaborg, lét mjög vel af
námskeiðinu og leyfði mönnum
fúslega að æfa hunda sína í fénu
sem oft varð að reka fram og aft-
ur sama daginn.
Reka, sleppa, toga, hætta
Laxamýri
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Þátttakendur í námskeiðinu að Skarðaborg talið frá vinstri: Leifur Hallgrímsson, Steinar Sveinsson, Einar
Ófeigur Björnsson, Sigurður Ágúst Þórarinsson, Gunnar Einarsson leiðbeinandi, Tryggvi Óskarsson, Linda
Hrönn Arnþórsdóttir, Böðvar Baldursson og Hjalti Guðmundsson.
BÆJARRÁÐ Akraness sam-
þykkti á fundi sínum 25. júní sl.
að fela bæjarstjóra að undirrita
viljayfirlýsingu um kaup á hluta
hússins á Kalmansvöllum 2 á
Akranesi fyrir Slökkvilið Akra-
ness. Um er að ræða 61,53%
eignarhlut í húsinu skv. drögum
að eignaskiptasamningi fyrir
húsið.
Jóhannes Karl Engilberts-
son, slökkviliðsstjóri Akraness,
sagði að gamla slökkvistöðin
rúmaði ekki þann tækjabúnað
sem nú er í eigu slökkviliðsins.
Ný slökkvibifreið sem keypt var
í janúar sl. slyppi með naumind-
um inn í stöðina og að auki
stæðu tveir bílar fyrir utan
gömlu stöðina við Laugarbraut.
Það er Björgunarfélag Akra-
ness sem hefur keypt fasteign-
ina á Kalmansvöllum 2 og
hyggst félagið lengja húsið um
tvær sperrulengdir og innrétta
annars vegar fyrir starfsemi
sína og hins vegar koma þar upp
slökkvistöð. Gert er ráð fyrir að
húsnæðið, sem nú hýsir báta og
skipasmíðastöð Guðgeirs, verði
tilbúið í febrúar 2003. Bæjar-
stjóra hefur einnig verið falið að
kynna málið fyrir sveitarstjórn-
um sunnan Skarðsheiðar og
óska eftir þátttöku þeirra.
Jóhannes sagði ennfremur að
ekki væri búið að ákveða hvað
gert yrði við gömlu stöðina. Alls
eru 27 slökkviliðsmenn á Akra-
nesi og má nefna að norðurhluti
Hvalfjarðarganganna er í um-
dæmi slökkviliðsins. Taldi Jó-
hannes að það tæki liðið um tutt-
ugu mínútur að bregðast við
útkalli frá því svæði.
Ný
slökkvi-
stöð á
Kalmans-
völlum
Akranes
ÞAÐ var glaðbeittur hópur fyrrver-
andi Hólasveina sem hittist ásamt
mökum heima á Hólum laugardag
fyrir viku til þess að rifja upp gamlar
og góðar minningar og halda upp á
útskrift frá skólanum vorið
nítjánhundruð fimmtíu og tvö.
Í hádegisverðarboði með Skúla
Skúlasyni skólameistara tóku nokkr-
ir af gestunum til máls og lýstu
ánægju með að vera enn einu sinni
komnir heim að Hólum og röktu ýms-
ar gamlar minningar frá skóladögun-
um og vöktu þær ósvikna kátínu.
Meðal þeirra sem til máls tóku
voru Aðalsteinn Aðalsteinsson frá
Vaðbrekku og Guðni Karlsson skóg-
arbóndi Gýgjarhóli Biskupstungum
og færðu þeir skólanum mynd að gjöf
frá hópnum. Myndin er af Hólum og
er máluð á stein af listakonunni
Birnu Jóhannsdóttur húsfreyju á
Hákonarstöðum. Einnig gaf hópur-
inn skólanum Alfræði íslenskrar
tungu í tölvutæku formi sem þakk-
lætisvott fyrir þá góðu tíma sem hóp-
urinn átti á Hólum fyrir fimmtíu ár-
um.
Skúli Skúlason þakkaði þessar
ágætu gjafir og sagði ánægjulegt að
taka á móti afmælishópum á eitt-
hundrað og tuttugu ára afmælisári
skólans. Sagði Skúli að styrkur skól-
ans lægi ekki hvað síst í mjög öflugu
baklandi sem skólinn ætti í gömlum
nemendum víðs vegar um landið,
sem vildu veg hans sem mestan og
legðu mikið af mörkum til þess að svo
mætti verða.
Þá sagði hann að þann sjöunda
september næstkomandi væri
áformað að halda enn hátíð á Hólum
og endurvekja hið forna Hólamanna-
félag sem stofnað var 1904 og yrði
það formlegur vettvangur vina og
velunnara skólans. Þá gerði Skúli
grein fyrir því starfi sem nú fer fram
á Hólum og er á flestan hátt mjög
frábrugðið því námi sem hinir fimm-
tíu ára búfræðingar þekktu.
Að loknum hádegisverði hélt hóp-
urinn í skoðunarferð um Skagafjörð
en síðan var áformuð skemmtisigling
með Eyjaferðum á sunnudeginum.
Lokahófið var síðan á sunnudags-
kvöld að Laufási í Hjaltadal hjá Öldu
Konráðsdóttur og Trausta Pálssyni,
einum úr afmælisárganginum.
Morgunblaðið/Björn
Skúli Skúlason og Aðalsteinn Aðalsteinsson með Hólamyndina.
50 ára búfræðingar
hittast á Hólum
Skagafjörður
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111