Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 47 ✝ Halldór Svein-björn Kristjáns- son fæddist 7. maí 1918 í Heynesi í Innri-Akranes- hreppi. Hann andað- ist á Sjúkrahúsi Akraness 22. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Sigurðsson, bóndi og oddviti í Heynesi, f. 22. sept. 1879, d. 14. apríl 1952, og kona hans Sesselja Árna- dóttir, f. 4. ágúst 1888, d. 27. nóv. 1964. Systir Halldórs er Kristín Sigríð- ur, f. 2. júní 1927, gift Jóni Magn- ússyni, f. 13. júní 1919, d. 14. des.1998. Þau bjuggu á Ósi í Arn- arneshreppi og síðan á Akureyri. Hálfsystir þeirra sammæðra var Laufey Sveinsdóttir, f. 30. nóv. 1911, d. 26. apríl 1994, gift Gísla Þórðarsyni, f. 14. jan. 1909, d. 27. des. 1976. Þau bjuggu í Reykjavík. Börn Laufeyjar eru: Ósk- ar Líndal Jakobsson, f. 13. des. 1944, Þórður Gíslason, f. 8.7. 1948, og Sesselja Gísladóttir, f. 12.júlí 1950. Halldór tók við búi er faðir hans féll frá 1952 og bjó ásamt móður sinni og systur, en var einn frá 1970. Hann var organisti og kórstjóri í Innra-Hólmskirkju í um tvo áratugi. Útför Halldórs verður gerð frá Innra-Hólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Dóri. Nú þegar þú hefur sofnað í hinsta sinn eru margar góðar minningar sem renna í gegn- um huga okkar. Kvöldstundirnar við eldhúsborðið þar sem þú deild- ir með okkur hinum óendanlega fróðleik, sem þú bjóst yfir og mað- ur sat gapandi og hissa yfir því sem þú vissir og mundir. Það er ógleymanlegt þegar við fórum öll saman til Þingvalla og þú sagðir okkur vísur og gátur alla leiðina, sem óþreyjufull hjörtu okkar voru lengi að brjóta heilann um, með litlum árangri þó. Við munum líta til baka á þessar stundir með söknuði og muna gamla manninn á bænum á móti, sem var okkur sem afi. Góða nótt afi. Ingibjörg og Helgi. Það var á fallegu sumarkvöldi núna í júní þegar hann Halldór á Heynesi vinur minn kvaddi þetta líf. Heilsu hans hafði hrakað mikið síðustu daga og stóð lokastríðið hans stutt yfir. Það voru margar heimsóknir sem ég átti til hans, þá var mikið spjallað og við hlógum mikið því að Halldór var sögumað- ur mikill og fróður svo unun var að hlusta á hann segja frá mönnum og málefnum. Hann fór yfirleitt á kostum hvað varðar vísur, ljóð og söng. Eitt var það sem ég tók eftir í fari Halldórs, það hversu dýrin hændust að honum. Halldór var sannur vinur vina sinna, ég tel mig í þeim hópi og mér finnst ég heppin að hafa feng- ið að njóta þeirra forréttinda að hafa fengið að kynnast honum. Það var oft stutt í glettnina hjá sagna- manninum góða og gert að gamni sínu: „ef við hefðum gift okkur, heldur þú ekki að við hefðum orðið góð saman.“ Jú, ég hélt það nú því að hann var svo góður maður, svo hlógum við mikið að því. Svo hélt hann áfram: „þú fæddist of snemma, ég fæddist of seint og fyrir það líðum við bæði.“ Ég kveð Halldór vin minn með virðingu og þökk. Góður drengur er genginn, góður maður er dáinn. Minnir hann oft á máttinn maðurinn slyngi með ljáinn. Allra okkar kynna er ánægjulegt að minnast. Mér finnst slíkum mönnum, mannbætandi að kynnast. (Kristján Árnason frá Skálá.) Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín vinkona, Sólveig á Móum. Elsku Dóri. Nú er komið að kveðjustund. Í þessu lífi tökum við sem sjálfsagðan hlut vinina, heils- una og veraldleg gæði. Allt á að vera eins, ekkert að breytast, en lífið er ekki þannig, ekkert er sjálf- sagt það eina sem við vitum fyrir víst er að dauðinn er framundan og nú hefur þú kvatt. Of fljótt eða var ég of sein? Dóri minn svo mörg ósögð orð, svo margt sem ég vildi sagt hafa. Ég veit að við kveðju- stund vildir þú ekki að væri verið mikið að telja upp lífshlaup þitt eða fara fögrum orðum um þig og læt ég það ógert, en eitt get ég ekki látið ósagt að sá hafsjór af fróðleik og vitneskju sem þú bjóst yfir er nú að miklu leyti horfinn með þér. Stundir sem við áttum saman þar sem við ræddum svo margt, andleg málefni, ljóðlist og gamlar frásagnir, verða ekki fleiri og er mikill söknuður af. Við sögð- um hvort öðru svo margt, veltum svo mörgu upp, spurningum sem ekki er hægt að svara en við glímdum við, hvort fyrir sig. Þess- ar stundir voru mér ómetanlegar og á ég eftir að ylja mér við þær um ókomna tíð, rifja upp og brosa með sjálfri mér. Ég og fjölskylda mín þökkum fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa fengið að kynnast þér. Þótt þú haf- ir ekki eignast börn þá varstu jú hálfgerður afi barnanna okkar og þau munu sakna þín og minnast. Mér varstu miklu meiri en ná- granni fastur punktur í lífi mínu, tengdur mér tilfinningaböndum. Elsku Dóri minn, þú varst orð- inn gamall maður, þreyttur og lú- inn og búinn að skila fullu ævi- starfi, hve gott er að fá að hvíla lúin bein og sofa í friði. Systur þinni og ættingjum vott- ar fjölskylda mín samúð. Við hitt- umst aftur hinum megin. Sárt er vinar að sakna Sorgin er djúp og hljóð. Minningarnar mætar vakna. Svo var samfylgd þér góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó falli frá. Góðar minningar geyma. Gefa syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. Sofðu í friði. Þín vinkona, Ása Helgadóttir. HALLDÓR SVEINBJÖRN KRISTJÁNSSON ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir fæddist í Bakkárholti í Ölfusi, 3. ágúst 1921. Hún lést á dval- arheimilinu Uppsöl- um á Fáskrúðsfirði, 20. júní síðastliðinn. Foreldrar Guðrúnar voru Guðmundur Eyjólfsson, bóndi, f. 27.4. 1893, d. 11.11. 1960, og kona hans, Guðrún Ólafsdóttir, f. 6.9. 1901, d. 28.10. 1974. Systkini henn- ar voru: Ólafía, f. 1922, d. sama ár; Ólafur, f. 1923, d. 1960; Sigurjóna, f. 1925, d. 1995; systir, f. 1926, d. sama ár, og Þórey, f. 1928. Árið 1946 giftist Guðrún Andrési Guðmundssyni, f. 31.1. 1916, d. 15.6. 1977. Þau eiga fjögur börn: 1) Guðmundur, f. 21.10. 1946, kvæntur Kolbrúnu H. Jónsdóttur, f. 1949. Sonur þeirra er Svavar Ásgeir, f. 1970, maki Emilía Kristjánsdóttir, sonur þeirra er Kristján Ásgeir. 2) Ingi- björg, f. 9.4. 1948, giftist Einari Björgvinssyni, f. 1949, d. 1980. Börn þeirra eru: a) Andrés, f. 1969, maki Valgerður Hanna Úlf- arsdóttir, synir þeirra eru Einar, Jóhann Árni og Björgvin Konráð. b) Jóhann Óli, f. 1970, maki Ragn- hildur Íris Einarsdóttir, synir þeirra eru Einar Þór og Sævar Elí. c) Jón- ína, f. 1976, maki Geir Gígja, sonur þeirra er Kristófer Ingi. Núverandi sambýlismaður Ingi- bjargar er Árni Þór- arinsson, f. 1948, hann á tvo syni. 3) Sólrún, f. 31.5. 1954, gift Þorláki Bender, f. 1956. Börn þeirra eru Andrea Rúna, f. 1977, sambýlismað- ur Brjánn Jónasson; Gunnþórunn, f. 1980, sambýlismaður Francisco Javier Vera Morales; María Ósk, f. 1982, og Atli Rúnar, f. 1987. 4) Ólafía, f. 27.10. 1955, gift Val Þór- arinssyni, f. 1951. Dætur þeirra eru: a) Guðrún Íris, f. 1974, maki Hafsteinn Halldórsson, þeirra dætur eru Guðrún Birta og Emilía Fönn. b) Rakel, f. 1978, og c) Katr- ín Dögg, f. 1989. Árið 1943 fluttist Guðrún með foreldrum sínum á Arnarbæli í Miðneshreppi. Hún vann við saumastörf í Keflavík þar til hún fluttist austur á Fáskrúðsfjörð 1947 með manni sínum og átti þar heima síðan. Útför Guðrúnar verður gerð frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún Guðrún amma mín er dáin. Hún var mikil sómakona og á ég henni margt að þakka, allar stund- irnar sem við vorum saman og töl- uðum saman í þau 28 ár sem ég hef lifað. Þegar amma passaði mig þeg- ar ég var lítil kenndi hún mér bæn- irnar mínar og sagði mér frá Guði og Jesú. Fyrsta bænin sem hún kenndi mér var svona: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Amma söng með kirkjukórnum og man ég eftir mörgum stundum þar sem ég sat hjá henni á söngloft- inu og virti fyrir mér fólkið, kirkj- una og hugsaði um það sem prest- urinn sagði. Hún hélt áfram að sækja kirkju reglulega eftir að hún hætti að syngja með kirkjukórnum og ég var oft með í för. Þá skildi ég hvers virði það er að fara til kirkju og eiga þar kyrrðarstund og hugsa um lífið og tilveruna. Nú er amma farin til Guðs, södd lífdaga, þar sem síðustu þrjú ár var hún heilsutæp og farin að týna átt- um. En eftir sitja allar minningarn- ar um göngutúrana, upp í fjall, út í fjöru og á bókasafnið. Amma var mikill bókaormur og las nánast allt sem hún komst í. Hún var fróðleiks- fús og kom það e.t.v. til af því að hana langaði alltaf að læra meira en það sem hún lærði í barnaskóla en vegna peningaleysis var það ekki möguleiki. Að sjálfsögðu smitaðist ég af bókaáhuga hennar og mun seint verða hægt að þakka henni fyrir að sýna mér inn í þá undraver- öld sem bækur geta geymt. Amma var mikil handavinnukona og vann við það á meðan heilsan leyfði að sauma föt. Ekki er ég viss um að það hafi gefið henni mikið í aðra hönd en hún hafði mjög gaman af að sauma og var hálfgerður töframaður á því sviði. Á unglings- árum mínum kom ég stundum með hugmynd að einhverri flík og amma var ekki sein á sér að töfra hana fram, nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér hana. Sokka, vett- linga, húfur, trefla og allt hvaðeina sem hægt var að prjóna átti hún alltaf í handraðanum handa köldum höndum, fótum eða höfði. Sögurnar hennar ömmu voru margar og mun ég geyma þær í hugskoti mínu handa börnum mín- um og barnabörnum. Þær voru all- ar úr sveitinni hennar í Ölfusinu, ýmist um daglegt líf gamla tímans eða skondnar sögur og dularfullar, um dýr sem virtust hafa mikið vit eða huldufólk sem átti leið um sveitina hennar. Í haust spurði yngsta systir mín ömmu hvernig hún myndi ráðleggja ungu fólki í dag að haga lífi sínu og hún svaraði: „Að taka því sem að höndum ber.“ Þess vegna tökum við, sem eftir erum, því að hún sé farin frá okkur og kveðjum hana, þó með trega. Vertu sæl, amma mín, sögur þín- ar og mildi þín munu lifa áfram með okkur nöfnum þínum, mér og Guð- rúnu Birtu, dóttur minni, sem og allri fjölskyldu okkar. Nú hefur Guð, sem þú virtir svo mikils, tekið við þér. Guðrún Íris Valsdóttir. Nú er hún amma mín farin. Þótt það sé sorglegt fyrir okkur sem er- um eftir og við eigum eftir að sakna hennar mikið, er hún örugglega bara fegin að vera ekki lengur göm- ul og veik. Svo getur hún núna hitt afa aftur sem dó fyrir 25 árum. Þegar ég var lítil var amma alltaf svo góð að passa mig þegar mamma var í vinnunni. Þegar við vorum svo flutt til Reykjavíkur var yfirleitt farið austur til ömmu einu sinni á ári eða svo. Það var alltaf rosalega gaman að heimsækja ömmu, en ég man eftir að yngri systkini mín voru alltaf mjög óþolinmóð á leið- inni og spurðu í sífellu: Er Fá- skrúðsfjörður bak við þetta fjall? Loksins komumst við þó á leiðar- enda og þá var nú gaman. Við lék- um okkur við lækinn sem var við hliðina á húsinu hennar ömmu, fór- um niður í fjöru eða fórum í veiði- leik í stiganum inni í ömmuhúsi. Þegar við vorum orðin þreytt á að leika okkur átti amma alltaf kandís í skápnum sínum eða kleinur í kleinudallinum. Svo var alltaf svo gaman að fara í berjamó uppi í fjalli eða fara með krökkunum í feluleik við rafmagnsskúrinn. Minningarn- ar eru ótalmargar, en eitt af því sem ég man best eftir er þegar amma var að kenna mér bænirnar áður en ég fór að sofa á kvöldin. Sú bæn sem situr helst í mér sem „ömmubæn“ er nokkurn veginn svona: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Og svo endaði amma alltaf á að segja: Góða nótt og guð geymi þig. Nú þegar amma er sofnuð svefn- inum eilífa vil ég segja þetta sama við hana: Góða nótt, elsku amma mín, og guð geymi þig. Andrea Rúna. Okkur langar að kveðja okkar elskulegu ömmu sem við eigum svo margt að þakka. Við eigum eftir að minnast allra stundanna sem við áttum saman, bæði heima og fyrir austan. Okkur leið alltaf vel þegar við komum til ömmu og alltaf var okkur jafn vel tekið. Takk fyrir allt, elsku amma. Minningin um þig verður ætíð ljós á lífsvegi okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hvíldu í friði, elsku amma okkar, þín barnabörn, Gunnþórunn, María og Atli. GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðs- ins í Kaupvangsstræti 1, Ak- ureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII- skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.