Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. STUNDUM heyrist því fleygt í hinni gróskumiklu menningarum- ræðu hérlendis um stöðu listarinn- ar og listamannsins í samfélaginu að íbúar landsbyggðarinnar fari oftar en ekki á mis við mikilsverða menningaratburði í höfðustaðnum sem annars væru líklegir til að dýpka skilning þeirra á „aðstæðum mannsins“ eða „condition hu- maine“. Ástæður þessarar óljúfu stað- reyndar eru gamalkunnar: Kostn- aður við að fara með listsýningar út á land er hár. Reyndar er til mikilvirkur sjóður menntamála- ráðuneytisins, sem kenndur er við félagsheimilin í landinu og er ætl- að að styrkja þá sem fara vilja með menningarviðburði af hvaða tagi sem er út á land eða til Reykjavíkur utan af landi. Hefur sjóðurinn nú úr 8,7 milljónum að moða. Eru styrkir sjóðsins jafnan hugsaðir til einstaklinga en ekki hópa og nemur styrkupphæðin oft- ast andvirði eins flugfargjalds fram og til baka frá staðnum sem listamaðurinn sækir heim. Aldrei er veittur styrkur til undirbúnings sýninga, pökkunar, flutnings, prentunar boðskorta og sýningar- skráa. Ef til vill kunna þessar aðstæður að aftra mörgum listamönnum frá því að fara með list sína um landið en eins og mennirnirnir eru marg- ir þá eru þeir jafn ólíkir og er þar komið að tilefni þessa bréfskorns; að vekja athygli á farandsýningu fjögurra starfandi myndlistar- manna úr Reykjavík og fræða les- endur ögn um viðtökur hennar. Þetta eru þau Björg Örvar, Gunn- ar Karlsson, Jón Axel Björnsson og Valgarður Gunnarsson sem stunduðu saman nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands á ár- unum 1975-79. Hafa þau sýnt víða á sínum ferli og eru í fremstu röð íslenskra málara í dag en þetta er í fyrsta sinn sem þau sýna saman verk sín. Ber sýningin yfirskriftina „170 x hringinn“ og má þar sjá eitt olíumálverk frá hverju þeirra fyrir sig í stærðinni 170 cm x 170 cm. Spannar myndefnið frá hinu smæsta sviði heimsins til óravídda geimsins og hlýtur það að vera áhugavert út af fyrir sig. En hvaða viðtökur skyldi sýningin hafa hlot- ið til þessa á ferð sinni um landið? Fyrsti áningarstaður sýnenda var í landbúnaðarhéraði Vestur- lands í Safnahúsi Borgarness. Sömu helgi og sýningin hófst í apríl fór fram á hóteli Borgarness þing um menningar- og atvinnu- mál í Borgarbyggð, þar sem nokk- ur umræða varð um mikilvægi þess að heilla þá ferðamenn sem æja í bensín- og pylsusjoppunum við brúarsporðinn inn fyrir bæj- armörk Borgarness til að kynna þeim menningarhald staðarins. Ekki veit sá er þetta ritar hverjar lyktir þinghaldsins urðu en til að gera langa sögu stutta hlaut sýn- ingin fádæma viðtökur á þessu forna höfuðbóli Skallagríms sáluga – enda búið að bera út boðskort á sýninguna inn á hvert einasta heimili í bænum! Við opnunina mættu síðan tveir gestir fyrir utan sýnendurna fjóra! Stóð sýningin út marsmánuð en eftir það ók einn úr hópnum með málverkin á opnum pallbíl vestur til hins fornfræga menningarbæjar Ísafjarðar og mátti litlu muna á leiðinni að þau fykju út í veðurofsann sem geisaði á Steingrímsfjarðarheiði þann dag- inn. Eftir hrakninga tókst að hengja verkin upp í einu fram- sæknasta galleríi í Norður-Evr- ópu; Slunkaríki á Ísafirði. Í slydduveðri, ofankomu og hragl- anda fór opnunin fram laugardag- inn 27. apríl og mættu tveir gestir úr bænum við þann viðburð. Frá Ísafirði hélt sýningin norður yfir heiðar með sama pallbílnum í örlít- ið stilltara veðri til Akureyrar, þar sem alþjóðlegur andi listarinnar svífur jafnan yfir vötnum. Voru verkin sett upp í Deiglunni á sama degi og Listasumar á Akureyri hófst. Einn gestur mætti við opn- un. Nú mætti spyrja: Hver skyldi ávinningurinn fyrir listamanninn og samfélagið sem hann sækir heim vera, ef aðsóknin að mynd- listarsýningum sem fara um landið er svo dræm sem raun ber vitni? Hvað er orðið um hlut fagurfræð- innar í samfélaginu eða hugsjónina um mikilvægi þess að menn njóti listarinnar á tímum sem stöðugt verða einsleitari og yfirborðslegri? Hversu oft þyrfti að leggja upp með sýningu um Ísland til að áhugi á efni hennar vaknaði á áfangastöðum hennar? Er svarið fólgið í heiti sýningarinnar „170 x hringinn“? Opinberar heiti þetta ef til vill á kaldranalegan hátt hlut- skipti listamannsins í nútímanum þar sem fer hinn fótafúni göngu- maður er hrekst um byggðir lands síns án þess að nokkur kæri sig um tilvist hans eða verka hans? E.s. Undirritaður vill að lokum árna fjórmenningunum heilla í sýningarhaldinu og vonar að sýn- ing þeirra fái góðar viðtökur á Seyðisfirði en þar mun hún hefjast 9. júlí næstkomandi og verða einn af dagskrárliðum menningarhátíð- arinnar Á seyði. HJÖRTUR MARTEINSSON, Grundarhúsum 36, Reykjavík. 170 sinnum hringinn Frá Hirti Marteinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.