Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 68
Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson Eftir töluverð átök er stórlúðan komin um borð og þeir eru að vonum kátir félagarnir Hörður Freyr og Unnsteinn skipstjóri. Veiðar smábáta frá Hornafirði hafa gengið vel að undanförnu en þar eru allir á kvóta utan einn bátur. Bátarnir hafa verið að fá 1.200 til 1.500 kíló í róðri og einn og einn hef- ur fengið enn meiri afla eða á þriðja tonnið. ÞAÐ hljóp á snærið hjá Unnsteini Þráinssyni trillu- karli á Höfn og félaga hans, Herði Frey Bjarna- syni, þegar þeir drógu lúðulóðina sína í vikunni suðaustur úr Hrollaugs- eyjum. Heljarferlíki, 218 kílóa lúða, var á einum króknum og veitti ekki af tveimur fílefldum karl- mönnum til að ná flykkinu um borð. Aðra mun minni höfðu þeir einnig upp úr krafsinu, 26 kíló að þyngd. Unnsteinn rær að öllu jöfnu einn á handfærum á bát sínum Sigga Bessa SF 97, en lúðulóðina hefur hann lagt sér til ánægju og yndisauka svona síðla dags. Hörður Freyr Bjarnason hefur séð um að stokka lín- una fyrir Unnstein, þegar hann rær með línu. Í þetta sinn ákvað Hörður Freyr að skella sér með. Lúðurnar fóru báðar á fiskmarkað á Hornafirði. Fyrir stærri lúðuna feng- ust 360 krónur á kílóið eða um 78.500 krónur en kíló- verð á þeirri smærri var mun hærra eða 610 krónur kílóið. Fyrir hana fengust því alls tæplega 16.000 krónur. Fyrir þessa tvo fiska fengust því nærri 100.000 krónur. Þess má geta að Unnsteinn er þriðji starfandi ættliðurinn sem trillukarl. Faðir hans, Þráinn, og afi, Sigurður Jónsson, róa báðir á trillu. Bátur Unnsteins er nefndur eftir afa hans sem kallaður er Siggi Bessa. Hljóp á snærið Lúðan við síðuna skammt frá Hrollaugs- eyjum. Hún reyndist 218 kíló að þyngd. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VANSKIL Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) og Sjúkrahúsa- apóteksins ehf. við birgja innan Sam- taka verslunarinnar – FÍS nema a.m.k. 520 milljónum króna án drátt- arvaxta. Þetta kemur fram í bréfi sem samtökin sendu Magnúsi Pét- urssyni, forstjóra LSH, en afrit var m.a. sent fjármálaráðherra og heil- brigðisráðherra. Magnús segir þetta vera mikið áhyggjuefni og vanda- málið verði að leysa sem fyrst. „Það verður auðvitað ekki gert öðruvísi en með fjármagni. Þetta er verulegt áhyggjuefni, ekki síst þar sem stefna sjúkrahússins er að eiga góð sam- skipti við birgja sína,“ segir hann. Skýlaus krafa að skuldastaða verði löguð Í bréfinu segir að samtökin viti dæmi þess að allt að níu mánaða gamlir reikningar hafi ekki fengist greiddir. „Samkvæmt könnun sem skrifstofa Samtaka verslunarinnar gerði í síðustu viku meðal aðildarfyr- irtækja sinna, sem eiga viðskipti við LHS og Sjúkrahúsaapótekið ehf., nema heildarvanskil sjúkrahússins (skuld eldri en tveggja mánaða) við þessi fyrirtæki nú a.m.k. 520 millj- ónum króna, án dráttarvaxta. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu alvarleg þessi staða er. Það er ekki undir neinum kringum- stæðum hægt að ætla fyrirtækjunum að sætta sig við slíkan viðskiptamáta af hálfu opinberrar stofnunar og hlutafélags sem er alfarið í eigu hins opinbera […] Það hlýtur því að vera skýlaus krafa Samtaka verslunar- innar – FÍS, f.h. þeirra aðildarfyr- irtækja sinna sem hlut eiga að máli, að LSH og Sjúkrahúsaapótekið ehf., í samvinnu við þau ráðuneyti sem hafa með málið að gera, komi skulda- stöðu sinni gagnvart þessum fjöl- mörgu fyrirtækjum í sómasamlegt horf,“ segir í bréfinu. Íhuga alvarlega önnur úrræði Þá segir að verði ekki ráðin bót á þessu ástandi hið allra fyrsta hljóti samtökin að íhuga alvarlega öll önn- ur úrræði sem tiltæk séu til að ná fram rétti fyrirtækjanna. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að greiðslustaða sjúkra- hússins hafi verið lagfærð á árinu. „En við erum að ræða þetta bréf og láta kanna hvaða leiðir séu til úr- bóta,“ segir hann. Ráðherra segir að málið sé ekki á því stigi að hann geti tjáð sig um hvort málið kalli á auknar fjárveitingar til sjúkrahússins. Að sögn Magnúsar Péturssonar er vandinn sá að þrátt fyrir að raun- útgjöld spítalans hafi dregist saman hafi verið halli á rekstri hans vegna ónógra fjárveitinga. „Þannig hefur hlaðist upp greiðsluhalli á a.m.k. þremur árum. Hann er langt yfir því sem telst eðlilegt í viðskiptum,“ segir Magnús. Hann segir að þetta sé sam- eiginlegt úrlausnarefni stjórnenda sjúkrahússins og stjórnvalda. Engar uppsagnir vegna aðhaldsaðgerða Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sendi stjórn LSH heilbrigð- isráðherra í gær tillögur að sparnað- araðgerðum. Rekstraruppgjör sjúkrahússins fyrir fyrstu fimm mánuði ársins sýnir að útgjöld námu 319 milljónum króna umfram fjár- heimildir, eða sem nemur 3,3%. Magnús segir að í þeim felist ekki uppsagnir starfsfólks. „Við sögðum upp nokkrum hópi fólks um áramót- in, en ætlun okkar með þessum fram- kvæmdum er að styrkja framkvæmd á ráðningarmálum, þannig að ekki verði ráðið nýtt starfsfólk nema í al- gjörum undantekningartilvikum ef nauðsyn krefur,“ segir hann. Aðhaldsaðgerðirnar lúta að flest- um þáttum sem lúta að starfsmönn- um, t,d. ráðningar, launasetningar, vaktir og aksturssamningar. Annar þáttur málsins hefur með innkaup, lyfjanotkun, rekstrarvörukaup og fleira af þeim toga að gera. Reynt að skerða ekki þjónustu Magnús segir að reynt verði að haga aðgerðunum þannig að þjón- usta verði sem minnst skert. Að sögn Magnúsar hefur LSH lækkað út- gjöld sín til rekstrar undanfarin ár. Heilbrigðisráðherra segist ekki geta tjáð sig um sparnaðartillögurnar, þar sem þær höfðu ekki borist hon- um í gær. Athugasemdir Samtaka verslunarinnar – FÍS Vanskil LSH við birgja yfir hálfur milljarður FLUGMÁLASTJÓRN hefur synjað um útgáfu heilbrigðisvottorðs til Árna G. Sigurðssonar flugstjóra samkvæmt bréfi sem Jón Þór Sverrisson yfirlæknir ritar undir og dagsett er 24. júní sl. Í greinargerð sem lögmaður flugstjórans ritar og birt er í heild í Morgunblaðinu í dag eru gerðar alvarlegar athugasemdir við niðurstöðuna af hálfu Árna. Segir ennfremur að hún hafi verið kærð til kærunefndar auk þess sem ýmis önnur úrræði séu í undirbún- ingi eða til athugunar, meðal annars málsókn vegna málsmeðferðar Flugmálastjórnar á árinu 2001, kvartanir til umboðsmanns Alþing- is, Persónuverndar, landlæknis og siðanefndar lækna. Síðar verði hug- að að málsókn vegna niðurstöðu Jóns Þórs. Lögmaður flugstjórans segir í greinargerðinni að heilsufar Árna hafi ekki breyst frá úrskurði þriggja lækna kærunefndar frá maí 2001 nema til batnaðar. Engin rök séu því fyrir því að breyta úrskurði kærunefndar. Flugstjóra synjað um útgáfu heilbrigðisvottorðs Niðurstaða Flug- málastjórnar kærð til kærunefndar  Greinargerð/50 UM 65 einstaklingar eru á biðlista eftir starfi hjá Atvinnu með stuðningi (ams) í Reykjavík, úrræði sem er ætl- að til að aðstoða fatlaða einstaklinga við að komast út á almennan vinnu- markað. Árni Már Björnsson, for- stöðumaður verkefnisins, sem heyrir undir Svæðisskrifstofu Reykjavíkur, segir að ekki sé unnt að stytta biðlista fyrr en starfsmönnum við verkefnið verði fjölgað. Atvinna með stuðningi var í fyrstu tilraunaverkefni en óljóst er undir hvaða stofnun það muni heyra í framtíðinni. Atvinna með stuðningi í Reykjavík Ekki hægt að vinna á biðlistum að óbreyttu  Árangur góður/34 Kanna yfir- byggingu- skíðabrekku HUGMYNDIR um að koma upp yfir- byggðri skíðabrekku í hlíðum fjalls- ins Þorbjarnar við Grindavík eru í athugun. Hugmyndin er að mark- aðssetja brekkuna fyrir ferðafólk og til æfinga fyrir afreksfólk. Gert er ráð fyrir 3 brautum í húsinu, einni 110 metra langri, skíðalyftu og aðstöðu til að framleiða skíðasnjó.  Vilja gera/14 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.