Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 57
Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar
kl. 12. Björn Steinar Sólbergsson
leikur á orgel.
Hvammstangakirkja. Barnamessa
kl. 11.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9,
Kópavogi. Samkoma í dag kl. 11–
12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik-
un og biblíufræðsla þar sem ákveð-
ið efni er tekið fyrir, spurt og svar-
að. Á laugardögum starfa barna- og
unglingadeildir. Létt hressing eftir
samkomuna. Allir hjartanlega vel-
komnir. Biblíufræðsla alla virka
daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5.
Safnaðarstarf
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 57
HIN opinbera þjóðhátið í Reykja-
vík sem send var út til allra lands-
manna var með heldur leiðinlegum
blæ í skugga Falun Gong.
Ég get ekki talið það kurteisa
gesti sem settu þennan skuggasvip
á okkar þjóðhátíð. Hið misskilda
frelsisrugl Íslendinga sem voru
með mótmælaleik á þjóðhátíðinni
okkar þótti mér og mörgum ganga
of langt.
17. júní er helgasti dagur í minni
þjóðarvitund og margra á mínum
aldri. Við lifðum 17. júní 1944 á
sérstakan hátt sem börn hins nýja
lýðveldis.
Ég man t.d. alveg hvar mér var
skipað í skrúðgöngu barnaskóla
Siglufjarðar sem öll börn staðarins
tóku þátt í. Við vorum næst á eftir
fánaberunum. Ég álít að margir
eigi slíkar minningar og geymi með
sér og er það gott.
Nú eru þau sem eru fædd sem
börn lýðveldisins hæstráðandi í
okkar þjóðfélagi og hafa ekki upp-
lifað slíka stund og finnst lýðræði
og frelsi vera sjálfsögð mannrétt-
indi. Þjóðhátíðin mikla á Þingvöll-
um 1974 var alveg stórkostleg og
mesta sameiningarhátíð sem lýð-
veldið Ísland hefur haldið.
Síðari hátíðir hafa mistekist af
ýmsum ástæðum sem ekki verður
reynt að greina hér. Samheldni og
virðing frelsis og lýðræðis hefur
dvínað. Dagskrárstjóri Þjóðhátíð-
arnefndar í Reykjavík hélt póli-
tíska ræðu sem ekki var viðeigandi
á þessum degi. Hún deildi á rík-
isstjórn og forseta sem mér finnst
ekki eiga heima á þessari helgu
þjóðhátíð.
Frelsi – frelsi úthrópar sumt fólk
en skilur ekki að frelsinu fylgir
ábyrgð. Ég vil hafa frið á þjóðhá-
tíðinni og efla samstöðuna um lýð-
ræðið og frelsið. Byggja upp þjóð-
erniskennd Íslendinga sérstaklega
þennan helga dag.
Æðstu ráðamenn þjóðar okkar
hafa frá 1944 að mestu haldið sig á
þeim nótum í ávörpum til þjóð-
arinnar og er það til fyrirmyndar.
Einhverjir gestir eða misvitrir
trúarhópar eru vinsamlegast beðn-
ir um að virða okkar þjóðhátíð og
sína henni fyllstu gestrisni. Það
gerði Falun Gong-trúarhópurinn
ekki. Misvitrir Íslendingar ekki
heldur.
Nú þykir því töff að fremja mót-
mæli á almannafæri og lítið heilagt
í því efni. En svona gerir gott fólk
ekki að vel athuguðu máli. Sumir
leiðast út í blindni.
Það var hárrétt ákvörðun að tak-
marka aðgang að landinu í sam-
bandi við hin umdeilda Kínafor-
seta. Við eigum rétt á að hafa
okkar gesti í friði. Þannig vilja
flest eðlileg heimili í landinu hafa
frið um sína gesti.
Áritun til
Bandaríkjanna!
Nú mundi mig langa til að fá að
vita hve margir Íslendingar eru á
skrá yfir þá sem ekki fá áritun til
Bandaríkjanna. Það skyldi þó aldr-
ei vera nokkur þúsund? Um þetta
vill mótmæla- og frelsisfólkið
sennilega ekki ræða. Ég var alger
grænjaxl í þessum málum áður
fyrr og vissi ekki af þessu eftirliti
þegar ég fór til Bandaríkjanna fyr-
ir margt löngu.
Umræða um þessa hlið mála
frelsisins væri þörf á breiðum
grundvelli í okkar þjóðfélagi og í
samvinnu við aðrar þjóðir. Það eru
fleiri en fótboltabullur sem eðlilegt
er að fái ekki að valsa frjálst á milli
landa.
Gott ef einhver blaðamaður
Morgunblaðsins mundi upplýsa
þessi mál. Mér finnst þau tengjast
vel þessu Falun Gong-fólki.
Um 100 Þingeyingar löguðu til
við stíflumannvirki í Mývatni fyrir
rúmum 30 árum og þetta fólk fær
ekki áritun til Bandaríkjanna.
Ég hef heyrt um menn sem
misst hafa ökurétt í meira en eitt á
og hafa ekki heldur fengið áritun. –
Mér er sagt að smá krimmar og
ýmsir pólitískir þekktir menn fái
ekki áritun til Bandaríkjanna.
Margir Íslendingar hafa sprengi-
réttindi. Er lokað fyrir þá til
Bandaríkjanna.
Hér er ég kominn að viðkvæmu
máli þar sem margir vilja ekki tjá
sig um sinn persónulega þátt en
hafa rekið sig á vegginn. Þessi mál
vil gjarnan fá upp á yfirborðið svo
að fólk viti sína réttarstöðu. Fróð-
legt væri að fá að vita hvar þessi
mörk liggja.
Persónulega finnst mér sumt af
brotum vera þess eðlis að fólk eigi
ekki að fá landvistarleyfi hér á
landi. Ég vil t.d. ekki mæta sí-
brotamönnum í umferðinni. Mönn-
um sem hafa misst ökuréttindin
margsinnis og aka oft undir áhrif-
um.
Betra eftirlit þurfum við að fá og
skýrari lög um þessi ölvunarakst-
ursmál. Setja þarf lagaleg mörk
um þessa hluti sem gætu meðal
annars dregið úr umferðarslysum.
MATTHÍAS Ó. GESTSSON,
kennari og myndatökumaður,
Hamarstíg 2, 600 Akureyri.
Að lokinni þjóðhátíð og
eftir heimsókn Falun Gong
Frá Matthíasi Ó. Gestssyni:
SAMLANDI vor, Ólína K. Jó-
hannsdóttir, skrifaði mjög svo and-
palestínska grein til Morgunblaðs-
ins 19. júní síðastliðinn. Greinin
fjallaði um þá óskapar kvöl sem
Ísraelar þurfa að þola vegna rót-
tækra nágranna sinna, Palestínu-
manna, sem eru mjög óhressir
með að Ísrael sé að hertaka Pal-
estínu. Aumingja Ísraelar fá ekki
allt sem þeir vilja...
Í biblíu kristinna manna (og
gyðinga) er sögð saga af þjóð sem
er leidd til ákveðins lands, Kan-
aanlands, af guð þeirra „Jave“.
Þar bjuggu fyrir þjóðflokkar sem
Ísraelsþjóð rak á brott og myrti í
nafni guðs. Frægasta orrustan var
umsátrið um Jeríkó, þar sem
lúðrahljómur á að hafa brotið nið-
ur borgarveggina. Ísraelsþjóð bjó í
þessu landi til lengri eða skemmri
tíma, eða þar til hún sundraðist.
Eftir seinni heimsstyrjöldina tóku
Sameinuðu þjóðirnar sig til og
stofnuðu Ísraelsríki. Vestur-
landabúar höfðu áhyggjur af því
að Ísrael yrði berskjaldað gagn-
vart arabaríkjum svo að þeir
ákváðu að styðja Ísrael með ýms-
um hergagnaflutningum.
Nokkur stríð brutust út á milli
araba og gyðinga, en í sex daga
stríðinu sannaðist það að Ísrael
þurfti þvert á móti hergagnastuðn-
ing Vesturvelda. Undir lok síðustu
aldar hafði Ísrael stækkað þó
nokkuð og hefur, fram til þessa
dags, verið að þjarma að Palest-
ínumönnum.
Ísraelar gera það sem þeir vilja
og láta eins og þeir eigi Palestínu.
Ísraelar eiga hins vegar ekki þetta
land og hafa aldrei átt!
Ólína segir að stríðið milli Pal-
estínu og Ísraela sé ekki vilji Ísr-
aela, heldur sé það orsök hryðju-
verkanna sem einstaka óbreyttur,
palestínskur borgari beiti gagn-
vart almennum borgurum Ísraels.
En hvað eru hryðjuverk annars?
Þriðjudaginn 11. júní 2002 birti
Morgunblaðið forsíðufrétt um
„hryðjuverkamanninn“ Abdulla Al
Mujahir og tilraun hans til að
sprengja geislavirka sprengju í
Washington. Maðurinn vann fyrir
al-Qaeda og var því umsvifalaust
stimplaður hryðjuverkamaður. Ár-
ið 1945 framkvæmdi Bandaríkja-
stjórn hins vegar sams konar
verknað í tveimur stórborgum
Japans, Hiroshima og Nagasaki.
Sprengja Mujahirs hefði ekki
verið jafn öflug og kjarnorku-
sprengja, en hún hefði breitt út
lífshættulega geislun og valdið
áratugalangri kvöl eftirlifenda og
komandi kynslóða; afleiðingarnar
hefðu orðið þær sömu og í Japan.
Bandaríkjastjórn hefur aldrei ver-
ið ákærð fyrir hryðjuverk eða
glæpi gagnvart mannkyninu fyrir
þessar aðgerðir sínar, þar sem al-
menn tröllatrú hefur verið sú að
þetta hafi verið eina leiðin til að
knýja Japani til uppgjafar. Öll þau
ódæðisverk og mannréttindabrot
sem Ísraelar hafa framið gagnvart
Palestínumönnum eru hvergi við-
urkennd á Vesturlöndum sem
hryðjuverk eða glæpir gagnvart
mannkyninu. Enginn stöðvar yf-
irgang Ísraela nema einstaka pal-
estínskur þjóðernissinni sem reyn-
ir að verja land sitt. Við
Íslendingar stóðum eitt sinn í
sömu sporum. Við frömdum
hryðjuverk á breskum togurum í
stríði nokkru er kallaðist þorska-
stríðið.
Undirritaður fékk fyrir mánuði
mynd í tölvupósti þar sem tveir
ísraelskir hermenn stóðu yfir líki á
ungum manni á meðan sá þriðji
tók mynd af þeim. Þessar aðgerðir
kallar Ólína sjálfsvörn og á þá lík-
lega líka við „meinlausar“ árásir
Ísraela á flóttamannabúðir, morð
leyniskyttna á unglingum og til-
vonandi rafmagnsgirðingu við
landamæri Ísraels og Palestínu.
Ólína líkti í lok greinar sinnar
Yassir Arafat og Adolf Hitler sam-
an. Þessir menn áttu, að hennar
mati, báðir að hafa blekkt helstu
stjórnir heimsins. Ólína kannast
víst ekki við orðið þjóðarmorð,
enda ef svo væri myndi hún kann-
ast við svipleika Sharons og Hit-
lers.
Valdasýkin og sálarleg áföll hafa
gert báða að tortryggnum, fasísk-
um, ofsóknaróðum einstaklingum.
Aríel Sharon líkist ekki Adolfi Hit-
ler; Aríel Sharon ER Adolf Hitler.
JAKOB TÓMAS BULLERJAHN
nemandi í Menntaskólanum
við Hamrahlíð.
Palestína – Ísrael
Frá Jakobi Tómasi Bullerjahn:
KIRKJUSTARF
DJASSMESSA verður í Akureyr-
arkirkju á morgun kl. 11. Sr. Jóna
Lísa Þorsteinsdóttir messar og
sextettinn Jazzin Dukes frá Stokk-
hólmi sér um tónlistarflutning.
Þessi hljómsveit hefur vakið
mikla athygli fyrir leik sinn í
messum í Svíþjóð og víðar. Hljóm-
sveitin leikur sínar útsetningar á
sálmalögum en félagar úr Kór Ak-
ureyrarkirkju syngja. Organisti er
Arnór Vilbergsson.
Jazzin Dukes verða síðan með
tónleika í Akureyrarkirkju kl. 17 á
morgun, sunnudag, ásamt Kór
Dalvíkurkirkju.
Gott samtal í
Laugarneskirkju
ÞAÐ líður senn að sumarleyfi
safnaðarins í Laugarnesi, en fram
til sunnudagsins 14. júlí höldum
við hópinn hvert sunnudagskvöld
og höfum gaman af.
Á morgun, sunnudaginn 30. júní,
verður fullorðinsfræðslan að venju
kl. 19. Að þessu sinni mun Margret
Hróbjartsdóttir kristniboði segja
frá viðburðaríku lífi sínu í Afríku,
trúnni á Guð og óvenjulegu móð-
urhlutverki sínu. Margrét hefur
einstaka frásagnargáfu svo gott
og fróðlegt er að koma og njóta
stundarinnar.
Gengið er inn um litlar dyr á
austurgafli kirkjunnar niður í
gamla safnaðarheimilið. Kl. 20 er
svo sumarguðsþjónusta, sem að
þessu sinni er í höndum Sigur-
björns Þorkelssonar framkvæmda-
stjóra safnaðarins, en auk hans
mun Nína Dóra Pétursdóttir gefa
trúarvitnisburð sinn. Kór Laugar-
neskirkju syngur undir stjórn
Gunnars Gunnarssonar, barna-
gæslan er í höndum Geirlaugs Sig-
urbjörnssonar og svo bíður messu-
kaffið okkar allra á eftir.
Verið velkomin í Laugarnes-
kirkju.
Kirkjan í Kína
Á annan jóladag síðastliðinn var
kínversk kona skírð við guðsþjón-
ustu í Hallgrímskirkju.
Fyrir skömmu barst Hallgríms-
kirkju tölvupóstur frá konunni um
að söfnuðurinn sem hún tilheyrir
hyggist reisa sér kirkju, en efnin
eru takmörkuð.
Í guðsþjónustu í Hallgríms-
kirkju næstkomandi sunnudag
verður kynnt og hafin söfnun til
styrktar þessum söfnuði. Séra Sig-
urður Pálsson prédikar í guðs-
þjónustunni og þjónar fyrir altari
ásamt séra Lárusi Halldórssyni, en
hann er virkur í áhugahópi Hall-
grímskirkju um kristniboð og
hjálparstarf.
Morgunblaðið/Ómar
Akureyrarkirkja.
Djassmessa í Akureyrarkirkju
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44
S: 562 3614
Vönduð - ryðfrí
HÚSASKILTI
Vandaðar heimilis-
og gjafavörur
Kringlunni 4-12 - sími 533 1322
Vatnskarafla
með glasi
Verð kr.
3.500
Nýjar
línur
á
nýjum stað
undirfataverslun
Síðumúla 3-5
Afi/Amma
allt fyrir minnsta barnabarnið
Við erum á Skólavörðustíg 41, Þumalína