Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR nokkurra gatna í Hlíðunum og víðar þurfa þessa dagana að notast við brýr og planka til að komast leiðar sinnar á tveimur jafn- fljótum því að þar er nú unnið að endurnýjun veitu- kerfa og gangstétta. Gert er ráð fyrir að framkvæmdun- um verði lokið í september. Að sögn Höskuldar Tryggvasonar, tæknifræð- ings hjá Gatnamálastofu Reykjavíkurborgar, standa þrír aðilar að framkvæmd- unum, Orkuveita Reykjavík- ur, sem er að endurnýja heitavatnslagnir, kalda- vatnslagnir og rafmagns- lagnir, Landssíminn, sem er að endurnýja þær lagnir sem að honum snúa og leggja Breiðbandið, og loks Gatnamálastofa sem gengur frá gangstéttum að nýju. Hann segir unnið kerfis- bundið að slíkri endurnýjun í borginni. Unnið er jafnhliða í þrem- ur áföngum að þessu sinni. Fyrsti áfanginn tekur til hluta Stigahlíðar og Hraunteigs, annar áfanginn til nyrðri partsins af Stiga- hlíð, Grænuhlíðar, Bogahlíð- ar og að hluta til Hamra- hlíðar og loks er þriðji áfanginn í Akurgerði og Breiðagerði. Vart hefur orðið við rott- ur í Hlíðunum í kjölfar framkvæmdanna. Að sögn Guðmundar Björnssonar, rekstrarstjóra hjá Mein- dýravörnum Reykjavíkur- borgar sést alltaf til rottna í kjölfar slíkra framkvæmda. „Það er alltaf hætta á að það sjáist einhver dýr yfir sumartímann þegar verið er að framkvæma og opna ein- hverjar lagnir, hvort sem það er við heimahús eða úti í götu. Með því er verið að opna niður til þeirra og veita þeim leið upp.“ Hann segir þó engar plág- ur koma upp í kringum slík- ar framkvæmdir enda sé eitrað í alla holræsabrunna yfir sumartímann til að reyna að halda þessu niðri. Aðeins ein tegund rottna er hér á landi, hin brúna rotta, að sögn Guðmundar. „Hún er í holræsunum og þetta er alltaf bundið við þau og ef rotta sést einhvers staðar úti við þá er und- antekningarlítið bilun eða framkvæmdir einhvers stað- ar nálægt.“ En hvað er fólki ráðlagt að gera þegar það verður vart við rottur á ferli? „Fólk á endilega að láta okkur vita ef rotta sést svo hægt sé að halda þessu í lágmarki. Við sinnum öllum kvörtunum og gerum allt sem við getum til að halda þeim niðri.“ Endurnýjun lagna og gangstétta lýkur í haust Hlíðar Morgunblaðið/Sverrir Íbúar gatnanna bíða þess sjálfsagt með óþreyju að mokað verði yfir skurðina á ný en áætluð verklok eru í september. Vart við rottur í kjölfar framkvæmdanna HÓPUR opinmynnts smáfólks situr í einni stofunni í Austurbæjarskóla og hlýðir af athygli á mál þess sem talar. Enda kannski eins gott að vera stilltur því ræðumaðurinn er sjálf löggan sem ásamt kenn- ara úr Umferðarskólanum er að útskýra fyrir krökkunum umferðarreglurnar. Þetta er síðasti dagurinn í Umferðarskólanum í sumar en síðan 12. júní hafa umferðarkennarar og löggur ferðast á milli skóla í borginni og leitt fimm og sex ára gömul börn í allan sannleikann um hvernig manni ber að hegða sér í umferðinni. Á meðan á kennslunni stendur bregða þær Krist- ín Brandsdóttir rannsóknarlögreglumaður og Helga Svavarsdóttir kennari upp skjámyndum af persónum sem margar hverjar eru börnunum að góðu kunnar úr bókum, sem Umferðarskólinn hef- ur sent þeim heim. Þarna má til dæmis sjá geim- veruna Jóa mjóa, sem kann bara geimreglurnar en ekki nokkurn skapaðan hlut í umferðarreglunum og á það því til að stoppa ekki áður en hann fer yfir götu heldur ana út á hana sem allir vita að getur haft ansi slæmar afleiðingar. Allir með liðamótin í hálsinum í lagi Pjakkur einn úr hópi áheyrenda getur staðfest þetta svo um munar: „Einu sinni þegar ég var að fara með systur minni að kaupa í búðinni þá datt ég á götuna og það var næstum því bíll búinn að keyra á mig,“ segir hann og það er greinilegt að honum er mikið niðri fyrir. „Stoppaðirðu áður en þú fórst yfir?“ spyr Kristín lögga um hæl. „Nei, ég vissi ekkert að ég ætti að gera það,“ segir stráksi heið- arlegur. „Þá er nú rosalega gott að þú ert kominn hingað í Umferðarskólann til okkar,“ segja þær Kristín og Helga með þunga. Þetta leiðir til frekari umræðna um mikilvægi þess að líta til beggja hliða áður en gengið er út á götu og eftir skyndikönnun kemur í ljós að allir í stofunni geta auðveldlega hreyft höfðuðið bæði til hægri og vinstri. Það er ekki laust við að krökkunum finnist svo- lítið asnalegt þegar fullorðna fólkið tekur upp á því að spyrja hvort bílar megi vera inni á leikvellinum. „Auðvitað ekki!“ er viðkvæðið úr hópnum og þá er heldur ekkert erfitt að skilja að krakkar mega ekki vera á götunni og bílastæðum að leika sér. Fær prófið aftur þegar hann er orðinn sjö ára! Talið berst að öðrum og ekki síður mikilvægum reglum, nefnilega hjólareglunum, þar sem stóra reglan gengur út á að allir verði að vera með hjálm þegar þeir hjóla. „Einu sinni var Halldóra með eng- an hjálm og datt og meiddi sig hérna,“ segir lítil snót og bendir á kollinn á sér og það er greinilegt að Halldóra þessi á alla samúð þeirrar stuttu vegna meiðslanna. Önnur mikilvæg hjólaregla er að hjóla ekki of hratt og einn strákurinn hefur heldur betur sögu að segja af því hvað getur gerst þá: „Það var einu sinni strákur sem keyrði of hratt tvisvar og hann fær ekki prófið aftur fyrr en hann er orðinn sjö ára!“ Fleiri mikilvæg atriði ber á góma þennan klukkutíma sem skólinn stendur yfir á borð við bíl- belti, umferðarljós og hættulegar vinnuvélar. Skól- inn endar svo á mynda- og leikbrúðusýningu um Siggu og Skessuna sem uppgötvaði við illan leik að umferðargötur eru ekki besti staðurinn til að setj- ast niður og borða nestið sitt. Áður en nemend- urnir kveðja eru þeir leystir út með umferðarmynd og löggulímmiða og halda öllu fróðari heim á leið. Ungir nema umferðarreglurnar Austurbærinn Helga Svavarsdóttir sýnir krökkunum hvernig best er að ganga upp við grindverk í stað þess að vera alveg út við götuna. Kristín Brandsdóttir rannsóknarlögreglumað- ur hefur svolitlar áhyggjur af þeim börnum sem hjóla mjög hratt niður brekkur. Morgunblaðið/Arnaldur Þessir herramenn geta sjálfsagt staðfest að það er bæði gaman og gagnlegt í Umferðarskólanum. HIÐ árlega Hafnarfjarðar- meistaramót í dorgveiði verð- ur haldið næstkomandi þriðjudag við Flensborgar- bryggju. Keppnin hefur notið vaxandi vinsælda og í fyrra voru þátttakendur rúmlega 300 talsins. Keppnin er ætluð börnum á aldrinum 6 til 12 ára og er op- in öllum á þessum aldri. Þeir sem ekki eiga veiðarfæri geta fengið tól og tæki lánuð á keppnisstað og einnig verður hægt að fá beitu og leiðbein- ingar hjá starfsmönnum. Verðlaun verða veitt fyrir stærsta fiskinn og flestu fiskana. Keppnin hefst um kl. 13.30 og lýkur um kl. 15 og á meðan á henni stendur verða leiðbeinendur íþrótta- og leikjanámskeiða með öfluga gæslu auk þess sem Björgun- arsveit Hafnarfjarðar verður með björgunarbát á sveimi. Það er Æskulýðs- og tóm- stundaráð Hafnarfjarðar sem stendur fyrir keppninni en Veiðibúðin við lækinn styrkir hana. Keppni í dorgi við Flens- borgar- bryggju Hafnarfjörður BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að veita Norðurbakka ehf. skamm- tímalán að upphæð 5,6 millj- ónir til að félagið geti staðið skil á skammtímakröfum sem hvíla á því. Kröfurnar eru til komnar vegna kostn- aðar sem féll á Norður- bakka fyrstu fimm mánuði ársins. Í bókun bæjarráðs kemur fram að aðrir hluthafar hafi fyrir sitt leyti samþykkt að veita félaginu samsvarandi fjárhæðir að láni en fyrir ut- an Hafnarfjarðarbæ standa J&K eignarhaldsfélag ehf. og Þyrping hf. að félaginu. Þá óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá embætti bæjarverkfræðings og fjár- málastjóra um hvaða rann- sókna- og framkvæmda- kostnaður hafi fallið á bæjarfélagið vegna samn- inga þess við Norðurbakka. Fær lán frá bæn- um vegna skulda Hafnarfjörður Norðurbakki ehf. ÞESSIR krakkar og félagar þeirra plöntuðu 2200 trjá- plöntum við Arnarhamar skammt frá Grundarhverfi á Kjalarnesi á dögunum. Það var Skógræktarfélag Kjalar- ness sem stóð fyrir gróður- setningunni en Landsvirkjun útvegaði félaginu vinnuhóp til verksins. Auk þess að bæta trjáplöntunum við græna trefilinn svokallaða, sem ligg- ur þarna um, girti hópurinn svæðið af til að varna því að sauðfé fari inn á svæðið en að sögn Lilju Guðmundsdóttur, formanns Skógrækarfélags- ins, hefur nokkuð borið á því að sauðfé sé til ama á gróðr- arsvæðinu. Morgunblaðið/Arnaldur Girðingarvinna á Kjalarnesi. Gróður og girðingar Kjalarnes ♦ ♦ ♦ LEIT að svæði í Garðabæ, sem henta myndi fyrir hunda- eigendur til að sleppa hund- um sínum lausum, hefur ekki borið árangur. Þau svæði sem rætt hefur verið um í þessu sambandi þykja ekki hentug auk þess sem landeigendur hafa ekki viljað láta land sitt undir slíkt frísvæði. Einar Sveinbjörnsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn, flutti í janúar tillögu um að hafin yrði leit að frísvæði fyrir hunda. Skipu- lagsnefnd bæjarins var sett í að leita að slíku svæði og voru tveir staðir í landi Setbergs til umræðu í því sambandi, ann- ars vegar ofan við golfvöllinn og hins vegar í Oddsmýrar- dal. Í bréfi skipulagsfulltrúa, sem lagt var fram í bæjarráði í vikunni, kemur fram að eftir viðræður við landeigendur sé ljóst að þeir hafi ekki áhuga á að láta land sitt í þessu augn- miði. Hefur nefndin engar aðrar tillögur um opið stórt svæði sem henta myndi. Að sögn Guðjóns Erlings Friðrikssonar bæjarritara hefur málið komið af og til upp í bæjarkerfinu enda hafi hundaeigendur ýtt á eftir að- gerðum í þessu sambandi. „Nú liggur fyrir umsögn þar sem menn finna þessu ekki stað. Þau svæði sem hafa ver- ið nefnd þykja ekki henta þar sem þau eru ekki nógu af- mörkuð og eru almenn úti- vistasvæði.“ Samkvæmt nið- urstöðu skipulagsnefndar sé þannig ekki útlit fyrir að mál- inu verði haldið áfram. Ekkert frísvæði fyrir hunda Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.