Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Habbla ha, sagði útlend-ingurinn, þegar hannvar spurður hvort hannkynni eitthvað í ís- lensku, býsna hróðugur, enda hafði hann ekki verið lengi á landinu bláa. Viðmælandi hans hváði í fyrstu, en síðan rann upp fyrir hon- um ljós. Það er nefnilega það. Okk- ur Íslendingum hættir til að tala óskýrt, sleppa orðum og stöfum svo allt rennur saman í illskiljanlegan graut. Ekki er umsjónarmanni ljóst hvort málleti af þessu tagi fer vaxandi, en lúmskan grun hefur hann um það. Segjum við kannski ekki stundum hvusslass eða hvað? Skýrmæli skiptir máli. Það er erfitt að skilja þá sem temja sér latmæli eða bera ekki öll orðin fram á skýr- an hátt. Stundum þegar umsjón- armaður hlustar á dægurlög skilur hann varla eitt orð í textanum, kannski á slök heyrn þar hlut að máli, en hún kemur ekki að sök þegar hlustað er á Frank Sinatra, enda var skýrmæli eitt af aðals- merkjum hans sem söngvara. Þegar fólk nennir ekki lengur að vanda framburð sinn og tala skýrt sýnir það málinu allmikla óvirð- ingu, sem smám saman getur leitt til hnignunar tungunnar. – – – Önnur grein af sama meiði er í vaxandi mæli að koma í ljós og vex og dafnar eins og arfi á fjóshaug. Það er misþyrming íslenskunnar í tölvupósti og smáskilaboðum í far- símum. Væri fólk að skrifa sendi- bréf eða póstkort er líklegt að það myndi vanda sig meira, en ansi mörgum finnst ekkert að því að láta allt flakka í tölvupósti og smá- skilaboðum. Skrifleti og hroðvirkni er jafnslæm þar og í mæltu máli og hefur slæm áhrif á tunguna, þegar til lengdar lætur. Af svipuðum toga er vaxandi notkun alls konar skammstafana, sem til allrar ham- ingju gætir minna í íslensku en ensku svo dæmi sé tekið. – – – Að sjálfsögðu er mikið talað um knattspyrnu þessa dagana, þegar heimsmeistarakeppnin stendur sem hæst. Umsjónarmaður hefur unun af því að horfa á góða knatt- spyrnu en minni unun hefur hann af því „tungumáli“ sem virðist tíðk- ast í lýsingum og fréttum af knatt- spyrnuvöllum. Þar eru áhrif ensk- unnar hreint hrikaleg. Menn bera upp boltann, verjast hátt á vell- inum, menn vinna varnarvinnu, gera skiptingar, framkvæma auka- spyrnur og innköst og stunda sókn- araðgerðir. Þegar umsjónarmaður sparkaði bolta hér áður fyrr vörð- ust menn ýmist framarlega eða aft- arlega á vellinum, það var skipt inn á, aukaspyrnur voru teknar og boltanum kastað inn og svo var ein- faldlega sótt. Íslenskan býr yfir miklum orðaforða yfir gang knatt- spyrnuleiks og alveg ástæðulaust að láta enskuna skemma út frá sér eins og raunin virðist vera. Í Morgunblaðinu fyrir skömmu var sagt frá því að Helgi Sigurðs- son, knattspyrnumaður hjá Lyn í Noregi, væri að ná sér af meiðslum. Haft var eftir framkvæmdastjóra félagsins að hann hefði tröllatrú á því að Helgi kæmi sterkur til baka eftir meiðslin. Nú er spurt, hvert fór Helgi? Hins vegar vill umsjón- armaður hrósa Morgunblaðinu fyrir að nota orðið blóra- böggull, þegar kenna þarf ein- hverjum um ófarir, en ekki orðið skúrkur sem ýmsir aðrir hafa not- að. Til að vera jákvæður vill um- sjónarmaður einnig þakka einum sparkfræðingi Sýnar fyrir að taka svo til orða við innáskiptingu í leik í heimsmeistarakeppninni, að þjálf- arinn ætlaði að setja ferskari fætur inn á. Þarna eru fæturnir notaðir sem hluti fyrir heild eða pars pro toto og er þetta skemmtileg mál- notkun. Tilfinning fyrir tungunni og merkingu orðanna og þekking á beygingarfræði virðist oft af skorn- um skammti eða hreinlega að fólk hugsar ekki nógu vel um það sem það lætur frá sér fara. Í fréttum Stöðvar 2 fyrir nokkru var sagt frá skorti á kjúklingum og skýrt frá því að Hagkaup ætluðu að flytja inn kjúklinga erlendis frá. Að flytja inn segir allt sem segja þarf, er- lendis frá er algjörlega ofaukið. Þar að auki er miklu betra að segja að utan en erlendis frá. Oft sést og heyrist í fjölmiðlum að sérnöfn eru ekki beygð. Það á gjarnan við nöfn fyrirtækja eins og Hagkaupa og Eimskipa og nú nýlega útgerð- arfélagsins Festar. Í myndatexta í Morgunblaðinu nýlega var talað um framkvæmdastjóra Festi hf. Orðið festi beygist svo: festi, festi, festi, festar, samanber Festarfjall við Grindavík. – – – Þættinum hafa bæði borist bréf og kveðjur í tölvupósti. Katrín J. Smári sendi þættinum gott bréf. Þar er hún reyndar ósátt við notk- un málsháttarins Hvað ungur nem- ur gamall temur, sem umsjón- armaður notaði í síðasta þætti sínum. Hún telur að í hann vanti afturbeygða fornafnið sér og því eigi hann að enda á orðunum temur sér. Vissulega skilst málshátturinn betur þannig, því sá gamli er ekki að temja neitt, heldur temja sér það. Hins vegar er málshátturinn eins og umsjónarmaður notaði hann í Orðabók Sigfúsar Blöndal og öðrum bókum um íslenska máls- hætti. Umsjónarmaður þakkar Katrínu hlýjar kveðjur til hans og Gísla Jónssonar, umsjónarmanns í rúma tvo áratugi. Bjarni Sigtryggsson sendi þætt- inum tölvupóst. Þar biður hann umsjónarmann að hjálpa til við að „útrýma nýjustu engilsaxnesku máltískunni; þeirri að vera að gera hlutina í stað þess að gera þá. Þetta tröllríður fréttamáli allra miðla, hefur smitað daglegt mál manna og á sér engar málsbætur, því það er alltaf hægt að orða betur. Síðasta dæmi: Mismunandi seðilgjöld hjá fyrirtækjum Einstaklingur eða fjölskylda sem greiðir af þremur bankalánum og bílaláni, og borgar hefðbundna reikninga fyrir síma, rafmagn, hita, námslán og svo framvegis getur verið að borga á milli 20 og 30 þús- und krónur á ári í seðilgjöld. Neyt- endasamtökin hafa kannað seðil- gjöld hjá nokkrum stofnunum og fyrirtækjum og eru þau mjög mis- munandi. Nokkur fyrirtæki taka engin tilkynningar- og greiðslu- gjöld. Hér væri eðlilegast að segja gæti þurft að borga. We are talking about funda- mental changes in the way we use our language … myndi sá banda- ríski segja. Íslendingur sem hefur glatað sagnamáli forfeðranna seg- ir: Við erum að tala um … þar sem eðlilegra væri að segja og með ein- faldari hætti: Tunga okkar tekur nú miklum breytingum. Lúkas 2.1 (jólaguðspjallið) hljómar trúlega bráðum svo: En það var að bera til um þær mundir að boð var að koma frá Ágústusi keisara …“ Umsjónarmaður tekur heilshug- ar undir með Bjarna og þakkar honum áhuga hans á þættinum. – – – Loks barst þættinum orðsending frá Haraldi Blöndal, þar sem hann undrast það að í fjölmiðlum hafi bær í Skagafirði verið settur í far- bann vegna salmonellusýkingar í sauðfé. Er það nema von að Haraldur sé hissa. Hvert hefði bærinn átt að fara? Er það nema von að Har- aldur sé hissa. Hvert hefði bærinn átt að fara? hjgi@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Hjört Gíslason byggjum við upp þol og þrek, styrkjum hjarta og æðakerfið og fáum góða út- rás og losum um steitu. Með betra líkamsformi verðum við heilsuhraustari og hæfari til margra verka. Einnig styrkir betra form sjálfs- myndina og gefur aukið sjálfstraust. Göngum um Ísland er byggt á nokkrum þáttum til að auka fjölbreytileika verk- efnisins. Sækjum Ísland heim – gangandi er ætlað að höfða til íslenskra ferða- manna sem og göngufólks í hverju byggðarlagi fyrir sig. Þar eru gönguleiðir í nágrenni hvers bæjar tilvaldar. Fjölskyldan á fjallið er fjall- gönguverkefni og þar er höfðað til Í DAG hefst formlega verkefnið ,,Göngum um Ísland“ sem Ung- mennafélag Íslands stendur fyrir í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið. Með verkefninu vill Ungmennafélag Íslands stuðla að því að sem flestir landsmenn reimi á sig gönguskóna og fari í gönguferðir og vinni þannig að betra líkamsformi, bættri heilsu og njóti um leið náttúru Íslands og góðs félagsskapar. Í samvinnu við Ungmennafélög og Héraðssambönd um allt land sem og ferðaþjónustuaðila hafa ver- ið valdar hátt í 150 gönguleiðir víðs vegar um landið sem allar eiga það sameiginlegt að vera aðgengilegar og auðveldar yfirferðar. Ganga er holl og heilbrigð hreyf- ing. Góð gönguferð að vinnudegi loknum hressir mann, styrkir og endurnærir. Ísland hefur að geyma fjölda göngu- leiða, bæði í ná- grenni bæjar- félaga og eins til fjalla og um óbyggðir lands- ins. Eftir amstur dagsins er gott að komast í kyrrðina, friðinn og fegurðina sem er svo einkenn- andi fyrir nátt- úru Íslands. Það er viðurkennt að fátt er betra fyr- ir líkamlega og andlega heilsu en líkamsrækt og slökun og í gönguferðum um okkar fallega land fáum við bæði góða hreyfingu og andlega hvíld. Í gönguferðum fjölskyldunnar að fara í létta fjall- göngu. Valin hafa verið 15 fjöll víðs vegar um landið og settar hafa verið upp gestabækur á toppi hvers fjalls. Í haust verður dregið úr hópi þeirra sem skráð hafa nafn sitt í gestabæk- urnar og veitt vegleg verðlaun. Göngudagur UMFÍ verður haldinn í haust í samvinnu við Ungmenna- félögin víðs vegar um landið og á göngudeginum verða m.a. veitt verðlaun fyrir þátttökuna í Göngum um Ísland verkefninu. Sérstakt gönguhefti er gefið út nú í tengslum við verkefnið. Í því má finna upplýs- ingar um þær gönguleiðir sem valdar hafa verið í verkefnið. Eins má finna upplýsingar um fjöllin sem hafa verið valin og gönguleiðina á hvert fjall. Ég hef verið svo heppin í gegnum tíðina að hafa átt þess kost að taka þátt í gönguhóp og góðum fé- lagsskap tengdum líkamsrækt og útivist. Oft er það þannig í okkar nútímasamfélagi að hraðinn og stressið ætlar allt um koll að keyra. Þá er fátt betra en að gefa sér tíma, draga fram gönguskóna og halda út í náttúruna og koma hress og end- urnærð til baka. Göngum um Ísland hefst form- lega í dag kl. 11 með gönguferð á Egilsstöðum en umsjón verkefnisins er í höndum UÍA á Austurlandi. Heilbrigðisráðherra mun fylgja verkefninu úr hlaði með þátttöku í gönguferðinni. Ég óska göngugörp- um á Íslandi gleðilegs göngusumars og býð landsmenn alla velkomna með í Göngum um Ísland. Göngum um Ísland Helga Guðjónsdóttir Höfundur er varaformaður Ungmennafélags Íslands. Ferðalög Góð gönguferð að vinnu- degi loknum, segir Helga Guðjónsdóttir, hressir mann, styrkir og endurnærir. HINN 1. júlí nk. eru liðin 10 ár frá gildistöku laga um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði. Með lög- unum var stigið stórt skref í þá átt að auka sjálfstæði og skilvirkni í dómskerfinu og réttar- öryggi borgaranna. Lið- ur í þessum breytingum var stofnun átta nýrra héraðsdómstóla sem nær eingöngu var ætlað að ráða dómsmálum til lykta. Sýslumannsemb- ættum var hins vegar falið að fara með ýmsa þætti stjórnsýslu ríkis- ins í héraði, þ.m.t. löggæslu, ákæru- vald, aðfaragerðir, nauðungarsölu og þinglýsingar. Þótt dómsvaldið sé ein þriggja greina ríkisvaldsins er það sýnu minnst að umfangi. Í dómskerfinu öllu starfa einungis um 100 starfs- menn og útgjöld þess eru innan við ½% af útgjöldum ríkisins. Starfs- menn héraðsdómstóla eru rúmlega 80, þar af 38 dómarar. Héraðsdóm- stólarnir fengu um 31.300 dómsmál, smá og stór, til úrlausnar á árinu 2001 og á þessu ári stefnir í að þau verði yf- ir 40.000. Afgreiða þarf öll mál innan skikkanlegs tíma og dómstólar geta ekki haft áhrif á fjölda mála sem þeim berast. Dómstólarnir eins og aðrar stofn- anir ríkisins eru einungis til vegna borgaranna og starfa í þeirra þágu. Þeim ber þó ekki aðeins að gæta hagsmuna meirihlutans heldur er vernd einstaklinga eða minnihluta- hópa ríkur þáttur í þeirri réttarvernd sem dómstólar eiga að tryggja. Dóm- urum ber að dæma eftir lögum og mörg þeirra verkefna sem þeim eru falin eru ekki til vinsælda fallin. Til þess að dómstólar geti rækt hlutverk sitt er nauðsynlegt að sjálfstæði þeirra sé tryggt. Þetta sjálfstæði þarf einnig að vera sýnilegt til þess að al- menningur geti treyst því að dómstól- ar láti ekki undan þrýstingi frá öðrum þáttum ríkisvaldsins eða úr öðrum áttum. Hæfilegar fjárveitingar sem taka mið af sveiflum í málafjölda er mikilvægur þáttur í að tryggja þetta sjálfstæði. Með framangreindum breytingum og dómstólalögum frá 1998 voru dóm- stólarnir í raun færðir til nútímans og starfsemi þeirra er nánast óþekkjan- leg frá því sem áður var. Með bættri upplýsingagjöf dómstólanna og betra aðgengi fjölmiðla og almennings hafa störf þeirra fengið mun meiri athygli en áður var. Aukinni umfjöllun um dómsmál og meiri áhuga almennings hefur eðlilega fylgt meiri gagnrýni á störf dómstóla. Virk umræða og gagnrýni á störf dóm- stóla veitir þeim nauð- synlegt aðhald og stuðl- ar að þróun íslensks réttar þótt dómarar megi ekki láta umfjöll- un um einstök mál hafa áhrif á störf sín. Enda þótt margt megi vissulega betur fara í íslensku dóms- kerfi hefur ýmislegt áunnist á undanförnum 10 árum. Má þar nefna að óvíða er greiðara að leita réttar síns en hér á landi. Réttarkerfið er einfaldara og gagn- særra en víðast þekkist, aðgangur að lögmannsþjónustu er til- tölulega greiður, málagjöld eru mjög lág auk þess sem málsmeðferðartími hefur styst verulega og er í mjög góðu horfi. Dómstólarnir búa við tiltölulega góðan tækja- og húsakost. Þá hefur miðlun upplýsinga frá dómstólum batnað verulega og mun enn batna með nýrri heimasíðu héraðsdómstóla sem opnuð verður fyrir 1. október á þessu ári. Eitt af því sem ætlað er að tryggja réttaröryggi borgaranna í dómskerf- inu er meginreglan um opinbera málsmeðferð. Í henni felst að þing- höld skulu háð í heyranda hljóði nema sérstök ástæða sé talin til að hafa þinghald lokað vegna t.d. hagsmuna málsaðila eða vitna. Þá hafa ákvæði einkamála um afhendingu endurrita dóma til þeirra sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta verið skýrð mjög rúmt með hliðsjón af umræddri meg- inreglu um opinbera málsmeðferð. Dómsalir á Íslandi standa því al- menningi að jafnaði opnir þegar mál eru tekin þar fyrir. Á héraðsdómstól- unum átta er í raun opið hús allan árs- ins hring. Héraðsdómstólarnir hvetja alla til að koma við í dómsölum og kynnast íslensku dómskerfi af eigin raun. Héraðsdóm- stólarnir 10 ára 1. júlí nk. Sigurður Tómas Magnússon Afmæli Héraðsdómstólarnir hvetja alla til að koma við í dómsölum, segir Sigurður Tómas Magnússon, og kynnast íslensku dómskerfi af eigin raun. Höfundur er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og formaður Dómstólaráðs.alltaf á sunnudögumFERÐALÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.