Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 39 ✝ RagnheiðurÓlafsdóttir fædd- ist á Fjöllum í Keldu- hverfi 23. ágúst 1920. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þingey- inga, Húsavík, 23. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólafur Jónsson, bóndi á Fjöllum, f. 21.11. 1881, d. 19.5. 1953 og kona hans, Friðný Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, f. 31.8. 1898, d. 27.5. 1999. Ragnheiður ólst upp á Fjöllum og var næstelst af 5 systkinum sem á legg komust. Hinn 19. júlí 1942 giftist hún Þor- geiri Einari Þórarinssyni, bónda á Grásíðu í sömu sveit, f. 12.12. 1915, en foreldrar hans voru Þór- arinn Þórarinsson, bóndi á Grá- síðu, og seinni kona hans, Sigurrós Sig- urgeirsdóttir. Hafa Ragnheiður og Þor- geir búið á Grásíðu allan sinn búskap. Þau eiga þrjá syni. Elstur er Sigurður, f. 20.12. 1944, kvæntur Guðnýju Björgu Þorvalds- dóttur og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Þá Ólaf- ur Þór, f. 23.2. 1950, kvæntur Stefaníu Björgu Einarsdótt- ur. Þau eiga fjögur börn og átta barnabörn. Yngstur er Friðgeir, f. 3.11. 1955, kvæntur Ingveldi Árnadóttur og eiga þau þrjá syni. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Garðskirkju í Kelduhverfi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þú mikli, eilífi andi sem í öllu og alls staðar býrð þinn er mátturinn, þitt er valdið þín er öll heimsins dýrð. Þú ríktir frá upphafi alda, ert allra skapari’ og skjól horfir um heima alla hulinn myrkri og sól. Frá því hin fyrsta móðir fæddi sinn fyrsta son, varst þú í meðvitund manna mannkynsins líf og von. Þetta ljóð, eftir Davíð Stefánsson, kom í huga minn við andlát ástkærr- ar tengdamóður minnar, Ragnheið- ar Ólafsdóttur. Hún varð mér kær sem besta móðir er ég giftist elsta syni hennar. Það var mikið gæfuspor fyrir mig að kynnast heiðurshjónunum Ragn- heiði og Þorgeir. Allt einkenndist af hlýju og kærleika á Grásíðu. Þar leið mér vel frá fyrstu stundu. Ég sé þau hjónin fyrir mér á hlaðinu á Grásíðu fagra vornótt árið 1968. Innilegt faðmlag þeirra bauð mig velkomna á þeirra heimili. Aldrei bar skugga á samband okkar þessi 34 ár sem liðin eru síðan. Mikill gestagangur var ætíð á Grásíðu, enda gestristni þar mikil og alltaf nóg að borða. Og bakkelsið hennar Rögnu með því besta sem til var, enda minnast barnabörnin á kökurnar hennar ömmu og gleyma aldrei hvað gott var að fá mjólk og meðlæti áður enn háttað var. Nú er skarð fyrir skildi. Ragna mín kvaddi þennan heim sunnudaginn 23 júní eftir mikil veik- indi. Hún kvaddi um sumarsólstöður og er það táknrætt fyrir hana. Hún elskaði þennan tíma ársins. Elsku Doddi minn. Þinn söknuður er mikill, en minning um góða konu mun ylja okkur öllum, ástvinum hennar. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guðný Björg Þorvaldsdóttir. Það er ýmislegt sem flýgur í gegn um huga minn á þessari stundu, þegar ég sest niður í þeim tilgangi að skrifa nokkur minningarorð um tengdamóður mína, Ragnheiði Ólafsdóttur. Vorið 1976 flutti ég í Grásíðu, sem tilvonandi tengdadóttir, þá nýkomin úr húsmæðraskóla og taldi mig nú aldeilis vita hvernig gera ætti hlut- ina innanhúss. Ragna stóð nú bara álengdar og leyfði mér að láta ljós mitt skína. Fljótt sá ég þó að þessari konu gat ég ekki kennt neitt og hef reyndar eftir því sem árin líða dáðst meira og meira af því hve mikla þol- inmæði hún sýndi þessu stelpu- tryppi sem taldi sig allt vita, og allt kunna. Það má reyndar segja að virðing mín fyrir henni hafi vaxið með árunum, því í seinni tíð hef ég stundum spurt sjálfa mig hvernig ég myndi bregðast við í hennar sporum í dag ef einhver kæmi inn á mitt heimili sem teldi sig þurfa að segja mér eitthvað til. Þetta er kannski ekki svo fjarstæðukennt því nú eig- um við Friðgeir þrjá uppkomna stráka. Elsti drengurinn okkar fæddist meðan við bjuggum á heim- ilinu hjá þeim Rögnu og Dodda, en yngri strákarnir fæddust eftir að við byggðum okkur hús skammt frá þeirra húsi. Það var því stutt fyrir þá að skreppa til ömmu og afa og þiggja einhverjar góðgerðir. Hjá þeim bjó einnig hún Ólöf, eða Lalla eins og hún var oftast kölluð, en hún dvaldi á Grásíðu hjá tengdaforeldr- um mínum í hátt í 40 ár. Það þótti ekki þurfa neinna útskýringa við, heldur þótti alveg sjálfsagt, að þar sem hún hafði beðið þau hjón fyrir sig á sínum tíma, að hún byggi þar á meðan hún vildi. Þó að Ólöf væri sú sem dvaldi þar lengst var hún alls ekki sú eina utan fjölskyldunnar sem var þar um lengri eða skemmri tíma. Þetta var ýmist eldra fólk eða sumarbörn sem komu sumar eftir sumar og jafnvel börn sumar- barnanna. Eru meira segja dæmi þess að þrjár kynslóðir hafi verið hér á bænum, hver á eftir annarri. Þetta fólk hefur langflest haldið mikilli tryggð við þau hjón og hefur alla tíð verið mikill gestagangur hjá þeim. Það var Rögnu mikið kapps- mál að eiga gott brauð með kaffinu og að heimili hennar liti alltaf vel út. Það er óhætt að segja að hún Ragna hafi verið mjög heimakær og stundum var mjög erfitt að fá hana til að fara af bæ. Því fannst mér al- veg ótrúlegt, eftir að við Friðgeir fórum að ferðast um Ísland, hve mikinn áhuga hún hafði fyrir land- inu og hve fróð hún var um stað- hætti víða. Þegar við hringdum heim úr þessum ferðalögum var hún alltaf með á hreinu hvaða staðir voru í ná- grenni við okkur, en þá fylgdist hún með á landakorti. Fyrir nokkrum árum varð ljóst að Ragna gekk ekki heil til skógar. Bæði greindist hún með krabbamein í nýra og var illa haldin af krans- æðastíflu. Það var ljóst að hún þurfti að fara í aðgerð til að fjarlægja meinið, en læknar treystu henni ekki til þess nema gera á henni hjartaaðgerð fyrst og skipta um þær æðar sem voru verst farnar. Það verður að segjast eins og er, að við aðstandendur vorum ekki bjartsýnir á að hún lifði þetta af, en sjálf var hún þess fullviss að allt gengi vel og að hún myndi ná heilsu á ný. Það liðu aðeins 40 dagar á milli þessara stóru aðgerða, en eftir örstuttan tíma var hún komin heim aftur og þá við mun betri heilsu en hún hafði haft svo árum skipti. Næstu ár voru nokkuð góð, en í desember síðast- liðnum var ljóst að meinið hafði búið um sig á nýjum stað. Allt var gert til að Ragna gæti átt sem lengstan og bestan tíma heima, en þar vildi hún auðvitað helst vera. Það var alveg yndislegt að fylgjast með honum Dodda, hann gerði allt sem hann gat til að henni mætti líða sem best. Það var alveg ótrúlegt að ímynda sér að þau væru búin að vera gift í nærri 60 ár því stundum fannst manni að þau gætu verið nýtrúlofuð. Þau gátu set- ið og haldist í hendur, rétt eins og unglingar. Ég hafði svolítið gaman af því, á síðasta ári, þegar einn sonur okkar kom heim með vinkonu sína og fór með hana til ömmu sinnar og afa til að sýna hana. Þegar þau komu heim sagði hún að þau væru alveg eins og ömmur og afar ættu að vera, án þess að útskýra það nokkuð frekar. Þó að allt væri gert til að Ragna fengi að ljúka ævikvöldinu heima á Grásíðu kom þó að því að veikindin gerðu það ókleift. Um mánaðamótin mars-apríl var hún flutt í Sjúkra- húsið á Húsavík, þar sem hún dvald- ist þar til yfir lauk. Það var ótrúlegt að fylgjast með honum tengdaföður mínum, sem er orðinn áttatíu og sex ára, hve umhyggjusamur hann var. Að minnsta kosti annan hvern dag keyrði hann til Húsavíkur, en það eru hátt í 50 kílómetrar hvora leið. Þar sat hann hjá henni megnið úr deginum og reyndi að stytta henni stundir. Elsku Doddi, ég veit að söknuður þinn er óskaplega mikill. Þú hefur ekki bara misst ástvin, heldur líka félaga þinn gegnum lífið. En þú get- ur verið sáttur við sjálfan þig, því þú gerðir allt sem þú gast, og stundum reyndar svo miklu meira. Ég veit að ég tala fyrir munn allrar fjölskyld- unnar, þegar ég segi þér hversu stolt við erum af þér, hvernig þú reyndist henni Rögnu þinni í gegn- um lífið. Við verðum að hugsa til þess með gleði að hún hefur fengið hvíld, þótt auðvitað sé söknuðurinn sár. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim hjónum fyrir að hafa á sínum tíma tekið á móti mér með þeirri hjartahlýju sem þau hafa allt- af sýnt mér. Þessi ár hafa kennt mér að bera virðingu fyrir því fólki sem verður á leið minni. Að lokum vil ég þakka Rögnu fyr- ir öll okkar kynni, Guð geymi hana. Ingveldur Árnadóttir. Sveitina okkar, að alföður ráðum, eflið þið mesta og breytið í hag. Stundirnar notið með dugandi dáðum dreifbýlisafréttar grói hvert flag. Fóðrið úr mýrinni virðið og metið, menningu feðranna sýnið þá hlýju. Magnið þá grósku, sem fyllir hvert fetið, fallandi gæðin öll reisið að nýju. Ragna mín blessuð við óskum þess öll, þig endalaust lán megni að styðja. Yfir þó gefir vor fegurstu Fjöll, fjölskylda og móðir þess biðja. Við fögnum að heimili hér áttu gott og hraðhentan gumann við síðu. Foreldraheimilis fegurstan vott flyt honum kærleik og blíðu. Þessi tvö erindi eru úr ljóði sem afi minn, Ólafur Jónsson, bóndi á Fjöllum í Kelduhverfi, orti til Rögnu elstu dóttur sinnar fyrir hartnær 60 árum þegar hún gifti sig. Mér finnst þessi tvö erindi eiga afar vel við lífs- hlaup hennar og Þorgeirs, eftirlif- andi eiginmanns hennar. Þau hafa verið sveitinni sinni trú og gert sitt til að auka og viðhalda menningu hennar og góðu mannlífi. Það kom mér kannski ekki svo mjög á óvart þegar móðir mín hringdi og tilkynnti mér lát Rögnu föðursystur minnar, en þó er maður aldrei undir það búinn þegar ein- hver deyr sem manni þykir vænt um. Við mamma höfðum reyndar heimsótt Rögnu á Heilbrigðisstofn- un Þingeyinga á Húsavík kvöldið áð- ur og þá var hún býsna hress og spjallaði við okkur. En skyndilega var allt búið. Hún hafði þurft að fara í tvær stórar aðgerðir fyrir fáum ár- um og náði sér ótrúlega vel, en síð- astliðið ár hafði hallað undan fæti aftur. Við, fjölskylda Héðins bróður hennar eigum Rögnu og Dodda, eft- irlifandi eiginmanni hennar, svo ótalmargt að þakka. Í blíðu sem stríðu hafa þau liðsinnt okkur í gegnum árin og reynst okkur öllum hinir bestu vinir. Í huga okkar hafa þau alltaf verið eitt. Í veikindum móður minnar þegar ég var rúmlega eins árs, tóku þau mig að sér í nokkra mánuði. Ég var tekin grátandi frá þeim aftur og var farin að kalla þau „Öggu mömmu“ og „Dodda pabba“. Lengi vel átti ég jólakort frá þeim með þessari undir- skrift. Æ síðan hafa þau sýnt mér al- veg einstaka hlýju og sögðu alltaf að þeim fyndist þau eiga svolítið í mér. Yngri systir mín Kolla var einnig hjá þeim þegar veikindi herjuðu á og við höfum öll systkinin 6 notið mikillar hlýju og hjálpsemi frá þeim. Okkur hefur fundist eftirsóknarvert að koma í Grásíðu og hitta þau þegar við höfum komið heim í Kelduhverfi, því það hafa alltaf verið einstakar móttökur sem við höfum fengið. Við fórum ríkari en við komum. Það sama átti við um mömmu og pabba. Pabbi fór oft í heimsókn í Grásíðu og hafði sérstaklega góð tengsl við Rögnu og Dodda. Þeir Doddi áttu mörg sameiginleg áhuga- mál s.s. veiðiskap og var það þeim óendanleg uppspretta samræðna. Einnig fóru þeir oft saman í veiði- ferðir bæði á sjó og landi. Eftir að pabbi dó fyrir 10 árum hafa þau haldið mikilli tryggð við móður okk- ar. Fyrir þetta allt skal þakkað hér af heilum huga. Hvað er betra en að eiga góða fjölskyldu og vini sem allt- af eru til staðar, bæði í velgengni og erfiðleikum. Fyrir hönd móður minnar Sjafn- ar, systkina minna og fjölskyldu sendi ég Dodda, Didda, Óla Þór, Friðgeir og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Rögnu okk- ar. Sigurbjörg Friðný Héðinsdóttir. Hún Ragna mín er farin, það er mikil eftirsjá að slíkri manneskju sem var alltaf svo góð og ljúf við mig. Henni kynntist ég ungur að ár- um, þegar móðir mín fór með mig til hennar í Grásíðu. Þar tóku þau á móti mér opnum örmum, Doddi og Ragna, eins og þeim einum var lag- ið. Þar var ég í sveit hjá þeim í mörg sumur í góðu yfirlæti. Ragna mátti ekkert aumt sjá, hvort sem var dýr eða menn. Í sveit- inni voru kindur og kýr og sá hún mest um að mjólka kýrnar, allavega á meðan á heyskap stóð. Ég var snemma látinn fara að keyra traktor í heyskapnum og mér þykir svo vænt um að heyra hana í minning- unni segja „gættu bara vel að þér, vinur“ og síðan „gættu bara voða vel að þér, vinur“ ef ég þurfti að fara lengra frá bænum á vélinni. Ragna var alltaf svo mikil búkona sem hafði samt þennan blíða og góð- lega svip. Hún sá til þess að hjá henni var alltaf nóg að bíta og brenna og ofarlega í huga mér er súra slátrið og skyrið sem hún bjó til og var hvorttveggja hreint lostæti. Það var segin saga, þá og alltaf eftir það, að þegar ég kom við á Grásíðu eða þegar ég stoppaði eitthvað, dró Ragna fram allt það fínasta og besta sem hún átti í mat og drykk, sem var ekkert lítið. Þetta voru dýrðartímar og áttum við margar góðar stundir saman, enda Ragna ein yndislegasta kona sem ég hef þekkt. Fyrir nokkrum dögum hitti ég hana á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga og var augljóst að sama gestrisnin og góðmennskan var henni efst í huga, þá sem endra- nær, þrátt fyrir háan aldur og veik- indi sem hún átti við að stríða. Ég kveð þig með miklum söknuði, Ragna mín, og trúi því að þú sért komin á betri stað. Að lokum vil ég votta fjölskyld- unni samúð mína og bið Guð að varðveita þau. Arnþór Þ. Árnason. Alltaf er jafnsárt að kveðja ein- hvern sem manni þykir mjög vænt um, eins og í þessu tilviki, elsku amma. Þegar þetta er skrifað er ég komin alla leið norður á Grásíðu í huganum og er þá margs að minn- ast. Fyrst dettur mér í hug sá tími þegar ég dvaldi hjá hjá ykkur afa á sumrin sem lítil stúlka. Það var skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Já, lærdómsríkur segi ég þar sem þið afi kennduð mér svo margt, sögðuð mér margar skemmtilegar sögur og bentuð mér á að bera virð- ingu fyrir því sem okkur þykir vænt um. Þetta hefur verið mér gott vega- nesti í lífinu og hefur ósjaldan heyrst þegar ég tala til minna litlu drengja; „svona sögðu amma og afi á Grásíðu alltaf“. Já, þetta var svo sannarlega skemmtilegur tími, sem ég mun aldrei gleyma. Og í rauninni er óþarfi að tíunda hvert smáatriði fyrir sig, því að dvöl- in hjá ykkur var skemmtilegt æv- intýri frá upphafi til enda sumar eft- ir sumar. En reyndar verð ég aðeins að minnast á mjólkurgrautinn okkar, amma, því ég veit að þú gleymir því eflaust seint, þegar glumdi í flestum símum sveitarinnar að þú hafðir eld- að 13 sinnum grjónagraut handa mér á fyrstu vikunni. Og kæmi mér ekki á óvart þó að bros færðist á andlit þitt nú. Mikið er nú búið að hlæja og vitna í þetta síðastliðin ár. Og þegar ég kom norður til ykkar með fjölskylduna mína var ekki síð- ur gaman, ég og Rúnar höfðum un- un af því að horfa á ykkur afa með litlu drengina okkar síðastliðið haust. Ég sá hvað þið höfðuð gaman af því og hvað þeir nutu samverunnar vel. Anton Ingi talar mikið um sveit- ina þeirra afa og ömmu á Grásíðu. Elsku afi, þinn missir er mestur, það verður skrýtið að eiga ekki eftir að sjá ykkur ömmu sitja saman við sjónvarpið hönd í hönd, sem mér er svo sérstaklega minnisstætt, alltaf hönd í hönd, svo glöð og ánægð sam- an. Elsku amma, ég þakka þér sam- fylgdina og bið góðan guð að veita afa allan þann styrk sem hann þarf á að halda. Hvíl þú í friði amma mín. Þín nafna, Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir. RAGNHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.