Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ F YRIR SEX árum fluttust fjórir skoskir strákar til Lundúna í von um að koma tónlist sinni á fram- færi. Þetta voru þeir Fran Healy, Douglas Payne, Andy Dunlop og Neil Primrose og kölluðu þeir hljómsveit sína Travis. Nafnið er tekið úr kvikmynd leikstjór- ans Wim Wenders, Paris Texas, en aðalsögu- hetjan, sem leikin er af Harry Dean Stanton, ber þetta nafn. Árið 1997 gáfu Travis-menn út sína fyrstu plötu, Good Feeling. Hún fékk ágæta dóma gagnrýnenda en neytendur virtust ekki vera á sama máli því salan á plötunni reyndist heldur dræm. Annar þeirra Gallagher-bræðra úr Oasis, Noel, átti þó vart orð til að lýsa aðdáun sinni á bandinu og mærði plötuna sem mest hann mátti við öll tækifæri. Á þessum tíma var Oasis á hátindi frægðar sinnar og fáeinir fóru því að gefa þessarri hljómsveit gaum, sem Noel talaði svo vel um. Það var þó ekki fyrr en með útgáfu The Man Who árið 1999 sem almenningur tók við sér svo um munaði. Platan seldist fimmfaldri platínusölu, eða í 1,5 milljón eintaka, og var best selda platan í Bretlandi það árið. Travis hafði svo sannarlega fest sig í sessi og á síðasta ári bætti hún um betur og gaf út The Invisible Band sem hlaut fádæma góðar viðtökur um alla Evrópu og einnig í Ástralíu, Japan og Bandaríkjunum. Spilagleðin er eitt af aðals- merkjum Skotanna fjögurra og hafa þeir verið á tónleika- ferðalögum nánast sleitulaust síðastliðin ár. Næstkomandi fimmtudag ætla Travis svo að leggja leið sína upp á Íslands- strendur og leika fyrir lands- menn í Laugardalshöllinni en sveitin hefur líkt og annars staðar átt góðu gengi að fagna hér á landi og plötur hennar selst í þúsunda tali. Útvarpið sterkasti miðillinn Dougie Payne er staddur í íbúð sinni í London og svarar að skoskum sið þegar blaða- maður slær á þráðinn. Til að byrja viðtalið á vinsamlegum nótum er byrjað á að upplýsa Dougie um vinsældir Travis á Íslandi. – Það er næstum uppselt á tónleikana ykkar, plöturnar ykkar hafa selst vel og lögin ykkar verið mikið spiluð í út- varpi. Er þetta kannski svona hvar sem þið komið? „Nei ekki alls staðar. Það er mjög gefandi að plöturnar okkar seljist eins vel og raun ber vitni í löndum á borð við Ísland,“ svarar Dougie, greinilega ánægður með upp- lýsingarnar. „Það er fyndið að fyrsta platan okkar fékk ekkert sér- staklega mikla athygli. Önnur plata okkar, The Man Who, var svo mikið spiluð í útvarp- inu og það vakti meiri athygli á okkur í Bretlandi og svolitla annars staðar. Þriðju plötuna seldum við svo í fyrsta sinn utan Bretlands, t.d. í Ástral- íu, Japan, Evrópu, og örlítið meira í Banda- ríkjunum. Við virðumst því sífellt ná til fleira fólks.“ – Hverja telur þú ástæðuna fyrir því að fyrsta platan hlaut ekki nándar nærri eins góðar viðtökur og næstu tvær? Var tónlistin nokkuð svo frábrugðin? „Tónlistin hefur ekki breyst mikið en við erum kannski bara orðnir þroskaðri. Ég held að aðalástæðan fyrir þessu sé að seinni plöt- urnar tvær voru leiknar í útvarpinu. Útvarpið er enn áhrifamesti miðillinn fyrir tónlist. Ef lögin eru spiluð í útvarpinu fær almenningur tækifæri til að heyra þau og fólk getur þá myndað sér sína eigin skoðun á tónlistinni í staðinn fyrir að lesa skoðanir gagnrýnenda eingöngu.“ – Þið komið hingað frá Noregi eftir að hafa leikið á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. Er þetta búið að vera langt tónleikaferðalag? „Nei nei, við erum í rauninni búnir að vera í fríi síðasta einn og hálfan mánuðinn. Við luk- um við tónleikaferð okkar um Bretland í apríl og höfum síðan eytt tímanum í að undirbúa þessa ferð, slappa af og hlaða batteríin. Við byrjum í Frakklandi og höldum nokkra tón- leika þar. Þaðan förum við á Hróarskeldu, svo til Noregs og svo til Íslands. Þetta verður svona þriggja vikna ferðalag. Ég er með krosslagða fingurna og vona að þetta verði skemmtilegt og vel heppnað,“ segir Dougie og gerir svo smáhlé á viðtalinu til að hleypa Neil Primrose, trommuleikara Travis, inn í húsið. Hann kemur aftur í símann með þær upplýs- ingar að Primrose búi hjá honum þessa dag- ana og segist svo vera tilbúinn að halda viðtal- inu áfram. Nokkuð gott tónleikaband – Af hverju Ísland, var það ykkar ákvörðun að koma hingað? „Umm, já, eins og þú sagðir áðan þá hefur sala á plötunum okkar gengið vel á Íslandi og við virðumst vera nokkuð vinsælir þar. Þá finnst mér við hæfi að fara og hitta fólkið sem hlustar á tónlistina okkar. Við erum nokkuð gott tónleikaband að ég held og okkur finnst mjög gaman að spila á sviði. Okkur finnst sérstaklega gaman að leika fyrir fólk sem hef- ur heyrt tónlistina okkar. Við reynum að leika af meiri krafti á tónleikum en á plötunum. Vonandi á fólk eftir að verða ánægt. Ísland er líka land sem okkur alla langaði að heim- sækja.“ – Já, af hverju er það? „Hér heima segja allir sem þangað hafa komið að það sé stórkostlegt, landið sé fallegt og fólkið sé frábært. Umboðsmaðurinn okkar, Ian, hefur varið þó nokkrum tíma á Íslandi með vinum sínum. Á síðasta ári vorum við á tónleikaferðalagi með söngkonunni íslensku, Emilíönu Torrini. Með henni var trommuleikarinn Siggi (Sig- tryggur Baldursson) sem lék með Sykurmol- unum á sínum tíma. Þau voru alveg frábær og við skemmtum okkur mjög vel með þeim.“ – Dveljið þið hér lengi? „Já, ég held að við verðum alveg í þrjá daga. Það telst frekar langt miðað við að við spilum bara einu sinni fyrir ykkur. Það verður gaman fyrir okkur að fá nokkra aukadaga til að skoða landið. Ég hlakka mjög til og held að við eigum eftir að skemmta okkur vel. Ég get ekki beðið eftir að fá að spila fyrir Íslendinga og ég held að tónleikarnir verði frábærir.“ – Hvað ætlið þið að gera meðan á dvölinni stendur fyrir utan að spila? „Við ætlum í Bláa lónið. Við ætlum að sjá einhverja af hverunum ykkar. Við ætlum að fara á vélsleða, kannski á hestbak og fá okkur í glas. Ég held að þetta verði frábært,“ segir Dougie og hefur greinilega unnið heimavinn- una sína um hvað er hægt að gera sér til skemmtunar á Íslandi. – Hvað ætlið þið svo að spila fyrir okkur á tónleikunum? „Það verður blandað efni, nokkur lög af Good Feeling, 5–6 lög af The Man Who og hellingur af The Invisible Band. Svo tökum við kannski nokkur tökulög, það kemur bara í ljós.“ – Eins og þú kannski veist er það íslenska hljómsveitin Leaves sem mun hita upp fyrir ykkur, hefur þú heyrt eitthvað af tónlistinni þeirra? „Ég hef ekki heyrt neitt með þeim ennþá. En þú Neily?“ segir Dougie og Neil er aftur dreginn inn í samtalið. Dougie upplýsir að það sama sé uppi á teningnum hjá honum. „Við höfum þó heyrt að þeir séu frábærir og hlökkum mikið til að heyra í þeim. Mér finnst mjög gaman að það sé íslensk hljómsveit sem hitar upp fyrir okkur.“ Gefa alla verðlaunagripina Travis hefur á ferlinum unnið til fjölda verðlauna, meðal annars fyrir lagasmíðar Fran Healy og sem besta hljómsveit ársins á Brit-verðlaunahátíðinni í fyrra svo fátt eitt sé nefnt. Skyldu verðlaun af þessu tagi skipta miklu máli fyrir hljómsveitina? „Nei í rauninni ekki. Ég held að við höfum gefið alla verðlaunagripina okkar. Það er auð- vitað gaman að fá verðlaun en það er alls ekki það sem tónlistin snýst um. Það er enginn mælikvarði á hvort þú ert góður tónlsitarmað- ur eða ekki hvort þú færð verð- laun. Þú ert alls ekkert endilega bestur þótt þú fáir verðlaun.“ – Hvenær er maður bestur? „Ég er ekki viss um að maður verði nokkurn tíma bestur. Þeg- ar maður er í hljómsveit sveifl- ast maður stöðugt á milli þess að vera fullur af sjálfstrausti og hugsa: „Vá við erum frábært band, þetta er æðislegt!“ og þess að hafa sama sem ekkert sjálfstraust og hugsa: „Við er- um glataðir!“ Maður er sífellt að skipta eftir því hvernig geng- ur. Það er kannski ekki fyrr en maður er sestur í helgan stein að maður getur litið yfir farinn veg og reynt að átta sig á því hvernig maður hafi staðið sig.“ – Hvenær má svo búast við nýju efni frá Travis? „Við vorum að taka upp eitt lag fyrir kvikmynd. Það er nokkuð sem við höfum aldrei gert áður.“ – Hvaða mynd er það? „Ég veit ekki alveg hvað hún heitir, það er sífellt verið að breyta titlinum á henni. En þetta er bandarísk mynd. Lagið heitir „Love Will Come Through.“ Við erum mjög ánægðir með það.“ – Ætlið þið að spila það fyrir okkur? „Nei, veistu, ég held ekki. Það er ekki einu sinni komið út. Við ætlum ekki að leika neitt nýtt efni í þetta sinn.“ – En er plata á leiðinni? „Við erum við skriftir þessa dagana og munum trúlega fara í upptökuver einhvern tíma á þessu ári og byrja að vinna að næstu plötu. En ég veit ekki hvenær hún kemur út.“ – Hefur það alltaf verið til- gangur Travis að slá í gegn eða er þetta bara eitthvað sem gerðist óvart? „Þetta gerðist bara óvart. Þegar þú byrjar í hljómsveit er auðvitað alltaf draumurinn að fólk hlusti á það sem þú gerir. Maður spilar bara eins vel og maður getur og eins oft og maður getur. Það getur auðvitað verið erfitt að spila mikið og vera á endalausum hljóm- leikaferðalögum. Síðustu mánuðirnir hafa verið fyrsta eiginlega fríið sem við höfum fengið frá upphafi. Maður verður bara að leggja hart að sér. Ég held að það hafi verið Mark Twain sem sagði: „Því harðara sem sem ég legg að mér, þeim mun meiri heppni fylgir mér.“ Ég er ekki frá því að nokkuð sé til í því.“ Eftir þessa lífsspeki bassaleikarans gerir blaðamaður sér grein fyrir að tíminn er á þrotum, viðtalið á enda. – Er eitthvað sem þig langar til að bæta við að lokum? „Ég vona bara að sem flestir komi á tón- leikana og að viðstaddir eigi eftir að skemmta sér vel. Ég hlakka mikið til að koma og sjá fal- lega landið ykkar. Það er alltaf gaman að koma á staði sem maður hefur aldrei dvalið á áður. Tónleikarnir ættu að verða góðir og ég hlakka mikið til,“ segir Dougie að lokum og kveður kumpánlega. Við hæfi að hitta fólkið sem hlustar á okkur Hljómsveitin Travis mun á næstu dögum bætast í hinn stöðugt stækkandi hóp Íslandsvina er hún leikur fyrir landsmenn í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn. Birta Björnsdóttir ræddi af því tilefni við Douglas „Dougie“ Payne, bassaleikara sveitarinnar, sem hlakkaði greini- lega mikið til Íslandsfararinnar. „Við getum ekki beðið eftir að koma og spila fyrir Íslendinga.“ Dougie Payne er annar frá vinstri. Skoska hljómsveitin Travis spilar í Laugardalshöll næsta fimmtudag birta@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.