Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 41 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. var pláss í stofunni var farið fram á gang. Það urðu til indjánaþorp, sveitabyggðir, sjávarþorp og gróður- lendur. Stundum vorum við í teikni- stofu skólans sem Valgerður lét inn- rétta að sínu höfði þegar hún hóf störf við skólann sem myndmennta- kennari á fyrstu árum Austurbæjar- skóla. Þar var allt fullt að litum, alls konar efnum, basti, pappa og dollum og borðin voru af sérstakri gerð. Við vorum stöðugt að sulla í málningu, vorum hvött til að teikna stórt, nota allt blaðið og lita alveg út í hornin. Það var skorið út í kartöflur og þrykkt mynstur á pappír og búnar til myndir úr útklipptum formum. Val- gerður lagði mikla áherslu á litaskal- ann, blöndun lita og að raða litum saman með ákveðin markmið í huga. Í minningunni er eins og þeir hafi verið margir teiknitímarnir, sam- þættir öðrum greinum. Stundum voru líka foreldrar í stofunni, sátu út við vegg og fylgdust með kennslunni. Þegar að okkur þrengdi í stofu og gangi brutum við af okkur veggi skólastofunnar og það var farið út fyrir skólann. Við heimsóttum söfn og merka staði, skoðuðum Papahell- ana á Ægissíðu og gamla bæinn á Keldum. Allt þetta er það sem við nú til dags köllum sveigjanlega kennsluhætti, opinn skóla, þemabundið nám, skap- andi kennslu eða samþættingu kennslugreina og tengsl við grennd- arsamfélagið. Já, það er fátt nýtt undir sólinni. Leikritin á laugardögum kalla líka fram ánægjulegar minningar. Bekknum var skipt í hópa og hver hópur sá um sína laugardaga. Þá átti efnið helst að vera frumsamið og öllu saman fylgdu búningar og leikmynd- ir. Við fluttum líka ljóð, bæði eigin og annarra, og teiknuðum auðvitað við ljóðin myndir um efni þeirra. Við jarðarför Valgerðar var sungið ljóð eftir Jónas Hallgrímsson um allt sem sefur, jurtir, dýr og menn. „Sefr selr í sjó, svanr á báru, már í hólmi, manngi þau svæfir.“ Aftur á móti „Sofa manna börn í mjúku rúmi, bía og kveða og babbi þau svæfir.“ Þetta ljóð fluttum við á jólaskemmtun með tilheyrandi myndum, einn og einn las sína línu og þannig gátu allir tekið þátt. Þetta köllum við í dag framsögn og leikræna tjáningu. Í Austurbæj- arskóla á þessum tíma voru líka frægir rithöfundar í kennarahópnum og stundum komu þeir til okkar og lásu úr verkum sínum. Við minnumst með gleði og virðingu kennslustunda þeirra Stefáns Jónssonar og Vilborg- ar Dagbjartsdóttur. Þegar ég sjálf hóf kennslu á sjö- unda áratugnum var Valgerður að sjálfsögðu mín besta fyrirmynd. Oft er sagt að erfitt sé að kenna kenn- aranemum nýja kennsluhætti því menn hneigist til að kenna eins og þeim var kennt. Það gerði ég sann- arlega, ég fór í smiðju minninganna úr eigin barnaskólagöngu og sótti mér fyrirmynd til Valgerðar Briem. Stundum þegar ég hitti gamla nem- endur mína frá þessum árum hafa þau orð á því hvað ég hafi verið ný- tískuleg og hafi í raun verið að kenna þeim eins og nú er talað um að nú- tímakennsla eigi að vera. Þá segi ég bara að ég hafi verið að kenna þeim eins og mér var kennt! Með virðingu og þakklæti kveðjum við mikilhæfa og stórbrotna konu. Valgerður Briem heldur áfram að vera okkur sterk í minningunni og bakhjarl svo lengi sem við lifum. Þetta eru minninga- brot og kveðja frá nokkrum bekkj- arsystrum í „Í-bekknum“, okkur Birnu, Guðrúnu Sigríði, Herdísi, Katrínu, Snjólaugu og Steinunni. Gerður G. Óskarsdóttir. Á gömlum ljósmyndum úr Hand- íða- og myndlistarskólanum sker einn kennaranna sig úr fyrir smekk- legan klæðaburð, einarðlegan augn- svip og yfirbragð sem er í senn svo fíngert og tígulegt að upp í hugann koma lýsingar Halldórs Laxness á arfgengum höfðingsskap íslensks al- þýðufólks. Hér er komin Valgerður Briem, listakennari og listakona, ógleymanleg öllum sem henni kynnt- ust, í virðingarskyni ævinlega kölluð frú Valgerður. Sá sem þetta ritar komst ekki í kynni við frú Valgerði fyrr en hún var hætt að kenna, á listsýningum þar sem hún gaumgæfði myndir af meiri ákefð en aðrir gestir. Nærvera henn- ar var næstum áþreifanleg; aðeins Barbara Árnason og Louisa Matt- híasdóttir líktust henni í viðkynn- ingu. Sömuleiðis var innlifun hennar í myndlistina svo mikil að viðstaddir tóku á sig sveig til að trufla ekki ein- beitingu hennar. Frú Valgerður skirrðist heldur ekki við að vinda sér að ungum myndlistarrýni og setja hann út af laginu með athugasemd- um sem ristu öllu dýpra en hann átti von á. ,,Heldurðu að hann hafi fundið fyrir þessum lit inni í sér?“ sagði hún eitt sitt stundarhátt andspænis him- inblárri mynd eftir Kristján Davíðs- son. Og horfði rannsakandi á rýninn sínum eigin himinbláu augum. Að finna fyrir, upplifa; það var frú Valgerði hjartans mál. Frægar voru samkomurnar sem hún stóð fyrir og bauð þangað samkennurum sínum; þær voru upplifanir þar sem allt var í stíl, skreytingar, borðbúnaður, matur og jafnvel klæðnaður húsfreyjunnar. Kennsla hennar gekk einnegin út á að fá nemendur til að skynja og tjá sig af ástríðu. Allar málamiðlanir voru bannaðar. Þeir sem ekki voru reiðubúnir að vígjast listinni af hreinni köllun höfðu sennilega tak- markað gagn af tæpitungulausri upp- fræðslu hennar. Listakonan Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá lýsir kennslu frú Valgerðar í bók sem ég tók saman fyrir nokkrum árum: ,,Hún hafði svo mikið að segja, ekki aðeins um myndlist, heldur allar list- greinar. Hugtak eins og ,,svíta“ í tón- list gat verið henni óþrjótandi um- ræðuefni. Hún lét okkur líka skrifa ritgerð um liti í tónlist. Einnig bað hún okkur að gera teikningar af hús- næði og húsbúnaði eftir eigin höfði, og gera tillögur að leirmunum.“ Aðrar aðferðir frú Valgerðar voru umdeildari. Kristín Jónsdóttir heldur áfram: ,,Aðrir kennarar röltu á milli nemenda og bentu kurteislega á ým- islegt það sem betur mætti fara. Frú Valgerður dreifði teikningum okkar um öll gólf, gekk svo á milli þeirra og sparkaði til hliðar þeim sem henni þóttu ekki nægilega góðar. Það var sárt að verða fyrir þessu, en samt þótti okkur frú Valgerður ekki ósann- gjörn.“ Í einum nemanda, Guðmundi Guð- mundssyni – Erró – skynjaði frú Val- gerður meiri eldmóð en gengur og gerist. Í dagbók hins unga lista- manns frá 17. janúar 1951 stendur: ,,V.B. er nú í fyrsta skipti. Það er eins og maður hafi sofið í vetur, og vakni við að öskrað sé í eyra manns: ,,Farðu að vinna.“ Um þennan kennara sinn sagði Erró síðar: ,,Hún virtist skynja nær takmarkalausa þörf mína fyrir fróðleik og uppfræðslu, löngunina til að kanna til hlítar allt það sem ég tók mér fyrir hendur … Það var eins og mér hefðu verið afhentir lyklarnir að Paradís.“ Enga kennslu fyrr og síðar taldi Erró hafa veitt sér ámóta full- nægju og námskeið frú Valgerðar. Frú Valgerður bar hag þessa óút- reiknanlega lærisveins síns ævinlega fyrir brjósti, jafnvel þótt hún væri ekki alltaf hrifin af verkum hans. Á efri árum hóf frú Valgerður aft- ur að sýna stór svart/hvít myndverk á samsýningum FÍM. Þar mátti sjá stílfærð andlit, eins konar portrett af verum á æðra tilverustigi, ólík öllu öðru sem kollegar hennar voru að gera. Aftur var upplifun að hitta á listakonuna einhvers staðar í ná- munda við þessar myndir, því af þeim spratt svo frjó umræða um marghátt- uð andans mál að entist tæplega sýn- ingartíminn til að leiða hana til lykta. Eftir að frú Valgerður fluttist á heimili aldraðra við Lönguhlíð varð hún sjaldséðari á listsýningum. En það fór ekki á milli mála hver það var sem gekk um Hlíðarnar og Klam- bratún í öllum veðrum, ævinlega klædd eins og á sumardögum æsku sinnar. Og enn gaf það góða raun að kasta kveðju á þessa háleitu og tign- arlegu konu og segja til nafns. Þá varð maður stundum spurður erfiðari spurninga en maður átti von á, spurn- inga sem létu mann ekki í friði. Það er hörgull á eldsálum á borð við frú Val- gerði Briem og forréttindi að hafa fengið að kynnast henni. Ættingjum hennar sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Aðalsteinn Ingólfsson. ✝ Kristinn Berg-mann Lárusson fæddist á Flögu í Vatnsdal fimmtudag- inn 15. september 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudag- inn 24. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Lárus Guð- mundsson, f. 30. sept. 1901, d. 29. sept. 1970, og Þórey Una Frímannsdóttir, f. 7. sept. 1904, d. 17. apr- íl 1976. Alsystkini Kristins eru Gunnar, f. 5. maí 1029, Hallmann Ágúst, f. 16. ágúst 1930, d. 12. feb. 1995, Þórir Valberg, f. 29. des. 1932, d. 18. apríl 2001, Erla Guðrún, f. 8. maí 1936, d. 24. ágúst 1995, Guðbjörg Svava, f. 8. okt. 1937, Lilja, f. 3. ágúst 1940, d. 9. des. 1994 og Sólborg Anna, f. 28. okt. 1946. Hálfsystkini hans sam- mæðra eru : Hallveig Eiríksdóttir, f. 10. maí 1923, og Guðlaugur Valdimar Eiríksson, f. 24. júlí 1924. Kristinn Bergmann kvæntist 5. júlí 1952 Halldóru Guðbjörgu Ott- ósdóttur, f. 27. sept. 1923. Saman eignuðust þau sjö börn en áður átti Kristinn dóttur með Nönnu Péturs- dóttur, f. 1. júní 1928. Dóttir þeirra er Ásta Margrét, f. 13. jan. 1950, maki Bryngeir Sigfússon, f. 27. júlí 1945. Börn þeirra eru: Eyja, f. 25. maí 1973, Ingibjörg, f. 17. mars 1977, og Nanna, f. 1. mars 1982. Börn Kristins og Halldóru eru: 1) Kolbrún Kristinsdóttir, f. 3. júní var hann vinnumaður í Höfnum á Skaga í tvö ár. Hann vann tvö sum- ur í vegavinnu í Refasveit milli Blönduóss og Skagastrandar. Á veturna var hann á vertíð í Sand- gerði. 1948 keypti hann trillubát sem hét Elín og gerði hann út á sumrin og haustin frá Kálfsham- arsvík. Kristinn flutti alfarið til Sandgerðis 1953. Hann stundaði sjóinn, var nokkur sumur á síld fyr- ir norðan og á vertíðum á vetrum. Hann var hafnarvörður í Sand- gerði frá 1962-1966. Á árunum 1967 til 1979 starfaði hann með fjöl- skyldu sinni við netafellingar á vet- urnar og við grásleppuveiðar á sumrin. Árið 1979 stofnaði Kristinn ásamt Herði syni sínum og Einari tengdasyni fiskvinnslufyrirtækið Þorra sf. og ráku þeir það til ársins 1992. Eftir að þeir hættu rekstri Þorra sf. starfaði Kristinn til dauðadags hjá Ný-Fisk sem er í eigu Einars og Birgis sonar hans. Snemma fór hann að hafa afskipti af verkalýðsmálum og stjórnmál- um. Hann sat mörg flokksþing fyrir Alþýðuflokkinn. Einnig var hann í stjórn Verkalýðsfélagsins í Sand- gerði, varaformaður í mörg ár og sat þá mörg sambandsþing ASÍ. 1962 var Kristinn kosinn í hrepps- nefnd Miðneshrepps og sat þar nær óslitið í 20 ár. Kristinn var formað- ur slysavarnadeildar Sigurvonar til fjölda ára og var gerður að heið- ursfélaga Slysavarnafélags Íslands á 50 ára afmæli félagsins. Kristinn var einnig virkur meðlimur í björg- unarsveit Sigurvonar. Á 70 ára af- mæli Slysavarnadeildarinnar Sig- urvonar var hann gerður að heiðursfélaga deildarinnar og sæmdur gullmerki Slysavarna- félags Íslands. Útför Kristins verður gerð frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Hvalsneskirkju- garði. 1952, maki Einar Sig- urður Sveinsson, f. 3. okt. 1948. Börn þeirra eru: Sveinn, f. 15. mars 1971, Kristinn Hallur, f. 11. okt. 1973, Arn- laugur, f. 30. júlí 1979, og Svanhildur Una, f. 28. mars 1984. 2) Hörð- ur Bergmann, f. 15. mars 1954, maki Vil- borg Einarsdóttir, f. 9. júní 1956. Börn þeirra eru: Einar Berg, f. 14. okt. 1977, Halldór Berg, f. 19. maí 1986, og Andri Steinn, f. 11. jan. 1992. 3) Birgir, f. 31. maí 1955, maki María Björnsdóttir 15. mars 1961. Börn þeirra eru: Steinar Örn, f. 8. júlí 1981 og Óttar Guðbjörn, f. 15. ágúst 1984. 4) Gunnar Ingi, f. 14. ágúst 1956, maki Lísbet Hjálm- arsdóttir, f. 28. des. 1956. Börn þeirra eru: Helga Erla, f. 1. jan. 1978, og Sóley, f. 7. apríl 1982. 5) Hafdís, f. 20. jan. 1959, maki Sig- tryggur Pálsson, f. 18. júlí 1952. Börn þeirra eru: Halldóra Guð- björg, f. 8. mars 1978, og Kolbrún Ósk, f. 5. maí 1981. 6) Hjördís, f. 30. okt. 1960. Sonur hennar Sindri Jó- hannsson, f. 18. sept. 1992. 7) Erla Sólveig, f. 17. nóv. 1965, maki Helgi Viðar Björnsson, f. 13. jan. 1958. Börn þeirra eru Snæfríður, f. 4. júní 1988, Hlynur Orri, f. 18. mars 1991, og Hafþór Ingi, f. 14. júní 1994. Barnabörn og barnabarna- börn Kristins eru samtals 28. Kristinn ólst upp í Garðshorni í Kálfshamarsvík. Eftir fermingu Okkur langar með nokkrum orð- um að kveðja Kidda afa. Elsku afi, þú varst alltaf fullur af orku og hafð- ir alltaf eitthvað fyrir stafni alla þína ævi. Það var alveg sama hvað það var, vinnan sem þú hafðir svo mikla ánægju af, hugsa um gróðurhúsið þitt og ömmu og garðinn sem alltaf er fallegur. Sérstaklega munu lifa með okkur þær stundir sem við áttum í skúrn- um þínum sem litlar stelpur þar sem þú hafðir alltaf eitthvað að gera. Við gátum alltaf fundið eitthvað áhuga- vert að dunda okkur við í skúrnum hans afa eins og öll afabörnin. Afi, við munum minnast þín sem einstaklega ljúfs, duglegs og atorku- sams manns sem við elskum og munum sakna. Elsku amma okkar, við dáumst að styrk þínum og hve dugleg þú ert. Við elskum þig afar heitt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð geymi þig, elsku afi okkar. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þínar Helga Erla og Sóley. Elskulegur bróðir okkar lést mánudaginn 24. júní, á örskotsstund var hann horfinn okkur. Aðeins ein- um sólarhring eftir að við fréttum af veikindum hans var hann látinn. Það var honum líkt að láta ekki hafa of mikið fyrir sér og ljúka því hljóðlega sem fyrir lá. Við systurnar minn- umst hans eins og klettsins í nátt- úrunni sem ætíð var hægt að skýla sér við. Hjá honum fann maður frið og hann var alltaf til staðar. Við ólumst upp í Kálfhamarsvík. Kiddi var stóri bróðir okkar, hann var heima á sumrin en fór ungur suður á vertíðir yfir veturinn. Hann kom ætíð til baka færandi hendi og þá var tilhlökkunin hjá okkur mikil. Svo kom hann eitt vorið með stærstu gjöfina sem var Halldóra mágkona okkar. Þessi glæsilega kona með fallega ljósa hárið varð okkur svo kær frá fyrstu stundu. Betri lífsförunaut hefði Kiddi ekki getað fengið. Dóra hefur verið hon- um stoð í gegn um lífið, þau hafa bú- ið í Sandgerði í hálfa öld og þeirra fallega heimili hefur staðið öllum op- ið þar voru allir velkomnir. Þar ólu þau upp börnin sín sjö sem mótuðust af ást og hlýju foreldra sinna og eru öll fyrirmyndarfólk. Fáum tóm- stundum hefur Kiddi gefið sér tíma til að sinna en gróðurhús þeirra hjóna er unaðsreitur, þau ræktuðu blóm og grænmeti og þar átti hann margar góðar stundir. Það var yndislegt að sjá gleðisvip- inn á Kidda þegar barnabörnin voru hjá honum, þau voru hans gimstein- ar. Það má eiginlega segja að hann hafi verið allra barna afi svo barn- góður var hann. Það eru því margir sem með söknuði kveðja hæglátan og góðan mann sem öllum vildi vel. Kiddi stundaði vinnu sína fram á síðasta dag og var eljusemi hans og dugnaður með eindæmum. Löngum vinnudegi hans er nú lokið, en upp rís morgunsólin í nýjum heimkynn- um þar sem vel verður tekið á móti honum. Elsku Dóra, guð gefi þér og af- komendum ykkar styrk í sorginni. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Samt vissurðu að Dauðinn við dyrnar beið. Þig dreymdi að hann kæmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt. Heyrðirðu berast að eyrum þér óm af undursamlegum nið. Það var eins og færu þar fjallasvanir úr fjarlægð með söngvaklið. Og dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. (Tómas Guðmundsson.) Kæri bróðir, við kveðjum þig hinstu kveðju og þökkum þér sam- fylgdina. Hvíl í friði. Þínar systur, Guðbjörg og Sólborg. KRISTINN BERGMANN LÁRUSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.