Morgunblaðið - 29.06.2002, Side 33

Morgunblaðið - 29.06.2002, Side 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 33 ÞAÐ er ekki bara dauðinn sem er í fel- um nú á dögum, hætt- ur að vera raunveru- legur í lífi fólks en orðinn að „abstrakt- sjón“ inni á sjúkrahús- um sem aldrei má nefna eða tala um nema undir rós. Þetta á ekki síður við um ellina og þá sjúkdóma sem henni fylgja. Ágætt dæmi um það er í Morgunblaðinu 19. mars í greininni „Meðferð-Alzheimer- sjúkdóms“ eftir Jón Snædal yfirlækni öldr- unardeildar Landsspítalans. Í pistl- inum örlar hvergi á þeim grimma veruleika sem hinir sjúku og að- standendur þeirra verða að ganga í gegnum. Grein Jóns er dæmigerð fyrir þau látalæti sem virðast vera óviðráðanleg í umræðu hér á landi um heilabilun. Ekki má nefna hvað þessir sjúkdómar merkja í raun og sannleika fyrir sjúklingana og að- standendur þeirra. Jón Snædal skrifar: „Sjúkdóm- urinn hefur þó aðdraganda, oft mörg ár, og á þeim tíma hefur sjúklingurinn tök á að lifa eðlilegu lífi þrátt fyrir einkennin. Sjúkdóm- urinn er ólæknandi og þar sem ein- kenni hans koma verulega niður á lífsgæðum miðast meðferðin að því að viðhalda þeim sem best.“ Síðan koma langar lýsingar á ýmsum meðferðarmöguleikum (sem allir eru þó sannarlega til einskis að lokum). Það hefði átt að vera siðferðileg skylda Jóns að skýrgreina hvað hann í ósköpunum eigi við með „eðlilegu lífi“ og í hverju þau gæði lífsins eru fólgin sem reynt sé að viðhalda sem best. Hvers vegna má bara ekki segja sannleikann hreint út? Hann er auðvitað sá, og þá er síst málað of dökkum litum, að heilabilun tekur allt frá hinum sjúka sem kallast lífsgæði, já reyndar beinlínis hvað eina sem við nefnum mannlegt líf. Persónuleik- inn þurrkast út, tilfinningarnar hverfa, vitsmunalífið sofnar, minni fólks á sjálft sig og aðra leys- ist upp, allt þokast inn í sérkennilegt merk- ingarleysi sem líkist engu öðru sem fólk reynir í lífinu. Þegar um heilabilun er að ræða er hver dagur ósigur. Þannig líða dagarnir fyrir þá sem veikjast og aðstand- endur þeirra, oft í mörg ár, jafnvel heil- an áratug. Þetta er nærgöngul lífsreynsla sem breytir tilfinn- ingu manna fyrir því hvað lífið er og hvað felst í því að vera manneskja. En geysisterk krafa er um það í samfélaginu, sem aldrei er þó sögð með orðum en drottnar í yfirþyrmandi þögn, að þetta megi ekki ræða. Á dvalar- heimilum aldraðra í Reykjavík er til dæmis engin þjónusta í boði fyr- ir aðstandendur þeirra vistmanna er veikjast af heilabilun, skýringar á því sem er að gerast eða hvers megi vænta. Spyrji fólk einhvers er farið undan í flæmingi. Samfélagið er ósveigjanlegt í afneitun sinni á öllu sem fylgir því þegar fólk glím- ir við ellihrörnun hjá sínum nán- ustu. Fólk lærir það líka fljótt að láta sem ekkert sé eins og ætlast er til af því. En þegar allt er yf- irstaðið eru margir aðstandendur aðframkomnir, að minnsta kosti þeir sem hafa snefil að mannlegum tilfinningum. Þær eru því ekkert smáræðis undrunarefni þessar greinar sem birtast við og við í blöðunum um einhvern dularfullan stuðning úti í bæ við aðstandendur sjúklinga og þetta er líka að finna í grein Jóns Snædals. Þjóðfélagið er að vísu stórt og ekki víst að allir möguleikar komist til vitneskju allra. En það má samt fullyrða að þessi stuðningur sé að mestu leyti hrein og klár goðsögn eða ósk- hyggja. Í raunveruleikanum munu flestir finna að glíman við heilabil- un sé hlutskipti sem mætir einna minnstum skilningi og mestri höfn- un í íslensku samfélagi. Þegar gamla fólkið deyr bætist sú martröð við hjá aðstandendum að sjúkdómurinn tók ekki bara manneskjuna í burtu heldur rændi líka öllum góðum minningum um hana. Sú staðreynd hvernig hún endaði ævi sína ryðst eins og ill- hveli upp úr hafi minninganna og svelgir allt sem ljúft var og gott í lífinu. En ekki þykir viðeigandi að nokkur játi þessi sérkennilegu sál- rænu viðbrögð upphátt. Út á við er það þumbaraþögnin sem ríkir ein ofar hverri kröfu. Íslendingar verða æ langlífari og háöldruðum mun fjölga mest á næstu árum. Það þýðir að sífellt fleiri munu verða heilabilun að bráð. Sannarlega er þetta ein versta skuggahliðin á lífsháttum okkar og framförum tækninnar. En auðvitað má ekki viðurkenna það. Því um síður má reyna að nálgast þann tilvistarvanda sem í þessu felst fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Það er bara látið sem hann sé ekki til nema sem lækn- isfræðileg hjúkrun og umönnun einhvers staðar í ríki skugganna – alveg eins og dauðinn. Í hæsta lagi er búið til barnalegt vígorð eins og „langlífi er þjóðarauður“. Málið er þar með afgreitt þó að margt gam- alt fólk sé dæmt til að lifa í fátækt og félagslegri einangrun áratugum saman. Væri hamingja landsmanna annars nokkuð minni ef þeir lifðu að meðaltali svo sem fimm árum skemur? Tilhugsun hins venjulega manns um eigin ellihrörnun er orð- in ný og nagandi tilvistarógn, miklu hræðilegri en dauðinn. Ég þekki engan sem ekki vildi fremur deyja en þurfa að lifa þá auðmýk- ingu sem fylgir þessu böli. Þannig hugsa allir sem betur fer. Hinn kunni þýski rithöfundur, Max Se- bald, segir t.d. í Lesbók Morgun- blaðsins 6. apríl síðastliðinn: „Við megum ekki gleyma því að fyrir hvern aldraðan einstakling sem bregður fyrir úti á götu eru margir sem eru ósjálfbjarga og lokaðir inni á stofnunum. ... Sjálfur vildi ég heldur deyja á morgun en hökta áfram inn í ellina. Sextíu ár eru í rauninni alveg nógu mörg ár í lífi einstaklings.“ Heilabilun er vitaskuld stað- reynd og menn verða að gera sitt besta til að glíma við hana. En þau undanbrögð sem oftast tíðkast í umræðum um það hvernig sjúk- dómurinn lýsir sér gera illt verra. Þjáning aðstandenda er aukin með afneitun á því sem þeir verða raun- verulega að ganga í gegnum og þeim finnst það lítilsvirðing og til- litsleysi. Það væri risaskref í bæri- lega átt ef menn slepptu látalát- unum og skrifuðu og töluðu þannig að þeir sem eiga eftir að kynnast þessum hryllingi í reynd verði ein- hverju nær. Sannleikurinn er alltaf sagna bestur. Sannleikurinn er sagna bestur Sigurður Þór Guðjónsson Alzheimer Heilabilun er vitaskuld staðreynd, segir Sigurður Þór Guð- jónsson, og menn verða að gera sitt besta til að glíma við hana. Höfundur er rithöfundur. Í FRÉTT í DV 4. mars sl. var greint frá því að fyrirtækið Lífafl á Akureyri, sem sagt var að berðist gegn „rafrænum draugum“ og er rekið af Brynjólfi Snorrasyni, hafi leitað nauðasamninga vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Starfsemin var sögð í hættu, m.a. vegna þess að Akureyrarbær synjaði nauðasamn- inga, og það myndi valda Eyjafirði skaða ef starfsemin legðist niður. Er rétt að styrkja þessa starfsemi með opin- beru fé, eru þetta vísindi eða hjávís- indi? Haustið 1997 stóð Landlæknis- embættið fyrir fundi í Norræna húsinu til að ræða rafsegulmengun í húsum, en starfsemi Brynjólfs á þessu sviði hafði þá verið töluvert í fréttum og var hann á þessum fundi. Ég átti ekki von á öðru en að þar yrði grunnatriðum rafsegulmeng- unar lýst. Að fundinum loknum var ég lítið fróðari. Brynjólfur lagði hinsvegar fram 26 blaðsíðna skýrslu: Umsagnir um störf fyrirtækjanna Höndin ehf. og Eltron ehf. með aðferðum Brynjólfs Snorrasonar. Í skýrslunni voru ekki gefnar neinar grundvallarupplýs- ingar um rafsegulmengun, einungis umsagnir frá neytend- um, ánægðum neyt- endum, sem höfðu keypt þjónustu frá Brynjólfi, m.a. opinber fyrirtæki. Í umsögnunum var margt sem vakti efa- semdir, bæði lýsingar á meinsemdunum og aðgerðum sem gripið var til. Hér koma nokkur brot: „Strax við það að spólurnar voru settar upp lagaðist loftið á hæðinni. Áður hafði verið þungt og staðnað loft, en nú varð eins og súrefnið flæddi um hæðina ...[fólk] ..varð út- haldsbetra, bar minna á sleni og þreytu ..“ „Hann [Brynjólfur] sagði að vegna jarðára sem lágu gegnum fjósið hjá mér væri rétt að setja upp sérstök loftnet við fjósið. ...Kýrnar voru úti þegar Brynjólfur kom og gekk Brynjólfur beint að einum básnum og sagði að hann væri mjög slæmur því „geisli“ lægi í gegnum hann.“ „Þegar menn Bryjólfs komu lá út- varpsvekjarinn ótengdur á gólfi í öðru herbergi og hafði legið þar í 3 vikur. Þrátt fyrir það vísuðu tæki þeirra Brynjólfsmanna strax á vekj- arann sem var mjög slæmur og var honum hent þegar í stað.“ Einn viðskiptavina Brynjólfs kvartaði undan gólfkulda. „Mæling- ar Brynjólfsmanna leiddu í ljós að frá spenninum í heimtaugarstaur hér ca. 70 m. frá komu „geislar““. Hliðar og þak hússins voru nú jarð- tengd og gólfkuldi heyrði nú sög- unni til. „Hann [Brynjólfur] sagði mér að spennan í klæðningunni á húsinu hefði leitt til þess að stein- veggir og gólf hússins kólnaði með tímanum, héldi ekki hita.“ „Brynjólfur sagði að það lægju geislar bæði í gegnum fjósið og í gegnum íbúðarhúsið og kom hann fyrir spólum á báðum þessum stöð- um. ...Brynjólfur sagði að geisli sem lá í gegnum svefnherbergi okkar hjóna lægi í gegnum hjónarúmið (til fóta). ..Eftir að spóla hafði verið sett undir hjónarúmið hafa þessi áhrif þó horfið.“ Eðlilega er Brynjólfur ekki ábyrgur fyrir því sem aðrir skrifa um störf hans, en hann dreifði skýrslunni án athugasemda og má því ganga út frá því að henni megi treysta í meginatriðum. Af þessum tilvitnunum virðist hér um marg- þætt fyrirbæri að ræða: jarðáru, þrönga langdræga rafsegulgeisla, stundum á mjög afmörkuðu svæði (gegnum enda rúms), hátíðnisvið og fleira. Rafsegulmengunin virðist hafa áhrif á tæki jafnt sem lifandi lífverur og hún getur jafnvel komið frá ótengdum raftólum. Hljóta þessar lýsingar ekki að vekja tortryggni? Þrátt fyrir mjög umfangsmiklar rannsóknir erlendis hefur ekki tekist að sýna fram á að rafsegulsvið af þeim styrk sem er að finna í húsum hafi nokkur skaðleg áhrif á heilsu manna eða dýra. Samkvæmt fréttinni í DV 4. mars á fyrirtæki Brynjólfs, Lífafl, við fjárhagserfiðleika að stríða og leitar eftir 57 milljónum króna í aukið hlutafé til að tryggja áframhaldandi starfsemi. Í fyrrnefndri frétt í DV er sagt að loforð hafi fengist fyrir 37 millj. kr., þar af 19 millj. kr. frá Ný- sköpunarsjóði. Á grundvelli hvaða upplýsinga hafa þessi loforð verið gefin? Mikið hefur verið rætt á síðustu mánuðum um ábyrgð þeirra sem fara með opinbert fé. Þeir sem eru ábyrgir verða að vanda til verka og byggja afgreiðslu umsókna á traustum grunni. Þar má í máli sem þessu leita fyrirmynda hjá fjöl- mörgum innlendum jafnt sem er- lendum vísinda- og tæknisjóðum. Í umsókn til Tæknisjóðs RANNÍS, sem styrkir margvíslegt þróunar- starf, þarf að gera grein fyrir eft- irtöldum atriðum: Markmiði verkefnisins Aðferðum skal lýst ítarlega Vísinda- eða tæknilegu gildi verk- efnisins Stöðu alþjóðlegrar þekkingar á tæknisviðinu Menntun og reynslu þeirra sem standa að verkefninu Umsóknir eru síðan sendar til fagmanna, venjulega tveggja kunn- áttumanna, sem fara yfir þær á gagnrýninn hátt. Lífafl hefur þegar fengið loforð um stuðning úr opin- berum sjóði. Ég spyr: hefur umsókn Lífafls verið metin á gagnrýninn hátt? Hversu ítarlegar upplýsingar lagði fyrirtækið fram og hversu þungt vógu umsagnir viðskiptavina, hafi þær verið lagðar fram? Vegna fréttar í Morgunblaðinu 2. mars, sem tengist þessu máli, vil ég bæta hér við athugasemd. Sagt var að ný bygging Marels, sem nú er að rísa í Garðabæ, hafi verið sérstak- lega hönnuð með það fyrir augum að rafsegulmengun valdi ekki van- líðan starfsfólks. Marel er flaggskip íslensks hátækniiðnaðar og því má búast við að hin minni fyrirtæki fari nú að óttast að varasöm rafsegul- mengun sé innan sinna veggja. Hafa starfsmenn Marels farið í gegnum þennan þátt í nýbyggingarverkefn- inu og mæla þeir með því að aðrir fylgi fordæmi þeirra? Ef svo er, hvað leggja þeir til grundvallar? Dýr íslensk h(j)ávísindi? Páll Theodórsson Rafsegulmengun Hafa starfsmenn Marels, spyr Páll Theó- dórsson, farið í gegnum þennan þátt í nýbygg- ingarverkefninu? Höfundur er vísindamaður við Raunvísindastofnun Háskólans. Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is Malasia - BALI - Singapúr Algjört heimsklassa - Tækifæri Sími 56 20 400 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.