Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 13
JÓN Sigurðsson, stjórn- arformaður Samkaupa, afhenti Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur, oddvita í Skútustaðahreppi, 300 þúsund króna framlag til fuglasafnsins í Ytri- Neslöndum í athöfn sem efnt var til í Hótel Reynihlíð fyrir skemmstu, en tilefnið var opnun nýrrar Strax-verslunar í Mý- vatnssveit. Guðrún María þakk- aði gjöfina og góð orð sem Jón lét falla um fuglasafnið af þessu til- efni. Sigurgeir Stefánsson í Ytri Neslöndum var mikill áhugamaður um lífríki Mývatnssvæð- isins og ekki síst fuglana. Sigurgeir hafði safnað uppstopp- uðum nær öllum ís- lenskum fuglum auk fjölmargra erlendra þegar hann lést. Hann fórst við þriðja mann á Mývatni í október 1999. Fuglasafn hans er til sýnis í bráðabirgðahúsnæði í Neslöndum en vantar sárlega betra húsnæði. Tekið er á móti framlögum til safnsins í Sparisjóði Suður- Þingeyinga, reikningi nr. 1110- 18-640137, til byggingar varan- legs húsnæðis. Jón Sigurðsson afhendir Guðrúnu Maríu Val- geirsdóttur gjafabréf vegna fuglasafns Sigur- geirs Stefánssonar. Framlag til fuglasafns Morgunblaðið/BFH Mývatnssveit AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 13 www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ LEIKFANGAVERSLUNIN DÓTAKASSINN Á AKUREYRI ER TIL SÖLU Hér er um að ræða þekkta, mjög vel staðsetta sérverslun. Verslunin er í leiguhúsnæði. Upplýsingar gefur „ÁRROÐ frá vakandi stund“ er heiti á sýningu sem opnuð hefur verið í húsnæði Zontaklúbbs Akureyrar við Aðalstræti. Sýningin fjallar um Sigríði Jónsdóttur, móður Jóns Sveinssonar, Nonna, ævi hennar og líf í tveimur heimsálfum. Nonna- nefnd Zontaklúbbs Akureyrar hef- ur veg og vanda af sýningunni. Björg Bjarnadóttir, ritstjóri sýn- ingarinnar, sagði að alllangt væri frá því hugmyndin hefði kviknað, en segja mætti að félagskonur hefðu unnið að sýningunni í um eitt og hálft ár. Þær hefðu viðað að sér efni víða og því tekið langan tíma að fullbúa sýninguna. Sigríður var fædd í Mývatnssveit árið 1826 og giftist Sveini Þórarins- syni amtsskrifara á Möðruvöllum árið 1851. Þau eignuðust 8 börn en þrjú þeirra dóu ung úr barnaveiki. Fyrir átti hún Kristínu Guðmunds- dóttur. Fjölskyldan fluttist í Páls- hús, nú Nonnahús á Akureyri þar sem Sveinn dó árið 1869. Ári síðar hélt Nonni til náms í Frakklandi og tvö barna hennar fóru í fóstur og fluttu til Vesturheims en eitt fluttist til Danmerkur og lést þar. Sigríður flutti sjálf vestur um haf tveimur ár- um eftir lát Sveins og giftist þar William Taylor. Bjuggu þau víða í Kanada, en Sigríður lést eftir um 40 ára dvöl þar og er jarðsett í bænum Baldur. Björg sagði að venslafólk í Kan- ada hefði verið Zontakonum innan handar um öflun heimilda um líf hennar þar, en víða hefði verið leitað fanga. „Það hefur margt komið í ljós um ævi þessarar merku konu, sem ekki var vitað áður,“ sagði Björg. Líf hennar hafi oft verið erfitt, hagurinn var rýr, miss- ir barna og aðskilnaður við þau börn sem á lífi voru hafi eflaust verið henni þungbær. Hún hafi þó átt góða frændur og vini að. „Sigríður var trúuð, víðsýn og glaðsinna og þá var hún vel ritfær og skrifaði fjölda bréfa, þar sem vel sést hversu auðvelt hún átti með að tjá tilfinningar sínar. Bókmennta- áhugi var líka mikill á heimili henn- ar, sem hafði yfir sér alþjóðlegan blæ. Það má gera ráð fyrir að það hafi mótað Nonna sem rithöfund,“ sagði Björg. Sá minnisvarði sem Nonni hefði reist móður sinni í bókum sínum bæri göfugri sál vitni. Zontakonur hafa hug á að sækja um styrk til að þýða sýninguna yfir á ensku og setja hana síðar upp í Gimli og Winnipeg, en fyrirspurnir þess efnis hafa borist. Sýningin verður opin allan júlí- mánuð frá kl. 13 til 16. Sýning um Sigríði móður Nonna opnuð Einstætt líf í tveim- ur heims- álfum Morgunblaðið/Kristján Björg Bjarnadóttir, ritstjóri sýningar um móður Nonna, Sigríði frá Vogum, sem opnuð hefur verið í húsi Zontaklúbbs Akureyrar. SKÓLANEFND Akureyrarbæjar hefur hafnað erindi frá starfsfólki Glerárskóla þar sem skorað er á nefndina að hafa frumkvæði að end- urskoðun þeirrar ákvörðunar að lengja skólaárið. Skólanefnd leggur ríka áherslu á að lenging skólaárs- ins verði nýtt eins vel og kostur er í þágu skólastarfs á Akureyri. Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeildar, sagði að lenging skólaársins tengdist nýjum kjara- samninga kennara og launanefndar sveitarfélaga og að þessir 10 auka- dagar væru hugsaðir til þess að auka sveigjanleika í skólastarfinu. „Skólarnir geti þannig skipulagt meiri útivist og fleiri náttúruskoð- unarferðir með því að byrja aðeins fyrr á haustin og hætta aðeins seinna á vorin. Þetta snýr líka að lagaákvæði um 170 kennsludaga, sem ráðuneytið hefur gengið hart eftir að kennt sé eftir samkvæmt stundaskrá. Við sjáum ekki ástæðu til að þrengja aftur að skólunum hvað þetta skipulag varðar og því var þessu erindi hafnað.“ Gunnar sagði að í erindi starfs- manna Glerárskóla væri m.a. bent á að þessir aukadagar hefðu verið illa nýttir að mati foreldra og aldrei hefði verið jafnmikið beðið um frí fyrir nemendur í lok skólaárs og nú í vor. Aðspurður sagði Gunnar að skóladeild hefði ekki fengið nein sérstök viðbrögð frá foreldrum vegna lengingar skólaársins. „Það hefur heyrst af óánægju foreldra með að þessir dagar séu illa skipu- lagðir í einhverjum skólanna og að þeir séu ekki nægilega vel tengdir því starfi sem fram hefur farið í skólunum. Kannski hefur ekki held- ur verið farið nægilega vel yfir það með foreldrum að náttúruskoðunar- ferðir og ýmislegt annað tengist því námsefni sem farið hefur verið yfir um veturinn. Fólk áttar sig ekki heldur alltaf á að það fer fram heil- mikið nám þótt ekki sé setið yfir bókinni. Það er skólanna að sýna fram á að þessir dagar séu ekki síð- ur mikilvægir en aðrir í skólastarf- inu.“ Skólanefnd Akureyrarbæjar Lenging skóla- ársins verði nýtt í þágu skólastarfs HANDVERKSHÁTÍÐIN Hand- verk 2002 verður haldin tíunda árið í röð í Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit en hún hefst fimmtudaginn 8. ágúst næstkomandi og stendur til sunnu- dagsins 11. ágúst. Sýningarsvæðið er í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla í um 1.700 fermetra húsnæði, auk þess sem sýnt er í kennsluhúsnæði og útibásum. Á sýningarsvæðinu verða bæði sölu- og vinnubásar handverksfólks og gefst gestum færi á að sjá hand- verksfólk að störfum. Þema sýningarinnar að þessu sinni er „torf og grjót“ og verður leitast við að móta umgjörð sýningarinnar og dagskrá með þemað að leiðarljósi. Helgi Sigurðsson verður með fyrirlestur um torfhleðslu og þá koma þrír kennarar frá Svíþjóð og Danmörku sem halda námskeið í tengslum við sýninguna. Þá verður margt til afþreyingar á sýningunni, s.s. spunakeppni, tískusýning og kynning á textílkjörsviði VMA, auk þess sem vinnubás verður fyrir börn þar sem þau geta kynnst íslensku handverki. Einnig verður unnið við torfhleðslu og steinaslípun á sýning- arsvæðinu. Útitjald og torg verður við sýn- ingarsvæðið þar sem seldar verða veitingar og einnig verða þar sölu- básar þar sem áhersla verður lögð á afurðir heimilanna. Skemmtikvöld verður í umsjá Freyvangsleikhúss- ins á laugardagskvöldið og þá verða handverksfólki veittar viðurkenn- ingar. Handverkshátíðin er orðin að föstum lið í tilveru íslensks hand- verksfólks og hefur aðsókn verið góð allt frá fyrstu sýningu en á bilinu sex til átta þúsund gestir hvaðanæva sækja sýninguna að jafnaði. Handverkshátíð í Hrafnagili haldin 10. árið í röð Torf og grjót verður þemað í ár AUÐHUMLA, félag mjólkurfram- leiðenda í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslum, hefur keypt 67% hlut Kald- baks í Norðurmjólk, en skrifað var undir samning þessa efnis í gær. Starfsfólki Norðurmjólkur var kynnt þessi breyting á eignarhaldi félagsins á starfsmannafundi í há- deginu í dag. Jafnframt samkomulaginu um kaupin liggur fyrir að Auðhumla mun í framhaldinu selja hluta af sínum eignarhlut til annarra, þ.e. Kaupfélags Eyfirðinga, Kaupfélags Skagfirðinga, Osta- og smjörsöl- unnar, Mjólkurbús Flóamanna og Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Hluthafasamkomulag milli allra þessara aðila er fyrirliggjandi en ljóst er að mjólkurframleiðendur á félagssvæði KEA, í nafni framleið- endafélagsins Auðhumlu, verða að afloknum þessum breytingum eig- endur að 40% hlutafjár í Norður- mjólk og langstærsti einstaki hlut- hafinn í félaginu. Eignarskipting verður að öðru leyti þannig að KEA mun eiga 13%, Osta- og smjörsalan 12%, Mjólkurbú Flóa- manna 16%, Mjólkursamsalan í Reykjavík 16% og Kaupfélag Skag- firðinga 3%. Boðað verður til hluthafafundar í Norðurmjólk innan hálfs mánaðar og verður þá efni hluthafasam- komulagsins kynnt frekar og kosin ný stjórn. „Við erum ánægð með þessa nið- urstöðu, þetta hefur tekið langan tíma og það er jákvætt að málið er í höfn,“ sagði Stefán Magnússon, formaður stjórnar Auðhumlu. Auðhumla kaupir hlut Kaldbaks í Norðurmjólk BREYTING verður á símaþjón- ustu Lögreglunnar á Akureyri og Dalvík frá og með 1. júlí næstkomandi. Allir þeir sem þurfa á aðstoð lögreglu að halda eftir þann tíma skulu hringja í símanúmer Neyðarlínunnar, 112. Gildir það um tilkynningar á slysum, árekstrum og öðrum óhöppum. Vísað verður á það númer í gömlu símanúmerum lögreglunnar. Tekið verður upp nýtt þjón- ustunúmer fyrir lögregluna, 464-7700, og er það ætlað þeim sem eiga erindi við starfsfólk, yfirlögregluþjóna, rannsóknar- deild, sektarinnheimtu eða þá sem þurfa upplýsingar vegna byssuleyfa og óskilamuna. Breytingarnar eru gerðar í kjöl- far þess að yfirmenn lögregl- unnar á Norðurlandi ákváðu að taka upp þá þjónustu sem í boði er hjá Neyðarlínuni og leggja um leið niður þá símsvörun sem verið hefur í lögreglustöðvum í þessum landshluta. Símaþjónusta lögregu á Akureyri og Dalvík Hringja á í númer Neyðarlín- unnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.