Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÚSSNESKIR rannsóknarlögreglu- menn lokuðu í gær aðalstöðvum rík- isolíufyrirtækisins Slavneft í Moskvu og gerðu húsleit á staðnum. Allir starfsmenn, þ. á m. starfandi for- stjóri, Júrí Súkhanov, voru látnir yf- irgefa staðinn. Talsmenn lögreglunn- ar gáfu út misvísandi yfirlýsingar vegna málsins en heimildarmenn sögðu að aðgerðin væri tengd ásök- unum á hendur Súkhanov um glæp- samlegt brask. Í för með lögreglumönnunum var Míkhaíl Gútseríev, fyrrverandi for- stjóri fyrirtækisins, en honum var velt úr sessi á hluthafafundi í maí. Hann reyndi einnig að leggja aðal- stöðvarnar undir sig með aðstoð lög- reglumanna 24. maí en eftir fjögurra klukkustunda þrátefli urðu allir að yf- irgefa húsið vegna sprengjuhótunar. Ríkið á nú 75% hlut í Slavneft og Hvíta-Rússland á 10,8% hlut. Ætlun- in er að einkavæða fyrirtækið að hluta síðar á árinu og þykir atburðurinn sýna vel hve mikið skorti á að við- skiptalíf í Rússlandi hlíti sams konar lögmálum og á Vesturlöndum. Lög- leysur og geðþótti ráði ríkjum. Heimildarmenn telja að tveir hópar í efsta lagi stjórnkerfisins berjist nú um tökin á fyrirtækinu sem er eitt af tíu stærstu orkufyrirtækjum Rúss- lands. Annar hópurinn er sagður njóta stuðnings valdaklíku er gengur undir nafninu Fjölskyldan en í hópn- um eru margir embættismenn og kaupsýslumenn sem komu undir sig fótunum í valdatíð Borís Jeltsíns, fyrrverandi forseta. Meðal þeirra eru Míkhaíl Kasjanov, núverandi for- sætisráðherra, og auðkýfingurinn Róman Abramovítsj. Hinn hópinn skipa aðallega menn frá Sankti Pét- ursborg, heimaborg Vladímírs Pútíns forseta. Heimildarmenn efast þó um að Pútín sé sjálfur flæktur í átökin. Gútseríev er sagður hafa tryggt sér stuðning áhrifamikils kaupsýslu- manns, Sergeis Púgatsévs, sem er í góðum kunningsskap við Pútín. Moskvustjórnin tryggði í gær enn betur tök sín á orkurisanum Gazprom er aðstoðarskrifstjóri Pútíns, Dmítrí Medvedev, var kjörinn stjórnarfor- maður. Fyrirrennari hans, Rem Vjakírev, var framkvæmdastjóri Gazprom þar til í fyrra en vék þá fyrir lítt þekktum manni, Aleksei Miller, sem er náinn félagi Pútíns og fékk Vjakírev valdaminna embætti stjórn- arformanns í sárabætur. Ríkið á 38% hlut í Gazprom sem er stærsti gas- framleiðandi í heimi og ræður yfir um fjórðungi allra gaslinda jarðar. Verð á hlutabréfum fyrirtækisins hækkaði í fyrra um 90% en á tíu ára ferli Vjak- írevs var Gazprom fádæma illa stjórnað, að áliti sérfræðinga. Slagur um yfirráð rússneskra orkurisa Moskvu. AFP. Menn Pútíns tryggja sér und- irtökin í Gazprom JOHN Entwistle, bassaleikarinn hógláti og vinnusami sem var einn af stofnendum hljómsveitarinnar The Who, og átti þátt í því að gera hana að einhverri vinsælustu rokk- hljómsveit sögunnar, fannst látinn, að því er virðist af hjartaáfalli, á hót- elherbergi sínu í Las Vegas á fimmtudaginn. Hann var 57 ára. Entwistle var á lyfjum vegna hjartveiki, að því er haft var eftir öðrum meðlimi hljómsveitarinnar, Steve Luongo. Krufning átti að fara fram í gær, en að sögn embættis- manna þótti ekkert grunsamlegt við fráfall Entwistles. Um það bil ald- arfjórðungur er síðan hinn upp- haflegi trommuleikari hljómsveit- arinnar, Keith Moon, lést af of stórum fíkniefnaskammti, 31 árs. The Who átti að spila á tónleikum á Hard Rock-veitingastaðnum í Las Vegas í gær, og áttu það að verða fyrstu tónleikarnir í þriggja mánaða tónleikaferð sveitarinnar um Banda- ríkin. Tónleikunum í gær og fyr- irhuguðum tónleikum fyrsta júlí í Los Angeles var aflýst. Óráðið er hvað verður um aðra fyrirhugaða tónleika, sögðu skipuleggjendur. Aðrir meðlimir sveitarinnar sögðu í yfirlýsingu að orð fengju ekki lýst harmi þeirra við fráfall Entwistle. Hljómsveitin The Who var stofn- uð í London í byrjun sjöunda áratug- arins og tók þátt í hinni svonefndu „bresku innrás“ tónlistarmanna í Bandaríkin, ásamt Bítlunum, Roll- ing Stones og fleiri sveitum. The Who var ný rödd sem kom fram með fjölda laga er slógu í gegn, þ. á m. My Generation, I Can See For Mi- les, I Can’t Explain og fleiri. Hljómleikum sveitarinnar fylgdu mikil læti, sprengingar og dúndr- andi rokk og skildu hljómsveitar- meðlimirnir oft sviðið eftir í rjúkandi rúst og hljóðfærin gerónýt. The Who var ein þekktasta hljómsveit heims á áttunda áratugnum og seldi millj- ónir platna. „Mörgum aðdáenda okkar líkaði við okkur vegna þess að við gerðum mistök. Það gerði okkur mannlegri. Og svo líka það að við áttum til að springa úr hlátri á sviðinu þegar við klúðruðum einhverju verulega illa,“ sagði Entwistle í viðtali við AP 1995. Hógvær og hæfileikaríkur Entwistle fór fimum fingrum um strengi bassans, en stóð grafkyrr á sviðinu, þveröfugt við gítarleikarann Pete Townsend og aðalsöngvarann Roger Daltrey. Entwistle forðaðist sviðsljósið og þótt maður hógvær í allri framgöngu. Hann þótti sérlega hæfileikaríkur og skapandi tónlist- armaður og var hans minnst í gær sem eins merkasta bassaleikara rokksögunnar. Ray Manzarek, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Doors, sagði að Entwistle hefði verið „einn allra besti rokkbassaleikari allra tíma. Raunverulegur snill- ingur.“ „Hann var einfaldlega hógvær- asta rokkstjarna sem ég hef kynnst, auk þess að hafa bestu bassaleikara- hendurnar í rokksögunni,“ sagði rokkarinn Sammy Hagar. Entwistle samdi ekki mörg lög fyrir sveitina, samanborið við afköst Townsends. Meðal laga sem Ent- wistle samdi voru Boris the Spider og My Wife, en hvorugt náði miklum vinsældum. En hann var sá eini af hljómsveitarmeðlimunum sem hafði tónlistarmenntun. Hann var með þeim fyrstu í rokk- inu sem gerðu tilraunir með sex og átta strengja bassa og auk þess lék hann á franskt horn. „Sem tónlist- armaður gerði hann fyrir bassann það sem Jimi Hendrix gerði fyrir gítarinn,“ sagði Luongo. Entwistle fæddist í London 1944 og spilaði á píanó og trompet á yngri árum. Hann kynntist Townsend og Daltrey á menntaskólaárunum og hljómsveitin The Who varð til 1964. Sveitin lék á fyrstu Woodstock- hátíðinni og sendi frá sér fjölda vel heppnaðra platna, s.s. Happy Jack, The Who Sell Out og The Kids Are Alright. Einnig samdi sveitin rokkóperuna Tommy, sem fjallar um daufdumban og blindan messías en á þeirri plötu leikur Entwistle á horn auk bassa- gítarsins. Eftir þeirri plötu var gerð kvikmynd og síðar söngleikur er fluttur var á Broadway. Níu sólóplötur Entwistle gaf út fyrstu sólóplötu sína 1971, en þær urðu alls níu. Einnig stofnaði hann eigin hljóm- sveit, Ox (en það var gælunafn hans), en hélt áfram að leika með The Who. Sveitin hætti störfum 1982, en kom oft saman og hélt í tón- leikaferðir. Meðal annars lék sveitin á hljómleikum í New York í fyrra þar sem safnað var áheitum til handa fórnarlömbum hryðjuverk- anna 11. september, og síðasta plata sveitarinnar fór í 31. sæti á vin- sældalista Billboard fyrir hálfum mánuði. Entwistle þótti mjög fram- bærilegur málari og stóð einmitt til að opna sýningu á verkum hans í Las Vegas í gær. John Entwistle, bassaleikari bresku rokkhljómsveitarinnar The Who, látinn „Jimi Hendrix bassagítarsins“ Reuters John Entwistle (til vinstri), ásamt Roger Daltrey og Pete Townsend. Las Vegas. AP. ’ Hann var hógvær-asta rokkstjarna sem ég hef kynnst ‘ FÉLAGAR í vinstrisamtökunum Polo Obrero veifuðu bareflum er þeir mættu á Plaza de Mayo í Bue- nos Aires á fimmtudagskvöldið. Þúsundir andstæðinga ríkis- stjórnar landsins efndu til mótmæla vegna aðgerða lögreglu á miðviku- daginn gegn mótmælafundi at- vinnulausra, þar sem tveir létu lífið í óeirðum og fjöldi manns slasaðist. Beitti lögregla gúmmíkúlum og táragasi og voru óeirðirnar á mið- vikudaginn þær verstu í landinu síðan í desember sl. er 29 létust í átökum sem brutust út vegna hruns efnahagslífsins í landinu. AP Óeirðir í Argentínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.