Morgunblaðið - 05.07.2002, Side 6

Morgunblaðið - 05.07.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tvöfaldur hraði – lægra verð H Á H R A Ð A S Í T E N G I N G V I Ð N E T I Ð Lágmarkshraði 512 Kb/s. Þú þolir enga bið: Hringdu strax í síma 800 1111. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 82 41 06 /2 00 2 JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Úlfar Hauksson, formaður Rauða kross Íslands, undirrituðu í gær samning heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins um rekstur Sjúkrahótels Rauða kross Íslands á Rauðarárstíg í Reykjavík. Samningurinn er til þriggja ára og tekur við af samningi sem gerður var í lok árs 2000 um fjölgun legurýma til reynslu í eitt ár. Jón og Úlfar lýstu báðir yfir ánægju yfir þessum áfanga en að- dragandi samnings var nokkuð langur. Jón sagði að visst brautryðj- endastarf væri unnið með rekstri sjúkrahótelsins. „Það er mín skoðun að öll þróun í heilbrigðismálum styðji það að þessa starfsemi eigi að auka og efla. Hátæknispítalarnir eru nú þannig úr garði gerðir að þeir eru miklir og dýrir vinnustaðir og flókið kerfi sem eðlilegt er. Þann- ig að það er flest sem styður það að fólk sé útskrifað fljótt og fari síðan í annað umhverfi meðan það er að jafna sig eftir miklar aðgerðir,“ bætti hann við, en sjúkrahótelinu er ætlað að mæta þörfum sem skapast hafa með styttri legutíma á sjúkra- húsum. Einnig er get ráð fyrir að sjúkrahótelið sé dvalarstaður ein- staklinga sem séu til rannsóknar eða meðferðar og eiga þess ekki kost að dvelja í heimahúsum sökum fjarlægðar eða heimilisaðstæðna. Jón sagðist telja að þróun í þessa átt ætti eftir að halda áfram á næstu árum og sagði að undirritun samn- ingsins táknaði að heilbrigðisyfir- völd hygðust sækja fram á þessu sviði. „Ég vona að þessi undirritun verði heilbrigðiskerfinu til heilla og er sannfærður um það,“ lýsti hann yfir. Samkvæmt samningnum sér Rauði krossinn um daglega stjórnun og skipulagningu starfs á sjúkrahót- elinu. Landspítali – háskólasjúkra- hús sér auk þess um hjúkrunarþjón- ustu á hótelinu, það er að segja læknir eða sjúkrastofnun sem hefur gest hótelsins til meðferðar hverju sinni ber ábyrgð á dvöl gestins á hótelinu hvað læknismeðferð varð- ar. Heilbrigðisráðuneytið greiðir 61,4 milljónir árlega vegna samningsins en Rauði krossinn leggur til hús- næðið. Samningurinn tekur til reksturs fjörutíu rýma að jafnaði á Sjúkrahóteli Rauða krossins. Þess má geta að Rauði kross Ís- lands hefur rekið sjúkrahótel frá árinu 1974, einkum fyrir lands- byggðarfólk sem sækir sjúkraþjón- ustu í Reykjavík en þarf ekki að dvelja á sjúkrahúsi. Samningur undirritaður um rekstur Sjúkrahótels RKÍ Starfsemi sem ber að auka og efla Morgunblaðið/Jim Smart Úlfar Hauksson og Jón Kristjánsson undirrita samkomulagið. FYRSTA helgin í júlí, sem oftast hefur verið mesta ferðahelgi ársins á eftir versl- unarmannahelginni, fer nú í hönd. Búist er við að lands- menn flykkist í ferðalög í þús- undatali. Nemendur í verkfræðideild Háskóla Íslands standa fyrir hátíð að Skógum undir Eyja- fjöllum. 500 miðar eru seldir, en á dagskránni eru göngu- ferð, brekkusöngur og grill- veisla. Til stóð að hafa flug- eldasýningu í kvöld, en ekki fékkst leyfi fyrir henni hjá sýslumanninum á Hvolsvelli. Björgunarsveit skáta verður til taks alla helgina. Bergþór Kristleifsson í Húsafelli segist búast við töluverðri aðsókn um helgina. Einungis fjölskyldufólki verð- ur hleypt inn á svæðið og bæði björgunarsveit og lög- regla sjá til þess. Ekki von á mörgum í Þórsmörk Hjá Ferðafélagi Íslands fengust þær upplýsingar að í Langadal í Þórsmörk verði lokuð samkoma á vegum fé- lagsins. Finnbogi Ómarsson, skálavörður í Húsadal, segist ekki eiga von á miklum fjölda. „Þetta hefur farið stigminnk- andi frá 1999. Í fyrra voru hér um 150 manns,“ segir hann. Hann bætir við að sér sýnist að unglingaferðir séu smám saman að leggjast af og fjölskylduferðum að fjölga. Á Siglufirði stendur Þjóð- lagahátíðin yfir. Þar er boðið upp á 17 námskeið fyrir börn og fullorðna, auk fyrirlestra, tónleika og leiksýningar. Annað kvöld verður haldin uppskeruhátíð í Nýja bíói, þar sem afrakstur námskeið- anna verður sýndur. Hátíð- inni lýkur með helgistund í skógræktinni á sunnudaginn. Land lagt undir fót ÚTSÖLUR sumarsins eru víðast hvar að fara í fullan gang og í gær mátti sjá margt fólk á helstu versl- unarstöðum höfuðborgarsvæðisins. Sumir voru komnir til að gera góð kaup en aðrir voru að skoða úrval- ið. Blaðamaður og ljósmyndari komu við í Kringlunni, á Laugavegi og í Smáralind og hittu fólk sem var í verslunarhugleiðingum í góða veðrinu. Jenný Halldórsdóttir var í barna- deildinni í versluninni Debenhams í Smáralind. „Ég kom hingað í morgun og er búin að fara hér um allt. Ég er að leita að afmælisgjöf og fötum á dóttur mína og hef þeg- ar fundið heilan helling sem mér líst á,“ sagði Jenný. Hún sagðist ánægð með þann afslátt sem gefinn væri á útsölunni, en sagðist ekki hafa gert mikið af því að fara á út- sölur. „Í þetta sinn beið ég þó eftir að útsölurnar byrjuðu, en mér finnst þær hefjast snemma í ár.“ Ha, er útsala? Vinirnir Karl Friðrik Jörgensen og Jón Gunnar Eysteinsson, 16 ára frá Neskaupstað, voru að kaupa sér skyrtur og fleira í verslun TopShop í Smáralind. Aðspurðir sögðust þeir ekki hafa neitt betra að gera en að kaupa sér föt. Þá rak í rogastans þegar blaðamaður spurði þá hvort þeir teldu sig gera góð kaup á útsölunni. „Ha, er út- sala?“ sögðu þeir báðir. Þeir sögð- ust ekki leggja sig fram um að versla á útsölum. „Krakkar á okk- ar aldri eru ekkert að hugsa um hvað hlutirnir kosta, við eltum bara tískuna,“ sagði Karl Friðrik. Hægt að gera góð kaup á Íslandi Á Laugavegi var Susanne Bau- mann frá Arizona í Bandaríkjunum að skoða gallabuxur í versluninni Vero Moda. Hún sagðist vera í fríi á Íslandi og að þetta væri í fyrsta sinn sem hún kæmi hingað. „Ég er bara rétt að kíkja í búðirnar, en mér líst ágætlega á úrvalið í þeim. Mér sýnist verðið hér vera örlítið hærra en í Bandaríkjunum, en hér er þó hægt að gera góð kaup ef maður vill, “ sagði Susanne. Bíðum ekki sér- staklega eftir útsölum Í Kringlunni var fólk einnig að kynna sér útsölurnar. Vinkonurnar Tinna Barkardóttir og Sif Þórodds- dóttir skoðuðu úrvalið í versluninni Sautján. Þær sögðust vera ný- komnar á staðinn, en höfðu þó þeg- ar keypt sér snyrtivörur sem voru ekki á útsölu að þeirra sögn. „Við bíðum ekkert sérstaklega eftir út- sölum þegar við kaupum okkur föt eða annað. Það eru náttúrlega bara sumarvörur á útsölunum.“ Skoðað og keypt á fyrsta degi sumarútsölu Vinkonurnar Tinna og Sif voru rétt að byrja að skoða úrvalið. Susanne Baumann kynnti sér verð á gallabuxum. Morgunblaðið/Jim Smart Karl Friðrik Jörgensen og Jón Gunnar Eysteinsson að versla. Jenný Halldórsdóttir leitaði að fötum á dóttur sína í Smáralind í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.