Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 77960 BOLZANO Sími 510 8000 • Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík • www.husgagnahollin.is Þessi þriggja sæta sófi með legubekk sannar að fáguð hönnun þarf ekki alltaf að kosta mikið. Hafðu það gott í sumar! L238 B92/156 sm Áklæði: Chenillevelúr Litir: Dökkgrár eða engifer Legubekkur hægra eða vinstra megin f a s t la n d - 8 1 5 9 Þú verður að skipta um úniform og tól, elsku karlinn minn, hér eru það skrúfjárn og tengur sem gilda, og gæludýr ekki leyfð. Tónlistarhátíðin Undir bláhimni í Árnesi Sungið í sveitinni TónlistarhátíðinUndir bláhimni ernú haldin í þriðja sinn í Árnesi í Gnúpverja- hreppi. Hátíðin verður laugardaginn 5. júlí frá miðjum degi fram á rauða nótt. Morgunblaðið ræddi við Ólaf Þórðarson, einn aðstandenda hátíðarinnar. – Hver er saga hátíðar- innar? „Ég fékk upphringingu frá sveitungum í Árnesi í hittiðfyrra varðandi uppá- komu eða sumarhátíð í Ár- nesi. Hugmyndin að hátíð- inni var upphaflega sú, að skapa aðstæður fyrir óraf- magnaða tónlist, þar sem fólk kæmi saman til að spila. Svona hátíðir þekkj- ast um alla Skandinavíu, í Bandaríkjunum og Kanada. Þar kemur fólk á staðinn með hljóð- færin sín, kynnist nýjum spilurum og prófar sig áfram saman. Stemningin getur verið alveg gríð- arleg, og allir fá að njóta sín. Sama hvort fólk kann mikið eða lítið allir fá að spila með og leggja sitt af mörkum. Þetta er algjör nýjung hér á landi, og tekur nokkur ár í uppbyggingu.“ – Hvernig er dagskráin upp- byggð? „Haldnir verða útgáfutónleikar hljómsveitarinnar South River Band um kvöldið. Í hljómsveitinni eru átta manns, og þeir eru boðnir og búnir að djamma með gestum hátíðarinnar um daginn. Einnig verður önnur hljómsveit á staðn- um til að spila með fólki. Þannig fáum við grunn að spilamennsk- unni, sem síðan má leika af fingr- um fram að vild ofan á.“ – Segðu okkur meira frá hljóm- sveitinni. „Já, hún er nokkurs konar fjöldasöngsgrúppa. Söngtextun- um er varpað upp á stórt tjald svo að allir geta sungið með og lifað sig inn í tónlistina. Bæði verða spiluð þekkt lög og frumsamin, og að útgáfutónleikunum loknum verður slegið upp dansleik fram á rauða nótt með hljómsveitinni Nátthröfnum.“ – Hvenær ættu áhugasamir að mæta á svæðið? „Við hvetjum fólk til að mæta að deginum, með hljóðfærin sín, og koma sér í gírinn fyrir kvöldið. Líkt og ég sagði áðan verða hljóm- sveitirnar boðnar og búnar að spila með fólki fram eftir degi, og um að gera að nýta tækifærið.“ – Hvernig hefur fjármögnun verið háttað? „Svona hátíð er mjög kostnað- arsöm, og af þeim sökum verður hún aðeins einn dagur í ár. Áður höfum við verið heila helgi, og til dæmis var fyrsta hátíðin, sumarið 2000, afskaplega vel heppnuð en afskaplega dýr. Af þeim sökum getum við ekki haft ókeypis inn, því miður.“ – Hátíðin byggist á miklu hug- sjónastarfi. „Já, sannfæring mín er sú að fólk hafi af- skaplega gott af því að spila og syngja saman. Þá losnar úr læðingi al- veg einstök tilfinning, samhljómurinn milli manna. Þetta er raunveruleg alþýðutónlist, fólk- ið skapar hana sjálft. Við látum liggja milli hluta hve mikið fólk kann fyrir sér, grundvallaratriðið er að vera með.“ – Hvernig hefur það reynst þér að fá Íslendinga á band hug- sjónanna? „Það gengur hægt og rólega, en ofsalega vel. Hér heima er ekki til þessi alþýðutónlistarhefð að neinu marki. Við þekkjum vettvang þar sem einn gutlar á gítar og hinir gaula með, en eigum ekki fordæmi fyrir samspili af þessu tagi. Þess vegna þarf að skapa hana frá grunni í anda þeirra hátíða sem haldnar hafa verið ytra. Ég hef verið á ótrúlega eftirminnilegum tónleikum á svona hátíðum erlend- is, enda er fólkið þar margt alið upp við að spila saman, spinna vef úr tónum og lyfta andanum í hæðir með tónlistinni. Þegar hljóðfærin koma saman og hætta að gutla hver í sínu horni, þá gerist eitt- hvað stórkostlegt.“ – Alvarlegri tónlist er jafn nauð- synleg samt sem áður, ekki satt? „Jú, mikil ósköp. Tónlistin nær- ist á svo mörgu, og engu má sleppa. Þess vegna á alvarlegri tónlist og fagmannlega spiluð tón- list að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Hins vegar á alþýðutónlistin, tón- listin sem kemur frá hjartanu og í hita augnarbliksins, einnig sinn tilverurétt, sem ég vona að eigi eftir að styrkjast um ókomin ár.“ – Það er hægt að tjalda hjá Ár- nesi, ekki satt? „Já, fólk er hvatt til að mæta til dæmis strax á föstudeginum svo það sé til í tuskið á laugardaginn. Við ætl- um að spila úti um dag- inn, ef veður leyfir, og þá myndast sannarleg sumarstemning. Það er yndislegt að njóta tónlistarinnar saman úti í náttúrunni. Svo er hægt að færa sig inn í félagsheim- ilið þegar á líður og þar er mjög góð aðstaða, stórt svið og flygill, til reiðu fyrir þá sem vilja, svo ekki þarf að bera hann með sér.“ Árnes stendur við þjóðveg 32, Þjórsárdalsveg. Ólafur Þórðarson  Ólafur Þórðarson er fæddur 1949 í Glerárþorpi á Akureyri. Ólafur lauk tónmenntakenn- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1974 og kenndi m.a. í Garðaskóla Garðabæ, Digranes- skóla og Víghólaskóla í Kópvogi og Hlíðaskóla í Reykjavík. Starf- aði hjá Ríkisútvarpinu frá 1979– 1990, á útvarpsstöðinni Aðalstöð- inni frá 1990–1992. Starfaði sem ljósmyndari o.fl. á Vikublaðinu og Helgarpóstinum frá 1992– 1997. Stofnaði eigið fyrirtæki, Þúsund þjalir ehf. – umboðs- skrifstofu listamanna 1997 og starfar við hana í dag. Ólafur hefur komið fram með ýmsum tónlistarmönnum í gegnum árin, s.s. í sveitum eins og Ríó tríói, Kuran Swing, South River Band og Hitaveitunni. Ólafur er kvæntur Dagbjörtu Helenu Ósk- arsdóttur snyrtifræðingi. Allir mæti og spili með í Árnesi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.