Morgunblaðið - 05.07.2002, Page 17

Morgunblaðið - 05.07.2002, Page 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 17 Kefla- valtarar fiú sér› strax Er v inni ngu r í lo kinu ? Sími 525 3000 • www.husa.is 20-40% Útimálning á stein, þak og timbur afsláttur í júlí SEXTÁNDA starfsár Sumartón- leika í Akureyrarkirkju hefst sunnu- daginn 7. júlí, kl. 17 með tónleikum danska kórsins Tritonus undir stjórn John Höybye. Hann stofnaði Triton- us-kórinn árið 1971 í Kaupmanna- höfn og hefur kórinn um árabil verið í flokki fremstu kóra Danmerkur. Hann hefur tvisvar tekið þátt í evr- ópskum kórakeppnum með frábær- um árangri og hið sama má segja um alþjóðlegar keppnir sem hann hefur tekið þátt í. Stjórnandinn John Höybye er vel þekktur stjórnandi og eftirsóttur kennari á kóramótum og námskeið- um víða um heim. Hann starfar sem aðstoðarprófessor í tónlist við Kaup- mannahafnarháskóla. Hann hefur í auknum mæli snúið sér að tónsmíð- um og hafa verk hans hlotið viður- kenningu jafnt innan sem utan heimalandsins og verið gefin út á Norðurlöndum, í Bretlandi og Bandaríkjunum. John hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og tónsmíðar. Nefna má að hann ásamt Peder Pedersen stóð að útgáfu verksins Sacred Consert eftir Duke Ellington fyrir blandaðan kór, stórsveit og einsöngvara. Á efnisskránni í Akureyrarkirkju verður frumflutningur á verkum sem styrkt voru sérstaklega af Nor- ræna menningarsjóðnum í flokknum Ný norræn kirkjutónlist, en það eru Þakkargjörðarsálmar eftir höfund- ana Kari Bæk frá Færeyjum, Tryggva Baldvinsson frá Íslandi og John Höybye frá Danmörku. Einnig verða flutt verk eftir P.E. Lange- Müller, Knut Nystedt, Mendelsohn- Bartoldy, Carl Nielsen og Ernst Toch. Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju verða haldnir fimm sunnu- daga í röð í júlí- og ágústmánuði og er aðgangur að þeim ókeypis. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Einn fremsti kór Dan- merkur syngur LAUGARDAGINN 6. júlí kl. 16 verður opnuð myndlistarsýningin Samhengi í Ketilhúsinu á Akur- eyri. Það eru myndlistarmennirn- ir Aðalsteinn Svanur Sigfússon og Elli sem hengja nú saman sýningu öðru sinni og velta fyrir sér sam- hengi hlutanna. Aðalsteinn Svanur sýnir nýjan hluta af verkefninu Heimkynni sem hann vinnur að um þessar mundir og notar tölvuprentaðar ljósmyndir og texta; fjallar að þessu sinni um tímann og fortíð- arþrána. Elli sýnir ný málverk, þar sem hann kannar m.a. hvaða áhrif það hafi á verkin að hluta þau sundur og jafnvel fjarlægja hluta þeirra. Sýningin, sem er hluti af dag- skrá Listasumars á Akureyri, er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14–18 og henni lýkur hinn 21. júlí. Auglýsingastofan Stíll og ÚA styrkja sýninguna. Sýningin Sam- hengi í Ketilhúsinu alltaf á föstudögum LANDSMÓT Oddfellowa í golfi verður haldið á golfvelli Golfklúbbs Akureyrar, Jaðarsvelli, laugardag- inn 13. júlí nk. Mótið er 18 holu punktamót með og án forgjafar og er hámarks vall- arforgjöf 28 fyrir karla og 32 fyrir konur. Þátttökurétt hafa allir Odd- fellowar og makar þeirra. Skráningu í mótið lýkur miðviku- daginn 10. júlí kl. 22 en hún fer fram í golfskálanum í Urriðavatnsdölum, sími 565 9092 og á Jaðarsvelli sími 462 2974. Landsmót Oddfellowa í golfi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.