Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN BT OPNAR Í SMÁRALIND LAUGARDAG KL. 11:00 EKKI MISSA AF ÞESSU! NOKKRIR stofnfjáreigendur í Sparisjóðnum í Keflavík hafa verið að ræða saman og kanna stöðu sína í ljósi umræðna um hugsanleg kaup Búnaðarbankans á hlut meiri- hluta stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Unnið er að breytingu þess sparisjóðs í hlutafélag með sama hætti og SPRON. Virðist þó vera vilji til að bíða úrslita í SPRON-málinu. Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík ákvað í vor að vinna áfram að breytingu sjóðsins í hlutafélag og að hægt yrði að taka lokaákvörðun í málinu fyrir 1. október. Unnið hefur verið að þessu, nú síðast með samrunaáætl- un sparisjóðsins við nýstofnað hlutafélag, og væri formsins vegna hægt taka ákvörðun um næstu mánaðamót. Á kynningarfundum sem stjórn Sparisjóðsins hefur haldið um málið komu fram gagn- rýnisraddir, Geirmundur Kristins- son sparisjóðsstjóri sagði að eftir síðasta fundinn hefði góð samstaða verið um málið en þó hefðu tveir eða þrír stofnfjáreigendur lýst sig mótfallna breytingunni. Um 550 einstaklingar og fyrir- tæki eiga stofnfé í Sparisjóðnum í Keflavík og hefur hverjum sem er verið heimilt að kaupa eins mikið og hann hefur viljað þegar stofnfé hefur verið boðið út. Samkvæmt lögum er atkvæðisréttur hvers stofnfjáreiganda þó bundinn við 5%. Minnsti hlutur er um 150 þús- und kr. en sá stofnanafjárfestir sem á mest á um 60 milljónir að nafnverði. Margir einstaklingar eiga á bilinu eina til fimm milljónir kr. Á von á að tilboð komi frá Búnaðarbankanum Uppreiknað stofnfé er hátt í 900 milljónir af 1.800 milljóna kr. bók- færðu eigin fé Sparisjóðsins. Hlut- lausir endurskoðendur mátu eigið fé hans á tæpa þrjá milljarða og munu stofnfjáreigendur eignast um 30% af því og sérstök sjálfseign- arstofnun um 70%. Stefnt er að því að hlutafé Sparisjóðsins í Keflavík hf. verði einn milljarður króna eða um þriðjungur af áætluðu mark- aðsverði. Það þýðir að stofnfjáreig- andi sem nú á þriggja milljóna króna hlut fær hlutabréf að nafn- virði eina milljón kr. en ef verð- matið stenst ætti markaðsvirði bréfanna að verða þrefalt nafn- verð. Eftir að málefni SPRON komust í umræðuna hafa nokkrir stofn- fjárfestar verið að kanna stöðu sína og að sögn hefur komið fram vilji hjá sumum að fara sömu leið og stofnfjárfestarnir fimm í SPRON, að leita eftir tilboði banka í eign þeirra. „Við ætluðum að breyta Spari- sjóðnum í hlutafélag, eins og SPRON. Ef hins vegar í ljós kem- ur að hægt er að gera þetta öðru- vísi trúi ég ekki öðru en allir vilji skoða nýjar leiðir,“ segir Gunnar Bergmann, stofnfjáreigandi í Keflavík. Hann segist viss um að ef sú leið sem stofnfjáreigendur hjá SPRON eru að reyna með stuðningi Bún- aðarbankans reynist lögleg muni koma tilboð innan frá í hlut stofn- fjárfesta í Sparisjóðnum í Keflavík, ekki síst frá Búnaðarbankanum sem ekki sé með starfsemi á Suð- urnesjum. „Við stofnfjárfestar vilj- um að eign okkar sé sem verðmæt- ust og ef við fáum gott tilboð verðum við að skoða það vel. Við höfum lagt peninga í fyrirtækið og þótt sumir segi að staða þess sé ekki okkur að þakka hafa pening- arnir okkar farið í eitthvað.“ Kristján Pálsson, alþingismaður og stofnfjáreigandi í Njarðvík, seg- ir ljóst af umræðum í kringum SPRON og nú einnig Sparisjóðinn í Keflavík að breyting á sparisjóð- unum í hlutafélög sé ekki jafn ein- falt mál og í upphafi var talið. Hann óttast að hlutur stofnfjáreig- enda sé fyrir borð borinn í þessum breytingum. „Sparisjóðurinn í Keflavík er góð stofnun og mjög mikilvæg fyrir svæðið. Á bak við hana stendur starfsfólkið annars vegar og stofnfjárfestar og viðskiptavinir hins vegar. Mikil- vægt er að hagsmuna beggja aðila sé gætt við þær breytingar sem nú eiga sér stað svo ekki verði trúnaðarbrestur þarna á milli. Það er hlutverk sparisjóðsstjórnarinnar að finna leiðir til að brúa þetta bil og ég treysti henni til þess,“ segir Kristján. Kristján staðfestir að til hans hafi verið leitað um að leiða hóp stofnfjáreigenda. Hann segir þó að menn hafi orðið ásáttir um að bíða átekta og gefa sparisjóðsstjórninni tækifæri til að leiða málið farsæl- lega til lykta og því hafi hann ekki verið tilbúinn að taka þetta hlut- verk að sér að svo stöddu. Hann leggur áherslu á að fyrir framtíð Sparisjóðsins verði það að vera eftirsóknarvert að kaupa hlutafé í honum og eiga það, til þess að hann geti aflað sér aukins eigin fjár. Ef það takist ekki að gera breytingarnar með þeim hætti sé verr af stað farið en heima setið. Staðan verður metin Geirmundur Kristinsson spari- sjóðsstjóri segir að það komi sér ekki á óvart að stofnfjárfestar í Sparisjóðnum skuli vera farnir að huga að sínum málum, í framhaldi af umræðunum í kringum SPRON. Þessi umræða hafi þó ekki enn komið inn á borð stjórnenda Spari- sjóðsins með formlegum hætti. Hann segir að staðan í form- breytingarferlinu sé óbreytt. Um- ræðan í SPRON hafi engin áhrif haft enn sem komið er. Hins vegar verði staðan metin þegar að ákvörðun komi, hvort sem það verði um næstu mánaðamót eða síðar. Stofnfjáreigendur í Sparisjóðnum farnir að huga að stöðu sinni í kjölfar SPRON-málsins Hlutur stofnfjár- festa verði ekki fyrir borð borinn Keflavík VARNARLIÐIÐ á Keflavíkur- flugvelli hefur skilað varnar- málaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins landi í Reykjanesbæ, svokölluðu Neðra-Nikelsvæði sem herinn er hættur að nota. Landið er í Njarðvík, milli byggðarinnar þar og í Keflavík. John J. Waick- wicz flotaforingi, yfirmaður varn- arliðsins, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra undirrituðu samning þessa efnis við athöfn í Keflavík í fyrradag. Varnarliðið hóf starfsemi á Ni- kelsvæðinu fyrir 46 árum. Fyrst voru þar eingöngu herbúðir en síðar olíubirgðastöð. Varnarliðið hætti að nota neðri hluta svæð- isins fyrir mörgum árum. Bæjar- yfirvöld í Reykjanesbæ hafa lengi unnið að því að fá landið sem byggingarland enda er það á góð- um stað milli byggðarinnar í Ytri-Njarðvík og Keflavík. Ljót girðing umlykur svæðið og þar hafa til skamms tíma verið tank- ar og önnur mannvirki og meng- aður jarðvegur. Á vegum varnarliðsins og varn- armálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins hefur verið unnið að hreinsun svæðisins. Mannvirki hafa verið fjarlægð, bæði ofan- jarðar og neðan, og olíu- mengaður jarðvegur fjarlægður til hreinsunar. Verkinu er að mestu lokið en þó er eftir að ljúka hreinsun á jarðvegi og fjar- lægja girðinguna. Það verður gert á næstu mánuðum, að sögn Gunnars Gunnarssonar, skrif- stofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Óvíst um nýtingu Landið sem varnarliðið skilaði til íslenskra stjórnvalda í gær er um 66 hektarar að stærð. Þar af er rúmlega 15 hektara öryggis- svæði við enda flugbrautar Kefla- víkurflugvallar sem ákvæði eru um að ekki megi nota sem bygg- ingarland. Við athöfnina lagði utanríkis- ráðherra áherslu á að landið væri mikilvægt fyrir Reykjanesbæ og sagði að ráðuneytið vildi að það nýttist sem byggingarland eða til annarra nota bæjarfélagsins, hver svo sem yrði eigandi þess. Hann gat þess að fyrri landeig- endur ættu forkaupsrétt og því væri eðlilegast að ríkið seldi landið nú þegar varnarliðið væri búið að skila því. Vonaðist hann til þess að hægt yrði að ganga til þess verks sem fyrst og sagði að haft yrði samráð við Reykja- nesbæ. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að það væru ánægjuleg tímamót að varnarliðið hefði skilað Neðra- Nikelsvæði til utanríkisráðuneyt- isins og vonaðist hann til að næsta skrefið væri að Reykjanes- bær fengi það til afnota. Hann vildi ekki kveða upp úr um hvort bærinn myndi gera tilboð í landið þegar það yrði auglýst til sölu, sagði að eignarhaldið væri ekki meginatriðið því Reykjanesbær ætti gott samstarf við landeig- endur. Mikilvægast væri að nú væri hægt að fara að rífa niður girð- ingarnar og fara að huga að því hvaða starfsemi gæti átt þarna heima. Ekki er ljóst hvort íbúðarbyggð verður heimiluð á Neðra- Nikelsvæði vegna nálægðar þess við flugvöllinn. Fer það eftir túlk- unum á lögum og reglum um há- vaðamörk. Á hluta svæðisins mætti byggja íbúðir ef litið er á framkvæmdir þar sem þéttingu byggðar sem fyrir er, en lítið eða ekkert má byggja af íbúðar- húsum ef litið verður á það sem nýtt byggingasvæði. Heilbrigðisyfirvöld þurfa að skera úr um þetta, að sögn Böðv- ars Jónssonar, formanns bæj- arráðs. Óvíst um not af Neðra-Nikelsvæði sem varnarliðið hefur nú skilað til ríkisins Reiknað með að landið verði auglýst til sölu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Árni Sigfússon, sem nýlega er tekinn við starfi bæjarstjóra Reykjanes- bæjar, hitti John J. Waickwicz í fyrsta skipti þegar flotaforinginn og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra spjölluðu saman fyrir undirritun samninganna í fyrradag en yfirmaður varnarliðins og bæjarstjóri Reykjanesbæjar eiga venjulega töluverð samskipti út af ýmsum málum. Njarðvík Pabbi/mamma allt fyrir minnsta barnið Þumalína, Skólavörðustíg 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.