Morgunblaðið - 05.07.2002, Side 25

Morgunblaðið - 05.07.2002, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 25 Hverfisgötu 105 Reykjavík • sími 551 6688 www.storarstelpur.is STÓRAR STELPUR Tískuvöruverslun Ú TS A LA Ú TS A LA Útsalan er hafin Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Úrval af stelpu- og strákafötum fyrir krakka frá 0-12 ára 30-60% afsláttur Laugavegi 25, sími 533 5500 Útsalan er hafin fi boutique 15-2 0% afsl áttu r af v öldu m v öru m Gallabuxur 3.990 Síð gallapils 3.990 Gallajakkar 3.490 Bolir 1.000 Hörkjólar 1.990 Hörbuxur 3.990 og margt margt fleira. ÚtsalaÚtsala Laugavegi 54, sími 552 5201 TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Bertie Ahern, forsætisráð- herra Írlands, hittu leiðtoga kaþól- ikka og mótmælenda á Norður- Írlandi í gær en markmið fundarins var að reyna að tryggja friðarferlið í héraðinu í sessi. Ófriðlegt hefur verið um að litast undanfarnar vikur og spenna ríkir vegna árlegrar göngu sam- bandssinna í Portadown um hverfi kaþólskra nú um helgina. David Trimble, leiðtogi mótmæl- enda og forsætisráðherra í norður- írsku heimastjórninni, hafði á mið- vikudag krafist þess að Blair tæki til hendinni vegna frétta um að Írski lýðveldisherinn (IRA) hefði staðið fyrir ofbeldisverkum að undanförnu, auk þess sem herinn hefði orðið upp- vís að því að veita skæruliðum í Kól- umbíu aðstoð. Svo á að heita að IRA sé í vopna- hléi og aðild Sinn Féin, stjórnmála- arms hersins, að heimastjórninni er bundin því vopnahléi. Morðtilraun við Trimble? Mikil öryggisgæsla var við Hills- borough-kastala í útjaðri Belfast, þar sem þeir Blair og Ahern ræddu við helstu stjórnmálaleiðtoga N-Ír- lands en fjölmiðlar greindu frá því í gær að lögregluyfirvöld hefðu stað- fest að ástæða væri til að ætla að klofningshópur úr IRA, Hið sanna IRA, hygðist reyna að ráða frammá- menn úr röðum mótmælenda af dög- um. Var nafn Trimbles m.a. nefnt í þessu sambandi. Spenna eykst á Norður-Írlandi Belfast. AFP. EVRÓPUÞINGIÐ staðfesti í gær ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um að herða á reglum um merkingar á genabreyttum matvælum. Sam- kvæmt reglunum verður að merkja sérstaklega alla matvöru sem inni- heldur meira en hálft prósent af genabreyttu efni. Reglurnar taka bæði til innfluttra matvæla og þeirra sem framleidd eru innan ESB. Þá birtu rússnesk stjórnvöld nýj- an lista yfir genabreytt matvæli sem leyft er að flytja inn í landið, en sam- kvæmt honum er innflutningur á bandarískum maís og sojabaunum bannaður. Heilbrigðisyfirvöld í Rússlandi segja að ónógar upplýs- ingar liggi fyrir um áhrif gena- breyttra matvæla á mannslíkamann og þá hafa umhverfisverndarsinnar áhyggjur af áhrifum genabreyttra plöntu- og dýrategunda á lífríki heimsins. Hert á reglum um genabreytt matvæli Strassborg. AP. M O N S O O N M A K E U P lifandi litir Gjafabrjóstahöld Meðgöngufatnaður í úrvali Þumalína, Skólavörðustíg 41

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.