Morgunblaðið - 05.07.2002, Page 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 33
LANGSTÆRSTI hluti eiginfjár
sparisjóðanna er sjálfseign, í
reynd almenningseign þess nær-
samfélags sem viðkomandi spari-
sjóður þjónar. Markmið þeirra
sem aðhyllast hömlulausa einka-
væðingu almenningseigna virðist
vera að ná eignarhaldi og tökum á
þessum samfélagsverðmætum og á
sem lægsta verði. Slagurinn um
eigur Sparisjóðs Reykjavíkur og
nágrennis er glöggt dæmi hér um.
Hlutafélagavæðing eða sala
SPRON til Búnaðarbankans þykir
fréttnæm nú m.a. vegna þess að
ákveðnir einstaklingar ætla sér að
hagnast persónulega.
Fyrir nokkrum áratugum gekk
ákveðin hrina yfir þar sem margir
sparisjóðir hurfu inn í eða urðu
stofninn að útibúum annarra
bankastofnana, fyrst og fremst
Búnaðarbanka eða Landsbanka.
Þetta hafði takmarkaða breytingu
í för með sér á meðan viðkomandi
útibú naut verulegs sjálfstæðis og
sinnti sínu nærumhverfi. Nú eru
mörg útibúin orðin valdaminni af-
greiðsludeildir frá miðstýrðum
höfuðstöðvum, sem geta borið aðra
hagsmuni fyrir brjósti en að efla
þjónustu við íbúa í fjarlægum hér-
uðum. Lokun útibúa hlutafélaga-
vædds Landsbanka víða um landið
á síðasta vetri er gott dæmi þar
um.
Sérstaða sparisjóðanna
Sparisjóðirnir hafa á undanförn-
um árum reynt að halda sérstöðu
sinni og nálægð við íbúa á sínu
svæði, en jafnframt styrkt starf-
semina með samvinnu sín á milli.
Fari hlutafjárvæðing og sala á
sparisjóðunum í gang með þeim
hætti sem nú er til umræðu má
búast við skriðu sem ekki verður
stöðvuð. Eitt er víst að mörg
byggðarlög sem nú njóta góðs af
starfsemi sparisjóðs munu standa
snauðari eftir ef þessum þjónustu-
stofnunum verður fórnað á altari
gróðasjónarmiða fjármagnseig-
enda í fjarlægum landshlutum.
Mér verður hugsað til Sparisjóðs
Mýrasýslu. Sparisjóðs Svarfdæla,
Sparisjóðs Strandamanna, Spari-
sjóðs Þórshafnar o.s.frv., sem í
fljótu bragði virðast óaðskiljanleg-
ur hluti sinna nærsamfélaga en
gætu samt orðið auðveld bráð.
Samþykktir sparisjóðanna
Flestir sparsjóðirnir voru stofn-
aðir snemma á síðustu öld. Þeir
hafa veitt almenna fjármálaþjón-
ustu á sínu starfsvæði og unnið á
grundvelli hugsjóna um eflingu og
uppbyggingu atvinnulífs og menn-
ingarstarfs á sínu heimasvæði.
Markmið þeirra hefur ekki verið
að hámarka arðgreiðslur til ein-
stakra stofnfjáreigenda. Afar
ströng skilyrði voru sett fyrir
starfsleyfum sparisjóðanna. Spari-
sjóðirnir voru menningar- og þjón-
ustustofnanir og nutu af þeim sök-
um skattfrelsis allt til ársins 1983.
Í samþykktum sparisjóðanna er
kveðið á um slit sjóðsins. „Aðeins
er heimilt að sameina sparisjóðinn
öðrum sparisjóði. Þegar skuldir
sparisjóðsins hafa verið greiddar
vegna slita á starfsemi sparisjóðs-
ins skal greiða stofnfjáreigendum
eignarhlut þeirra af eftirstöðvum
sjóðsins. Þeim eignum er þá kunna
að vera eftir skal ráðstafað til
menningar- og líknarmála á starfs-
væði sparisjóðsins.“ Í þessu end-
urspeglast sá grundvallarmunur
sem er á sparisjóði og hlutafélags-
banka sem starfar eins og hvert
annað fyrirtæki. Undir nákvæm-
lega sömu formerkjum var
SPRON stofnað og hvíla því ná-
kvæmlega sömu skyldur á þeim
sparisjóði sem öðrum.
Samfélagsleg ábyrgð
Í hugum fólks stendur heitið
sparisjóður fyrir ofangreind gildi.
Sé þessum grundvallarmarkmiðum
breytt, eru jafnframt forsendur
brostnar fyrir því að halda pen-
ingum saman í nafni viðkomandi
sparisjóðs. Þegar hlutverki spari-
sjóðanna lýkur eins og markmið
þeirra eru skilgreind eða þeir eru
lagðir niður af öðrum ástæðum er
skýrt kveðið á um hvernig með
eignir þeirra skuli farið. Þessum
samþykktum geta stofnfjáreigend-
ur ekki breytt. Sé ekki vilji til að
reka sparisjóðina á þessum grunni
ber að leggja þá niður og skipta
eignunum eins og samþykktirnar
kveða á um. Þá eiga fjármunirnir
að greiðast út í heilu lagi til menn-
ingar- og líknarstarfsemi eða
renna til þess samfélags sem hefur
lagt til hagnað sjóðsins. Þegar
miklir fjármunir eða hagsmunir
eru til meðhöndlunar er ýmsum
hætt við að misstíga sig og grund-
vallarhlutverk og markmið vilja
gleymast. Í ljósi umræðu síðustu
daga er rétt að fresta öllum áform-
um um breytingar á eignarhaldi og
rekstrarformi sparisjóðanna og
endurskoða lagaumgjörð þeirra.
Lagabreytingarnar þurfa að miða
að því að gefa einstökum spari-
sjóðum aukið olnbogarými og færi
á að styrkja stöðu sína án þess að
eðli þeirra breytist og hugsjónir
glatist.
Fákeppni eða dreifræði
Sú var tíðin að dreifræði var
styrkur atvinnulífs og þjónustu-
starfsemi hérlendis. Fyrirtækjum
var stjórnað þar sem þau störfuðu,
af fólki sem þekkti vel til staðhátta
og gerði sér gjörla grein fyrir því
að reksturinn snerist um fólk en
ekki dauðar tölur. Mesta ógnun við
íslenskt atvinnulíf,
byggð og búsetu í
landinu öllu er stór-
felldur samruni fyrir-
tækja, aukin miðstýr-
ing og fjarlægð
stjórnenda frá því
samfélagi sem rekstur-
inn er ætlað að þjóna.
Völd og yfirráð auð-
linda og atvinnulífs
færast á hendur ör-
fárra manna. Ákvarð-
anir sem máli skipta
eru teknar í órafjar-
lægð.
Sparisjóðirnir eru
nú ein helsta stoðin við
byggð víða um landið, m.a. vegna
þess að íbúarnir hafa sjálfir for-
ræði yfir þeim. Þeir hafa þannig
tryggt efnahagslegt sjálfstæði íbú-
anna og gefið þeim
sveigjanleika og svig-
rúm til þess að laga
sig að breyttum að-
stæðum. Þeir eru ein
helsta trygging fyrir
þjónustu á staðnum
og lánum til einstak-
linga og smærri fyr-
irtækja á viðkomandi
byggðarlögum.
Það er því ljóst að
ríkisstjórnarflokk-
arnir hafa verið að
kasta á milli sín fjör-
eggi fjölmargra
byggða með laga-
setningunni um
sparisjóði á síðastliðnu ári.
Reykjavíkingar eiga vitanlega
að gera sömu siðferðiskröfur til
SPRON og Svarfdælir, Mýra-
menn, Strandamenn eða Þórshafn-
arbúar gera til sinna sparisjóða.
Þess vegna kemur sú yfirtaka,
hlutafélagavæðing og hagnaðar-
taka sem nú er til umræðu með
SPRON ekki til greina. Fari svo
að starfsemi sparisjóða leggist í
einhverjum tilvikum af verður að
gæta þess að þeir fjármunir sem
þeir hafa ávaxtað í gegnum árin
renni til réttra aðila, þeirra sem
getið er um í samþykktum sjóð-
anna. Þeir sem njóta eignanna eru
íbúar byggðarlagsins, menningar-
og líknarstarfsemi á starfssvæði
sparisjóðsins en ekki aðrar fjár-
málastofnanir eða fáeinir stofn-
fjárhafar.
Um spari-
sjóði fólksins
Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
Sparisjóðir
Það er því ljóst að
ríkisstjórnarflokkarnir,
segir Jón Bjarnason,
hafa verið að kasta
á milli sín fjöreggi
fjölmargra byggða
með lagasetningunni
um sparisjóði á
síðastliðnu ári.
www.ostur.is
alpaSMJ Ö R
Frábært
ábrauð,
ímatargerð
ogbakstur.
Íslensk afurð
- evrópsk hefð
Alpa smjör er hrein, íslensk
náttúruafurð sem hentar vel
ofan á brauð, í bakstur og
matargerð.
Alpa smjör er unnið úr sýrðum
rjóma eftir vinnsluaðferð sem
löng hefð er fyrir meðal
smjörmeistara í Evrópu.