Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ É g rakst á það á heimasíðu Samtaka iðnaðarins að þau hefðu í samvinnu við Alþýðusamband Ís- lands og Evrópuréttarstofnun Há- skólans í Reykjavík boðað til al- þjóðlegrar ráðstefnu um Evrópurétt í september. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Merking full- veldis á 21. öldinni – viðhorf frá Ís- landi.“ Þessu frumkvæði ber að fagna enda hefur fullveldið komið nokk- uð til tals að undanförnu, m.a. í tengslum við stofnun nýrra sam- taka, Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Þannig segir Ragnar Arn- alds, formaður Heimssýnar, í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag að um sé að ræða langstærsta og viðamesta mál íslenskra stjórnmála í dag. Umfram allt sé þetta sjálfstæð- ismál, að ganga inn í ESB þýði af- sal á ýmsum þáttum fullveldisins og að ákveðin réttindi glatist. Nú verður að segjast, að und- irritaður sperrir jafnan eyrun er hann heyrir menn setja fullveldi og sjálfstæði á oddinn í um- ræðunni um hugsanlega ESB- aðild Íslands. Sú spurning vaknar nefnilega hvort menn telji að full- veldishugtakið hafi að fullu og öllu leyti sömu merkingu og árið 1918 eða 1944. Og hafa ekki verið færð rök fyrir því að „fullveldi“ Íslands sé hugsanlega betur borgið innan ESB en utan þess? Spyr sá sem ekki veit. Hitt veit ég að eftir níu mánaða dvöl meðal Albana í Kosovo er ég á þeirri skoðun að sjálfstæðishugtakið sé oftar en ekki ofnotað – jafnvel mis- notað – á vettvangi stjórnmál- anna, kannski vegna þess hversu sterkt það virðist höfða til tilfinn- inga fólks. Hér heima er hægt að sjá fyrir sér – því miður – að menn taki að kasta fram ásökunum um að Evr- ópusinnar vilji selja fullveldið/ sjálfstæðið í hendur erlends valds. Þessa er jafnvel þegar tekið að gæta. Slíkar umræður myndu minna mjög á þau átök um utanríkismál, sem áður settu svip á íslenskt þjóðlíf, en í því ljósi er það óneit- anlega kaldhæðnisleg staðreynd að svo margir sjálfstæðismenn skuli nú vilja fylkja liði með mönn- um sem á árum áður voru þekktir af andstöðu sinni við Atlantshafs- bandalagið og veru bandarísks hers á Íslandi. Sjálfstæðismenn telja jú að við- komandi menn hafi haft rangt fyr- ir sér um utanríkismál í öllum megindráttum. Verður athygl- isvert í þessu samhengi að sjá hversu vel hægrimönnum og vinstrisinnum mun í sameiningu takast að þjarma að miðjuflokk- unum, Framsókn og Samfylkingu, í umræðum um utanríkismálin. Svo vikið sé í svipinn aftur að Kosovo er óhætt að segja að Alb- anar þar hafi haft fullveldis- hugtakið á heilanum, og hefur það að mínu mati staðið þeim fyrir þrifum, enda hafa þeir takmark- aðan vilja til að takast á við aðkall- andi vandamál á meðan sjálfstæð- iskrafan er útistandandi. Virðast sumir Kosovo-Albana standa í þeirri trú að ekki þurfi að takast á við vandamál líðandi stundar – þau muni hverfa út í veður og vind af sjálfu sér þegar sjálfstæði er í höfn, endalaust framfaraskeið taki þá við. Þarf víst ekki að hafa mörg orð um að svo einfalt verður það ekki – þó að það sé líklega rétt hjá fylg- ismönnum Heimssýnar að Íslend- ingum hafi vegnað best á liðinni öld, eftir að fullveldi og síðan sjálf- stæði náðust í höfn. Spurning er þó hvort ekki komi þar fleira til en bara fullveldið – t.d. framfarir í at- vinnuháttum (einkum fiskvinnslu og útgerð), sem varla er hægt að þakka stjórnarfarslegu sjálfstæði Íslendinga. Hér býr þó fleira undir. Ég fæ nefnilega ekki betur séð en að þeir Heimssýnarmenn, og aðrir sem deila skoðunum með þeim, þurfi að setja á oddinn, að Ísland segi sig frá samningnum um evrópska efnahagssvæðið ef þeir vilja vera samkvæmir sjálfum sér. Það þýðir nefnilega ekki að fjölyrða um afsal fullveldis til ESB, í því skyni að út- lista þá galla sem eru á því að ganga í ESB, nema menn ræði um leið um það afsal sem þegar hefur átt sér stað, þ.e. með EES- samningnum. Frá því er sagt í frétt í DV 18. júní sl. að EES-samningurinn hafi tvöfaldast að vöxtum frá því að hann var undirritaður fyrir rúm- um tíu árum. Kemur þar fram að í samningnum séu nú rösklega 3.500 „gerðir“ en þær hafi verið 1.500 við undirritun. Flestar þess- ara „gerða“ beri að innleiða í ís- lenskan rétt annaðhvort með lög- um eða reglugerðum og hafa Íslendingar staðið sig ákaflega vel í þeim efnum, skv. sömu frétt, þ.e. innleitt „gerðirnar“ hratt og vel jafnvel þó að þær taki á stundum lítið viðmið af íslenskum að- stæðum og veruleika. Og staðreyndin ku vera sú að EFTA-ríkin þrjú, sem aðild eiga að EES (Ísland, Noregur og Liechtenstein – Sviss er einnig í EFTA en á ekki aðild að EES) hafa afar takmörkuð áhrif, í mörg- um tilfellum engin, á mótun ákvarðana og tilskipana sem verða hluti EES-samningsins. Hver var svo að tala um afsal fullveldis? Almennt talað þá hefur Evrópu- umræðan ekki að mínu mati verið jafn lítilssigld og stundum er af látið. Þrátt fyrir allt fleytir henni nokkuð áfram, m.a. í tengslum við sjávarútvegsmál en ekki er annað að sjá en hugleiðingar utanríkis- ráðherra í Berlínarræðu sinni í vor, og ábendingar Úlfars Hauks- sonar stjórnmálafræðings, hafi haft þau áhrif, að menn telji ekki jafnvíst að sjávarútvegsstefna ESB sé sá stóri þröskuldur og áð- ur var talið. Að minnsta kosti nefna ESB-andstæðingar ekki sjávarútvegsstefnuna lengur sem helsta gallann á ESB-aðild, heldur benda á meintan fórnarkostnað og lýðræðishalla innan ESB. Fullveldið og ESB Ég fæ […] ekki betur séð en að þeir Heimssýnarmenn, og aðrir sem deila skoðunum með þeim, þurfi að setja á oddinn, að Ísland segi sig frá samn- ingnum um evrópska efnahagssvæðið ef þeir vilja vera samkvæmir sjálfum sér. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Í KVÖLD voru þær fréttir í sjónvarpinu að það stæðu yfir viðræð- ur ráðamanna ríkis og borgar um að Íslenska óperan flytti í Borg- arleikhúsið. Hugmynd- in er slæm – óperu- flutningur á auðvitað að fara í nýja tónlist- arhúsið. Eins og allir vita á Óperan nú heima í Gamla bíói sem hentar henni illa af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er húsið allt of lítið til að óperusýningar séu hagkvæmar. Þótt upp- selt sé á sýningar Óperunnar tapar hún milljón á kvöldi og þar af leið- andi verður tapið því meira sem sýningar verða vinsælli. Þetta er fá- ránleg staða sem aðeins verður leyst með því að stækka salinn svo að fleiri gestir geti greitt niður sýn- ingarkostnaðinn. Í öðru lagi er að- staða til sýningarhalds í Gamla bíói alls ekki góð. Þótt hljómburður sé góður – sem er mjög mikilvægt – er sviðið alltof lítið og aðstaða fyrir listamenn allsendis ófullnægjandi. Það myndi kosta óheyrilegt fé að gera nauðsynlegar breytingar á Gamla bíói. Hafa menn gleymt hvað endurbygging Þjóðleikhússins kost- aði? Ef óperuflutningur á að fara í Borgarleikhúsið leysir það ekki rekstrarvanda óperuflutnings. Sal- urinn tekur ekki fleiri óperugesti en Gamla bíó. Það yrði áfram stór- tap á hverri sýningu. Þótt leiksvið hússins sé stórt og fullkomið er hljóm- burður allsendis ófull- nægjandi fyrir óperu- flutning og hljóm- sveitargryfja því miður hönnuð af van- þekkingu. Breytingar á húsinu myndu kosta mjög mikið fé til að það mætti þjóna óp- eru. Borgarleikhúsið hef- ur átt við þann vanda að glíma að húsið hef- ur ekki fengið það líf sem því hæfir vegna þess að aðsókn á sýn- ingar hefur ekki dugað til að gefa húsinu það vægi og líf, sem æskilegt hefði verið. Nú hefur verið ákveðið að byggja tónlistar- hús við höfnina sem á að nota undir ráðstefnur og tónleika Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Tónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar hafa að jafn- aði verið um 50 á ári. Það er augljóst mál að þeir einir myndu ekki gefa hinu nýja tónlistarhúsi nægilegt líf – því biðu örlög Borg- arleikhússins. Með því að fá inn óp- eruflutning, ballett og innlendar og erlendar gestasýningar af alls kyns tagi mætti bæta nýtingu hússins um leið og það þjónaði þörfum þessara listgreina og þess hluta al- mennings sem hefur áhuga á að njóta þeirra. Þar væri hægt að hafa góða sviðsaðstöðu og hjómburð fyr- ir sinfóníur og óperur og þar yrði hagkvæmt að setja upp óperusýn- ingar og aðrar dýrar sýningar vegna þess að salurinn tæki allt að þrisvar sinnum fleiri gesti en þeir salir sem fyrir eru. Málið er sáraeinfalt. Væntanlegt tónlistarhús er alveg upplagt fyrir óperuflutning og aðrar dýrar sýn- ingar á sviði og það myndi að auki gera húsinu gott að þar yrði meira líf en aðeins einir sinfóníutónleikar í viku auk alþjóðlegra ráðstefna lækna og lögfræðinga o.fl. Nýlega hafa forstöðumenn Íslensku óper- unnar, Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, Þjóðleikhússins, Íslenska dansflokksins og Listahátíðar lýst því yfir að brýn þörf væri á góðri aðstöðu fyrir stórar sýningar í Reykjavík – og áttu þá við yfirlýs- ingar menntamálaráðherra um að slík aðstaða yrði sköpuð í tónlistar- húsi. Yfirlýsingar menntamálaráð- herranna voru fullkomlega eðlilegar og byggðar á skynsamlegum for- sendum eins og hér hefur komið fram að ofan. Öll rök hníga að því að við þær verði staðið. Óperan á heima í tónlistarhúsinu Árni Tómas Ragnarsson Tónlist Væntanlegt tónlistarhús er alveg upplagt fyrir óperu- flutning, segir Árni Tómas Ragnarsson, og aðrar dýrar sýningar á sviði. Höfundur er læknir. EIGA Íslendingar að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu? Um þetta hafa verið birtar skýrslur og útreikning- ar sem virðast stangast á. Hverju eiga óbreytt- ir kjósendur, sem ekki geta sannreynt tölurn- ar, að trúa? Og nú hef- ur orðið til bandalag gegn Evrópuaðild, þar sem hatrammir and- stæðingar á flestum öðrum sviðum ganga í eina sæng. Á hvaða for- sendum verður þetta bandalag til? Um hvað snýst málið? Ef þetta er einfalt bókhaldsdæmi eins og þegar reiknað er út hvort kaupa skal togara eða ekki, þá geta hagfræði- og þjóðhagsstofnanir ákveðið þetta fyrir okkur og við hirt gróðann (eða borið tapið). Einu sinni hefði kannski verið spurt hvort menn vildu heldur búa við erlent eða innlent auðvald. Sami rassinn undir þeim báðum, hefði þá kannski verið svarað. En málið er auðvitað ekki svona einfalt. Það er pólitískt, meira að segja heimspólitískt, eftir því sem mál geta verið það hér á landi. Það snýst um það hvar Ísland á að „staðsetja sig“ í umheiminum. Og það snýst um hagsmuni og völd, eins og pólitísk mál gera eðli sínu sam- kvæmt. Svo undirritaður leikmaður reyni að forma spurningarnar í eigin kolli, þá virðist honum sem málið verði að meta á þremur mælikvörðum, ef svo má orða það: Fjárhags- legum, valdstjórnarlegum og menn- ingarlegum. Um fjárhagsdæmið verður hinn óbreytti borgari á endanum að segja pass, þótt hann reyni af veikum mætti að rýna til botns í hinum hag- fræðilegu skýrslum. Hann hefur hins vegar rétt og kannski örlitla getu til að spyrja sjálfan sig og aðra um valdstjórnarþættina og menn- ingarþættina. Hvers eðlis og hversu mikið er það (raunverulega) vald sem hugsanlega flyttist úr landi með Evrópuaðild? Hvaða innlendu aðilar hafa það vald núna, og hverjir myndu taka við því? Er þetta ekki líka spurning um af- stöðu gagnvart Ameríku? Ef Íslend- ingar hafna Evrópu, verða þeir þá of háðir Ameríku? Er það tilviljun að utanríkisráðherrann virðist horfa meira til Evrópu en forsætisráð- herrann? Er forsætisráðherrann að hugsa um innlenda hagsmuni, eins og honum ber að gera, og er utanrík- isráðherrann að hugsa um stöðu Ís- lendinga í heiminum? Er þetta bara eðlilegur áherslumunur og verka- skipting ráðuneyta? Ég hef enn ekki minnst á menn- ingarlegar röksemdir, en þær hafa jafnan vegið þungt í mótun íslenskra stjórnmálahugsjóna. Vilja Íslending- ar halda áfram að vera jafn menn- ingarlega ofurseldir Ameríku og þeir hafa verið að undanförnu og verða það kannski enn meira en áður? Er hugsanlegt að okkur gengi betur að reka sjálfstæða menningarpólitík innan Evrópusambandsins en utan þess? Eða er „hin leiðin“ til, að Íslend- ingar verði raunverulega sjálfstæðir og ekki háðir neinum? Getum við staðið utan bandalaga? Þegar allt kemur til alls verðum við auðvitað að treysta dómgreind forystumanna okkar, en óskandi er að þeir skýri málefnin á sem einfald- astan hátt fyrir okkur, óbreyttum þegnunum, og skilji hismið frá kjarnanum. Evrópuaðild – Ameríku- aðild, eða „hin leiðin“? Kristján Árnason Evrópumál Ef Íslendingar hafna Evrópu, segir Kristján Árnason, verða þeir þá of háðir Ameríku? Höfundur er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 S U N D F Ö T undirfataverslun Síðumúla 3-5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.