Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 43
Þegar að því kom að undirritaður
baslaði við að koma sér upp búi á
æskuslóðunum í Helludal var gott að
eiga Steina að. Hann vann að upp-
byggingunni með mér öllum stund-
um. Þegar að því kom að mínar að-
stæður til búskapar urðu erfiðar
sýndi hann mér skilning sem ég met
mikils.
Steini var af þeirri kynslóð sem
hefur upplifað slíkar breytingar að
með ólíkindum getur talist. Þegar
hann var ungur var nánast ekkert til
sem kallast gat tækni og allt var unn-
ið með handafli. Hann þurfti að vinna
baki brotnu fram yfir miðjan aldur,
líkami hans bar þess merki þegar
hann tók að eldast. Steini var einstak-
lega ósérhlífinn og trúr sínu starfi.
Umhyggjan fyrir skepnunum gekk
fyrir öllu öðru. Hann minnti mjög á
góða hirðinn í biblíusögunum. Ekki
var að tala um annað en vaka heilu og
hálfu næturnar um sauðburð, ekkert
mátti fara úrskeiðis. Ef það kom fyrir
að hann missti lamb um sauðburð átti
hann mjög erfitt með að sætta sig við
það, ekki það að hann væri að hugsa
um fjárhagslegt tjón heldur fann
hann til með þeirri á sem í hlut átti.
Búskap sinn rak Steini ekki með
gróðasjónarmiði heldur var þar fyrst
og fremst um lífstíl að ræða. Skepn-
urnar voru hans vinir og félagar, það
lá við að þær nytu fullra mannrétt-
inda, slík var umhyggjan og natnin.
Steini hafði sterka trú, það duldist
engum sem til hans þekktu. Hann
hélt fast við þá skoðun sína að annað
líf tæki við að þessu loknu og hann var
nokkuð viss að það líf yrði enn betra
en þetta. Hann hafði gaman af vanga-
veltum um trúmál við samferðafólk
sitt. Honum líkaði það miður ef fólk
lét það í ljós að það væri trúlaust.
,,Það hafa allir sína trú, sama hvað
hver segir,“ sagði hann oft af mikilli
sannfæringu. Nú er hann kominn til
nýrra heimkynna.
Það var kært með þeim systkinun-
um frá Helludal. Tómas faðir minn
horfir nú á eftir sínu síðasta systkini.
Þeir voru nánir bræðurnir og var líf
þeirra býsna samtvinnað í gegnum
árin. Honum er efst í huga þakklæti
og hlýja fyrir samfylgdina með
Steina.
Nú skilja okkar leiðir Steini minn,
ég hlakka til endurfunda við þig þó
síðar verði. Ég veit að þú yfirgafst
heiminn sáttur við allt og alla. Þú skil-
aðir merku lífsstarfi en þér fannst
erfitt að vera orðinn svo lasburða síð-
ustu misserin. Nú hefur þinn lúni lík-
ami lokið sínu hlutverki hér á jörð.
Ég er viss um að við tekur betra líf
hjá heilbrigðri sál í hraustum líkama.
Hafðu mínar allra bestu þakkir fyr-
ir allar okkar góðu stundir og fyrir
alla þá velvild sem þú sýndir mér. Þú
verður mér ávallt ofarlega í huga.
Vandaðri maður en þú er vandfund-
inn.
Föður mínum og öllum vinum og
vandamönnum Steina vottum við Sig-
rún samúð okkar.
Blessuð sé minning þín, Steini
minn. Þinn frændi og vinur,
Kristófer Tómasson.
Ég vil minnast gamals vinar míns
og nágranna Steinars Tómassonar
frá Helludal. Hann bjó alla ævi í
Helludal ásamt bróður sínum Tómasi.
Höfðu þeir upphaflega blandaðan bú-
skap, en síðar eingöngu fjárbúskap.
Gegndi Steinar þá fé í fimm fjárhús-
um, en Tómas bróðir hans vann oft
utan heimilis. Steinar var afar góður
fjármaður. Hann var góður nágranni,
en best kynntist ég honum þegar við
fórum í mörg ár, vor og haust, ásamt
Jóni eldri frá Laug, að kvíslinni sem
var á leiðinni uppfrá skálanum að
Hagavatni. Var það okkar hlutverk
að setja göngubrú yfir kvíslina á vor-
in, en á haustin tókum við hana niður
og fergðum. Hafði Jón eldri umsjón
með verkinu enda var hann í Ferða-
félaginu sem sá um brúna. Þessar
ferðir eru mér afar minnisstæðar og
kom þá ljúfmennska og hjálpsemi
Steinars vel í ljós. Það kom að veru-
legu leyti í hans hlut að annast móður
sína í veikindum síðustu ár hennar.
Ég minnist þessa vinar míns með
söknuði og sendi ég Tómasi, sem lifir
bróður sinn, og Kristóferi syni hans
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Þinn vinur
Jón S. Kristbergsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 43
✝ Elín Frímanns-dóttir fæddist í
Reykjavík, hinn 26.
nóvember 1935. Hún
lést á líknardeild
Landakotsspítala
hinn 29. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Frí-
mann Einarsson frá
Þingskálum á Rang-
árvöllum, f. 21. mars
1890, d. 16. desember
1976, og Kristín
Ólafsdóttir frá Vind-
ási í Kjós, f. 19. apríl
1895, d. 9. maí 1987.
Systkini Elínar eru Jóhannes, f.
1919, d. 1997, Guðbjörn, f. 1921,
Guðrún Dagbjört f. 1923, Ingi-
björg, f. 1924, d. 1994, Bára, f.
1926, d. 1929, Marvin, f. 1928, d.
1991, Ólafur, f. 1929, Helga, f.
1931, Einar, f. 1932, María Bára, f.
1933, d. 1982, og Kristín, f. 1941.
Sonur Elínar frá fyrri sambúð er
Hallgrímur Georg Guðbjörnsson,
f. 16. desember 1953, d. 1976.
Hinn 28. desember 1957 gekk hún
að eiga Grím Sigurgrímsson frá
Holti í Stokkseyrarhreppi, f. 16.
ágúst 1935. Börn þeirra eru: 1)
Frímann, f. 20. desember 1958,
maki Margrét Á. Hrafnsdóttir, f.
29. ágúst 1960. Börn þeirra eru;
Guðni Þór, f. 1981 og
Elín, f. 1988. 2) Jón,
f. 8. desember 1959,
maki Sigríður Guð-
mundsdóttir, f. 4.
mars 1958. Börn
þeirra eru; Grímur,
f. 1986, Una Björg, f.
1989 og Guðmundur
Ingi, 1996. 3) Hrafn-
hildur, f. 13. febrúar
1961, maki Þorgeir
Sæberg, f. 4. ágúst
1961. Börn þeirra
eru; Linda Sæberg,
f. 1982 og Agnes
Björk f. 1991. 4)
Ingibjörg f. 8. nóvember 1964,
maki Gísli Haraldsson f. 9. júní
1955, börn þeirra eru Kristín Guð-
björg f. 1993 og Júlía f. 1995. Son-
ur Ingibjargar er Róbert Már
Stefánsson f. 1983.
Elín ólst upp hjá foreldrum sín-
um á Selfossi og lauk sinni skóla-
göngu við unglingaskólann á Sel-
fossi. Hún vann við verslunar- og
þjónustustörf á Selfossi, ásamt
heimilisstörfum. Síðan vann Elín
sem matráðskona við leikskóla
Kópavogs og Reykjavíkurborgar
frá 1979 þar til hún veiktist.
Útför Elínar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Það er sorglegt að eins ung og
hraust kona og Ella tengdamóðir
mín var fái ekki að njóta fleiri
bjartra sumarnótta, en minningin
um hana verður alltaf björt.
Ella var ákaflega dugleg og gest-
risin og hafði góða nærveru, hún var
börnum mínum góð amma og alltaf
tilbúin að dekra ungviðið og hafði
einstakan skilning á unglinga
(vanda)málum innan og utan fjöl-
skyldunnar, ég held að unglingurinn
í henni hafi alltaf verið til staðar.
Á sumrin naut Ella þess að
ferðast, innanlands og utan, tjald-
vagninn var nánast annað heimili
þeirra hjóna á sumrin, en aldrei var
staldrað lengi við á sama stað en þar
réð flökkueðlið ríkjum.
Þrátt fyrir illvígan sjúkdóm og
annan til sem gerði það að verkum
að hún varð nánast bjargarlaus síð-
ustu mánuðina tók hún því með
miklu æðruleysi og alltaf tilbúin að
takast á í baráttunni. Að gefast upp
var ekki til í hennar huga enda hafði
hún orðið fyrir því áfalli í lífinu að
lifa barn sitt. Þrautseigjan og eljan
var henni í blóð borin.
Ég kveð tengdamóður mína með
þeim óskum að næsti áfangastaður
verði henni góður.
Minning hennar lifir.
Sigríður Guðmundsdóttir
Nú er þessi erfiða barátta hjá Ellu
ömmu búin og nú er hún farin á betri
stað þar sem henni líður betur.
Alltaf þegar við komum til ömmu
Ellu fengum við aldrei að fara svöng
út. Við gátum alltaf stólað á að
amma ætti kæfuna sína og ísblóm. Á
hverju ári var tekinn einn dagur fyr-
ir jól þar sem barnabörnin komu til
ömmu og afa og bjuggu til pipar-
kökuhús og eftir þessum degi biðu
barnabörnin mjög spennt. Síðan
hvern jóladag kom svo öll fjölskyld-
an saman og átti yndislega kvöld-
stund saman hjá ömmu og afa.
Öll sumur voru amma og afi aldrei
í borginni þegar þau áttu frí. Þau
fóru í útilegu út á land og að veiða og
eiga öll barnabörnin minningar úr
útilegunum með þeim þar sem sofið
var með þykka dúnsæng og brúna
teppið yfir sér.
Amma Ella var alltaf vel til höfð
hvort sem hún var í vinnu eða heima
og hélt því eftir að hún varð veik,
bæði þegar hún lá heima eða á
sjúkrahúsinu og heyrðist ósjaldan:
„Settu nú á mig smá varalit.“ Amma
Ella var alltaf mjög glaðlynd og
mjög sanngjörn. Hún vildi allt fyrir
okkur gera og barnabörnin voru allt-
af velkomin til hennar. Hún var
þessi fullkomna amma, hún var svo
ung í anda og var inni í öllu sem var
að gerast hjá okkur og var hægt að
tala við hana um alla hluti. Hjá henni
voru unglingavandamál ekki til held-
ur voru það foreldravandamál.
Gestrisnari manneskju var varla
hægt að finna og meira að segja eftir
að hún varð veik og gat varla bjarg-
að sér sjálf, var hún samt alltaf að
hugsa um hvort okkur vanhagaði um
eitthvað.
Elsku afi við óskum þess öll að
finna maka í framtíðinni sem er eins
og þú. Þvílík ást og umhyggja sem
þú sýndir ömmu alltaf og ekki síst í
veikindunum.
Við viljum kveðja þig elsku Ella
amma okkar með þessum orðum og
við munum aldrei gleyma þér: Þú ert
amman sem allir þrá, alltaf mun ég
elska þig og dá, heppin ég er að eiga
þig, lífið þú gerir betra fyrir mig.
Barnabörnin.
Ég er stödd í Dalbæ á Snæfjalla-
strönd við Ísafjarðardjúp. Komin
aftur í samband við umheiminn eftir
fimm daga gönguferð um Jökulfirði.
Opna talhólfið í símanum og hlusta á
skilaboð, fréttirnar eru ekki góðar.
Þó gleði og glaumur ríki í göngu-
hópnum mínum, er ég með hugann
annars staðar. Ég rifja upp fyrstu
kynni mín af Elínu. Var leikskóla-
stjóri í leikskólanum Kópasteini í
Kópavogi. Man það líkt og það hefði
gerst í gær: „Jóhanna... það er ein-
hver að spyrja um þig...“ Í símanum
er kona, sem spyr umbúðalaust og
með ákveðni í röddinni: „Voruð þið
að auglýsa eftir matráðskonu?“ Ég
jánka því. Konan kynnir sig og
gengur hreint til verks: Hún spyr
um umfang starfsins, vinnutímann
og launin. Þetta er kona sem veit
hvað hún vill. Eftir að hafa svarað
spurningum hennar kemur nokkur
þögn. Gerir athugasemd við launin,
það eru svo sem engar vellystingar í
boði. Nei, það var svo sem satt. En
áhugi minn á þessari konu er vakinn.
Hér er greinilega mætt til leiks kona
sem kann til verka. Ég tek til við að
mæra kosti þess að vinna í leikskóla,
góður vinnutími, sumarlokun á besta
orlofstíma. Eldhúsið allt endurnýjað
og gott skipulag á því. Og þó launin
væru að sönnu ekki há, þá væru þau
þó alltént greidd út umyrðalaust og
á réttum tíma. O sei, sei... konan
kannaðist nú við það. Hafði nú svo
sem áður starfað sem matráðskona
hjá Kópavogsbæ. Ég fyllist forvitni.
Hvar vannstu hjá Kópavogsbæ, spyr
ég. Hún segir mér það. Ég vil ekki
sleppa henni úr símanum nema fá
hana að minnsta kosti til að kíkja á
aðstæður. Ég mátti til með að hitta
þessa vasklegu og mjög svo ákveðnu
konu.
Þetta var í byrjun tíunda áratug-
arins. Þá voru ekki svo margir leik-
skólar í Kópavogi og við leikskóla-
stjórarnir í bænum þekktum margt
af starfsfólki hvers annars.
Ég reyndi ákaft að koma þessari
konu fyrir mig. Hver var þessi
skörulega kona í símanum? Ég
hringdi í leikskólastjórann sem hún
hafði áður starfað hjá. „Hún Ella! Þú
ert nú ekki svikin af henni...“ Ég ein-
hvern veginn vissi það! Meðmælin
styrktu mig enn í þeirri trú að þetta
væri einmitt konan sem ég væri að
leita að. Og góðu heilli, þá varð mér
að ósk minni, Elín þáði starfið.
Þannig minnist ég fyrstu við-
kynna okkar Elínar Frímannsdótt-
ur.
Elín var sannarlega starfinu vaxin
og vel það. Hún reyndist mér alla tíð
bæði mjög hollur og traustur starfs-
maður. Gekk ævinlega rösklega til
verks, vel skipulögð, létt í spori. Hún
var létt í lund og hafði ríka réttlæt-
iskennd. Var hrein og bein í öllum
samskiptum, kom ævinlega til dyr-
anna eins og hún var klædd.
Henni var einkar lagið að virkja
fólk í kringum sig til samstarfs.
Stundum var ég beðin fyrir unglinga
í starfsþjálfun í eldhúsi. Þegar eftir
slíku var leitað tók Elín því vel.
Veitti góða leiðsögn og hvatti krakk-
ana til dáða, hrósaði fyrir það sem
vel var gert og gekk eftir því að unn-
ið væri samkvæmt fyrirmælum. Það
var leikskólanum Kópasteini mikið
lán að fá hana til starfa.
Hún var líka góður vinnufélagi.
Ég áttaði mig fljótlega á því að hér
var mikil útivistarkona á ferð og veð-
ursæl með afbrigðum. Iðulega mætti
hún endurnærð til vinnu á mánu-
dagsmorgnum og lét falla orð um
dásamlega helgi... sól og hita, ekki
ský á himni... Við hin á kaffistofunni
horfðum á þessa fjörmiklu og frísku
konu. Hvaðan var hún eiginlega að
koma? Þá var kannski búið að rigna
eldi og brennisteini yfir okkur hér á
höfuðborgarsvæðinu.
Virðing mín fyrir þessari konu
jókst. Mér hafði alltaf vaxið óend-
anlega mikið í augum að pakka mér í
tjald. Sá fyrir mér endalaust vesen
við örðugar aðstæður, kulda og
vondan svefn á harðri jörð með til-
heyrandi stirðleika og verkjum um
allan skrokk að morgni. Ella var nú
ekki sammála því. Þetta var ekkert
mál! Hjá þeim Grími var hver hlutur
á sínum stað, bara raðað í bílinn og
ekið af stað. Jú, vissulega þyrfti að
hafa réttu græjurnar... og svo seldi
hún mér gamla tjaldið sitt. Ég setti
það sem skilyrði fyrir kaupunum að
þau Grímur tækju okkur Hilmar
með í fyrstu útileguna til að kenna
okkur útilegulistina. Sem og varð.
Svo sló Ella í pönnukökur og hellti
upp á kaffið með gamla laginu úti í
Guðs grænni náttúrunni, rétt eins og
ekkert í heiminum væri eðlilegra.
Ég, sem hafði hingað til flokkast
undir það að vera „stofustáss“, kona
sem nennti ekki að bjástra við mat-
seld, þrif og hreinlæti í útilegu-
mannastíl, var allt í einu orðin ákaf-
ur unnandi tjaldferða.
Ég horfi yfir Djúpið... Sólin skín
og fjallahringurinn speglast í speg-
ilsléttu Ísafjarðardjúpinu. Fjalla-
fólkið er sólbrunnið eftir erfiða en
hreint frábæra ferð. Það skyldi nú
ekki vera að hún Ella ætti nokkurn
þátt í þeim persónulega áfanga mín-
um að leggja yfirleitt í slíkt ferðalag
og komast alla leið? Hér skiljast
okkar leiðir, farsælu ævistarfi er
lokið. Það ríkir friður og sátt, því eitt
sinn skal hver deyja. Ég er þakklát
fyrir yndislegar samvistir við
skemmtilega, gefandi og heilsteypta
konu. Þakklát fyrir að hafa eignast
hana að vini. Þakklát fyrir þau ár
sem leiðir okkar lágu saman.
Kæri Grímur og fjölskylda, við
Hilmar, Júlía og Kallý vottum ykkur
öllum dýpstu samúð okkar. Megi al-
góður Guð styrkja ykkur í ykkar
miklu sorg.
Jóhanna Thorsteinson.
Það var fyrir nokkrum árum að ég
las sögu um lítinn dreng, sem var að
missa móður sína, sem hafði verið
veik lengi. Faðir hans sagði honum
að nú liði mömmu vel. Hún væri hjá
Guði og henni væri alveg batnað. Sá
litli hugsaði um stund, leit svo á föð-
ur sinn með tárin í augunum og
sagði: En pabbi ef mömmu líður vel
núna, af hverju finn ég þá svona
mikið til í hjartanu. Hann var svo lít-
ill, hann hafði ekki gert sér grein
fyrir að þetta var sorg. „söknuður.“
Það voru margir sem fundu til í
hjartanu núna þegar Ella Frímanns,
eins og hún var ævinlega kölluð af
vinum, kvaddi, og fór í sína hinstu
för. Ella var vel gerð, fríð kona, glað-
lynd og alltaf gott að vera í návist
hennar, það var engin lognmolla,
hún hreif alla með sér í gott skap.
Hún var dugleg í vinnu og sterk.
Hún hafði yndi af gönguferðum og
útilegu og öllu sem því tilheyrir. Þær
eru ófáar ferðirnar sem farið var
með tjaldvagninn um helgar og verið
úti í náttúrunni. Hún skildi ekkert í
þeim sem áttu sumarbústað og voru
alltaf á sama stað, það hentaði ekki
Ellu.
Við kynntumst á Selfossi í kring-
um 1960. Það var um nóg að hugsa
þá, staðið í barneignum og húsbygg-
ingum. Ærinn starfi. En við Ella
fundum oft stund til að setjast niður
og spjalla. Það var yndislegt að eiga
svo góðan vin, sem hún var. Leiðir
skildi um tíma er Grímur og hún
fluttu til Keflavíkur og síðan til Sví-
þjóðar, en aldrei slitnaði sambandið
alveg og eftir að þau komu heim
endurnýjaðist það. Ella var fagur-
keri, hún og Grímur áttu fallegt
heimili, hún hafði yndi af fallegum
munum og vissi alveg hvar þeir áttu
að vera til að þeir nytu sín sem best.
En það var ekki allt dans á rósum.
Ella hafði kynnst sorginni, misst
báða foreldra sína, son sinn og fjög-
ur systkini, hún hefur oft fundið
þennan verk í hjartanu sem við nefn-
um sorg. En tíminn læknar öll sár,
segir gamalt máltæki. Ég er ekki
viss um það, það hylmar yfir sárin,
en það má lítið við þau koma að þau
rifni ekki upp. Góðar minningar
hjálpa, það er það dýrmætasta sem
við eigum og enginn tekur frá okkur.
Ella skilur eftir mikið af þeim og fyr-
ir þær vil ég þakka, þær eiga eftir að
lina þennan verk í hjartanu um
ókomin ár. Það eru ekki margir
mánuðir síðan Ella fann fyrir þess-
um vágesti sem heltók hana. Að sjá
Ellu hjálparvana í rúminu, það var
mikil raun, en hún átti stoð, þar sem
Grímur var, öllum stundum var
hann hjá henni og hjálpaði eins og
hann gat. Kannski bara með nær-
veru sinni gerði hann svo mikið. Ást
sést best þegar eitthvað bjátar á,
hún sást vel hjá Grími á þessum síð-
ustu vikum. Ég og maðurinn minn,
Sigurður, viljum þakka Ellu fyrir öll
árin sem við áttum saman. Við biðj-
um að góður Guð verði með Grími og
börnum og fjölskyldum þeirra og
hjálpi þeim í gegnum erfiðan tíma.
Mig langar að kveðja Ellu með vísu-
korni sem ég kann:
Ég minnist þín er sé ég sjóinn glitra
við sólarhvel.
Og þegar mánans mildu geislar titra
ég man þig vel.
(Höf. óþ.)
Guð blessi þig, Ella mín.
Þín vinkona,
Svava Sigurðar.
ELÍN
FRÍMANNSDÓTTIR