Morgunblaðið - 05.07.2002, Page 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 47
:
; # -
-
,
,
,
;
-
47
!/ 0E
%!+
/!
*% *" *+
Elsku bróðir. Ég er
ákveðin í að skrifa þér
nokkrar línur í kveðju-
skyni fyrst þú fórst
svona snögglega. Ekki
það að þú hafir verið vanur að
kveðja; og ekki það að þú hafir ekki
búist við þessu; en einhvern veginn
tók ég ekki mikið mark á því. Ým-
islegt skröfuðum við um, þó mest
síðustu missirin. Það var eins og
þankagangur okkar ætti meiri sam-
leið síðustu árin. Bæði vorum við
viss um að handan þessa heims biði
annar betri og ekki væri ástæða til
annars en láta sig hlakka til hans.
Þar sem ég sit hér og hugsa til
baka, sé ég glögglega hvert ljúf-
menni þú varst. Hjartahlýja og gjaf-
mildi voru svona orðlaus einkunnar-
orð hjá þér. Ávallt boðinn og búinn
að rétta hjálparhönd. Þú hafðir stórt
hjarta í tvennum skilningi. Þú hafðir
líka að upplagi létta lund þó stund-
um væri lágskýjað.
Börnin þín tvö skipuðu stærstan
sessinn í lífi þínu og áttirðu þá ósk
heitasta að þeim myndi farnast vel í
lífinu og víst er að þér bar gæfa til að
skilja eftir hjá þeim græðlinga sem
þau koma til með að láta vaxa og
dafna. Barnelskan kom líka glöggt
fram í garð litlu frændsystkinanna
þar sem þú leyfðir þeim að kalla þig
„Jón afa“ og reyndist þeim eins og
besti „afi“. Víst er að þau eiga eftir
að minnast þín þó smá séu.
Ekki náðum við að kalla saman
fund um „ættaróðalið“ í sveitinni,
svo mikið lá þér á, en ég skal sjá um
að koma hreyfingu á það mál í þeim
anda sem þú hugðist gera. Ég skal
líka sjá um að við málum húsið henn-
ar mömmu, eins og þú ætlaðir að
fara að gera. Þú mátt ýta við mér ef
þér finnst ég ætla að draga það.
Ég var aðeins að kíkja yfir mynd-
irnar þínar. Þær eru einar sér heill
fjársjóður. Ef ég finn filmuna af
gamla trénu, þá langar mig óskap-
lega að fá eina svoleiðis mynd, ég
veit að Ósk myndi vilja eiga eina
líka.
Ég sá að þú varst mjög þreyttur
þegar þú komst til mín 17. júní. Eftir
á að hyggja getur vel verið að þig
hafi grunað að þú fengir fljótlega að
hvíla þig. Þú vissir margt sem öðrum
er hulið. Ég er samt fullviss um að
þér líður mjög vel núna, úthvíldur og
heill heilsu. Ég vona að ferðin til
Sumarlandsins gangi vel og bið fyrir
kveðjur til allra sem ég þekki. Þið
þurfið samt að bíða lengi eftir mér.
Ég skal biðja alla engla alheimsins
að vaka yfir börnunum þínum. Takk
fyrir samfylgdina.
Þín systir
Hanna Laufey.
Hann Jón bróðir minn er dáinn,
og mig langar að minnast hans með
nokkrum orðum. En hvernig skrifar
maður minningar um persónu sem
JÓN HJALTI
ELÍSSON
✝ Jón Hjalti Elís-son fæddist á
Kjaransstöðum í
Dýrafirði 29. sept-
ember 1958. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu í Reykja-
vík hinn 27. júní síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Sel-
fosskirkju 4. júlí.
var svo nákomin en þó
svo fjarlæg?
Einu sinni skildum
við Jón hvort annað
fullkomlega. Við vorum
góðir félagar og áttum
hvort annað að á ung-
lingsárunum. Í seinni
tíð höfðum við fjar-
lægst hvort annað, en
það er samt ekki langt
síðan hann bauð mér
síðast í mat, því hann
hafði gaman af því,
elskaði reyndar alla tíð
að borða og gerði það
af mikilli nautn. Sér-
staklega var hann grillari mikill.
Jón var skemmtilegur og hann
tók sjálfan sig ekki alltaf of alvar-
lega og þá var gaman að honum.
Hann átti það til að vera sérstaklega
orðheppinn og hnyttinn í tilsvörum
þegar sá gállinn var á honum. Hann
var svolítill dellukall, eins og svo
margir og áhugi hans á ljósmyndum
lýsti sér ekki eingöngu í því hvað
hann hafði gaman af að taka myndir
heldur gramsaði hann eftir gömlum
myndum og lét gera nýjar eftir
þeim. Þá leitaði hann uppi myndir af
fólki og stöðum sem honum var annt
um.
Hann hafði gaman af fallegum
hlutum og vildi hafa notalegt og
heimilislegt í kringum sig. Kveikti á
kertum einn með sjálfum sér og
hlustaði á tónlist. Þegar honum
tókst að njóta þess var hann ánægð-
ur með lífið. Þá hafði hann mikinn
áhuga á ættfræði og safnaði upplýs-
ingum um fjölskylduna og skráði hjá
sér. Í gamla daga einbeitti hann sér
líka að því að læra kennitölur og bíl-
númer utanað. Hann gat kannski
sagt manni nákvæmlega hver hafði
átt einhvern ákveðinn bíl, hvaða teg-
und hvenær og rakið eigendasögu
með dagsetningum og tímasetning-
um. Hann hafði sjaldan rangt fyrir
sér þegar kom að því að rifja upp
hvenær einhver atburður hafði átt
sér stað eða hvernig nákvæmlega og
þá rifjaði hann gjarna upp langa
runu atburða máli sínu til stuðnings.
Ekki veitti nú af í okkar hópi að hafa
eitthvað til að styðja mál sitt því
þrætur eru mjög vinsæll samkvæm-
isleikur í okkar fjölskyldu. En það
var sjaldan hægt að reka hann Jón á
gat eða hrekja hans röksemdir þeg-
ar þannig stóð á. Fáir stóðu honum á
sporði í þessum efnum. Og það var
sjaldgæft að hann færi með fleipur
ef hann hélt einhverju fram. Svo ná-
kvæmur var hann.
Hann var alltaf barnelskur og
elskaði börnin sín óendanlega og var
svo stoltur af þeim. En barnelskan
óx með árunum og sérstaklega voru
litlu börnin hans Finna bróður hon-
um hjarfólgin. Það eru ófáar mynd-
irnar sem hann tók af þeim tvíbura-
systrunum og Elís litla. Hann hafði
líka meira gaman af að gefa en
þiggja og oft hafði það forgang hjá
honum. Maður verður nú að geta
gefið þessum greyjum eitthvað,
heyrði ég hann oft segja þó að
þröngt væri í búi hjá honum. Hann
Jón var líka hörkuduglegur við
vinnu og fáa þekki ég sem unnu
meira en hann. Hann vann oft fram á
kvöld á einum stað og þá tók við
aukavinna á öðrum. Svona gekk það
árið um kring hjá honum síðustu ár-
in og fríin voru fá. Eitt sinn málaði
hann stofugólfið heima hjá mér með-
an ég svaf, og húsið mitt í Keflavík
málaði hann utan og innan. Hann
var leiður ef hann gat ekki gert það
sem maður bað hann um. En hann
og peningar áttu enga samleið, þeir
hrukku hvor frá öðrum eins og and-
stæðir pólar, eða þeir bara runnu frá
honum á einhvern dularfullan hátt
svo ekki varð hann auðugur maður
þrátt fyrir allt sitt strit.
Hann hafði líka orðið mikinn
áhuga á að byggja upp gamla bæinn
okkar heima á Kjaransstöðum svo
að við gætum farið að vera þar. Og
einmitt á dögunum stóð til að funda í
fjölskyldunni um það málefni og
fleiri sem hann hafði áhuga á. Það
þurfti að fara að mála húsið hennar
mömmu og hann var tilbúinn með
málningu á það í forstofunni heima
hjá sér. Og fleiri voru málefnin sem
við systkinin þurftum að ræða. En af
þeim fundi varð ekki. Í staðinn hitt-
umst við og ræddum um fyrirkomu-
lag á útförinni hans.
,,Aðeins eitt líf sem endar fljótt,
en kærleiksverki standa.“ Þetta
voru hans einkunnarorð og það er
vel við hæfi að minnast hans með
þeim. Ég kveð góðan bróður og veit
að við hittumst síðar og þá mun hann
aftur verða mér til halds og trausts.
Elsku Elísa mín og Hjalti Geir,
minning um hann lifir í ykkur, Guð
styrki ykkur á þessum erfiðu tímum
sem og okkur öll. Kveðja,
Ósk Elísdóttir.
Við stöndum á hlaðinu á Kjarans-
stöðum. Hanna og Sverrir eru kom-
in vestur enn eina ferðina að sækja
piltana sína í sveitina þar sem við
höfðum dvalið um sumarið á Múla.
Við höfum varið deginum á Kjaran-
stöðum í góðum félagsskap frænd-
systkinanna, í þessum undraheimi
barnsins þar sem tækifærin til að
leika sér eru óþrjótandi. Þar voru til
dæmis ræktaðir alls kyns garð-
ávextir, net lögð í sjó og þar var
vatnsaflsvirkjun sem sá búinu fyrir
orku. Sannkölluð vísindaferð fyrir
okkur borgarbúana. Jón Hjalti
stendur fyrir miðjum hóp í fjölskyld-
unni og veifar. Það er komið að
kveðjustundinni. Æskuminningin er
okkur bræðrunum kær.
Jón Hjalti var frekar feiminn og
hlédrægur drengur. Þegar við
kynntumst honum nánar kom á dag-
inn að hann var jafn uppfinninga-
samur og tilbúinn í alls kyns tilraun-
ir og prakkarastrik og við
bræðurnir. Ekki leið á löngu þar til
hann leiddi okkur um ríki sitt þar
sem hann var að sjálfsögðu öllum
hnútum kunnugur. Liðu nú árin án
þess að samskipti okkar væru mikil
eða þar til Jón Hjalti flutti suður. Þá
leit hann stundum inn hjá okkur eða
aðstoðaði á margan hátt við lagfær-
ingar á heimilum okkar, enda var
Jón Hjalti frændi okkar bóngóður
og laghentur maður. Við reyndum
einnig að hjálpa honum eftir bestu
getu. Milli verka var sest niður við
eldhúsborðið og málin rædd. Þar
kom í ljós hvern mann Jón Hjalti
hafði að geyma. Hann talaði mikið
um börnin sín sem honum þótti mjög
vænt um og var stoltur af og þær
gleðistundir þegar hann gat notið
samvista við þau. Þar kom einnig
fram að Jón var trúaður maður og
hafði mikinn áhuga á andlegum mál-
efnum sem hann hafði lesið mikið
um. Þar fann maður best hvað hann
var í raun félagslyndur og hversu vel
hann naut sín í vinahóp.
Okkur bræðrunum fannst ekki að
frændi okkar uppskæri eins og hann
hafði sáð til í lífi sínu. Undanfarin ár
hafði hann átt við veikindi að stríða
sem leiddu til þess að nú hefur hann
kvatt þennan heim.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Jóni Hjalta fyrir samfylgdina. Megi
minningin um góðan dreng lifa. Við
sendum börnunum hans, þeim Elísu
og Hjalta, foreldrum hans, systkin-
um og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jóns Hjalta
frá Kjaransstöðum.
Óskar og Jón Sverrir.
Við kistu þína kveðjumst við í dag,
í kirkju hljómar ómþýtt sorgarlag.
Þú leggur upp í langa gönguför,
þín leið er greið að drottins fótaskör.
Við höfum ótal margt að þakka þér,
þakklátt auga minninganna sér
myndir koma minn á hugarskjá,
já, margt er gott sem hugarfylgsnið á.
(Hörður Zóphaníasson.)
Síðustu dagana hafa minningarn-
ar hellst yfir mig, minningar sem ná
20 ár aftur í tímann. Ég bjó vestur á
Þingeyri eitt sumar hjá Jóni Hjalta
og systur minni Guðnýju.
Fyrstu kynni mín af Jóni Hjalta
sem kokki voru langt frá því að vera
góð, hann var að elda grjónagraut
þegar mamma hans bauð okkur í
skötu. Ég hugsaði gott að komast í
grautinn á eftir því mér þótti skatan
vond. En grauturinn reyndist vera
sá versti sem ég hafði bragðað en
það kom nú ekki ljós fyrr en hann
kom niður og ég búin að borða heilan
disk að hann var einungis búinn að
sjóða grjónin. Seinna kynntist ég
síðan hins vegar hversu góður kokk-
ur hann var og mikill matmaður.
Þau ár sem hann var giftur systur
minni þá var hann einn af mínum
bestu vinum.
Á árunum ’90 og ’91 unnum við
saman í saltfiskverkuninni Skers-
eyri í Hafnarfirði og þaðan á ég góð-
ar minningar með Jóni Hjalta.
Núna seinni árin hittumst við nú
ekki mikið, en þegar það var þá
ræddum við um börnin hans, þau El-
ísu Björk og Hjalta Geir. Hann vissi
að þau myndu spjara sig þó stundum
væru áhyggjur af hvort þau væru að
gera réttu hlutina í þetta skiptið.
Einnig var hann montinn af „afa-
börnunum“ sínum sem reyndust þá
vera börn Finna bróður hans. Hann
var greinilega kominn með mynda-
véladellu því hann var iðulega með
vélina með sér þegar maður sá hann
núna seinni árin.
Ég bið góðan Guð að styrkja
börnin hans, foreldra og aðra að-
standendur í sorg þeirra og sendi
innilegar samúðarkveðjur til vinar
hans Björgvins Pálssonar.
Hildur Sigurðardóttir.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli minn-
ingargreina