Morgunblaðið - 05.07.2002, Side 62
FÓLK Í FRÉTTUM
62 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TOYOTABLAÐIÐ ER KOMIÐ ÚT. Kíktu á nýjan vef Toyota,
www.toyota.is, og náðu þér í eintak. Ef þú vilt fá blaðið sent til þín getur þú haft samband við
þjónustuver Toyota í síma 570 5000. www.toyota.is ÍSLE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
18
25
6
0
7/
20
02
NÁÐU ÞÉR Í EINTAK…
BT OPNAR Í
SMÁRALIND
LAUGARDAG
KL. 11:00
EKKI MISSA AF
ÞESSU!
Snobbhænsn
(Stiff Upper Lips)
Gamanmynd
Bretland 1998. Skífan VHS. (91 mín.)
Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn Gary
Sinyor. Aðalhlutverk Prunella Scales,
Peter Ustinov, Georgina Cates.
ÞAÐ hlaut að koma að því að
gert yrði gys að búningamyndum
Merchant og Ivory, Maurice, A
Room With a
View, Howard’s
End, Remains of
the Day, og hvað
þær nú heita allar
myndirnar um
ástir og afbrýði á
blómatímabili há-
stéttarinnar
bresku. Enda
liggja þessar
myndir nú ekkert lítið vel við
höggi.
Kosið er að taka Zucker-Abra-
ham-Zucker pólinn í hæðina, dæla
bara nógu fjandi mörgum brönd-
urum, svona til að ekki fari á milli
mála að um gamanmynd sé að
ræða. Og útkoman er bara nokkuð
vel við unandi því Stiff Upper Lips
er í það heila fyndin mynd, í það
minnsta alltaf brosleg. Brandar-
arnir reyndar misfyndnir eins og
gengur, sumir alveg lamaðir á
meðan aðrir hitta beint í mark. En
það var kominn tími til að henda
gaman að öllu snobbinu, bælda
þjóninum, kynóðu jómfrúnni,
skápahommanum sem telur sig
verða að giftast henni og jú reynd-
ar líka hinum óheflaða en heillandi
lágstéttarsjarmör sem tekur per-
sónu DiCaprios í Titanic eins mik-
ið í bakaríið og þær sem finna má í
búningamyndunum. Skemmtilega
uppskrúfað. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Skemmti-
lega upp-
skrúfað
Að skapa skrímsli
(How to make a monster)
Hrollvekja
Bandaríkin 2001. Skífan VHS. (91 mín.)
Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Georg
Huang. Aðalhlutverk Clea Duvall, Steve
Culp.
HÓPI tölvuforritara er safnað
saman undir dularfullum kringum-
stæðum til að skapa metsöluleik á
mettíma fyrir fyr-
irtæki sem virðist
hafa eitthvað
óhreint í poka-
horninu. Þegar
nýja leikjagerðin
kemst í gang virð-
ast ill öfl losna úr
læðingi sem tengj-
ast leiknum á ein-
hvern allt að því
óskiljanlegan máta. Smám saman,
eins og hefð er fyrir í hryllings-
myndum, byrja síðan tölvunördin að
týna tölunni.
Myndin á við tvö alvarleg vanda-
mál að stríða. Fyrra er viðvanings-
háttur allra sem nálægt henni koma
en seinna, sem reynist öllu fyndn-
ara, er að tölvuleikurinn sem er rót
vandræðanna er svo hlægilega illa
gerður (líkist einna helst frumstæðri
útgáfu af Doom) að ómögulegt er að
taka hann, eða hrakfarir þeirra sem
lenda í klónum á leiknum, öðruvísi
en sem einum stórum brandara.
Sem vafalaust var ekki ætlunin. ½
Heiða Jóhannsdóttir
Léleg sýnd-
arskrímsl
AÐALFUNDUR Öldungaráðs Fé-
lags fyrrverandi starfsmanna
Landhelgisgæslunnar var haldinn á
dögunum á Hótel Loftleiðum. Öld-
ungaráðið var stofnað 1996 og í því
eru alls 20 manns sem samanlagt
hafa þjónað Landhelgisgæslu Ís-
lands í 500 ár!
Ráðið kemur saman 8 mánuði
ársins á reglulegum hádegisverð-
arfundum þar sem mikið er skrafað
og þá gjarnan rifjaðar upp gamlar
og góðar stundir.
Hér gefur að líta stjórn Öldungaráðsins, sitjandi aðalfund. F.v.: Gísli
Ólafsson meðstjórnandi, Helgi Hallvarðsson meðstjórnandi, Ólafur Val-
ur Sigurðsson varaformaður, Jón Magnússon formaður, Guðjón Jóns-
son meðstjórnandi og loks Valdimar Jónsson endurskoðandi.
500 ár hjá
Landhelg-
isgæslunni
♦ ♦ ♦
Viltu léttast
um 1-4 kíló á viku
Símar 557 5446 og 891 8902 (Ásta)