Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SKÝRSLA Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins er á heildina litið jákvæð um þró- un efnahagsmála á Íslandi, að sögn Jóns Sigurgeirssonar, framkvæmda- stjóra alþjóðasviðs Seðlabanka Ís- lands. Í skýrslunni, sem birt var í vik- unni, kemur fram álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Er þar talað um mjúka lendingu íslenska hagkerfisins á þessu ári og að hag- vöxtur hér á landi undangenginn ára- tug hafi verið mjög eftirtektarverður, en framkvæmdastjórn sjóðsins hrós- ar stjórnvöldum fyrir „eftirtektar- verðan vöxt efnahagslífsins á síðasta áratug“. Í áliti sendinefndarinnar kemur fram að Seðlabankinn eigi að fara varlega í að lækka vexti og vera reiðubúinn að hækka vexti um leið og þess gerist þörf. Verðbólgumarkmiði Seðlabankans er fagnað en áréttað að beita verði ábyrgri peningamála- stefnu til að auka trúverðugleika verðbólgumarkmiðs bankans. Er því spáð að landsframleiðsla dragist sam- an hér á landi um 0,5% á þessu ári vegna minnkandi einkaneyslu en hún taki við sér á nýjan leik á næsta ári. Sendinefndin birti í byrjun apríl álit þar sem fram kom að launaskrið væri hér yfirvofandi vegna hættu á að rauða strikið í maí myndi ekki standa. Einnig að verulegur verðbólguþrýst- ingur væri enn til staðar. Í hálffimm fréttum Búnaðarbanka Íslands í gær segir að ljóst sé að margar forsendur hafi breyst síðan í mars en þá kom sendinefndin til landsins. Verulega hafi hægt á verðbólguþrýstingi, verð- bólgan sé nú komin niður í 4,8% á árs- grundvelli en í mars hafi hún verið 8,7%. Þá virðist hætta á launaskriði ekki vera lengur til staðar í kjölfar þess að rautt strik kjarasamninga stóð. Umsögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland Spáir mjúkri lendingu íslenska hagkerfisins  Spá aukningu/22 ANNA Bretaprinsessa kom til Ís- lands síðdegis í gær, en hún verður heiðursgestur á landsmóti hesta- manna á Vindheimamelum í Skaga- firði um helgina ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Anna Bretaprinsessa kom á einkaþotu sinni sem lenti á Reykjavíkurflug- velli á sjötta tímanum í gær. John Culver, sendiherra Breta á Íslandi, var meðal þeirra sem tóku á móti henni. Anna Bretaprinsessa sat kvöld- verð í boði forseta Íslands að Bessa- stöðum í gærkvöld og í dag afhjúpar hún nýtt listaverk eftir Hannes Lár- usson í breska sendiráðinu. Því næst skoðar hún Listasafn Íslands þar sem frumflutt verður tónverk eftir Oliver Kentish. Í hádeginu snæðir hún hádegisverð á Þingvöllum með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og frú Ástríði Thorarensen og síðdegis heldur hún svo að Gullfossi og Geysi. Morgunblaðið/Jim Smart Anna Bretaprinsessa kom á einkaþotu sinni til Íslands í gær. John Cul- ver sendiherra Breta á Íslandi og Stefán L. Stefánsson forsetaritari tóku á móti henni á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Anna Bretaprins- essa á Íslandi KARLMAÐUR á fertugsaldri var í gær dæmdur í tólf mánaða óskilorðs- bundið fangelsi fyrir skilasvik, skjalafals og brot á tékkalögum. Meðal þess sem maðurinn stundaði var að kaupa tjónabíla en veðsetja þá síðan fyrir mun hærri lánum hjá tryggingafélögum sem var ókunnugt um að bílarnir væru skemmdir. Fram kemur í dómnum að maðurinn rak bifreiðaverkstæði í Reykjavík þegar brotin voru framin. Hann var ákærður fyrir að hafa sjö sinnum svikið til sín lán frá Vá- tryggingafélagi Íslands og Sjóvá-Al- mennum, alls um 12 milljónir króna, gegn veðtryggingu í bifreiðum sem hann hafði skömmu áður keypt og látið skrá á nöfn annarra. Algengast var að hann keypti bif- reiðarnar af einu tryggingafélagi en sveik til sín lán frá öðru. Þá samdi hann um kaskótryggingu fyrir allar bifreiðarnar, án þess að gera sér- staka athugasemd um ástand þeirra. Í dómnum er tekið fram að það sé óupplýst hvernig manninum tókst að ná samningum um kaskótryggingu en ekki sé þó sennilegt að hann hafi sýnt tjónabílana áður en hann gekk frá tryggingunum. Maðurinn bar að starfsmenn tryggingafélaganna hefðu vitað að hann stundaði viðskipti með tjóna- bíla og því hefðu þeir hlotið að vita að lánin voru veitt gegn veði í tjónabíl- um, óháð því hvort viðgerð var lokið eða ekki. Þessa mótbáru taldi dóm- urinn ekki haldbæra, enda hefði hann aldrei upplýst um raunverulegt ástand bifreiðanna. Hagnýtti sér rangar hugmyndir lánveitandans Hann hefði því hagnýtt sér rangar hugmyndir lánveitandans um að bif- reiðarnar væru í lagi til að fá lánaðar mun hærri fjárhæðir en verðmæti bifreiðanna gaf tilefni til. Ef frá er dregið kaupverð bif- reiðanna nam auðgun mannsins um sex og hálfri milljón. Í ákæru er maðurinn sagður hafa eytt andvirði lánanna í eigin þágu en lánin eru öll í vanskilum. Maðurinn var að auki dæmdur fyrir að rífa skemmdan jeppa og nota í varahluti, þrátt fyrir að jepp- inn hefði nokkrum dögum fyrr verið veðsettur til Samvinnusjóðs Íslands hf. fyrir tæplega 1,5 milljónir króna. Einnig fyrir skjalafals með því að falsa undirskrift undir skuldabréf að upphæð ein milljón og fyrir að gefa út fimm innstæðulausa tékka, sam- tals að andvirði um hálf milljón. Honum var gert að greiða samtals 4,2 milljónir í bætur, þar af um 3,5 milljónir til VÍS. Bótakröfu Sjóvár- Almennra að upphæð um 8,4 millj- ónir var vísað frá. Segir í dómnum að auk fjárhæða skuldabréfanna sé gerð krafa um endurgreiðslu kostn- aðar og þóknunar sem ekki sé studd frekari gögnum og uppfylli því ekki skilyrði um skýran málatilbúnað. Guðjón Magnússon sótti málið fyrir hönd lögreglustjórans í Reykjavík en Sveinn Andri Sveins- son hrl. var skipaður verjandi. Jón Finnbjörnsson kvað upp dóminn. Tólf mánaða fangelsi fyrir skilasvik, skjalafals og blekkingar Veðsetti bíla og sveik út lán SUMRIN eru tími skordýra og átt- fætlinga á Íslandi og þegar sólin er hvað hæst á lofti og lofthiti mikill sjást þess merki víða. Silkifínan vef á borð við þennan er algengt að finna undir súð eða gluggum. Þá getur stundum skipt máli fyrir litlu dýrin að bregðast hratt við ef veður skipast fljótt í lofti. Þekkt er orða- tiltækið að vera iðin eins og köngu- ló, sem á vel við hér þar sem dýrið spinnur vef sinn og freistar þess að komast í skjól frá rigningunni. Morgunblaðið/Ingólfur Að vera iðin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.