Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGóður sigur KA í Laugardalnum /B2 Frá Stoke í Víking til Kristjánssands /B1 4 SÍÐUR Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „Sjónvarps- dagskráin“ frá Sonet ehf. Blaðinu verður dreift um allt land. LITLU folöldin í Skagafirði fylgjast með athöfnum hinna eldri af mikilli athygli en það er líkast því að kennsla í grasáti fari fram. Folöldin læra af því sem fyrir þeim er haft, líkt og allt annað ung- viði, en nauðsynlegt er að fá smá veganesti frá stóru hestunum og hryssunum áður en haldið er út í lífið. Morgunblaðið/Sig Sigmunds Ungur nemur RÍKISSTJÓRNIN hefur óskað eftir tillögum Mannréttindadómstóls Evrópu um sættir í máli ís- lensks karlmanns en maðurinn telur að brotið hafi verið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar fyr- ir dómi, sem kveðið er á um í Mannréttindasáttmála Evrópu. Maðurinn var dæmdur í Hæstarétti sekur um líkamsárás á veitingastað, en sá sem ráðist var á lést síðar af sárum sínum. Að sögn Sólveigar Pét- ursdóttur dómsmálaráðherra hefur dómstóllinn ákveðið að taka málið til efnismeðferðar. Sólveig segir það venju hjá dómstólnum á þessu stigi máls að óska eftir afstöðu íslenska ríkisins og kæranda til sáttaumleitana. „Dómstóllinn lýsir því yfir að það sé hugsanlega mögulegt að sætta málið með fjárgreiðslu og er tilbúinn að koma með til- lögur í því sambandi,“ segir Sólveig. Hún bætir við að venja sé að íslenska ríkið kanni hvort sátta- grundvöllur sé fyrir hendi. Íslenska ríkið hefur frest til 29. júlí til að láta dómstólinn vita um afstöðu sína. Sólveig segir að málið hafi verið kynnt ríkisstjórninni á fundi hennar í gær og að samþykkt hafi verið að óska eftir til- lögum dómstólsins um hugsanlegar sættir. Sakfelldur fyrir líkamsárás á veitingastaðnum Vegas Maðurinn var kærður, ásamt öðrum manni, fyrir líkamsárás á veitingastaðnum Vegas 13. maí 1997 og var annar þeirra sakfelldur í héraðsdómi en hinn, sem kærði til Mannréttindadómstólsins, sýknaður. Dómnum var síðar snúið í Hæstarétti og báðir menn sakfelldir fyrir árásina. Í minnisblaði dómsmálaráðherra segir að sakfell- ing kæranda hafi verið byggð á tilvísun til fram- burðar vitna fyrir héraðsdómi og fyrstu frásögn manna á staðnum sem birtist í lögregluskýrslum. Maðurinn telur að með sakfellingu Hæstaréttar hafi verið brotið gegn réttindum hans til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi skv. Mannréttindasátt- mála Evrópu. „Með því að byggja niðurstöðu sína á vitnaskýrslum og skýrslu af ákærða sem aðeins voru teknar fyrir héraðsdómi í stað þess að leiða vitni eða ákærða fyrir Hæstarétt hafi verið vikið frá grundvallarreglunni um beina sönnunarfærslu fyr- ir dómi sem vernduð er af 6. gr. mannréttindasátt- málans,“ segir í minnisblaði ráðherra um afstöðu kæranda. Vitni báru í héraðsdómi að kærandi hefði meðal annars sparkað í höfuð mannsins sem lést. Mannréttindadómstóll Evrópu tekur fyrir mál íslensks karlmanns Sættir reyndar vegna meints brots um málsmeðferð ÁTTA ára íslenskri stúlku, sem slasaðist alvarlega í bílslysi í Árós- um á fimmtudag, er enn haldið sof- andi í öndunarvél á sjúkrahúsi í Danmörku. Að sögn föður stúlk- unnar er hún með háan hita sem virðist vera vegna sýkingar, líklega í lungum. Læknar reyna nú að komast að orsökum sýkingarinnar svo unnt sé að gefa stúlkunni viðeigandi sýkla- lyf. Óskar Þór Halldórsson, faðir Sig- rúnar litlu, segir að hitinn hafi hækkað í fyrrakvöld og haldist áfram hár í gær eða yfir 39 gráður. Læknar vilja því ekki byrja að vekja Sigrúnu fyrr en líðan hennar er orðin stöðug. Óskar segist búast við því að henni verði haldið sofandi í dag. Blæðing í lifur stöðvuð Óskar segir að hitinn hafi gert vart við sig áður en svo hækkað í fyrrakvöld. Verið sé að rækta sýni til að ákvarða hvaða sýklalyf skuli gefa Sigrúnu. Þá segir hann að lifur sé enn marin. Sigrún gekkst undir ítarlega rannsókn í fyrradag og jafnframt var blæðing í lifrinni stöðvuð. Óskar segir að Sigrún verði vakin hægt, því gefa þurfi henni kvala- stillandi lyf. Hún er bæði viðbeins- og rifbeinsbrotin. Bróðir Óskars kemur til Árósa í dag og mun fara með systkini Sig- rúnar heim til Íslands á föstudag. Óskar segir að þau hjónin hafi ekki sjálf rætt við hjúkrunarfræð- inginn sem kom að slysinu, sem varð skammt frá Herning á fimmtudagskvöld. Hún átti af til- viljun leið hjá og var því fyrst björgunarfólks á vettvang. Danskur vinur Óskars, sem fjölskyldan var á leið til að heimsækja þegar slysið varð, hafði samband við konuna fyr- ir hönd fjölskyldunnar. Hann náði sambandi við hana einni klukku- stund áður en hún gekk upp að alt- arinu á föstudaginn til að gifta sig. „Hann hafði þau orð eftir henni að þetta væri besta brúðkaupsgjöf sem hún hefði fengið, að vita það þó að barnið væri í þessu ástandi, því það gat alveg eins verið allt annað ástand,“ segir Óskar. Þakklát fyrir mikinn stuðning heiman frá Íslandi Óskar segist hafa fylgst vel með hjúkrunarfræðingnum á slysstað sem hafi unnið þar óaðfinnanlega. „Við erum henni ævarandi þakklát fyrir það hvernig hún vann,“ segir Óskar og bætti við: „Við þökkum einnig alveg gríðarlegan stuðning sem við höfum fundið heiman frá Íslandi og alls staðar að. Við höfum fengið mikið af kveðjum og hlýjum óskum. Það hjálpar okkur mikið við að halda andlegri ró meðan á þess- ari bið stendur. Biðin er erfið en við treystum læknunum alveg til þess að gera þetta vel. Við vonum að þetta fari vel og trúum því,“ segir Óskar. Enn haldið sofandi vegna sýk- ingar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt ólögmætt keppnisbann, sem Landssamband íslenskra akst- ursíþróttafélaga (LÍA) setti kepp- anda í torfæruakstri í árið 2000. Var LÍA dæmt til að greiða keppand- anum 950 þúsund krónur í bætur og 300 þúsund krónur í málskostnað. Bannið var sett vegna þess að um- ræddur ökumaður, Gunnar Egils- son, hafði tekið þátt í keppni á veg- um Torfærusambands Íslands (TSÍ) sem stóð fyrir torfærukeppni í sam- keppni við Félag íslenskra torfæru- ökumanna, aðildarfélag LÍA. Gunn- ar, sem var í Félagi íslenskra torfæruökumanna, tók þátt í keppni á vegum LÍA í Jósefsdal í júní árið 2000 og daginn eftir tók hann þátt í keppni á sama stað á vegum Tor- færusambands Íslands. Með bréfi 7. júlí tilkynnti LÍA Gunnari að hann hefði verið settur í keppnisbann og útilokaður frá allri keppni á vegum LÍA sem hafa vægi til Íslands- og heimsmeistaratitils. Voru forsend- urnar þær að Gunnar hefði tekið þátt í ólöglegri keppni. Árangurslausar sáttaumleitanir Sáttaumleitanir báru ekki árang- ur og því stefndi Gunnar LÍA fyrir héraðsdóm. Sagði hann að þegar einkaleyfi til keppnishalds hefði ver- ið gefið frjálst með reglugerð dóms- málaráðuneytisins í apríl árið 2000 hefði TSÍ verið stofnað og það byrj- að að standa fyrir löglegri keppni í torfæruakstri. Hefði þetta verið ógn gagnvart þeim sjónvarpsréttar- samningum sem LÍA stóð að. Sagði Gunnar að LÍA hefði ákveðið að refsa honum öðrum til varnaðar, í þeirri von að sambandinu tækist að viðhalda þeirri einokunarstöðu sem það hefði notið fyrir tilkomu reglu- gerðarinnar. LÍA sagði hins vegar að keppni, eins og sú sem TSÍ stóð fyrir í júlí 2000, stangaðist á við lög LÍA og al- þjóðlega lögbók Alþjóða bílasam- bandsins sem LÍA væri bundið af. Því væru afleiðingar af þátttöku í slíkri keppni þær að viðkomandi missti keppnisskírteini sitt hjá LÍA. Vísaði LÍA m.a. í ákvæði í alþjóð- legu lögbókinni um að hver sú keppni sem ekki væri í samræmi við lögbókina og í andstöðu við reglur landsfélags, séu ólögmæt og hafi þátttaka í slíkri keppni þær afleið- ingar að keppandi sé sviptur keppn- isskírteini sínu. Einkaréttur fallinn niður Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að eftir að reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni öðlaðist gildi hafi einkaréttur LÍA á keppnishaldi fallið niður og því hafi ekki lengur verið skilyrði að lögum að við keppni væri alveg farið að reglum LÍA um akstursíþróttir. Einnig var það álit dómsins að eftir gildistöku reglugerðarinnar hefði skilyrði félagslaga fyrir þátttöku meðlima í aðildarfélögum LÍA verið ólögmætt. Þá hefði ekki verið sýnt fram á að keppnin á vegum TSÍ hefði verið í andstöðu við reglugerð dómsmálaráðuneytisins. Því féllst dómurinn á að keppnisbannið hefði verið ólögmætt. Dómurinn féllst síðan á það með Gunnari að hann hefði misst af tekjum af auglýsingum vegna keppnisbannsins og er það tjón met- ið á 750 þúsund krónur. Auk þess voru hæfilegar bætur vegna mein- gerðar, sem keppnisbannið hafði í för með sér gagnvart Gunnari, tald- ar vera 200 þúsund krónur. Allan Vagn Magnússon héraðs- dómari kvað upp dóminn. Lögmaður stefnanda var Garðar Briem hrl. og lögmaður stefnda Indriði Þorkels- son hrl. Keppnisbann í torfæruakstri dæmt ólögmætt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.