Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 27 um að bókhald félagsins sé fært í samræmi við lög og venjur og meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti,“ segir m.a. í 68. grein hluta- félagalaga. Af þessu sést að hlutverk stjórna er umfangs- mikið og eftirlitsskylda einnig. Stjórn markar stefnu fyrirtækis og framkvæmdastjóri starfar í skjóli stjórnarinnar. Stjórnin skal einnig hafa eft- irlit með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Félagsstjórnir hafa sinnt hlutverki sínu misvel í gegnum tíðina en í spillingarumræðu síðastliðinna mánaða hefur eftirlitsskyldu stjórna m.a. borið á góma og áhersla verið lögð á að stjórnarlaun verði að vera í samræmi við vinnuframlag og að stjórn- armenn þurfi að gefa sér tíma fyrir stjórnarsetu. Háværari kröfur um arðsemi Að sögn Áslaugar Björgvinsdóttur, lektors við lagadeild Háskóla Íslands, hefur ábyrgð stjórn- enda samkvæmt lögum ekki aukist en vera kunni að aukin umræða og áhugi á rekstri og stjórnun hlutafélaga og háværari kröfur fjárfesta um arð- semi og þá einkum þeirra félaga sem skráð eru í kauphöll hafi haft í för með sér að ríkari kröfur séu gerðar til stjórnenda hlutafélaga og því muni oftar reyna á ábyrgð þeirra en hingað til. Aukið gagnsæi fylgir skráningu félaga í kauphöll vegna ríkrar upplýsingaskyldu slíkra félaga og óhjá- kvæmilega hlýtur því að fylgja mikið aðhald fyrir stjórnendur, m.a. vegna þess að einn mælikvarði á frammistöðu þeirra getur verið verðmyndun á bréfum félagsins á markaði og áhugi eða jafnvel áhugaleysi fjárfesta á þeim. „En þetta er hægfara þróun sem enn sjást lítil merki um í dómafram- kvæmd,“ segir Áslaug. Hún leggur áherslu á að stjórnarmenn geti ekki skýlt sér á bak við fákunnáttu. Stjórnarmenn hafi ríkum skyldum að gegna, og það þýði ekkert að vísa ábyrgðinni á einhvern annan. Samkvæmt hlutafélagalögum fara stjórn og framkvæmda- stjórar saman með stjórn hlutafélags og bera ábyrgð á rekstri þess. Verkaskipting stjórnar og framkvæmdastjóra er ekki niðurnjörvuð í íslensk- um rétti, að því er fram kom í máli Áslaugar á fundi viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands um hlutverk og ábyrgð stjórnenda í hluta- félögum, sem haldinn var í vor. Til dæmis er ekkert sem bannar það að stjórn taki ákvarðanir sem snúa að daglegum rekstri eða taki einhvern þátt í daglegum rekstri félagsins. Þó skulu meirihluta stjórnar mynda menn sem ekki eru framkvæmdastjórar og ekki má kjósa fram- kvæmdastjóra sem stjórnarformann. Markmiðið er að tryggja betur að félagsstjórn geti og sinni í raun eftirlitshlutverki með framkvæmdastjórum. Þessi krafa í lögum ásamt reglunni um að ekki megi kjósa framkvæmdastjóra sem stjórnarfor- mann sé vísbending um að stjórn sé þó ekki ætlað að taka yfir daglegan rekstur félagsins. Í 134. grein hlutafélagalaga er kveðið á um skaðabótaskyldu stjórnenda vegna tjóns sem þeir valda í störfum sínum fyrir félagið, hvort heldur sem er vegna athafna eða athafnaleysis. Áslaug segir að oftast sé um að ræða vanrækslu á eftirliti. Stjórnarmenn bera þá skaðabótaábyrgð gagnvart félaginu, hluthöfum eða öðrum, t.d. viðsemjend- um félagsins. Sjaldnast er það félagið sjálft sem krefst skaðabóta, að sögn Áslaugar, oftar eru það hluthafarnir, ríkið eða viðsemjendur, t.d. við gjaldþrot fyrirtækis. Ábyrgð stjórnarmanna kemur við sögu í ýmsum dómum Dómar hafa fallið bæði í skaðabóta- og refsi- málum á síðustu áratugum þar sem ábyrgð stjórnarmanna kemur við sögu. Þá fylgja skrán- ingu hlutafélaga í kauphöll ýmsar skyldur sem vanræksla á getur varðað bótaábyrgð en enn hef- ur t.d. ekki reynt á ábyrgð stjórnenda félaga á röngum eða villandi upplýsingum í skráningar- eða útboðslýsingum hér á landi. Í olíumálinu svokallaða var kveðinn upp dómur í Hæstarétti árið 1963. Málið vakti á sínum tíma mikla athygli en þar kom einmitt ábyrgð stjórn- armanna við sögu. Framkvæmdastjóri Hins ís- lenska steinolíuhlutafélags, dótturfélags Olíu- félagsins hf., hafði um langt skeið flutt inn vörur til landsins sem voru hagnýttar af félögunum eða framkvæmdastjórunum persónulega, en á erlend- um skjölum sem framvísað var við innflutnings- yfirvöld og á innflutningsskýrslum voru þær sagðar vera eign Bandaríkja Norður-Ameríku á Íslandi, eins og greint er frá í bók Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors, Hlutafélög og einkahlutafélög. En með þessu voru aðflutnings- og tollagjöld höfð af ríkissjóði. Framkvæmda- stjórinn var dæmdur til refsingar og hlaut bæði fjögurra ára fangelsisvist og sekt, en hann var einnig fundinn sekur um fjárdrátt. Framkvæmdastjóri Olíufélagsins hf. var einnig dæmdur til greiðslu sektar, sem og stjórnarmenn í Olíufélaginu. Í dómi Hæstaréttar segir m.a.: „Ákærðu fóru allir með fyrirsvar fyrir Olíufélagið h/f og Hið íslenzka steinolíuhlutafélag. Verður því að gera þær kröfur til þeirra, að þeir hefðu eftirlit með rekstri félaganna í meginefnum. Hinn ólög- legi innflutningur fór fram að staðaldri um langan tíma. Er því sýnt, að skort hefur á eftirlit af þeirra hendi. Verða þeir því að bera refsiábyrgð...“ Stoðar ekki að bera fyrir sig vanþekkingu 24. mars árið 1992 var kveðinn upp dómur í Töggsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Forstjóri og stjórnarmaður í innflutningsfyrirtækinu Töggi voru dæmd til refsingar, m.a. fyrir söluskatts- vanskil. Forstjórinn og stjórnarmaðurinn voru hjón á meðan brotin áttu sér stað og mynduðu meirihluta þriggja manna stjórnar fyrirtækisins. Í dómi Hæstaréttar sagði m.a. að ljóst væri að þegar forstjóri og stjórnarformaður væri einn og sami maðurinn væri hann nær einráður um starf- semi félagsins. Einnig að gera yrði þær kröfur til stjórnarmannsins, þ.e. eiginkonu forstjórans, að hún aflaði sér vitneskju um rekstur félagsins í höfuðdráttum. „Mátti henni vera kunnugt um vanskil félagsins á söluskatti, sem stóðu um lang- an tíma. Verður að telja, að hún hafi vanrækt eftirlitsskyldu sína, og ber því að sakfella hana...“ Í áðurnefndri bók Stefáns Más segir að draga megi þá ályktun af þessum dómum m.a. að stjórn- endur verði að afla sér vitneskju um öll megin- atriði í rekstri félagsins. „Það stoðar ekki að bera fyrir sig vanþekkingu eða það að hafa ekki tekið þátt í stjórnarstörfum. Jafnframt verður að ætla að þær kröfur verði gerðar til sérhvers stjórnar- manns að hann hafi frumkvæði að því að stjórnar- fundir séu haldnir í félaginu þegar þörf gerist eða að eftirlit þeirra geti orðið virkt með öðrum hætti.“ 9. desember 1999 féll dómur í Hæstarétti þar sem endurskoðendur félagsins Nathan & Olsen voru dæmdir til að greiða félaginu fjórar milljónir króna í bætur. Gjaldkeri félagsins hafði dregið sér rúmlega 32 milljónir króna úr sjóðum félagsins á árunum 1992 til 1996 en hann sá jafnframt um bókhald félagsins. Endurskoðendurnir höfðu árit- að ársreikninga félagsins athugasemdalaust og án þess að kanna stoðgögn og fylgiskjöl. Þeir höfðu aldrei tilkynnt stjórn félagsins um vanskil á af- stemmingu reikninga en rætt það óformlega á fundi með framkvæmdastjóra og fjármálastjóra félagsins. Hæstiréttur taldi að rík skylda hefði hvílt á stjórnendum félagsins að hafa umsjón og eftirlit með bókhaldi félagsins. Hefði sú skylda verið sér- staklega brýn þar sem sami maður gegndi bæði bókhalds- og gjaldkerastörfum, enda hefði sú skipan falið í sér augljósan veikleika gagnvart innra eftirliti. Hæstiréttur komst að því að endur- skoðendurnir hefðu átt að vekja athygli stjórnar félagsins skriflega á umræddum annmörkum. Áslaug bendir á að Hæstiréttur hafi í Nathan & Olsen málinu fellt bótaábyrgð á endurskoðanda félagsins vegna þess að þeir voru að hluta taldir eiga sök á því að ekki komst fyrr upp um fjárdrátt starfsmannsins, en jafnframt bent á að um eftir- litsskort af hálfu stjórnar hafi verið að ræða. Af þeim dómi megi því ráða að þar hafi ekki bara misfarist eftirlit af hálfu endurskoðenda, heldur líka innra eftirlit af hálfu stjórnenda, þ.e. fram- kvæmdastjóra og stjórnar. Stjórn á að vera inni í öllum reglum 18. nóvember 1999 voru stjórnarmenn í Hafaldi hf. dæmdir skaðabótaskyldir í Hæstarétti sem sneri dómi Héraðsdóms við. Félagið keypti bát árið 1991 sem var veðsettur samkvæmt veð- skuldabréfi til annars félags. Vanskil urðu á veð- skuldabréfinu og krafist var nauðungarsölu á bátnum. Félagið sótti þá um heimild til að fram- selja aflahlutdeild bátsins sem færð hafði verið á hann eftir útgáfu veðskuldabréfsins. Undir beiðn- ina skrifuðu framkvæmdastjóri og stjórnarfor- maður félagsins (sami maður), og tveir stjórnar- menn, börn hans. Fyrir mistök sýslumanns, útgefanda veðbókarvottorðsins, var veðskuldar ekki getið og var aflahlutdeild bátsins skilin frá honum án vitundar þess sem krafist hafði nauð- ungarsölu, með samþykki Fiskistofu. Það var því bátur án kvóta sem fór á nauðungaruppboð og höfðaði félagið sem krafist hafði nauðungarsölu mál á hendur stjórnarmönnunum og sagði þá seka um vanrækslu. Stjórnarmennirnir báru það fyrir sig að þau hefðu ekki fylgst með daglegum rekstri, enga hugmynd haft um hvað þau voru að undirrita þegar þau skrifuðu undir framsalsbeiðn- ina til Fiskistofu og enga vitneskju haft um það að veðbókarvottorðið væri rangt. Hæstiréttur taldi að ákvörðunin um að fram- selja aflahlutdeild bátsins hefði verið mikils háttar ákvörðun og sú krafa yrði gerð til stjórnarmann- anna að þau hefðu í meginatriðum vitneskju um rekstur félagsins og mikils háttar ráðstafanir. „Þeim stoðar hvorki að bera fyrir sig ókunnug- leika í þeim efnum né heldur á þeirri löggjöf, sem á hverjum tíma gildir um starfsemi og ákvarð- anatöku hlutafélaga. Verða ekki gerðar síðri kröf- ur til þeirra um þetta, þó að félagið hafi að öllu leyti verið í eigu fjölskyldunnar, en saman áttu þau helming hlutafjár á móti foreldrum sínum,“ segir m.a. í dómi Hæstaréttar. Að mati Áslaugar er dómurinn í Hafaldsmálinu athyglisverður. Af dómnum megi ráða að sá sem er í stjórn fyrirtækis eigi undir öllum kringum- stæðum að vera inni í öllum reglum sem gilda um rekstur viðkomandi félags, óháð aldri eða þekk- ingu viðkomandi stjórnarmanns. Áslaug segir að draga megi þá ályktun að ríkar kröfur séu gerðar til stjórnarmanna og þeir beri allir sömu lagalegu ábyrgð án tillits til menntunar, reynslu eða annarrar þekkingar. Ekki stoði því að bera fyrir sig vanþekkingu eða kunnáttuleysi, hvað þá að hafa ekki tekið virkan þátt í stjórnun félagsins. Virkur framkvæmdastjóri en lítið virk stjórn Fleiri dómar hafa fallið í málum þar sem ábyrgð stjórnarmanna kemur fyrir. Angi af slíku var í Hafskipsmálinu og máli Kletts-Hagvirkis. Mikla- garðsmálið sem reyndar fór ekki fyrir Hæstarétt tók einnig á ábyrgð stjórnarmanna, en þar voru stjórn og framkvæmdastjóri sýknuð. Stjórn og framkvæmdastjóra Miklagarðs, sem var í meirihlutaeigu Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, var stefnt af viðskiptavini sem taldi að gefa hefði átt bú félagsins upp til gjaldþrota- skipta mun fyrr en gert var. Einnig var á því byggt að stjórnendurnir hefðu staðið með ólögmætum hætti að hlutafjáraukn- ingu fyrirtækisins árið 1992. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur og kveðinn upp dómur 7. apríl 1995. Af hálfu stefndu var því lýst að stjórn Miklagarðs hefði verið lítið virk en framkvæmda- stjóri með mikil völd og nánast séð um alla fjár- málastjórnun. Af þeirra hálfu kom einnig fram að mikilvægt væri að hafa í huga að almennt væru gerðar mun ríkari kröfur til framkvæmdastjóra félags heldur en til stjórnamanna þess varðandi þekkingu á viðskiptum og fjárhagsstöðu félagsins. Í ljós kom að framkvæmdastjóri Miklagarðs hafði gefið stjórn félagsins rangar upplýsingar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að stefnanda hefðu verið kunnir þeir rekstrarerfið- leikar sem Mikligarður átti í og ekki hefðu verið orsakatengsl milli raunverulegrar rekstrarstöðu Miklagarðs og tjóns stefnanda. Stjórn og fram- kvæmdastjóri voru því sýknuð. ðar ekki að bera sig vanþekkingu Morgunblaðið/Kristinnkröfur eru gerðar til stjórnenda hlutafélaga og búist er við að oftar muni reyna á ábyrgð þeirra en hingað til. ’ ...þær kröfur verði gerðar til sérhvers stjórnarmannsað hann hafi frumkvæði að því að stjórnarfundir séu haldnir í félaginu þegar þörf gerist... ‘ ’ Enn hefur t.d. ekki reynt á ábyrgð stjórnenda félaga áröngum eða villandi upplýsingum í skráningar- eða útboðslýsingum hér á landi. ‘ steingerdur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.