Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 17 BEIÐNI um gjaldþrotaskipti Ís- lenskrar útivistar ehf., sem rekur útivistarverslunina Nanoq í Kringl- unni, var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en versluninni hefur verið lokað, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Fasteignafélagið Þyrping, sem er að meirihluta í eigu Kaupþings, á allt hlutafé í félaginu en er jafnframt meðal kröfuhafa á félagið. Íslensk útivist ehf. var árið 1999 í eigu Eignarhaldsfélagsins Hofs og Einars Sigfússonar. Félagið var stofnað um rekstur verslunarinnar Nanoq, sem var opnuð í Kringlunni í október 1999. Nokkrum mánuðum fyrir opnun verslunarinnar var Íslensk útivist sameinuð Skátabúðinni við Snorra- braut og þá bættist Hjálparsveit skáta í Reykjavík við sem einn eig- enda félagsins. Tæpum þremur árum síðar, fyrir rúmum mánuði, var tilkynnt að tæp- lega 70% eignarhlutur í félaginu hefði verið seldur Guðmundi Ágústi Péturssyni, eiganda GÁ Péturssonar hf. og Sportmanna ehf. Nánar tiltek- ið var um 68,5% eignarhlut að ræða og salan var með fyrirvara um for- kaupsrétt Fasteignafélagsins Þyrp- ingar hf., sem átti þau 31,5% sem út af stóðu. Þyrping ákvað síðar að nýta sér forkaupsrétt sinn. Seljendur hlutarins voru Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir, Einar Sigfússon, Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Þorbjörn Stefánsson, framkvæmdastjóri félagsins. Vantaði mikið upp á að endar næðu saman Halldór Jónsson hdl. er lögmaður Þyrpingar. Hann segir að hópur kröfuhafa hafi í raun staðið að kaup- um hlutarins í Íslenskri útivist. Und- anfarið hafi þessi hópur reynt til þrautar að finna grundvöll til áfram- haldandi rekstrar félagsins. Niður- staðan hafi hins vegar orðið sú að fé- laginu yrði ekki bjargað og ákveðið hafi verið að Þyrping færi með það í gjaldþrot. „Það er mikil synd að þetta skuli ekki hafa tekist en það var alveg út- séð með það núna um helgina að það tækist en verulega fjármuni vantaði upp á að endar næðu saman,“ segir Halldór. Um hvort búast megi við því að salan á meirihluta hlutafjárins verði látin ganga til baka við skipti þrota- búsins segir hann að það sé ekki inni í myndinni. „Þessi aðgerð, að ganga inn í kaupin á hlutabréfunum, var ekki hugsuð sem fjárfesting enda stendur Þyrping ekki í svona fjárfestingum. Þyrping átti þarna 31,5% í félaginu og þau hlutabréf voru að nokkru leyti tilkomin vegna gamalla skulda sem hafði verið skuldbreytt frá fyrri tíma. Þyrping átti þarna forkaups- rétt en var jafnframt meðal kröfu- hafa. Þegar því var lýst yfir að allir aðr- ir hluthafar í Íslenskri útivist seldu tilteknum kröfuhafa öll hlutabréf sín virtist sem einn kröfuhafinn væri skyndilega kominn með yfirburða- stöðu í félaginu og Þyrping ákvað að ganga inn í kaupin. Það kom svo upp úr kafinu að þessi aðili var ekki einn heldur leiddi hann hóp kröfuhafa og var honum í kjölfarið veitt umboð til að gera allt sem hann taldi sig þurfa og hugðist Þyrping hf. taka jafnan þátt í nið- urfærslu krafna, enda stendur Þyrp- ing í sömu sporum og margir aðrir kröfuhafar, að tapa mjög miklum peningum. Þetta var ákjósanleg leið sem hann reyndi að leggja upp með en hún gekk því miður ekki upp. Þá var ákveðið að Þyrping færi með félagið í gjaldþrot.“ Halldór segir ástæður þess að ekki tókst að bjarga félaginu fyrst og fremst mega rekja til slæmrar skuldastöðu þess en einnig til þess að ekki var hægt að fara fram á það við erlenda birgja að þeir lækkuðu kröfur sínar á hendur félaginu. Þá hefði rekstrargrundvöllur fyrirtæk- isins ekki þótt nægilega góður þrátt fyrir skýlausan vilja allra þeirra sem að komu til að lækka kröfur sínar auk þess sem til stóð að leggja aukið fé í félagið. Þrátt fyrir ungan aldur félagsins þá nemur tap þess á annað hundrað milljónum króna, eins og sagði í Morgunblaðinu í gær. Tap hefur ver- ið af rekstrinum frá upphafi og þrátt fyrir að rekstur Nanoq hafi skilað talsverðum tekjum þá hafa þær ekki nægt til að standa undir rekstrar- kostnaði og umfangsmikilli mark- aðssetningu. Um 30 manns voru í fullu starfi hjá Íslenskri útivist en alls voru um 60 manns á launaskrá. Beiðni um gjaldþrotaskipti Íslenskrar útivistar Reynt var til þrautar að halda rekstri áfram Morgunblaðið/Arnaldur Nanoq í Kringlunni hefur verið lokað vegna gjaldþrotaskipta. ATHYGLI hefur vakið að Íslandsbanki hefur auglýst útlán sín síðustu daga, en það er nokkur breyting frá því sem verið hefur að undanförnu að bankar auglýsi eftir lántak- endum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Valur Valsson, forstjóri Íslandsbanka, að bankinn teldi að stuttu samdráttarskeiði í efnahagsmálum væri að ljúka og að fram- undan væri hóflegur vöxtur í efnahagslíf- inu. „Útlánastefna bankans tekur eðlilega mið af efnahagsástandinu,“ sagði Valur, „og eftir stíft aðhald í útlánum á síðasta ári teljum við nú tímabært að skipta um gír. Við höfum lækkað vexti bæði á skammtímalánum og langtímalánum og erum almennt með lægri vexti en keppi- nautarnir. Þá erum við jafnframt byrjuð að auglýsa lán á nýjan leik. Útlán hafa minnkað frá áramótum, til dæmis um 2% á fyrsta ársfjórðungi. Ástæðan er fyrst og fremst styrking íslensku krónunnar, sem hefur í för með sér að útlán okkar í er- lendri mynt lækka þegar þeim er umbreytt í íslenskar krónur. En eftirspurn eftir lán- um hefur jafnframt verið tiltölulega lítil, en við teljum líklegt að hún fari nú vaxandi með batnandi efnahag.“ Spurður að því hvort þetta þýði að frekari vaxtalækkun sé framundan sagði Valur að varðandi skammtímavextina hafi bankinn talið skynsamlegt að fylgja Seðlabankanum og að það verði gert áfram. Langtímavextir, þ.e. verðtryggðu lánin, hafi verið lækkuð fyrir um það bil mánuði. „Keppinautarnir hafa ekki fylgt þeirri lækkun eftir, þannig að við bíðum með frekari skref og sjáum hvað gerist á markaðnum,“ sagði Valur. Íslandsbanki auglýsir eftir lántakendum BANDARÍSKI lyfjarisinn Merck & Co. hefur á síðustu þremur árum fært 12,4 milljarða Bandaríkjadala til tekna án þess að hafa fengið þá greidda. Þetta kemur fram í til- kynningu Mercks til bandaríska verðbréfaeftirlitsins, SEC, en fjár- hæðin, sem nemur tæpum 1.100 milljörðum íslenskra króna, er um 10% af bókfærðum tekjum Mercks á tímabilinu. Upplýsingar um tekjufærslu af þessu tagi komu fyrst fram í yf- irlýsingu Mercks til verðbréfaeft- irlitsins í apríl síðastliðnum, en þá var ekki skýrt frá því um hve háa fjárhæð væri að ræða. Ekki hefur komið fram að verðbréfaeftirlitið geri athugasemdir við þær aðferð- ir sem Merck hefur beitt við tekju- færslu. Forsvarsmenn fyrirtækis- ins segja að hún sé ekki óeðlileg og benda í því sambandi meðal annars á að hún hafi ekki áhrif á niður- stöðutölu rekstrareikningsins, þ.e. hagnaðinn sjálfan, því gjaldfærsla komi á móti tekjufærslunni. Færslan kemur í gegnum dótt- urfélag Mercks, Medco, sem er fé- lag sem heldur utan um lyfjastyrki fyrir vinnuveitendur og trygginga- félög og gerir samninga um magn- innkaup til að ná niður lyfjaverði. Medco færði til tekna hjá sér hluta sjúklinga af lyfjakostnaði, jafnvel þó sá hluti kostnaðarins færi beint til lyfjaverslana en ekki í gegnum Medco. Merck er eitt af fjórum stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna á þessu sviði, en af hinum þremur er eitt sem færir þessar greiðslur sjúklinga með sama hætti og Merck. Hin tvö færa þær ekki til tekna, en öll fjögur félögin segjast fylgja viðurkenndum reiknings- skilaaðferðum. Í The Wall Street Journal segir að Merck hafi haldið því fram að fyrirtækið taki í sumum tilvikum á sig ákveðna ábyrgð á hluta sjúk- lings og því sé tekjufærslan eðlileg. Hins vegar segir blaðið að í til- kynningu Mercks til verðbréfaeft- irlitsins segi að fyrirtækið standi ekki frammi fyrir lánaáhættu sem kynni að leiða til þess að það þyrfti að greiða hluta sjúklingsins standi hann ekki í skilum. The Wall Street Journal segir að ávinningur Mercks af þessari tekjufærslu sé ekki augljós. Fyrir- tækið er að hefja frumútboð á 20% hlut í Medco og með auknum tekjum, þegar gjöldin hækka jafnt tekjunum, minnkar framlegðar- hlutfallið, en margir fjárfestar vilja sjá sem hæst framlegðarhlut- fall. Á hinn bóginn þýða háar tekjur og lágt framlegðarhlutfall að fyrirtækið skilar viðskiptavin- um sínum hærri hluta af ávinn- ingnum af magninnkaupunum en ella. Þetta getur því litið vel út í augum þeirra sem kaupa þjónustu fyrirtækisins, en síður í augum væntanlegra fjárfesta. Í USA Today kemur fram að endurskoðendur telji tekjufærslu Merck á gráu svæði. Rætt er við Vincent Love hjá Félagi löggiltra endurskoðenda í New York-ríki og hann segir að hann teldi æskilegra að Merck færði greiðslur sjúkling- anna ekki til tekna, en að þetta sé ekki eins alvarlegt og sést hafi í nýlegum hneykslismálum. Deilt um bókhald bandaríska lyfjarisans Merck Tekju- færsla en engin greiðsla Fréttir um meint bókhaldsmisferli Merck hafa slæm áhrif á markaðinn. SKYGGNIR hf. hefur opnað útibú í Rotter- dam í Hollandi. Markmiðið er að auka þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins í Evrópu og stefnt er að aukinni markaðs- sókn á svæðinu. Skyggnir sérhæfir sig í alhliða rekstrarþjónustu og hýsingu tölvukerfa. Meðal viðskiptavina Skyggnis í Evrópu eru Eimskip, Flugleiðir, Gelders Spectra Shipping, Giske Shipping, Island Tours, Malenstein AIR o.fl. Skyggnir rekur um 20 þjónustustaði í Evrópu, m.a. í Amsterdam, Kaupmannahöfn, London, Tromsö og Helsinki. Verkefnastjóri úti- búsins er Guðmundur Thorberg en hann hefur starfað hjá Skyggni frá stofnun fyr- irtækisins. Viðskiptavinir Skyggnis eru orðnir yfir 60 talsins. Í umsjón Skyggnis eru um 2.500 útstöðvar í 17 löndum. Skyggnir hf. var stofnaður í desember 2000 þegar tölvudeildir Flugleiða hf., Eimskips hf. og TölvuMynda hf. voru sam- einaðar. Allir starfsmenn tölvudeilda fyr- irtækjanna voru endurráðnir hjá hinu nýja fyrirtæki. Eigendur fyrirtækisins eru stofnendur þess, Flugleiðir hf., Eimskip hf. og TölvuMyndir hf. Í dag eru starfs- menn Skyggnis tæplega 60 talsins og er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Svavar G. Svavarsson. Skyggnir opnar útibú í Hollandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.