Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Matrix Reloaded sýnishorn frumsýnt á undan mynd Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8mm) Kvikmyndir.is Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.20. B. i. 16. Vit 395. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 395. Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 12. Vit 382 ALI G INDAHOUSE 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. Bi. 14. Vit 394Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 398 15 þúsund áhorfendur Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit 358.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 393. Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal. Vit 389. Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. HJÁLP ÉG ER FISKUR! Pétur Pan 2 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. B. i. 16. Að lifa af getur reynst dýrkeypt kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  Strik.is Ástin stingur. Sýnd kl. 8 og 10.15.  HL Mbl  HL Mbl Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. S ag a u m s tr ák 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. 15 þúsund áhorfendur Freddie Prinze Jr, Sarah Michelle Gellar, Mathew Lillardog, Rowan Atkinson (MrBean) lenda í spennandi ævintýrum ásamt sætustu og skemmtilegustu hetju sumarsins Scooby-Doo. 1/2 Kvikmyndir.is ATH! AUKASÝNING KL .9. Sýnd kl. 5.45, 8, 9 og 10.15. www.sambioin.is FREMSTA harðkjarnasveit lands- ins, Mínus, stóð fyrir innflutningi bandarísku sveitarinnar Darkest Hour hingað til lands. Sveitirnar eru með sama útgáfubakhjarl þar í landi, hina virtu Victory, og hafa báðar verið nefndar sem einar þær framsækn- ustu sem skipa raðir útgáfunnar um þessar mundir. Fyrst reið á vaðið hin ofsalega sveit Klink. Tónleikarnir gengu að óskum og nýjar lagasmíðar, af breiðskífu sem væntanleg er með hausti, voru kynntar. Mínus trónir á tindi íslenska harð- kjarnafjallsins og hefur gert lengi vel. Engin hérlend harðkjarnasveit stenst henni snúning; hvort sem um keyrslu, hávaða eða nýsköpun er að ræða. Í þetta skiptið var tón- listin snörp og án allra aukaefna enda „sjötti“ meðlimurinn, Bibbi Cur- ver, fjarri góðu gamni. Efn- ið af Jesus Christ Bobby var skothelt að vanda og líkt og hjá Klink fengu nýj- ar smíðar að fljóta með. Í þeim seilast Mínusliðar enn lengra eftir „aðgengileg- um“ hljómi, framreiddum á þeirra einstaka hátt. Það er magnað að sjá hvernig Mínus er fyrir löngu búin að sprengja utan af sér hefðbundin harðkjarna- fræði svo framundan er hreint og óræktað land, tilbúið undir hvaðeina sem kemur í kollinn á þessum leitandi listamönnum. Hljóðtruflanir voru nokkrar í veiklulegu kerfinu en það pirraði ekki áhorfendur, þótt hljóðsmiðirnir sjálfir væru eðlilega pínulítið angraðir. Það má segja að Darkest Hour sé furðuleg sveit. Líkt og Mínus brýtur hún flestar reglur og blandar skemmtilega saman hinu og þessu. Sveitin leggur sig eftir hinum svokall- aða Gautaborgarhljómi; melódísku dauðarokki sem fram kom um ’95 í Svíþjóð, hvers helstu boðberar voru In Flames og At the Gates. Hann taka þeir bandarískum harðkjarna- tökum, með smáskvettu af Iron Maiden og Scorpions! Það furðulegasta er svo að þetta gengur upp, það var auðsýnilegt. Fyrir það fyrsta var sveitin þéttari en andsk... og spilaði sem einn maður nánast. Þá var keyrslan fín og ástríðan á sínum stað. Auðsýnilegt, segi ég, því það var öllu erfiðara að greina þetta með eyr- unum. Hljómurinn í Vesturportinu þetta kvöldið, sem er fínasta svita- rokksbúlla, var heldur moðkenndur og átti til að renna saman í ógreinilegt suð. Nánari athugun á föstu formi, þ.e. geisladiski, væri ráðleg fyrir þá allra áhugasömustu. Það sem mestu skiptir þó á tónleik- um sem þessum, stuð, stuð, þrumu- stuð, var ríkjandi allan tímann og þeir sem vonuðust eftir rokksköddun fengu því þörfum sínum fullnægt og vel það. Tónlist Krassandi Gautaborgar- hljómur Tónleikar Vesturport DARKEST HOUR Tónleikar bandarísku rokksveitarinnar Darkest Hour. Einnig léku Mínus og Klink. Laugardagurinn 6. júlí, 2002. Arnar Eggert Thoroddsen Arnar Eggert Thoroddsen segir „rokk- sköddunina“ hafa verið ríflega á tónleikum Darkest Hour, Mínus og Klink. ÞRÁTT FYRIR lágan meðalaldur fólksins í leikhópnum Ofleik hef- ur hópurinn fest sig í sessi meðal íslenskra áhugamannaleikhópa. Í kvöld verður frum- sýnd þriðja sýning Of- leiks á einu og hálfu ári en áður hafa þau sýnt leikritin Einmana og E. Í kvöld er svo komið að Johnny Casanova og ræddi Morgunblaðið af því tilefni við leikstjór- ann og handritshöfund- inn Jón Gunnar Þórðar- son og leikkonuna Hildi Sigurfinnsdóttur. „Johnny Casanova er sá maður sem alllir vilja vera en eng- inn þorir að vera. Hver og einn á sinn Johnny Casanova,“ byrjar Jón Gunnar aðspurður um titil verksins. „Sagan fjallar um dreng sem áttar sig á fordómum í samfélaginu þegar hann kemst að því að hann er sam- kynhneigður.“ „Þetta fjallar sem sagt um það þegar maður getur ekki verið sinn eigin Johnny Casanova,“ bætir Hild- ur við. „Ofleikur setti upp leikritið E í fyrra þar sem við vorum að berjast gegn fíkniefnum. Við erum að reyna að taka á fleiri vandamálum og erum nú að taka á fordómum,“ útskýrir Jón Gunnar. „Þetta er um fordóma gegn samkynhneigð og síðar ætlum við að setja upp leikritið Persónu- leikaplánetan sem fjallar um kyn- þáttafordóma. Við erum í raun að nota leiklistina til að koma boðskap á framfæri.“ – Teljið þið vera mikla fordóma gagnvart samkynhneigðum á Ís- landi? „Þeir fara minnkandi en eru vissu- lega enn til staðar,“ segir Hildur. „Þeir virðast sérstaklega vera að aukast hjá ungu fólki. Þetta er vissu- lega slæm þróun og við erum því að reyna að vekja athygli á þessu með þessum hætti.“ Samkynhneigð sinfóníuhljómsveit Tónlistin í Johnny Casanova er ekki af verri endanum en þar er blandað saman íslensku tölvupoppi og sinfóníutónlist beint frá London. „Þegar ég var að skrifa leikritið í London hitti ég mann sem heitir dr. Francois Evans og sagði honum frá hugmyndinni og honum leist svona rosavel á þetta,“ segir Jón Gunnar. „Málefni samkynhneigðra eru hon- um huglæg en hann er í The London Gay Orchestra þar sem 64 samkyn- hneigðir einstaklingar mynda heila sinfóníuhljómsveit. Við hófum sem sé að vinna saman, ég kláraði leik- ritið í London og byrjaði svo að vinna í tónlistinni með honum. Allri sinfón- íuhljómsveitinni var smalað saman og þau tóku upp lög sem voru gerð sérstaklega fyrir þessa sýningu.“ Evans þessi hefur komið víða við hvað tónlist varðar. Hann hefur sam- ið kvikmyndatónlist, meðal annars fyrir myndirnar Sudden Fury og Parvirella. Hann hefur stjórnað sin- fóníuhljómsveit í óperunni í London og útsetti og stjórnaði hljómsveit sem lék í brúðkaupi Victoriu og Davids Beckham. „Já, við erum með svolítið stóran samning þarna,“ segir Jón Gunnar. „Svo verður líka að koma fram að Cucuar hjálpar einnig til við tónlist- ina. Hann er íslenskur tölvupoppari og samdi tónlistina fyrir E líka.“ Í Ofleik eru í heildina um 50 manns en í sumar starfa þau 15 sam- an sem starfsmenn Reykjavíkur- borgar. „Allir meðlimirnir sem fæddir voru 1985 fengu styrkinn og hér er því saman komið fólk úr fjöl- mörgum menntaskólum sem hefur fengið reynslu úr hinum og þessum leiklistarfélögum,“ segir Hildur. „Við erum búin að vinna hörðum höndum að sýningunni síðastliðnar fimm vikur og hún er að okkar mati mjög góð,“ sagði Jón Gunnar að lok- um. Johnny Casanova er frumsýnt í kvöld klukkan 20. Aðrar sýningar á leikritinu verða 18., 19., 25. og 27. júlí og er hægt að nálgast aðgöngumiða í Tjarnarbíói. Miðaverð er 1.400 krón- ur. Ofleikur frumsýnir Johnny Casanova Ofleikið gegn fordómum Johnny Casanova er sá sem allir vilja vera. Myndin er tekin á generalprufu Ofleika í Tjarnarbíói. birta@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.