Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 23
Borgartúni 28, 562 2901
www.ef.is
Dönsku Varde viðarofnarnir hafa
hlotið sérstaka viðurkenningu í
Danmörku, Svíþjóð og Þýska-
landi fyrir fullkomna brennslu og
lágmarksreykmengun. Smíðaðir
úr þykku stáli, tvöfalt byrði og
steypt hurð með barnaöryggi.
Gæðavara á góðu verði,
34 gerðir fáanlegar.
KAMÍNUR -
VIÐAROFNAR
Menningardagskrá í Skálholti
HELGARTILBOÐ
Skálholtsskóli, Sumartónleikar í
Skálholtskirkju og Fornleifastofnun
bjóða upp á
sérstaka dagskrá
eftirfarandi helgar í sumar:
13.-14. júlí og 27.-28. júlí
Dagskráin felur í sér gistingu og sögutengdan veislukost,
m.a. að hætti Valgerðar biskupsfrúar, fyrirlestur um stef
helgarinnar, leiðsögn um fornleifauppgröftinn, staðar-
skoðun, þrenna tónleika og hátíðarmessu.
Boðið er upp á sérstakt helgartilboð, kr. 8.900
Pantanir og upplýsingar í Skálholtsskóla,
sími 486 8870, netfang skoli@skalholt.is
MÖRGUM mun í ljósu minni hin
mikla sýning, Lífshlaup, sem haldin
var í Listasafni Kópavogs beggja
megin aldamóta 2000. Um að ræða
einstætt einkasafn hins stórbrotna
athafnamanns Þorvaldar Guðmunds-
sonar og eiginkonu hans Ingibjargar
Guðmundsdóttur á íslenzkri mynd-
list. Meginhluti þess verk eftir Jó-
hannes S. Kjarval og eldri kynslóð sí-
gildra módernista, ásamt með einu og
öðru frá nýrri tímum.
Þorvaldur Guðmundsson var alæta
á Kjarval, hvort heldur stór olíumál-
verk eða minnstu riss á sýrufrían sem
forgengilegustu tegundir af pappír,
listamaðurinn í eðli sínu artisti og sí-
teiknandi á allt laust og fast þegar sá
gállinn var á honum. Var af þeirri
kynslóð listamanna sem var inn-
prentað að tapa aldrei þræðinum,
vera með galopin augu og í stöðugu
sambandi við líf, náttúru, efnivið og
föng. Matisse byrjaði iðulega daginn
á því að fara út í garð og teikna lauf-
blöð og aðra gróðurvirkt og Munch
sem var mikið á faraldsfæti sírissandi
og málandi á hótelherbergjum sínum.
Sjálfur hef ég átt því láni að fagna að
kynnast nokkrum sporgöngumönn-
um þeirra sem voru samgrónir við-
horfunum. Voru alltaf með teikni-
blokkina í vasanum, ef ekki
málmplötur líka, og blýantinn eða
nálina á lofti við ólíkustu tækifæri,
jafnt í málmfuglum nokkur þúsund
fet ofar jörðu eða mannfagnaði niðri.
Þarnæsta kynslóð listamanna var
hvergi nærri eins höll að iðjunni, þó
voru þeir vissulega til sem rissuðu af
lífi og sál, en það var þá oftar en ekki
sérgrein þeirra. Líkast tímanna tákn
að nú er þessu undirstöðuatriði sjón-
lista um aldir að litlu sinnt í listahá-
skólum, nær engu í sumum.
Að öllu samanlögðu mjög við hæfi
að leggja áherslu á riss og vatnsliti á
þessari sýningu. Vegur rissins aldrei
verið sem skyldi hér á landi, yfirleitt
tekið sem óæðri athöfn sem væri hún
nokkurs konar þjónusta málaralistar-
innar; ancilla picturae, líkt og það er
orðað, vatnslitir einnig á neðra þrepi.
Íslendingar hafa þó átt marga færa
teiknara en nær ekkert verið gert til
að lyfta undir þá hæfileika þeirra. Að
fáum undantekningum eru íslenzkar
bókmenntir til að mynda átakanlega
fátækar af gildum bókalýsingum og
söfnin hafa lítið haldið teikningunni
fram. Má alveg ætla að hér hafi mikill
mannauður farið forgörðum, um leið
skal vísað til þess að vægi listaverks
helgast jafnlítið af efniviði og mynd-
efni, öllu frekar sjálfum úrskerandi
listbrögðunum og framstreymandi
kraftbirtingu.
Eins og tíundað hefur verið í fjöl-
miðlum gerði Listasafn Kópavogs á
liðnu ári vörslusamning við fjölskyldu
Þorvaldar Guðmundssonar til fjög-
urra ára. Varðar öll verk einkasafns-
ins, að þeim undanskildum sem stað-
sett eru í húskynnum Hótel Holts.
Samninginn má framlengja til
tveggja ára í senn og fylgir heimild
um sýningarhald að vild á staðnum,
en á móti kemur ýmis þjónusta, svo
sem að safnið verði myndað stafrænt
og tölvuskráð. Mikill fengur að hinu
síðartalda en nokkuð álitamál hvort
það sé vettvangur og ávinningur fyrir
opinbert safn af takmarkaðri stærð,
kennt við annan listamann, að gera
slíkan vörslusamning. Einkum í ljósi
hinnar gríðarlegu ábyrgðar, kostnað-
ar og vinnu er fylgir, til viðbótar er
þegar til heilt Kjarvalssafn í höfuð-
borginni, sem hefur hér einnig drjúg-
um skyldum að gegna. Í ljósi reynsl-
unnar eru menn afar varkárir í
þessum efnum meðal hundraðfalt
stærri og ríkari þjóða, takmarkar
skiljanlega getu viðkomandi safna til
að sinna öðrum og nærtækari verk-
efnum.
Þetta er fyrsta sýningin sem sett
er upp síðan nefndur vörslusamning-
ur var gerður, en aðsóknin virðist
hvergi nærri sem skyldi, tímasetn-
ingin trúlega óheppileg þar sem allir
skólar eru lokaðir og mikilvæg
fræðslustarfsemi fer þannig forgörð-
um. Óumdeild er hins vegar hin mikla
þýðing þess að gera þetta mikla safn
aðgengilegt almenningi, fullkomin
skráning hvers verks og ljósmyndun í
stafrænt form.
Það sem eftir situr að loknum
nokkrum heimsóknum á sýninguna
er helst hvílíkur galdramaður Kjarval
var í rissum sínum, og hún hefði trú-
lega haft meiri slagkraft ef meiri
áhersla hefði verið lögð á þau, en
minna á olíumálverkin. Hvað olíumál-
verkin áhrærir njóta þau sín mörg
hver mun síður en á aldamótasýning-
unni, sem var til muna skipulegri. Má
orða það svo, að þessi blanda úr
mörgum áttum dragi broddinn úr
heildarhrifunum og geri þau óskil-
virkari. Hins vegar eru hér mynd-
rænir dýrgripir á hverju strái, bæði
eftir meistara Kjarval og svo alla
hina, sem gerir framkvæmdina í
sjálfri sér að stórviðburði.
Leiðrétting
Í rýni minni um sýningu Youchi
Onagi í Hafnarborg hér í blaðinu
laugardaginn 29. júní hvarf lína úr
málsgrein í öðrum dálki sem gerði
hana snubbótta. Rétt er hún svona:
Skrifari var svo lánsamur að rekast á
mikla vorsýningu skólans er hann var
á ferð í borginni fyrir áratug eða svo,
og greindi að nokkru frá hér í blaðinu.
MYNDLIST
Listasafn Kópavogs
Opið alla daga frá 11–17. Lokað mánu-
daga. Til 28. júlí.
Aðgangur 300 krónur. Sýningarskrá 100
krónur.
RISS OG MÁLVERK
SAFN ÞORVALDAR GUÐMUNDSSONAR
Kjarval
og allir
hinir
Kjarval: Riss af fugli.
Bragi Ásgeirsson
LISTAKONAN Marý opnar á morg-
un, fimmtudag, sýningu á verkum
sínum á Mokka kaffi við Skóla-
vörðustíg.
Sýningin samanstendur af olíu-
myndum á striga, samtals 14 talsins
og eru flestar myndirnar málaðar,
að því er segir í tilkynningu, meðan
á veikindum stóð, Marý er fædd
1978 og er þetta hennar fyrsta
einkasýning, en hún er lærður hár-
iðnsveinn, en hefur einnig numið við
Myndlistarskóla Reykjavíkur Sýn-
ingin á Mokka stendur til 14. ágúst
og er opin á opnunartíma kaffihúss-
ins, mánudaga til laugardaga frá
9.30 til 23.30 og sunnudaga frá 14 til
23.30. Aðgangur er ókeypis.
Marý á Mokka
Eitt af verkum
listakonunnar
Marý.
irnar taka að sér hlutverk ýmissa
hljóðfæra. Söngkvartettinn var
stofnaður árið 1992 og markar
þetta ár 10. starfsár kvartettsins.
Kvartettinn hefur á þeim tíma
meðal annars gefið út tvo geisla-
diska.
Fjóreykið skipa þau Sigrún Þor-
geirsdóttir, Skarphéðinn Hjart-
arson, Soffia Stefánsdóttir og Þór
Heiðar Ásgeirsson.
Hótel Höfði, Ólafsvík:
Söngkvartettinn Rúdolf syngur kl.
22.
Að því er segir í tilkynningu verð-
ur léttleikinn allsráðandi og er
efnisskráin að mestu byggð á inn-
lendum og erlendum dægurflugum
en einnig verða fluttar íslenskar
söngperlur eftir ástsælustu tón-
skáld þjóðarinnar og erlendir
djassstandardar.
Söngkvartettinn flytur efnisskrá
sína án undirleiks þar sem radd-
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
KOMIN er út hjá Ættfræðiþjónust-
unni bókin Fagurhólsbræður úr
Landeyjum – niðjatal Sigurðar Ein-
arssonar, bónda í Fagurhól, og
Helgu Einarsdóttur, eiginkonu hans.
Höfundar niðjatalsins eru Eygló
Halldórsdóttir, niðji Sigurðar, og
Jón Valur Jensson ættgreinir.
Bókin Fagurhólsbræður úr Land-
eyjum er 80 blaðsíður.
Ættfræði