Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Arcadia og Florinda. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Eldborg vænt- anleg og Selfoss fer frá Straumsvík. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa, s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataúthlutun og fatamóttaka, s. 552 5277, opin annan og fjórða hvern miðvikud. kl. 14–17. Sumarlokun frá 1. júlí til 1. sept- ember. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 opin smíðastofan og handavinnustofan. Kl. 13.30 keila. Kl. 13.30 frjáls spilamennska. Púttvöllurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. All- ar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–10.30 banki, kl. 13–16.30 spil- að. Skoðunarferð um Þingvöll fimmtudaginn 11. júlí. Lagt af stað frá Bólstaðarhlíð kl. 13. Kaffihlaðborð á Valhöll. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15 hádegismatur, kl. 14.30 bankaþjón- usta, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 15 kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara, Kópavogi. Skrifstofan er lokuð til 7. ágúst. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fótaaðgerð- arstofa: tímapantanir eftir samkomulagi, s. 899 4223. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag, miðvikudaginn 10. júlí: Púttkeppni við pútt- klúbb Hrafnistu á Hrafnistuvelli. Mæting kl. 13.30. Keppt um Sparisjóðsbikarinn. Fjölmennið og hvetjið okkar menn. Félags- heimilið Hraunsel verð- ur lokað vegna sum- arleyfa starfsfólks til 11. ágúst. Upplýsingar um orlofsferðir að Hrafnagili við Eyja- fjörð 19.–23. ágúst og að Höfðabrekku 10.–13. sept. eru gefnar í sím- um 555 1703, 555 2484 og 555 3220. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðju- daginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tóm- stundaráðs eru sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug kl. 9.30 mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Göngu-Hrólfar fara frá Hlemmi í dag kl. 9.45. Danskennsla Sigvalda í kvöld kl. 19.15. Ferð í Galtalæk á úti- tónleika 14. júlí 2002 með Álftagerð- isbræðrum og Diddú. Örn Árna og Karl Ágúst slá á létta strengi. Lagt af stað kl. 15 frá Glæsibæ. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. Dagsferð 15. júlí, Flúð- ir-Tungufellsdalur (veg- ur liggur upp í gegnum dalinn sem er með skógi á báðar hendur) -Gullfoss-Geysir- Haukadalur-Laug- arvatn-Þingvellir. Kaffi- hlaðborð í Brattholti. Leiðsögn Sigurður Kristinsson Skráning hafin. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals og Tyrk- lands í haust, fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin, takmarkaður fjöldi. Nánari upplýsingar á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sími. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð, opin vinnu- stofa, m.a. postulín, mósaik og gifsaf- steypur, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9–16 böð- un. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 13 félagsvist FEBK, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsheimilið Gull- smári 13 verður lokað frá 8. júlí til 6. ágúst. Fótaaðgerðarstofan verður opin, sími 564 5298, hársnyrtistof- an verður opin, sími 564 5299. Hvassaleiti 58–60. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11–11.30 banki, kl. 12 hádegisverður, kl. 13– 14 pútt, kl. 13 brids. Norðurbrún 1. Kl. 13 banki og félagsvist. Fótaaðgerðarstofan er lokuð frá 15. júlí til 23. júlí. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 13–14 spurt og spjallað. Verslunarferð í Bónus kl. 13.30. Vitatorg. Kl. 9.30 hand- mennt, kl. 10 morg- unstund, kl. 12.30 versl- unarferð í Bónus. Bankaþjónusta 2 fyrstu miðvikudaga í mánuði. Minningarkort Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingardeildar Landspítalans, Kópa- vogi (fyrrverandi Kópa- vogshæli), s. 560 2700, og á skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551 5941, gegn heim- sendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565 5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroskahjálp. Minning- arsjóður Jóhanns Guð- mundssonar læknis. Tekið á móti minning- argjöfum í síma 588 9390. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560 1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minning- argjöfum á deild 11-E í síma 560 1225. Hranfkelssjóður (stofn- aður 1931) minning- arkort afgreidd í sím- um 551 4156 og 864 0427. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561 4307/fax 561 4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487 8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487 1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Laufás- vegi 2, s. 551-1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557 4977. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Í dag er miðvikudagur 10. júlí, 191. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Eins og faðirinn hefur líf í sjálfum sér, þannig hefur hann og veitt syn- inum að hafa líf í sjálfum sér. (Jóh. 5,25.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 greip, 4 feysknar, 7 krap, 8 þjálfun, 9 lík, 11 blæs, 13 forboð, 14 stend- ur við, 15 sjávardýr, 17 kappsöm, 20 knæpa, 22 gægjast, 23 óframfærni maðurinn, 24 trjágróður, 25 undin. LÓÐRÉTT: 1 sveitarfélag, 2 skap- rauna, 3 gamall, 4 skor- dýr, 5 hafna, 6 goð, 10 óskar, 12 drif, 13 augn- hár, 15 hestar, 16 afbrot- ið, 18 málmur, 19 búpen- ing, 20 lítið tréílát, 21 huldumanns. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 handaband, 8 mærin, 9 ólmar, 10 dýr, 11 rekja, 13 súrar, 15 hokra, 18 öflug, 21 fet, 22 strút, 23 urðar, 24 Frakkland. Lóðrétt: - 2 afrek, 3 dunda, 4 bjórs, 5 nemur, 6 ómur, 7 þrár, 12 jór, 14 úlf, 15 húsi, 16 kærir, 17 aftek, 18 ötull, 19 liðin, 20 garn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... ÁSTÆÐA er til að vekja athygliferðalanga sem vilja fara í óbyggðir á afrétti Gnúpverja. Þar á Víkverji nánar tiltekið við svæðið norður af Sultartangavirkjun og Sult- artangalóni, svæðið meðfram Þjórsá að vestanverðu. Þar fór hann nýlega um og kynntist því að ýmislegt er þar á vegi manna sem vert er skoðunar. Vegarslóðinn upp frá Sultartanga- virkjun er aðeins merktur Gnúp- verjaafréttur. Er sem sagt lítið gefið til kynna hvar menn enda eða lenda þegar ekið er inn á þennan veg. En vitanlega geta fróðleiksfúsir ferða- langar aflað sér þeirra upplýsinga með því að rýna í kort og handbækur og vanir ferðamenn vita auðvitað líka hvert leiðin liggur. En þessi leið er fáfarin og vegurinn líka mjög grófur og torsóttur. Ekki fyrir önnur ökutæki en jeppa og ekki hægt að ráðleggja öðrum að fara þar um nema að vera þokkalega vanir slíkum akstri. Þessu til viðbótar má nefna að yfir nokkrar ár er að fara og sjálfsagt að gera það ekki einbíla eða í öllu falli fara með gát. Eina vitið er að kynna sér vöðin með því vaða um þau og átta sig sem best á dýpt og botni ánna, hvort þar leynast pyttir sem unnt er að sneiða hjá og svo fram- vegis. x x x SÉ EKIÐ eins langt norður ogvegarslóðinn leyfir enda menn í Tjarnarverum sem eru sunnan Þjórs- árvera. Þaðan má síðan arka af stað lengra í norður og í átt að verunum en þar er um votlendi að fara. En það sem er ekki síður skoðunarvert á þessari slóð er Þjórsá með ýmsum fossum sínum sem heita kannski tveimur nöfnum eftir því hvorum megin ár horft er á þá. Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúf- urleitarfoss eru hver með sínu sniði og fyllilega þess virði að leggja á sig tveggja tíma göngu eða svo fyrir hvern foss. Ætlar Víkverji ekki að lýsa staðháttum nánar en vísar á ferðabækur og árbækur Ferðafélags- ins sem hljóta að vera mönnum til glöggvunar. Nú er hugsanleg Norðlingaöldu- veita til umfjöllunar og því er þetta svæði kannski ennþá áhugaverðara. VILJI menn síðan halda víðar útfrá þessu svæði er upplagt að aka vegarslóðann í vesturátt og taka stefnuna að Kerlingarfjöllum. Hægt er sem sagt að aka sunnan Hofsjök- uls og yfir á Kjöl eða í Kerlingarfjöll. Þar skyldu menn enn og aftur síður vera einir á ferð þar sem þarna er fá- farið og ekki þarf mikið að bregða út- af hjá bíl eða fólki til að menn rati í vandræði. Þessa leið kannaði Víkverji hins vegar ekki enda vantaði hann annan bíl í samflotið. Var það því látið bíða betri tíma enda ljóst að fossarnir í Þjórsá voru alls ekki nægilega kann- aðir eftir snögga helgarferð þarna inneftir. Verða þeir áreiðanlega skoð- aðir betur síðar. Er rétt að benda mönnum á að hafa nokkra daga til að róla sér um þessar slóðir og vera ekki að flýta sér. Best er að vera með tjald því auðvelt er að nátta á grasbölum við ár og læki á þessum slóðum. Hluti af upplifuninni er að virða fyrir sér fjallasýnina allt frá Kerlingarfjöllum, um Hofsjökul, yfir Sprengisands- leiðina og að Tungnafellsjökli, Há- göngunum tveimur og ýmsu fleiru. Og bara að anda að sér fjallaloftinu. Gott fyrirkomulag ÉG er ekki sammála skrif- um Víkverja sl. laugardag þar sem hann kvartar yfir því að nota þurfi 100 krónu mynt í pant til að fá innkaupakörfu hjá Bónusi í Kringlunni. Ég hef oft verið að furða mig á að slíkt fyrirkomulag skuli ekki vera reglan hér á landi, en það er jú algengt hjá stórmörkuðum í út- löndum. Þar sem ég fer afar sjaldan í Kringluna vissi ég ekki af þessu, en fagna því og vona að Bón- us taki það upp sem víð- ast. Raunar ættu stórmark- aðir að vinna að því í sam- einingu að taka þetta upp í öllum sínum verslunum. Kostirnir eru ótvíræðir. Kerrurnar eru alltaf í bás- unum sínum, ekki á bíla- stæðunum, ýmist fyrir eða að fjúka til og frá um bíla- stæði og jafnvel skemma bíla. Þær safnast heldur ekki fyrir í búðunum og verða fyrir þar. Ekki þarf að senda fólk í að safna kerrum um bílastæði, borg og bý, sem þarf síðan að aka löngum kerruormum um bílastæði og verslanir. Meðferðin verður betri og kostnaður við rekstur verslunarinnar lægri. Álagið á kúnnann og Víkverja er að þurfa að hafa 100 kall í bílnum eða vasanum, sem er ekki mikið að mínu mati. Það tekur ekki langan tíma fyrir okkur kúnnana að venjast þessu. Með kveðju, Snorri Rúnar Pálmason. Tapað/fundið Disney-úr týndist DISNEY-ÚR með Mikka mús í skífunni og svartri leðuról týndist líklega við Árbæjarsundlaug. Úrsins er sárt saknað af sjö ára eiganda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554 3221 og 846 5250. Sjónsólgleraugu týndust GUCCI-sjónsólgleraugu týndust sl. föstudag, lík- lega á leiðinni Miðhúsa- skógur-Flúðir-Selfoss. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 551 8615 og 899 4806. Reiðhjólahjálmur týndist REIÐHJÓLAHJÁLMUR, bleikur og fjólublár (Lim- ar), týndist á leikvelli við Kleppsveg sl. laugardag. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 552 4868 og 697 4681. Gleraugu týndust GLERAUGU í rauðu hulstri týndust í miðbæn- um. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 1509. Svört peysa týndist SVÖRT hneppt peysa týndist á göngu, líklega á Barónsstíg eða Grettis- götu. Skilvís finnandi hafi samband í síma 847 4685. Karlmannsúr í óskilum KARLMANNSÚR fannst í Tryggvagötu 6. júlí. Upp- lýsingar í síma 551 3602. Dýrahald Læða fæst gefins LITLA læðu, grábrönd- ótta, átta vikna, kassavana og vel upp alda, vantar heimili. Upplýsingar í síma 565 4764 eftir kl. 17. Kettlingar fást gefins FJÓRIR kettlingar fást gefins. Tveir eru svartir og hvítir og tveir brönd- óttir. Fallegir og kassa- vanir. Upplýsingar í síma 568 8082. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is MIG langar til þess að fólk fái að vita af alveg einstökum félagsskap sem heitir Bergmál. Fé- lagsskapur þessi stendur fyrir ókeypis orlofsdvöl fyrir langveika og sjúka og er allt þeirra starf unnið í sjálfboðavinnu. Í kynningu frá fé- lagsskapnum segir: Það er einlæg von okkar og ósk að geta sem oftast boðið sjúkum með- bræðrum okkar og systr- um til Sólheima og geta þar létt þeim lund og vak- ið þeim von og veitt þeim vináttu okkar og kærleik. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fara í slíka ferð nú í vor. Það viljum við segja að vin- áttan og kærleikurinn hefði ekki getað verið meiri og betri. Lundin var léttari þegar við fórum og vonin endurvakin. Við- mót þessa fólks til okkar var einstakt og ógleym- anlegt. Það vildi allt fyrir mann gera og var boðið og búið til alls. Það var komið fram við okkur af einstakri virðingu og kærleika. Við viljum að það fólk sem að þessu stendur finni þakklæti því að svona ferð er ógleym- anleg hverjum sem í hana fer. Guð blessi ykkur. Ólöf og Sigurlaug. Einstakur félagsskapur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.