Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 25 Rennslismælar Við mælum með Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i iskislóð 26 Sími: 551 4 80 www.sturlaugur.is f ron . i s Einbýlishús Einbýli óskast vestan Elliðaár fyrir fjársterkan aðila. Má kosta um 30 millj. Einbýli óskast í Skerjafirði, vesturbæ, Seltjarnarnesi eða Þingholtunum Verðhugmynd 20-25 millj. eða dýrara. Uppl. gefur Finn- bogi. Gamli vesturbærinn Um 80 fm hús á tveimur hæðum. Nýtt eldhús, bað og gólfefni. Sætt dúkkuhús með tveimur inngöngum. Verð kr. 11 millj. Tveggja íbúða hús Um 163 fm sérhæð og 70 fm 2ja herb. íbúð við Staðarsel í Rvík. Auk þess 45 fm tvöfaldur bílskúr. Nýlegar innréttingar. Verð alls kr. 26,9 millj. Rað- og parhús Seljahverfi Mjög gott raðhús á tveimur hæðum með stæði í bílskýli. Parket og flísar á gólfum. Nýmálað að utan. Verð 16,2 millj. Raðhús óskast í Kópavogi eða Grafarvogi fyrir ákveðna kaup- endur. Hæðir Hæð í vesturbænum óskast fyrir virðulegan kennara og landsfrægan mann. Fjögur herbergi eru nauðsynleg en þó ekki skilyrði. Helgaland - Mos. Um 100 fm hæð á 1. hæð í tvíbýli. Fallega innréttuð. Stórt bað og nýleg innrétting í eldhúsi. 38 fm bílskúr fylgir. Áhv. 5 millj. húsbréf. Verð kr. 14,3 millj. Klapparstígur Um 163 fm glæsileg íbúð í risi í fallegu steinhúsi. Nýtt bað og eldhús í góðum stíl. Rúm- góðar stofur, þrjú svefnherbergi. Þvottahús og geymsla í íbúð. Stórar stofur og vestursvalir. Áhv. 11 millj. húsbréf og lífsj. 5 herb. Gaukshólar - „Penthouse“ 150 fm mjög glæsileg íbúð á 7. og 8. hæð í góðri lyftublokk. Íbúðin er öll nýstandsett með sérhönnuðum vönduðum innrétting- um, tvær stofur, tvö baðherbergi, tvennar svalir, frábært útsýni. Sérbílskúr fylgir. Sérlega glæsileg eign. Áhv. 7,2 millj. húsbréf. Verð 18,9 millj. 4ra herb. Bjartahlíð - Mos. 128 fm falleg íbúð á 3ju hæð með sólskála og suður- svölum í nýlegu húsi. Verð kr. 14,8 millj. Áhv. 5,8 millj. Seljahverfi Um 93 fm góð íbúð á 3. hæð. Parket og gott skápapláss. Suðursvalir og stæði í bílskýli. Áhv. 5,7 millj. húsbréf. Laus fljótlega. Gott verð. 3ja herb. Reyrengi Um 83 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi af svölum. Nýmálað hús. Verð kr. 11,3 millj. Þriggja herb. íbúð óskast Má vera í Kópavogi, Grafarvogi eða miðbæ. Staðgreiðsla í boði. Seilugrandi Um 86 fm íbúð á 2. hæð. Stór geymsla. Stæði í bílskýli. Íbúðin er laus í dag, lyklar á skrifstofu. Verð kr. 11,9 millj. Grettisgata Um 90 fm íbúð á 2. hæð sem er verið að standsetja. Bílskúr fylgir. Verð kr. 16,5 millj. 2ja herb. Þingholtin Mjög góð 46 fm íbúð á 1. hæð. Nýlegar innréttingar. Verð 7,3 millj. Áhv. 3,7 millj. húsbréf. EINKASALA. Tveggja herb. óskast í Breið- holti, miðbæ eða í Kópavogi. Allt stað- greitt. Til leigu Til leigu við Síðumúla um 40- 150 fm skrifstofuhúsnæði á mjög góðum stað með nýjum innréttingum. Góð að- koma og bílastæði. Uppl. gefur Finnbogi í s. 897 1819. Atvinnuhúsnæði Síðumúli Um 588 fm gott skrifstofu- húsnæði á 2. hæð. Vel staðsett og sýni- legt hús. Hentugt fyrir fjármála- og þjón- ustufyrirtæki. Áhv. góð langtímalán. Uppl. gefur Finnbogi í s. 897 1819. Nýbyggingar Grafarholt Um 121 fm hús á einni hæð og 20 fm bílskúr sem stendur sér. Húsið er fokhelt að innan í dag en fullbúið að utan. Góður staður. Verð kr. 14.8 millj. Möðrufell - nýtt Snotur 63 fm íbúð á 2. hæð, góðar innréttingar, suðursvalir. Verð kr. 7,9 millj. „Penthouse“ í vestur- bænum Vönduð 138 fm „pent- house“-íbúð í nýlegu húsi. Allt sér í íbúð. Merbau-parket og flísar á gólf- um. Sérsmíðaðar innréttingar, rótar- spónn, granít og stál. Sérþvottahús og geymsla innan íbúðar. Íbúðin snýr í suður, björt með góðu útsýni. Góður bílskúr með geymslulofti. Tvö svefn- herbergi. Áhv. byggsj. og lífsj. kr. 9,6 millj. Verð kr. 19,1 millj. F R Ó N F R O N F A S T E I G N I R Í F Y R I R R Ú M I SÍÐUMÚLA 2 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1313 fron@fron.is SJÁLFVIRK SLÖKKVITÆKI FYRIR SJÓNVÖRP Heildarlausnir í brunavörnum H. Blöndal ehf., Þórkötlustöðum, 240 Grindavík. Sími: 426 8305 - Farsími: 697 7572 Netfang: hoskuldur@hblondal.com Heimasíða: www.hblondal.com Þau geta komið í veg fyrir stórbruna! Hönnuð af rússnesku geimferðastofnuninni.   Prófuð með 100% árangri af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og tryggingafélögum. Samþykkt af Hollustuvernd ríkisins. Viðhaldsfrítt í 10-15 ár Pantaðu strax í dag, á morgun getur það verið of seint. Fást gegn póstkröfu og einnig með ísetningu. EITT lítið andartak, ein feilnóta slegin í augnabliksæði og allt er í uppnámi. Nýja myndin hans Adrians Lyne (sem jafnan verður kenndur við tímamótatryllinn Fatal Attract- ion) hefur ótvíræðan boðskap að bera, sóttan beint í Boðorðin 10: Þú skalt ekki drýgja hór. Allavega ekki þegar lífið brosir við þér, sem er ótvírætt hlutskipti Summer-hjónanna, Connie (Diane Lane) og Edwards (Richard Gere). Þau hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Hann er velstæður kaupsýslu- maður í New York, hún annast glæsilegt heimili þeirra í dýru út- hverfi (White Plains), og soninn Charlie (Erik Per Sullivan), indælan viðutan hnokka á grunnskólaaldri. Edward stundar vinnuna, hún skreppur af og til niður á Manhattan að drepa tímann, húshjálpin sér um stússið. Lífið gengur sinn vanagang þangað til einn slæman veðurdag að rokið feykir (í orðsins fyllstu merk- ingu) frú Summer í fangið á ungu kvennagulli. Hann heitir Paul Mart- el (Oliver Martinez), er franskur kaupsýslumaður og herramaður sem býður Connie aðstoð því hún hefur hruflað sig á hnénu. Þar með byrjar ballið. Hin vel stæða og að því er virðist alsæla og heiðvirða forstjóra- frú kiknar í hnjákollunum og stenst ekki ungæðislegan sjarma folans og upphefst eldheitt ástarævintýri, fyr- irfram dauðadæmt einsog flest önn- ur af slíkum toga. Fullkomin fagmennska Unfaithful á flestum sviðum kemur á óvart. Hún segir átakanlega en seiðmagn- aða sögu um ótryggð, sekt og geig- vænlegar afleiðingar á útúrdúra- lausan og kraftmikinn hátt - undir niðri sem á yfirborðinu. Vekur grundvallarspurningar um lífið og tilveruna sem áhorfandinn kemst ekki hjá að velta fyrir sér. Connie virðist búa við allt sem ein kona þarfnast. Ást, umhyggju, gott heim- ili, félagslegt og fjárhagslegt öryggi, líkamlegt og andlegt ástand hjónanna í besta standi. Þó kemur ein vindhviða af stað atburðarás sem færir öllum slíka óhamingju að ekk- ert situr eftir annað en sársauki og ógæfa. Er Connie búin að ná því marki að það bíður hennar í rauninni ekkert annað en hversdagslegur vanagangur? Eftirsóknarverður að sjá en um leið viss endapunktur sem mönnum gengur misvel að sætta sig við. Sama gildir um Edward, hann vaknar upp við það einn daginn að brestur er kominn í það sem honum er dýrmætast í lífinu og verður ekki bættur fyrir öll heimsins auðæfi. Þriðja hjólið undir vagninum, hinn lífsglaði og aðlaðandi Paul er ungur og leikur sér að eldinum eins og hann viti ekki af hættunni. Lífið er enginn leikur, holdið er veikt og sjálfsagt getum við öll lent í hliðstæðum kringumstæðum og Connie í rokinu í Soho. Þá reynir á hvað í okkur býr. Lyne kemur ástríðufullri og drungalegri sögunni óaðfinnanlega á tjaldið svo úr verður nokkuð löng en mögnuð dæmisaga. Máluð sterkum litum og handritshöfundarnir vinda henni áfram á réttum nótum í tilfinn- ingalegu ofvæni frá fyrstu mínútu til endalokanna. Handritshöfundarnir eru margfaldir Óskarsverðlaunahaf- ar; Alvin Sargent (Julia, Ordinary People) og William Bryles Jr. (Apollo 13). Auk þess eiga þeir að baki verk einsog Cast Away, White Palace og Spider-Man. Kvikmynda- tökumaður er snillingurinn Peter Biziou (The Truman Show, Pink Flo- yd’s The Wall, Óskar fyrir Mississ- ippi Burning). Leikararnir standa sig firna vel. Gere hefur tæpast verið betri en hinn hamingjusami, síðan kokkálaði og að lokum örvæntingar- fulli eiginmaður og heimilisfaðir; Diane Lane er bæði kynþokkafull og góð leikkona sem hefur sjaldan feng- ið tækifæri til að skína fyrr en nú og túlkar ótrúlega vel góða og hlýja manneskju sem jafnframt á sína veiku punkta og er barmafull af ástríðum. Hér getur hæglega verið Óskarsverðlaunatilnefning í uppsigl- ingu. Franski hjartaknúsarinn Oliver Martinez er þriðji gæðaleikarinn sem hittir í mark, sem hinn full- komni draumaprins úthverfisfrúar- innar. Ekki enn klár á umferðarljós- unum, á þó samúð manns. Þá má ekki gleyma tónlist Jans Kaczm- areks sem er m.a. krydduð seiðandi Afríkublús félaganna Ry Cooders og Ali Farka Toure. Öllu þessu ágæta fólki hefur tekist að skapa eftir- minnilega, ástríðufulla harmsögu þar sem þátttakendur eiga sér ekki viðreisnar von. Öll sund lokuð KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Borg- arbíó Akureyri Leikstjóri: Adrian Lyne. Handrit: Alvin Sargent, William Broyles, Jr. Kvikmynda- tökustjóri: Peter Biziou. Tónlist: Jan A.P. Kaczmarek. Aðalleikendur: Richard Gere, Diane Lane, Oliver Martinez, Erik Per Sullivan, Myra Lucretia Taylor, Mich- elle Managhan, Chad Lowe. Sýningartími 124 mín. 20th Century Fox. Bandaríkin 2002. UNFAITHFUL (ÓTRYGGÐ)  Draumaprins úthverfafrúarinnar: Oliver Martinez og Diane Lane í eld- heitum faðmlögum í hinni seiðmögnuðu og sektarþrungnu Unfaithful. Sæbjörn Valdimarsson SKÁLDSAGAN Ást á rauðu ljósi eftir Jóhönnu Kristjóns- dóttur hefur verið gefin út á ný en hún kom fyrst út árið 1960. Þegar bókin leit fyrst dagsins ljós vakti hún mikla athygli og þótti óvenjudjörf. Í tilkynn- ingu segir þó að gagnrýnendum hafi borið saman um að bókin væri lip- urlega skrifuð og skemmtileg aflestr- ar. Bókin seldist á sínum tíma upp á nokkrum vikum og hefur verið næsta ófáanleg síðan og illfundin á bóka- söfnum. Ást á rauðu ljósi var fyrsta bók Jó- hönnu og var hún tvítug þegar bókin kom út en síðan þá hefur hún sent frá sér sex aðrar skáldsögur og ferðabækur, nú síðast bókina Insjallah – á slóðum Araba. Á næstunni verður bókinni dreift til þeirra sem skráðu sig í áskrift að henni fyrir útgáfu en einnig verður hún fáanleg í helstu bókabúðum. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.