Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                               BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FLESTIR Íslendingar, sem komnir eru nokkuð til vits og ára, kannast við danska dægurljóðið „Lille sommerfugl“. Það mun hafa verið í kringum 1970, sem þetta ljóð við viðfelldið lag, barst til Íslands frá Danmörku. Margir rauluðu það undir danska textanum, þótt dönsk tunga væri þeim hvorki töm né ljúf í eyrum. Þarna segir frá fiðrildi, sem lifir stutt eins og kunnugt er. Það nýtur þó lífsins eigi að síður. Danir nefna þessa skammlífu fljúgandi sumar- gesti sumarfugla. Við höfum valið þeim heitið fiðrildi. Við erum skáld- leg þjóð, sem hjúpum margt í dul- arklæði. Þessi tvö ólíku heiti á einni lífveru eru dæmigerð fyrir þessar tvær þjóðir, Íslendinga og Dani, sem eru að vísu blóðskyldar, en mjög ólíkar, hvað hugsunarhátt og daglegt líf varðar. En víkjum að textanum, sem ég hef sem yfirskrift að grein þessari. Hann er ef til vill ekki mikið sung- inn nú, en innihald hans er hið sama. Þessi texti hefur lengi búið í huga mér, vegna ljóðlínunnar, sem ég til- færði. Víst er ævi fiðrildisins stutt, en fleiri æviskeið eru það ótvírætt. Ævi mannsins er ekki lengri en 70 til 80 ár enn í dag að jafnaði, þrátt fyrir miklar framfarir í læknisfræði og heilsugæslu. Mannsævin er þess vegna stutt. Heimfæra má upp á mannlífið textann um fiðrildið. Hvað skiljum við eftir hérna meg- in er jarðlífinu lýkur? Venjulega nokkra afkomendur, sem fara nokk- urn veginn sama æviveg og við. Vaxa upp, eignast afkomendur og hrörna síðan og deyja loks eftir að hafa dvalið hérna megin allt að átta áratugi, þegar best lætur. Það er satt, sem einn ágætur hagyrðingur (Jón Helgason í Hafnarfirði) segir: Lítið mun það lögmál riftast, lífsins göngu þannig heyja: Fæðast, skírast, fermast, giftast, fjölga kyni, hrörna, deyja. Segir textinn um fiðrildið litla okkur ekki eitthvað fleira? Jú, hann segir okkur, að við skulum vera glöð meðan þetta ferðalag, sem við nefn- um líf, varir. Fiðrildið flýgur með gleði frjálst um himingeim, óvitandi um, að æviskeiðið er brátt á enda. Þarna er þessari litfögru, marglitu lífveru lifandi lýst. Hér gríp ég niður í þýðingu mína á danska textanum um litla sumarfuglinn – eða fiðrildið: Flýgur þú með gleði frjálst um himingeim, brosir þér hvert blómið blítt í geislasveim. Húmar að á hausti, hrynur lauf og blað; vængi saman vefur, verður dufti að. Er þetta ekki einmitt það, sem við, skammlíf mannabörn, eigum í vændum? Við fölnum smátt og smátt. Eftir að okkur hefur að fullu farið fram tekur okkur að fara aftur, því að ekkert stendur í stað. Við get- um mikið lært af fiðrildinu. Þrátt fyrir fallvaltleik lífsins njótum við þess eins og fiðrildið. Við erum af sömu rót, sprottin upp af þeim jarð- vegi, sem við síðar hverfum til. Enn vík ég að lífshlaupinu. Í fyrra hittust nokkrir úr hópi kennara, sem útskrifuðust fyrir meira en hálfri öld, nánar til tekið 1949. Alls útskrifuðust þá 27 með almennt kennarapróf, misjöfn í einkunnum að vonum, en flest héldu út á mann- lífsakurinn og kenndu börnum, ólík- um að gáfum og sálarþroska. Þetta gekk allt eftir og nú erum við, sem eftir lifum af hópnum, á elliárum. Þriðjungurinn er horfinn og má víst heita sæmilega sloppið. Og bráðum er allt liðið, sem ungt var að árum fyrir rúmlega hálfri öld, horfið af sviði mannlífsins, eða eins og ég segi: Já, fylkingin þynnist nú ferlega greitt, uns farin er gjörvöll. – Og er það svo leitt? Við erum búin að skila nokkru ævistarfi. Við höfum kennt fjölda Ís- lendinga, sem síðar hafa byggt upp þjóðfélag okkar. Við höfum komið upp okkar eigin börnum, sem tekið hafa við af okkur og flytja okkar eig- indir áfram, hver veit hvað lengi. Það er nokkuð til í því, sem Matthías Jochumsson segir í ljóði sínu um Skagafjörð: „Tíminn langa dregur drögu dauða og lífs, sem enginn veit.“ AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Hugleiðingar um lífið og dauðann Frá Auðuni Braga Sveinssyni: Reuters Textinn um fiðrildið litla segir okkur, að við skulum vera glöð meðan þetta ferðalag, sem við nefnum líf, varir, segir í greininni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.