Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ AKKA ber með virktum tilraun Gunnars Harðarsonar heimspek- ings í Lesbók 29. júní, til andsvara ýmsum þáttum greinar minnar, Hið opna auga, í Lesbók 8. júní. Þar tók ég öðru öðru fremur til meðferðar sögu Myndlista- og handíðaskóla Íslands í stórum dráttum. Tilefnið var að skólinn er allur í sinni fyrri mynd, og tel ég og margir fleiri að valtað hafi verið yfir eitt og annað í upprunalegri stefnuskrá, einnig áratuga mótun einstakra námsþátta. Lakara sem þó kom ekki fram í grein minni, að eftirkomendurnir gera lítið úr fyrra starfi og telja sig hafa efni á því, náms- grunnurinn kominn á æðra skólastig og hvers konar oflæti vísast réttlætanlegt. Einkum í ljósi áfangatitla og prófgráða sem ákveðinn geiri inn- an sjónmenntakerfisins í heiminum telur sig færan um að gefa og hið mikla reglustriku- og prófgráðuland hefur ginið við. Telst síður háttur metnaðarfullrar orðræðu að afmarka eitt atriði í málflutningi annarra, gera að aðalatriði og blása út viðkomandi til ófrægðar, í þessu tilfelli á afar ótraustum for- sendum. Þá má ætla nokkuð erfitt fyrir hinn al- menna lesanda að melta það sem Gunnar er að fara, enda álitamál að skrifið sé samið með hann í huga. Frekar þjónustusemi við fáa, til réttlæt- ingar á þeim miklu mistökum að skólinn fór ekki eftir eðlilegum leiðum á háskólastig um leið og Kennaraskólinn á miðjum áttunda áratugnum. „Þegar sá sem hlustar veit ekki hvað sá sem tal- ar meinar, og þegar sá sem talar veit hvað hann meinar sjálfur. Þá er það heimspeki.“ (Voltaire) Ný lög / reglugerð Hugmyndin að skólinn fengi ný og fullkomn- ari lög/reglugerð er gerðu ráð fyrir stækkun hans og sterkari stöðu kennara var mín og einn- ig stofnun kennarafélagsins, og gleymdust þá ei heldur réttindi nemenda, hér kom einnig mikið til sögu Gísli B. Björnsson kennari í grafískri hönnun sem gekk með mér á fund Gylfa Þ. Gíslasonar ráðherra. En það var ekki að svo stöddu okkar hugmynd að skólinn færi á há- skólastig, hún kom frá ráðherra eftir nokkra þanka, meint framhleypni okkar varðaði í einu og öllu hag skólans á þessum miklu uppgangs- árum, alla þætti hans. Hér tel ég ekki upp tækjaskort, lakan aðbúnað, takmarkaðan húsa- kost né að kennarar voru langt á eftir í launa- kerfinu í ljósi gildrar menntunar þeirra, ei held- ur í lífeyrissjóði. Þar sem Gunnar af nokkru yfirlæti og kok- hreysti víkur að prófgráðum, er ekki úr vegi upplýsa hann og fleiri enn einu sinni örlítið um eðli náms í sjónmenntum, en þar virðist þekk- ingu margra vægast sagt ábótavant. Saga fag- urlistaskóla, listakademía, gengur rúm 500 ár aftur í tímann (Flórenz 1490) eða allt frá því að menntunargrunnurinn tók að færast frá meist- urunum og verkstæðum þeirra. Þróaðist á ýmsa vegu, en þýðingarmest var stofnun Accademia di St Luca í Róm 1593, er kom í kjölfar end- urfæðingarinnar og viðurkenningar á starfs- vettvanginum við hlið vísinda, listhugtakið full- mótað sem æðra stig handverks. Stefnumörk St Luca áttu eftir að hafa gagnger áhrif um alla Evrópu, þróast í form sem seinni tímar þekkja frá stofnun konunglegu listakademíunnar í Par- ís, 1648; þarnæst Berlín 1696; Dresden 1705; Ausburg (2) 1710 og 1755; Düsseldorf 1767; München 1770; Vínarborg 1725; Stokkhólmi 1733; Madrid 1744; Kaupmannahöfn 1754 og London 1768. Lengstum datt engum í hug að meta nám til titla eða prófgráða, en nemendur fengu gjarnan skjal sem staðfestingu þess að þeir hefðu lokið námi með fullgildum árangri, auk mishá- stemmdra meðmæla þyrftu þeir á slíkum að halda. Nám á listakademíu alla tíð ígildi almenns háskólanáms og nemendur með öll réttindi há- skólaborgara, get ég hér trútt um talað sem nemandi í þrem slíkum í Kaupmannahöfn, Ósló og München og meðlimur í Associazione Art- istica Internazionale í Róm er leið á dvöl mína þar 1954, allar þessar stofnanir býsna frá- brugðnar hvor annarri. Það sem lærimeistar- arnir ráku sig á frá upphafi var að þeir voru ekki með harðan og fastmótaðan námsgrunn milli handanna, hann væri öllu frekar óhlutkenndur eða abstrakt, byggðist á þroska skynsviðsins, hinni skynrænu vitund. Þetta hefur verið skil- greint með samlíkingu við vatnsdropa, vísinda- menn geta þá svo er komið auðveldlega efna- greint hann, mælt saltmagn hans sem og klofið minnstu lífhvata. En ef svo vill til að dropinn sé tár úr mannveru dugir vel að merkja ekki öll há- tækni nútímans til að skera úr um hvort það framkallaðist vegna gleði, sorgar, eða af öðrum orsökum. Það er einmitt í þessu óáþreifanlega sértæka tómarúmi sem skynhvatinn liggur, þar um leið falin frumforsenda lífsins, og væntan- lega ber ekki að skipa henni til óæðra sætis. Þetta skynsvið finnst jafnvel að vissu marki í grasstráinu en maðurinn mun seint geta gert það sýnilegt, klofið það sem efnismagn væri og greint í gæðastaðal lífefnahvarfa. Við verðum að sætta okkur við að lifa með því, komumst víst ekki hjá því, um forsendu lífsins og trúlega sjálft almættið að ræða.Verðum einnig að gefa okkur, að sem hluti þessa óútskýranlega tómarúms, að auk framborið af því, skari listhugtakið líf og beri í sér lögmál þess og sköpunarmátt. Þetta hefur mannskepnunni verið ljóst frá því að hún fór að skrásetja vitund sína, fyrst með því að þrykkja hendur sínar á hellisveggi og síðan rissa og mála á þá með dýrablóði. Svo við stiklum á stóru, yfir Súmera, Assýríumenn, Grikki, end- urfæðinguna og til nýrri tíma. Þetta skynsvið sem ekki verður greint með berum augum má þó þroska á ýmsan hátt til að mynda næmi eyr- ans við að greina á milli tóna og hvað augað snertir næmi fyrir blæbrigðum lita, gagnvirkast í grátónaskalanum. Hér rekumst við á tvo and- stæða póla sem eru kenningar Newtons og Goethes um liti, annars vegar hinn fræðilegi vís- indalegi grunnur en hins vegar vitsmunalegi og skynræni. Efnisheimurinn Vísindamenn hafa gripið frammí fyrir nátt- úrunni og líkt eftir henni, á stundum mannkyn- inu til góðs en einnig ills. Einkum þar sem upp- runalegt náttúruferlið hopar, víkur fyrir hagræðingu og tilbúnum stöðlum. Til saman- burðar má vísa til, að margar tegundir fyrrum vistfræðilegra víntegunda sem nú eru gerjaðar á efnafræðilegan hátt í risakerum úr gerviefn- um, eru í sjálfu sér óaðfinnanlegar hvað efna- greiningu snertir, perfectly boring (fædd full- komin) eins og það hefur verið nefnt. Með þessari nýju tækni hefur verið hægt að fram- leiða prýðileg vín í Ástralíu, Chile og víðar sem veita að sjálfsögðu víntegundum framleiddum á sama hátt í Evrópu harða samkeppni. En fyrir hinn sanna vínþekkjara eru slíkir drykkir lík- astir vel menntuðum manni sem liggur ekkert á hjarta og hefur ekkert að segja. Finnur hér út- vatnaðan mun samanborið við víntegundir sem hafa gengið í gegnum lífvirkt ferli, því gæði víns- ins búa djúpt í innri gerð náttúrunnar, eru eitt af leyndarmálum hennar sem má skilgreina og hlú að en ekki er mögulegt að klóna í fjöldafram- leiðslu né líkja eftir til fullkomnunar. Svo má skilgreina þetta með því að benda á málverk sem er af ákveðinni stærð mælt þvers og langsum, og vegur svo og svo mörg kíló og grömm í rammanum, í því eru þessir og hinir lit- ir og viðfangsefnið afmarkað. Allt er þetta innan áþreifanlegra marka sem skoðandinn skilur og meðtekur, en það er fyrst þegar hinn ósýnilegi og skynræni þáttur kemur til sögunnar að sköp- unarferlið vaknar til lífs, en sá sértæki þáttur verður hvorki greindur fullkomlega, höndlaður, mældur né veginn. Eins og Platon sagði, allt er verðandi ekkert er, og Denis Diderot þá hann hóf að fást við list- rýni: Það er jafn mikilvægt að tala við þá dauðu sem lifandi: Hvorki raunverulegra né óraun- verulegra að halda uppi samræðum við hina lif- andi en þá sem enn eru ekki fæddir, með fortíð- inni og framtíðinni en með nútíðinni. Listaskólar Hafi listaskólar þótt mikilvægir á öldum áður, þá er það lítið móts við vægi þeirra á síðustu öld, einkum eftir að menn uppgötvuðu þýðingu þeirra sem kjölfestu framsækins nútímaþjóð- félags, sem er greinilegast í Bandaríkjunum og Þýzkalandi. Flestir almennir háskólar í Banda- ríkjunum eru með sjónmenntadeildir og vel- flestir tækniháskólar, að viðbættum sjálfstæð- um listastofnunum svo og listakademíum. Í Þýzkalandi eru sem kunnugt margir víðfrægir listaskólar, sem yfirleitt eru staðsettir í mið- borgunum, og sumar eru bæði með listháskóla og listakademíur, þ.e. Hochschule der Künste og Akademie der Künste. Hér er munurinn sá að námið er mun bóklegra og flokkaðra í þeim fyrrnefndu, meira um bundið nám, fræðilegar vangaveltur, prófgráður og titla. En þeir sem hyggjast leggja fyrir sig frjálsa listsköpun velja yfirleitt akademíurnar, þar sem kennslan er óbundnari og kennarar yfirleitt mjög þekktir, á stundum heimsfrægir listamenn. Þar hefur til skamms tíma ekki tíðkazt að gefa prófgráður, einungis umsagnir, nemendur í hvorum tveggja skólunum þó jafn fullgildir háskólaborgarar. Hins vegar voru meiri kröfur gerðar um hæfi- leika nemenda á inntökuprófum á akademíurn- ar, burtséð frá almennum prófgráðum, og það voru og eru mun eftirsóttari stofnanir. Aka- demíurnar höfðu þó sínar mótuðu reglur og þannig fengu nemendur fyrst aðgang að verk- stæðum þeirra og uppeldisfræðum (kennara- deild) eftir fullnægjandi árangur í grunnnámi sem tók mislangan tíma eftir upplagi hvers og eins, allajafna nokkur ár. Það eru þannig til fleiri en ein tegund af lista- skólum á háskólastigi og sízt ber að vanmeta akademíurnar þótt engar væru þar prófgráð- urnar. Þannig hef ég spurnir af Bandaríkja- mönnum með meistaragráður úr þarlendum listaháskólum, sem fóru í framhaldsnám í Evr- ópskar listakademíur og fengu fyrir vikið betri stöður og hærri laun við skóla er heim kom þótt engum veifuðu þeir gráðunum! Vil leggja ríka áherslu á að grannt skoðað er ég ekki á móti neinni tegund af skólum er miðla list, valdi eðlilega akademíurnar er ég nam er- lendis eins og velflestir íslenzkir myndlistar- menn. Og eins og margir aðrir rak ég mig á, að slíkt nám var ekki viðurkennt af íslenzku skóla- kerfi, við þannig ekki tækir í félagsskap háskóla- borgara þar sem við höfðum ekki tilskildar próf- gráður. Sumir kennarar MHÍ ekki einu sinni með próf í uppeldis- og sálarfræði og þannig ekki fullgildir kennarar samkvæmt íslenzkum lögum! Neyðarlegra gat það ekki verið um gagnmenntað fólk í þeim greinum sem það var að kenna, að vísu á öðru skólastigi, þó hvarvetna viðurkennt og í miklum metum. Ofmælt um ásókn eftir kennslustörfum, frek- ar að gengið væri á eftir okkur með grasið í skónum. Í sumum tilvikum vorum við þeir einu á landinu sem bjuggum yfir getu og þekkingu til að kenna ýmis sérfög. Upphaflega gáfum við einungis skriflegar umsagnir um námsárangur nemenda, en með samþykkt heildarlaga í apríl 1965 ásamt því að skólinn var felldur inn í fræðslukerfi ríkisins og tengdist framhalds- skólakerfinu breyttist þetta. Annir voru teknar upp og þá kom fram krafa um einkunnargjafir á sama grundvelli og í öðrum framhaldsskólum, meiri var ekki skilningurinn á sérstöðu listnáms. Reyndum hér málamiðlun sem allir sættu sig við og byggðist á plúsum og mínusum við heilar töl- ur en svo kom að því að okkur var skipað að not- ast bara við heilu tölurnar, sjálfstæði skólans og sérstaða þá á hröðu undanhaldi. Þetta var einn hvati þess að hugmyndin um ný og grundvall- aðri lög um skólann kom til umræðu, helzt til að styrkja og efla sérstöðu hans, og möguleika að auka aðkallandi rannsóknir á ýmsum sviðum. Listaskólar eru að sjálfsögðu vegnir og metn- ir eins og aðrir skólar; í Bandaríkjunum eru þeir bandarískir, í Englandi enskir, í Frakklandi franskir, Þýzkalandi þýzkir, í Hollandi hollenzk- ir og þykjast menn sjá hér nokkurn mun, líkt og á Harvard, Cambridge, Sorbonne og Humboldt svo vísað sé til nafnkenndra fræðistofnana. Allir þessir skólar hafa sín staðbundnu sérkenni og Háskóli Íslands væntanlega líka, og hví skyldi íslenzkur listaháskóli ekki eiga að hafa þau einn- ig? Hvað sem alla heimsvæðingu áhrærir er ekki mögulegt að reisa snjóhús við miðbaug og jafn fáránlegt að ætla sér að reisa bambuskofa uppi á Grænlandsjökli. „Perfectly boring“ Þegar ég vísa til séríslenzks listaháskóla er öllu fremur höfð í huga lega landsins, landið sjálft, menningargrunnur og fámenni, auk við- varandi vanrækslu að öllum fyrrnefndum grunnþáttum hafi verið sinnt sem skyldi í menntakerfinu. Afleiðingarnar eru meira en sýnilegar, ískyggileg fáfræði sem ratað hefur inn í innstu kima menntakerfisins og kemur kannski ljósast fram í spurningaþáttum fram- haldsskólanna, einnig í málverkafölsunum og röngu gildismati á andlegum óáþreifanlegum verðmætum. Mörg dæmi þess að valtað hefur verið yfir ómetanleg menningarverðmæti, frá- bærri hönnun með vaxandi verðgildi varpað í hauga til hags fyrir verðlausan staðalvarning, og annað eftir því. Á sjöunda áratugnum vorum við í MHÍ sem aldrei áður að leitast við að snúa þessu á heilbrigðari veg með víðtæku grunn- námi, jafnframt kenna ungu fólki að vinna einn- ig eftir boðleiðum skynsviðsins. En í stað þess að fá að halda þessu áfram og dýpka námskjarn- ana sem voru okkar smíð á landi hér, vorum við stöðvaðir, þeir skornir niður og klipptir í ótal búta og sendir út í framhaldsskólakerfið. Þetta gert þrátt fyrir að skilningur nemenda, brenn- andi áhugi á að læra meira og víkka út sviðið, væri í hámarki. Við höfðum það einmitt að leið- arljósi, að mikilvægast væri að vekja áhuga nemenda og fá þá til að vera virkir og sjálfstæðir þátttakendur í viðfangsefnunum, ekki einungis þiggjendur samkvæmt námskrám tilbúins og miðstýrðs kerfis. Erfiðasti hjallinn var að gang- setja skynrænar kenndir þeirra út frá eigin for- sendum eftir áralangar setur í stöðluðu skóla- kerfi þar sem skapandi vitund var úthýst. Meginveigur greinar minnar í Lesbók var að varpa þeirri spurningu fram, hvort til ávinnings horfi að kústa fullkomlega burt þessari upp- bygginu til hags fyrir fræðilega grunninn, minnka um leið til muna vægi skynsviðsins. Hún var engan veginn árás á Listaháskóla Íslands sérstaklega né myndlistardeild hans, öllu heldur vildi ég vekja athygli á ýmsum veigamiklum staðreyndum, einnig að próf og titlar hafa í eðli sínu og þegar allt kemur til alls ekki meira vægi í listaverki en ummál þess og þyngd. Þá ber að minna á og vísa til, að iðkun myndlistar er sí- menntun sem á sér engin endamörk og þá ekki prófgráður og titla. Óraunhæf óskhyggja þeirra sem hafa bóknámsfræði og iðnnám að leiðar- ljósi. Loks misvísandi að telja ungu fólki trú um að það nægi að taka próf og fá gráður í myndlist, að útskrift skjalfesti það sem fullgilda listamenn, – verður aldrei annað en „perfectly boring“… HIN SKYNRÆNA VITUND Gera má því skóna að réttbær efnisleg rökræða hafi aldrei náð fótfestu í íslenzkri orðræðu er skarar sjón- menntir. Það er með öðru inntak eftirfarandi ritsmíðar Braga Ásgeirssonar þar sem hann gerir athugasemdir við innlegg Gunnars Harðarsonar kennara í heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Listaháskóla Íslands í Lesbók 29. júní. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Tónstiginn og þjálfun í lita- og blæbrigðum. Grunnnámsdeild í lok sjöunda áratugarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.