Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 31
(totalproduction). Conover segir að- varandi, að úrvalsþrýstingur sem skapast vegna ákvæða um lág- marksstærðir veiðifisks geti í raun leitt til lélegs afraksturs. Umræddar tilraunir benda til þess að einmitt lít- il arðsemi fylgi í kjölfarið á minnkun fiska. Sú spurning er nú knýjandi hvort fiskur, sem kominn er í slæmt erfðaástand, geti snúist til baka með því að hindra veiðar á stórum fiski. Veiðibann í áratug í Kanada hefur sýnt að þorskur hefur ekki rétt úr kútnum á þremur stærstu svæðun- um, en veiðistofnar þar hafa farið minnkandi frá 1998 eftir að hafa braggast eitthvað fram að því, en kynþroskahlutfall sex ára þorsks er enn yfir 80% sem er sterk vísbend- ing um að fiskurinn sé ekki kominn í heilbrigt ástand; hlutfallið var áður undir 40%. En ljóst er að veiðibann er ekki hið sama og veiðar með sér- stakri verndun stórfisks, en það gæti stuðlað að mun hraðari uppbyggingu hraðvaxta fisks með því að veita hon- um minni samkeppni af hálfu lélegs fisks, sem hrygnir villt og galið eins og sést nú einnig hérlendis. Nauðsynlegar ráðstafanir Vísindamennirnir benda á að koma þurfi í veg fyrir óhagstætt erfðaval og breyta fiskveiðistjórnun á þann veg, að „mikilvægur hluti“ veiðisvæða verði friðaður til þess að viðhalda erfðafræðilegri breidd. Mjög erfitt er að útbúa netveiðar- færi þannig að þau verndi stóran fisk. „Við erum ekki í aðstöðu að geta veitt altækar ráðleggingar. Þær þurfa að vera klæðskerasniðnar fyrir hverja fisktegund og nýtingu hennar.“ Dæmið er flókið og stór fiskur er ekki bein ávísun á hraðvaxta afkom- endur; þeir hafa þó meiri líkur en litlir. Með krókaveiðum má þyrma stórum og hraðvaxandi fiski og stuðla að klaki góðra afkomenda. Til að hámarka afrakstur þarf að stjórna veiðum á hverju hafsvæði fyrir sig og banna allar netaveiðar á viðkvæmum stöðum. Einnig þarf að gera rannsóknir og mælingar jafn- hliða veiðum og fylgjast með helstu vísbendingum um heilbrigð vaxtar- einkenni, það er ekki flókið. Höfundur er efnaverkfræðingur. eðlilegt getur talizt. Hefðu nefnd- armenn betur kynnt sér rannsóknir og skrif Sigurðar heitins Þórarins- sonar, en hann segir á einum stað, að hvergi sé þess getið í íslenzkum annálum, að bæir hafi hrunið í Reykjavík í jarðskjálftum. Á vegum Byggingarstaðlaráðs var unnið að gerð jarðskjálftahröð- unarkorts fyrir Ísland, sem kom út 1995. Sérfræðingar Háskólans gagnrýndu það kort mjög, enda voru á því alvarlegir meinbugir. Nú er sama kortið lagt til grundvallar í þjóðarskjali fyrir jarðskjálftastaðal- inn svo ekki er við góðu að búast. Verður að teljast óheppilegt, að mitt gamla ráðuneyti skuli standa á bak við svona vinnubrögð. Heimsókn í höfuðstöðvar evrópska jarðskjálftastaðalsins Því miður virðast nefndarmenn í starfshópnum ekki hafa kynnt sér þær breytingar, sem nýlega hafa orðið á jarðskjálftastaðlinum. Und- irritaður heimsótti nýlega skrifstofu vinnuhóps fyrir jarðskjálftastaðal- inn í Lissabon. Var ég þar í boði dr. Eduardo Carvalho hjá Byggingar- rannsóknarstofnun Portúgals, þar sem höfuðstöðvar jarðskjálftastað- alsins eru til húsa. Flutti ég þar op- inberan fyrirlestur um markmiðs- bundna jarðskjálftahönnun, en það er önnur saga. Dr. Carvalho fræddi mig um vinnuna við lokaútgáfu stað- alsins, en nýlega var gerð veruleg breyting á honum, sem úreldir fyrri útgáfur. Þannig þarf nú að skil- greina og velja á milli tveggja mis- munandi jarðskjálftaálagsrófa, sem eru háðar eiginleikum jarðskjálfta- svæðisins. Verður ákvörðun um þetta að liggja fyrir í þjóðarskjalinu. Þetta virðist því miður allt saman hafa farið fram hjá starfshópi um- hverfisráðuneytisins því ekki er minnst einu orði á þetta í þjóðar- skjalinu, sem verið er að gefa út og binda í byggingarreglugerð. Þannig er það hálfkarað og úrelt um leið og það kemur út. Lokaorð Þegar lagt var af stað í þessa ferð veturinn 1993/94 lagði ég til, að allir sérfróðir menn um áhrif jarðskjálfta á Íslandi störfuðu saman í vinnuhópi til að meta áhættuna. Því miður var þessi leið ekki farin, heldur reynt að etja tveimur mismunandi hópum saman með því að gera þeim að bjóða í verkið eins og um útboðsverk væri að ræða. Neituðum við há- skólamenn að taka þátt í slíku, enda ekki hægt að fara með flókin rann- sóknarverkefni á einhvern uppboðs- markað. Ætti til dæmis að bjóða út framkvæmd heilauppskurða og taka lægsta tilboði? Þegar svo starfshóp- ur umhverfisráðuneytisins var skip- aður fyrir rúmu ári var haldinn fundur með okkur sérfræðingum Háskólans og nokkrum fulltrúum starfshópsins. Þar buðum við fram starfskrafta okkar við gerð þjóðar- skjala fyrir náttúruálag. Þessu til- boði var því miður hafnað af starfs- hópnum, sem virðist ekki hafa áttað sig á því, að hér er um þjóðarhags- muni og almannaheill að ræða, en ekki sérhagsmuni fárra. Annars staðar í Evrópulöndunum eru vís- indamenn við tækniháskólana í far- arbroddi í þessari vinnu, enda eru það þeir, sem helzt stunda rann- sóknir á náttúruálagi og eiga síðan að miðla þekkingu sinni til verðandi verkfræðinga. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ganga fram hjá þeim, sem helzt búa yfir þeirri þekk- ingu, sem þörf er fyrir, en taka held- ur lægsta tilboðinu í heilauppskurð- inn. Höfundur er prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 31 SVO virðist að hvar sem sjókvíaeldi á laxi hefur verið stundað í miklum mæli hafi villtum laxa- og silungastofnum hrak- að stórlega á þeim svæðum. Helstu áhættuþættirnir virð- ast vera smitsjúkdóm- ar, sníkjudýr og erfðablöndun. Því var það, þegar sótt var um leyfi til slíks eldis hér við land, að sam- tök veiðiréttareigenda og stangaveiðimanna leituðust við að fá settar ýmsar varúðarreglur um framkvæmd þess, reglur sem draga áttu eftir föngum úr áhættu fyrir villta fiskstofna. Nokkur ár- angur varð af þeirri viðleitni, þótt um margt vanti enn skýrari og strangari ákvæði. En eitt er að fá reglur og lög samþykkt, annað að fá þeim fram- fylgt. 76. grein lax- og silungs- veiðilaganna hljóðar svo: „Inn- flutningur á notuðum eldisbúnaði er óheimill.“ Því kom það okkur veiðiréttareigendum á óvart þegar fréttist að flytja ætti til landsins notaðan brunnbát til seiðaflutn- inga. Þegar því var mótmælt voru svör landbúnaðarráðuneytisins þau, að þessi lagagrein næði ekki til slíks báts, þar sem báturinn sjálfur væri ekki flokkaður sem eldisbúnaður samkvæmt reglum á Evrópska efnahagssvæðinu. Enn fremur að smithætta væri lítil, þar sem hann yrði sótthreinsaður í Noregi við afhendingu, og síðan tekinn í slipp við komuna hingað og sótthreinsaður að nýju. Þrátt fyrir mótmæli Landssambands veiðifélaga og fleiri aðila var eldis- mönnum heimilað að leigja bátinn, og hefur hann nú hafið flutninga. Ekki er mér kunnugt um að nein sótthreinsun hafi farið fram við komu bátsins hingað. – Eitt er að setja reglur – annað að framfylgja þeim. Og enn alvarlegri brot virðast í uppsigl- ingu. Í grein í DV þriðjudaginn 2. júlí segir svo: „Fóður- pramminn var dreg- inn hingað til lands af svokölluðum brunnbát sem Sæsilfur leigir í sumar til að fylla kví- arnar af laxaseiðum en því verki á að ljúka fyrir haustið og þarf báturinn að fara nokkrar ferðir til Noregs eftir seiðunum.“ (leturbreyting mín) Þarna er sagt skýrum orðum að til standi að flytja hingað til lands norsk laxaseiði, sem er þó skýlaust brot á 79. grein lax- og silungs- veiðilaganna. Innflutningur af þessu tagi er nánast ávísun á að hingað berist sjúkdómar og sníkju- dýr. Um það virðist fiskeldismönn- um standa á sama. Á þeim virki- lega að haldast uppi að brjóta landslög á þennan hátt? Ekki þykir mér ólíklegt að Sæ- silfursmenn muni reyna að bera frétt þessa til baka. – Segja að hún sé annaðhvort tilbúningur eða mis- skilningur. – Það var líka reynt fyrir ári þegar DV birti frétt um fjármálamisferli ákveðins manns. Síðar kom svo í ljós að rétt hafði verið með farið. Svo kann enn að fara. Hér er þó sá munur á að brotið, sem ég ræði um, er ófram- ið. Því geta Sæsilfursmenn ennþá hætt við áformaða seiðaflutninga og reynt að láta sem þeir hafi aldr- ei staðið til. Segja má að það sé viðunandi varnarsigur. Nú skora ég á alla unnendur íslenska villi- laxins að taka höndum saman og sjá til þess að innflutningur af þessu tagi nái ekki fram að ganga. Innflutningur laxaseiða frá Noregi er lögbrot Þorsteinn Þorsteinsson Sjókvíaeldi Skora ég á alla unn- endur íslenska villilax- ins að taka höndum saman, segir Þorsteinn Þorsteinsson, og sjá til þess að innflutningur af þessu tagi nái ekki fram að ganga. Höfundur er formaður veiðifélags Grímsár og Tunguár. UNDANFARNA daga hafa fimm stofnfjáreigendur í SPRON freistað þess að ná til tilskilins hluta stofnfjáreigenda í SPRON til að krefjast fundar stofnfjáreig- enda, þar sem fjallað yrði um ágreiningsmálin sem uppi eru í sparisjóðnum. Stjórn sparisjóðs- ins, sem sækir umboð sitt til slíks fundar, hefur gert allt sem í henn- ar valdi hefur staðið til að koma í veg fyrir að fundur yrði haldinn. Fyrst afboðaði hún einhliða fund sem boðaður hafði verið 28. júní, meðal annars með dagskrár- liðum sem stofnfjáreigendur höfðu óskað eftir að settir yrðu inn. Not- aði stjórnin það yfirskin, að Fjár- málaeftirlitið hefði ekki afgreitt erindi stofnfjáreigendanna fimm, þar sem þeir samkvæmt lögum höfðu óskað eftir fyrirfram sam- þykki eftirlitsins við því, að þeir eignuðust svonefndan virkan eign- arhlut í sparisjóðnum. Þetta var hrein valdbeiting gagnvart stofn- fjáreigendunum. Samkvæmt samþykktum SPRON geta eigendur 1⁄3 hluta stofnfjár krafist fundar. Stofnfjár- eigendur munu vera um 1.100 tals- ins. Fimmmenningarnir hófust nú handa við að reyna að ná til tilskil- ins fjölda, svo unnt væri að krefj- ast fundar. Til þess þurftu þeir auðvitað að fá í hendur lista yfir stofnfjáreigendur, sem varðveitt- ur er á skrifstofu sparisjóðsins. Stjórnin neitaði þeim um listann, sem þeir þó eftir lögum um við- skiptabanka og sparisjóði, sem og samþykktum SPRON, eiga rétt á að fá. Þeir máttu að vísu koma á skrifstofuna og lesa þar yfir nöfnin 1.100. Á þeim lista, sem lesa mátti, voru þó ekki upplýsingar um hversu stóran hlut hver stofnfjár- eigendanna ætti, en viðmiðunin um fundarkröfuna er ekki fjöldi þeirra sem krefjast fundar, heldur heildareign þeirra á stofnfé. Með framferði sínu í þessu efni beitir stjórnin aftur valdi til að koma í veg fyrir að fjallað verði um málið á fundi stofnfjáreigenda. Ekki nóg með þetta. Nú berast af því fregnir, að á vegum stjórn- arinnar eigi sér stað skipulegar hringingar til stofnfjáreigenda í því skyni að hvetja þá til að skrifa ekki undir kröfu um fund! Þess verður vart, að margir stofnfjár- eigendur óttist stjórnina vegna viðskipta sinna við sparisjóðinn, jafnvel þó að þeir segist styðja fimmmenningana, og séu því treg- ir til að eiga aðild að kröfu um fund. Því verður ekki trúað að óreyndu, að stofnfjáreigendur í SPRON séu svo skaplausir, að þeir ætli að láta stjórnina komast upp með það ofríki sem hér er lýst. Krafan er um að fundur verði haldinn. Þeir sem fundar krefjast eru ekki með því einu sinni að taka nokkra afstöðu til þeirra tillagna, sem til stendur að fjalla um á fund- inum. Þeir eru aðeins að óska eftir að fjallað verði um málefnin á þeim vettvangi þar sem helst á um þau að fjalla, fundi stofnfjáreigenda. Menn ættu að hafa í huga, að slík- ur fundur fer með æðsta vald í málefnum sparisjóðs, m.a. sækir stjórn hans umboð sitt til slíks fundar. Það er nauðsynlegt að fram komi lögmæt krafa um fund, því þá getur stjórnin ekki komist hjá að halda hann. Reynslan af af- boðun fundarins 28. júní sýnir, að nauðsynlegt er að hafa kröfu um fund í hendi. Það er ástæða til að skora á stofnfjáreigendur í SPRON að hafa samband við skrifstofu fimm- menninganna á Túngötu 6, sími 561 0335, og undirrita þar áskorun um fund. Jón Steinar Gunnlaugsson Ofríki stjórnar SPRON Höfundur er hæsta- réttarlögmaður. VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 vatnsvirkinn@vatnsvirkinn.is MERKILÍMBÖND Sérstaklega hentug og þægileg merkilímbönd til notkunar í lagnakerfum. Merking og litir samkvæmt stöðlum RB Heildsala - Smásala meistar inn. is GULL ER GJÖFIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.