Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Guðmunds-son fæddist að Hvammi í Landsveit 15. maí 1929. Hann lést á heimili sínu mánudaginn 1. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Jónsson bóndi í Hvammi, Landsveit, f. 8. sept- ember 1899, d. 25. ágúst 1982, og kona hans Steinunn Giss- urardóttir, f. 23. nóv- ember 1906, d. 5. mars 2000. Bróðir Jóns er Þórir, f. 17. nóvember 1936. Kona hans var Bjarndís Eygló Indriðadóttir, f. 14. ágúst 1939, d. 26. janúar 1999. Hinn 31. maí 1952 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur, f. 14. september 1933, dóttur Haraldar Kristjánssonar, skipstjóra, f. 1. apríl 1905, d. 23. júní 1980, og Ragnheiðar Sigríðar Erlendsdótt- ur, f. 9. mars 1896, d. 16. janúar 1977. Jón og Marinella eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Haraldur Reynir, f. 26. maí 1953, kvæntur Guðmundu Þórunni Gísladóttur. f. 1. nóvember 1954. Þau eiga þrjú börn, Gísla Engilbert, f. 1976, kvæntur Hildi Björk Rúnarsdótt- ur, f. 1976, Marinellu Ragnheiði, f. 1978, gift Sigurði Frey Árnasyni, f. 1976, og Harald Hrannar, f. 1985. Barnabörnin eru orðin þrjú. 2) Guðmundur Steinar, f. 27. mars 1956, kvæntur Gígju Jónatans- dóttur, f. 28. mars 1957. Þau eiga tvö börn, Jón Má, f. 1977, kvæntur Rut Ragnarsdóttur, f. 1978 og Maríu Björk, f. 1982. 3) Ragnheið- ur Jóna, f. 19. mars 1960, gift Arnóri Víkingssyni, f. 6. nóvem- ber 1959. Þau eiga fjögur börn, Hrafnhildi, f. 1983, Víking Heiðar, f. 1985, Marinellu, f. 1992, og Jón Ágúst, f. 1994. 4) Berglind Björk, f. 7. septem- ber 1969, gift Sig- urði Erni Eiríkssyni, f. 6. nóvember 1970. Þau eiga tvö börn, Marinellu Ragn- heiði, f. 1996 og Jón Hauk, f. 2001. Jón ólst upp í Hvammi í Landsveit. Hann fór ungur til Reykjavíkur og nam þar trésmíði. Nokkrum árum síð- ar hlaut hann meistararéttindi í þeirri grein. Eftir námið starfaði Jón við húsasmíðar í Reykjavík, en vegna slysa sem hann lenti í þurfti hann að breyta um starfsvettvang. Hóf hann þá akstur bifreiða og var einn af stofnendum Sendibíla- stöðvarinnar í Reykjavík. Árið 1963 hóf Jón útgerð ásamt tengdaföður sínum, Haraldi Krist- jánssyni, skipstjóra, þegar þeir keyptu sinn fyrsta bát, Sjóla. Þeir stofnuðu ennfremur fiskvinnslu í Reykjavík sem þeir fluttu síðar til Hafnarfjarðar. Skipakosturinn stækkaði ört og varð fyrirtæki þeirra eitt af umsvifamestu at- vinnufyrirtækjum Hafnarfjarðar. Starfsemin hefur nú minnkað hér- lendis, en er nú all umfangsmikil á erlendum vettvangi. Jafnframt því sem Jón starfaði að eigin rekstri kom hann að rekstri ýmissa annarra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi og tók hann þátt í stjórnun þeirra. Hann var félagi í Rótarýklúbbi Hafnar- fjarðar. Útför Jóns verður gerð frá Víði- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á stundu sem þessari. Ég trúi því varla hversu litlu mátti muna að ég væri flutt til landsins aftur og hefði hitt pabba, en á sama tíma er ég óendanlega þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman í vor, fyrst í Ameríku þegar mamma og pabbi dvöldu hjá okkur um sjö vikna skeið, og svo núna í lok maí þegar öll fjölskyldan fór til Portú- gal að halda upp á gullbrúðkaup þeirra. Úti í Portúgal vildi pabbi helst að allur hópurinn, um þrjátíu manns, borðaði saman hvert ein- asta kvöld. Pabbi var einstaklega mikill fjölskyldumaður og naut þess að hafa fjölskylduna í kringum sig. Í sumarbústaðnum í Húsafelli eyddum við mörgum stundum og fann pabbi sér alltaf ný verkefni til að vinna að í bústaðnum. Pabbi var mikill bjartsýnismaður og var hann vanur að segja að það væri alltaf möguleiki, ef við sáum ekki sömu björtu hliðarnar á mál- unum og hann. Hann hafði stöðugt nýjar hugmyndir í kollinum og treysti sínu eigin innsæi. Hann og mamma voru ótrúlegir orkuboltar og alltaf til í allt, alltaf svo hress og jákvæð. Það er mikill missir fyrir mömmu að hafa misst sinn besta vin og lífs- förunaut. Þau pabbi voru einstak- lega samhent og traust teymi, og leystu hvert verkefni sem einn mað- ur væri. Það er erfitt að trúa því að pabbi sé ekki lengur á meðal okkar og við munum sakna hans ótrúlega sárt. Ég er þakklát fyrir að hafa eignast svo einstakan og yndislegan föður sem pabbi var. Ég bið Guð að blessa þig, elsku pabbi minn, og bíð þess að við hittumst á ný. Þín elskandi dóttir, Berglind Björk. Það hvarflaði ekki að mér þegar við kvöddumst í Leifsstöð nú í byrj- un júní að við hjónin og börnin okk- ar myndum ekki eiga eftir að hitta þig aftur, kæran tengdaföður og vin. Það virtist vera svo stuttur tími þar til við værum flutt alkomin til Íslands um miðjan júlímánuð að mér fannst nú varla taka því fyrir dóttur mína að tárast er við kvödd- umst. Þú varst í svo góðu formi, léttur á þér og í óða önn að skipu- leggja heimili okkar fyrir flutninga okkar til landsins eftir þriggja ára fjarveru í Ameríku. Við höfðum lagt línurnar saman og ég dáðist svo að hvað verkið gekk vel og snurðulaust fyrir sig. Daginn sem þú kvaddir höfðum við rætt saman í síma. Þú varst léttur á þér og varst nýkom- inn í bílinn eftir að hafa keypt flísar fyrir okkur og varst ánægður með viðskiptin. Seinna um daginn ákváðum við að slá aftur á þráðinn til þín því við vorum stödd í uppá- haldsverslun þinni í Ameríku, byggingarvöruverslun, og við höfð- um fengið hugmynd sem okkur langaði til að bera undir þig. Við fengum þá þær fréttir að þú hefðir verið að skilja við. Hve erfitt það var þá að vera staddur óravegu að heiman. Ég reyni nú að ylja mér við minn- ingarnar um stórkostlegan mann sem ég átti þá gæfu að fá að kynn- ast og búa á heimili hjá um nokk- urra ára skeið. Þið Malla voruð síð- an dugleg að heimsækja okkur eftir að við fluttumst utan, nú síðast í vor er þið komuð til að hjálpa okkur að sjá um heimilið, Marinellu dóttur okkar og Jón Hauk son okkar þegar við vorum í óða önn að klára rit- gerðir og próf fyrir útskrift okkar. Þið náðuð í þeirri heimsókn að hlusta á lokatónleika dóttur ykkar og ég man hve stoltur þú varst af hennar frammistöðu. Við nutum samveru ykkar í heilar átta vikur í þetta skiptið enda í mörg horn að líta og ef ég man rétt þá gengum við frá einum 50 kössum til heimferðar og komum þeim í geymslu og aldrei sá ég þess merki að kveðjustundin væri nærri. Þú varst alltaf til í að gantast og ég mun alltaf muna eftir hvernig andlit þitt ljómaði þegar þú sagðir eitthvað fyndið eða einhver annar í hópnum. Þú varst alltaf boð- inn og búinn að koma með mér í byggingarvöruverslunina þegar ég þurfti að skjótast, jafnvel þó að ég hafi reynt að læðast fram hjá þér er þú varst að leggja þig eftir matinn, raukstu á fætur og sagðir: „Auðvit- að kem ég með þér. Heldurðu að ég láti þig fara einan?“ Þar eyddum við oft góðum tíma, fórum yfir listann sem þú hafðir alltaf tilbúinn, einnig sem við skoðuðum okkur aðeins um. Nokkrum vikum eftir að við kvödd- umst hittumst við ásamt öllum hin- um fjölskyldumeðlimunum í Portú- gal þar sem við áttum saman einstakar stundir og héldum upp á gullbrúðkaup ykkar hjóna. Ég býst við að hæfileika þína hafi verið farið að vanta annars staðar, englahópinn vantað einhvern til að skipuleggja einhverjar fram- kvæmdir, smið, útgerðarmann, eða eitthvað ámóta. Ég mun eiga minn- ingu um frábæran tengdaföður og afa barnanna minna og við söknum þín sárt. Guð blessi minningu um góðan mann Sigurður Örn. Jón Guðmundsson tengdafaðir minn er skyndilega horfinn af sjón- arsviðinu. Þessi atorkusami, síungi, rúmlega sjötugi öldungur lifði tím- ana tvenna. Hann fæddist og ólst upp við knappan kost á sveitaheim- ili foreldra sinna að Hvammi í Landsveit þar sem gamli tíminn ríkti, gersneyddur seinni tíma þæg- indum til bústarfa. Jón fór að heim- an og fluttist til Reykjavíkur fimm- tán ára gamall og tók virkan þátt í uppbyggingu efnahagslífs eftir- stríðsáranna. Lærði smíðar og vann við þær þar til heilsubrestur í kjöl- far tveggja slysa neyddu hann til að leggja þá iðn til hliðar. Jón hóf út- gerð með Haraldi Kristjánssyni tengdaföður sínum árið 1963 og vann við það æ síðan. Ég kynntist Jóni árið 1978 og hafði hann strax sterk áhrif á mig. Hann bar starfstitilinn „útgerðar- maður“ sem í rauðlituðum mennta- skólanum og víðar í samfélaginu á þeim árum hafði fremur neikvæða merkingu. Slíkir menn voru gjarn- an taldir vera „afætur“ þjóðfélags- ins sem lifðu áhættulitlu og þægi- legu hóglífi í skjóli ríkisstyrkja. Ég sannreyndi fljótt að þessi bjagaða ímynd var langt frá sannleikanum, í það minnsta hvað varðaði Jón Guð- mundsson. Hann var sístritandi, fór snemma á fætur og gekk seint til hvílu. Tók sér stutt vinnuhlé, að- allega til að matast og ef vel stóð á til að blunda í tíu mínútur, en var síðan rokinn burtu. Samfelld kvöld- og helgarfrí voru af skornum skammti. Neyðarþjónusta útgerð- arinnar var lengst af rekin út frá heimili þeirra hjóna að Grænuhlíð 22. En Jóni leiddist þetta ekki. Hann var einstaklega vinnusamur maður og fannst fátt meira gefandi en að skila góðu dagsverki. Og góðu dagsverkin urðu mörg. Útgerðin dafnaði, stóð af sér áhlaup erfiðra tíma og efldist í góðæri. Skortur á langskólamenntun varð Jóni aldrei fjötur um fót. Hann rak fyrirtækið áfram á einstökum mannkostum sínum. Heiðarleiki og traust í hugsun, orði og ásjónu, þrautseigja, ákveðni og stundum jafnvel harka í bland við vinsemd og hóflega gamansemi. Bjartsýni og trú á að allar hindranir væru yf- irstíganlegar voru einkennandi þættir í fari Jóns. Hann kvartaði aldrei yfir ágjöfum eða óréttlæti. Allt þetta varð til þess að Jón var mjög farsæll í starfi. Að auki var eins og hann byggi yfir sjötta skiln- ingarvitinu þegar hann stóð frammi fyrir erfiðum ákvörðunum, fann það á sér hvenær rétt var að hrökkva og hvenær að stökkva. Margir myndu kalla þennan eiginleika útsjónar- semi, áræði og stórhug. Jón var góður samningamaður þegar við- skipti voru annars vegar og ekki var það vegna tungulipurðar heldur frekar vegna þess heiðarleika og trausts sem hann bauð af sér. Framan af ævi fór minna fyrir fjölskyldumanninum Jóni Guð- mundssyni. Tímafrekt og vanda- samt starf krafðist fórnarkostnað- ar, og eins og títt var á þeim tímum varð hlutverk heimilisföðurins í barnauppeldinu minna en til stóð. Í seinni tíð þegar þessi mál bar á góma var greinilegt að Jón hefði kosið sér aukið hlutskipti á heim- ilinu en það var jafnljóst að hann bar óbilandi traust til Marinellu konu sinnar og dáðist að dugnaði hennar í einu og öllu. Jón og Mar- inella voru einstaklega samhent í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur og báru ætíð hag hvort ann- ars og fjölskyldunnar fyrir brjósti. Í seinni tíð naut Jón aðstoðar sona sinna, Haraldar og Guðmund- ar, og fleiri góðra manna við stjórn og rekstur fyrirtækisins. Þá gafst honum loksins tækifæri til að sinna öðrum hugðarefnum. Hann settist þó ekki í helgan stein, heldur byggði sér bústað í Húsafelli, gekk í Rótarýklúbb, ferðaðist um heiminn með eiginkonu sinni og sinnti börn- um sínum og barnabörnum af mik- illi alúð. Væntumþykja og hjálp- semi urðu ríkjandi þættir í skapgerð Jóns og hann var óþreyt- andi í að leiðbeina og sinna afkom- endum sínum. Ég minnist margvís- legra framkvæmda á heimili mínu, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum, þar sem verkfærakistan var opnuð, borvélin drundi, hamarshöggin féllu og hvein í söginni. Yngri kyn- slóðin fylgdist þá af aðdáun með afa sínum sem töfraði fram húsmuni og lagfæringar. Þá var ekki ónýtt að njóta reynslu hans, áhuga og þekk- ingar við bíla- og húsakaup. Þegar litið er til baka verður manni ljóst að ákvörðun Jóns um að gerast smiður var sennilega sprott- in af þeirri þörf að vera skapandi, búa til eitthvað nýtt. Hann hélt því áfram alla ævi, stóð aldrei í stað heldur var sífellt að bæta og breyta heiminum í kringum sig. Fyrir tveimur og hálfu ári varð Jón fyrir alvarlegu hjartaáfalli. Það hafði mikil áhrif á hann. Um tíma var sem skútan sigi á hliðina, lík- amleg orka þvarr og andlegi kraft- urinn var ekki sá sami og áður. En Jón sýndi enn og aftur hverju lífs- krafturinn getur áorkað, rétti af bátinn og sigldi honum inn í ljóma gullbrúðkaupsins hinn 31. maí síð- astliðinn. Það var vel við hæfi að þessi atorkusami maður félli frá á fögru sumarkvöldi við garðyrkju- störf á heimili sínu. Ég þakka tengdaföður mínum samfylgdina. Hann hefur gefið mér og fjölskyldu minni dýrmætar minningar og sýnt með góðu for- dæmi hvernig komast má í gegnum lífið sem sigurvegari. Arnór Víkingsson. Kæri mágur og vinur, þá er kveðjustundin komin ég trúi því ekki að þú sért farinn. Fyrir örfáum dögum vorum við að ræða um ýmis dægurmál og að venju um ýmis við- skipti og möguleika í framtíðinni. Eins og alltaf varst þú hress og kát- ur og með ákveðnar skoðanir og úr- lausnir á takteinum. Það var ekki hægt að heyra að þú værir nokkuð að minnka við þig eða taka því ró- lega, því að atorka þín virtist ódrep- andi. Það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú leystir málin og kunnir ekki að gefast upp. Ég var aðeins tíu ára gamall þeg- ar ég sá Jón fyrst en þá var hann að kynnast henni systur minni Möllu. Jón átti sendibíl, en í þá tíð var ekki bíll á hverju heimili og þótti flott að eiga bíl í þá daga. Við bræðurnir fengum oft að sitja í og fannst okk- ur það meiriháttar upplifun að fá að komast í bíltúr. Vinskapur okkar Jóns átti eftir að aukast mikið eftir því sem árin liðu. Jón hjálpaði mér að kaupa fyrsta bílinn og gekk í ábyrgð fyrir hluta af greiðslunni. Þá lærði ég af honum ýmsa viðskiptahætti sem þá tíðkuðust og hafa nýst mér alla tíð. Á námsárum sínum lenti Jón í al- varlegu slysi á mótorhjóli sem hann átti, þar sem ekið var á hann og hann slasaðist mikið. Læknar álitu að hann myndi ná sér að fullu, sem þó aldrei varð, því að þetta háði honum alla tíð við vinnu. Á þeim ár- um sem Jón og systir mín kynntust þá var Jón að læra húsasmíði sem hann lauk og fékk síðar meistara- réttindi í. Jón var mikill atorkumaður og fylginn sér, hann þekkti ekki það orð að gefast upp. Ef hann ákvað eitthvað þá fylgdi hann því eftir og dró aldrei af sér að gera verkið sjálfur ef aðrir gáfust upp. Hann var einnig metnaðarfullur sem byggðist á því að gera vel og standa vel að verki. Jón var fastur fyrir en lipur og þægilegur og var vinur vina sinna og alltaf reiðubúinn að hjálpa ef með þurfti. Hann var mikill heimilisfaðir og bar mikla umhyggju fyrir sínu fólki. Var samvinna þeirra hjóna til fyr- irmyndar og alltaf fékk maður frá- bærar móttökur þegar maður kom í heimsókn á þeirra fallega heimili. Fyrstu hjúskaparár þeirra hjóna voru frekar erfið, þau byrjuðu á að leigja sér eitt herbergi með aðgang að eldhúsi í Stangarholti en þá var aðeins elsti drengurinn fæddur sem var Haraldur. En þau hugðu fljót- lega að reyna að festa kaup á eigin íbúð að Háteigsvegi 9 í Reykjavík sem var lítil tveggja herbergja íbúð. Til að þetta væri hægt þá vann Jón í trésmíðinni á daginn hjá Samband- inu en keyrði leigubíl á kvöldin og um helgar en það útheimti mikla vinnu í þá daga að eignast sína fyrstu íbúð. Um 1963 fengu Jón og faðir minn úthlutað lóð í Grænuhlíð 22 þar sem ég byggði ásamt þeim. Jón var byggingarmeistari að húsinu og vann við uppbyggingu þess. Ári síðar fórum við Jón að byggja og selja hús, þetta var á erfiðum tíma en okkur gekk ágætlega miðað við aðra og mátti oft þakka það þrautseigju og dugnaði Jóns. Á árinu 1963 ákváðu Jón og faðir minn að fara saman í útgerð og festu kaup á bátnum Hannesi Haf- stein frá Dalvík sem var 51 tonns eikarbátur. Þeir skírðu hann Sjóla. Fjórum árum síðar keyptu þeir mótorbátinn Steinunni, sem var 144 tonn. Þeir stofnuðu sitt eigið útgerð- arfyrirtæki, Sjólastöðina í Reykja- vík, og gerðu að afla sínum, fyrst í beitingahúsi úti á Granda í Reykja- vík og síðan í fiskverkunarhúsi í Ör- firisey sem þeir byggðu. Í kringum 1970 fluttu þeir alla útgerðarstarf- semina til Hafnarfjarðar og eign- uðust þeir þá hvern togarann af öðrum. Útgerðin blómstraði þar í um aldarfjórðung og var fyrirtækið mestan þann tíma einn af stærstu atvinnurekendum Hafnarfjarðar. Í dag reka synir þeirra hjóna, Haraldur og Guðmundur, fyrirtæk- ið undir nafninu Sjólaskip. Togarar þeirra stunda mest veiðar undan ströndum Afríku en skip þeirra eru flest verksmiðjuskip um 7–8 þús- und tonn hvert og fullvinna allan sinn afla. Þetta sýnir best hvað Jón var stórtækur í verkefnum sínum að þegar Íslandsmið dugðu ekki var leitað á önnur mið. Jón sat í ýmsum stjórnum og nefndum varðandi sjávarútveginn og var vel virkur í því starfi og skil- aði því vel. Ég hef hér aðeins stiklað á örfá- um atriðum úr minningunni um góðan mág og samferðamann. Þeg- ar ég hugleiði farinn veg streyma margar minningar um samveru- stundir sem við áttum með þér og fjölskyldu þinni og vil ég þakka þér þá vináttu og tryggð sem þú sýndir mér og minni fjölskyldu í áranna rás. Elsku Malla, við sendum þér, börnum þínum og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Megi hinn hæsti höfuðsmiður him- ins og jarðar vera með ykkur og blessa um ókomna tíð. Guðmundur Haraldsson og fjölskylda. Afi og amma hafa alltaf verið ódauðleg í okkar augum. Þau hafa alla tíð verið eins og tveir stórir klettar sem styðja við bakið á manni þegar mest þarf á að halda. Þeim fannst fjölskyldan skipta öllu máli og gerðu allt til að láta okkur líða vel. Þegar við hugsum um að afi sé dáinn er sársaukinn óendanlega mikill en svo koma minningarnar um hvernig hann var og þá fer mað- ur að brosa. Hann Jón afi var alveg frábær maður. Hann var ótrúlega óeigin- JÓN GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.