Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 45 DAGBÓK Verð kr. 69.950 Verð m.v. 2 í herbergi, Hotel dei Massimi, flug, gisting, skattar, íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Forfallagjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til borgar- innar eilífu, í beinu flugi þann 26. september frá Íslandi til Rómar. Nú getur þú kynnst þessari einstöku borg sem á engan sinn líka í fylgd fararstjóra Heimsferða og upplifað árþúsundamenningu og andrúmsloft sem er einstakt í heiminum. Pét- urstorgið og Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku þrepin, katakomburnar, Kólos- eum, Circus Maximus, eða ferð til Tívolí, þar sem frægustu rómversku höllina er að finna, Villa Adriana. Eða einfaldlega að rölta um þessa stórkostlegu borg, drekka í sig mannlífið, njóta frægra veit- inga- og skemmtistaða og upplifa hvers vegna allar leiðir liggja til Rómar. Beint dagflug Róm 26. september frá 69.950 Glæsilegt úrval hótel í hjarta Rómar  Hotel Ripa * * * *  Hótel Gialcolo ****  Park hotel dei Massimi * * * * Ferðatilhögun Brottför frá Íslandi 26. september kl. 11.30. Beint flug til Rómar. Dvöl í Róm í 5 nætur. Brottför frá Róm til Íslands, 1. október, kl. 9.00. Kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða  Borgarferð – hálfur dagur  Keisaraborgin – hálfur dagur  Tívolí – hálfur dagur Aðalfararstjóri: Ólafur Gíslason LJÓÐABROT KVÆÐI Endurminningin er svo glögg um allt, sem að í Klömbrum skeði. Fyrir það augna fellur dögg og felur stundum alla gleði – þú getur nærri, gæzkan mín, Guðný hugsar um óhöpp sín. Þegar óyndið þjakar mér, þá er sem málað væri á spjaldi plássið kæra, sem inn frá er, frá efstu brún að neðsta faldi – og blessað rauna byrgið mitt, sem blasir rétt móts við húsið þitt. Man eg í Klömbrum meir en vel morgna, hádag – en bezt á kvöldin, þá ljómandi færði fagrahvel forsælu misjöfn skugga tjöldin yfir hvern blett og hvert eitt svið, hinum megin við sólskinið. - - - Guðný Jónsdóttir. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 10. júlí, er áttræður Halldór Guðmundsson pípulagn- ingameistari, Þangbakka 8, Reykjavík. Eiginkona hans er Anna Steinunn Jónsdótt- ir húsmóðir. 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 10. júlí, er sjötug Vera Fann- berg Kristjánsdóttir, Fróðengi 8, Reykjavík. Af því tilefni tekur hún á mót ættingjum og vinum í dag á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Starengi 86 frá kl. 16 til 19. 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 Be7 5. Bg5 0-0 6. e3 Rbd7 7. Hc1 a6 8. c5 c6 9. Bd3 e5 10. Bxf6 Bxf6 11. Rxe5 Bxe5 12. dxe5 De7 13. Re2 Rxe5 14. Rd4 Dg5 15. Bf1 Bg4 16. Dd2 Dg6 17. f3 Bd7 18. Kf2 Hae8 19. Be2 Df6 20. h3 He7 21. b3 Hfe8 22. Hc3 h5 23. g3 h4 24. g4. Staðan kom upp á öðru bik- armóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Alex- ander Onischuk (2641) hafði svart gegn Rafa- el Vaganjan (2664). 24. – Bxg4! Opnar SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. hvítu kóngsstöðuna upp á gátt og varð svörtum því ekki skotaskuld að inn- byrða vinninginn. 25. hxg4 Rxg4+ 26. Ke1 Rxe3 27. Hxe3 Hxe3 28. Kd1 Hxe2! 29. Rxe2 Dxf3 30. Hh2 He4 31. Kc2 h3 32. Rc1 Hg4 33. Hf2 De4+ 34. Rd3 Hg2 35. Hxg2 hxg2 36. Dg5 f6 37. Dg3 g5 38. Kd2 d4 39. Kd1 g1=D+ og hvítur gafst upp. ÞEGAR litið er yfir kerf- isflóruna á nýliðnu Evr- ópumóti kemur í ljós að langflestir keppendur spila Standard, a.m.k. upp að tveimur tíglum. Opnanir á öðru þrepi eru í grundvall- aratriðum tvenns konar: Annars vegar veikir tveir í öllum litum, og hins „multi“ tveir tíglar ásamt Tartan-tveimur í hjarta og spaða. Ennfremur nota margir opnun á tveimur laufum eða tíglum til að sýna hálitina (og veik spil) og tvö grönd fyrir láglit- ina. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ 8743 ♥ K87652 ♦ Á5 ♣8 Vestur Austur ♠ D102 ♠ KG965 ♥ D4 ♥ G9 ♦ K94 ♦ D ♣ÁK1053 ♣DG764 Suður ♠ Á ♥ Á103 ♦ G1087632 ♣92 Á Íslandi heita Tartan- tveir „Jón og Símon“ til heiðurs Jóni Ásbjörnssyni og Símoni Símonarsyni, sem voru einna fyrstir til að beita sagnvenjunni hér- lendis. Opnunin lofar minnst fimm spilum í þeim hálit sem opnað er á og fjórlit a.m.k. til hliðar í láglit. Og auðvitað veikum spilum, 5-10 HP. Í fimmtu umferð EM opnuðu margir á „Jóni og Símoni“ á aust- urspilin. Segjum nú að les- andinn sitji í suður og fái þessa opnun á sig. Er þetta nóg í þrjá tígla eða er viturlegra að passa? Hinn leikreyndi Norð- maður Geir Helgemo kaus að passa í leiknum gegn Pólverjum: Vestur Norður Austur Suður Lesn. Helness Martens Helgemo -- Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Lesniewski hækkaði beint í fjóra spaða og þar við sat – tveir niður, ódobl- aðir og 200 í NS. Hér skil- aði sagnvenjan sínu, því fimm hjörtu vinnast í NS. Á hinu borðinu hafði Brogeland í austur ekki yf- ir þessu vopni að ráða og passaði í upphafi: Vestur Norður Austur Suður Sælensm. Balicki Brogeland Zmudz. -- Pass Pass 3 tíglar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Zmudzinski vakti þá á tígulhindrun og Brogeland enduropnaði með dobli. Sælensminde „bjóst við öðrum spilum hjá makker“ og sat í doblinu, með slæmum árangri. Zmudz- inski fékk tvo yfirslagi og 670 fyrir spilið. Í viðureign Íslendinga og Spánverja kom Torres inn á Tartan-opnun Stef- áns Jóhannssonar: Vestur Norður Austur Suður Steinar Francis Stefán Torres -- Pass 2 spaðar 3 tíglar 4 spaðar 5 tíglar Pass Pass Dobl Allir pass Steinar Jónsson sagði fjóra spaða og Francis í norður hækkaði í fimm tígla sem Steinar doblaði. Það þarf tromp út til að bana fimm tíglum en Steinar lyfti að sjálfsögðu laufás. Sagnhafi gat þá trompað eitt lauf í borði og síðan féll tíguldrottningin undir ásinn svo að vörnin fékk aðeins einn slag í við- bót á tígulkóng: 550 til Spánverja en ekki nema 6 IMPar út því að á hinu borðinu spiluðu AV 3G og fóru þrjá niður – 300. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir seiglu og nærð yfirleitt því fram sem þú ein- setur þér. Þú einbeitir þér að markmiðum þínum og leggur mikið á þig til að ná þeim. Þú munt standa frammi fyrir mikilvægri ákvörðun á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Einhver mun sýna þér góð- vild í vinnunni í dag. Þú getur sýnt þakklæti þitt með því að sýna öðrum svipaða velvild. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér finnst gaman að borða góðan mat og skemmta þér. Frá og með deginum í dag hefst fimm vikna tímabil sem lofar góðu fyrir þig og þitt merki í þessu tilliti. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að leita að tækifær- um sem kunna að gefast til að fegra heimili þitt. Þér finnst gaman að nýjungum og áhugaverðum hlutum sem tengjast mismunandi menn- ingarheimum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gleðst yfir því hve aðrir sýna þér mikla velvild og hlýju. Það besta sem þú getur gert er að sýna þeim sömu hlýju á móti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú færð tækifæri til að afla peninga með einhverjum hætti. Þá langar þig einnig til að verja meiri peningum til að kaupa fallega hluti fyrir þig og ástvini þína. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Venus fer inn í stjörnumerki þitt í dag og verður þar næstu fjórar vikur. Af þessum sök- um verður þú meira aðlaðandi en venjulega í augum annarra og persónutöfrar þínir nýtast þér betur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að reyna að hafa kyrrð og ró í kringum þig næsta mánuðinn en þú hefur aukna þörf fyrir að slappa af. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Burstaðu dansskóna og taktu fram sparifötin því það verður nóg að gera í skemmtanalíf- inu næsta mánuðinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Viljir þú fá leyfi til að gera eitthvað sérstakt eða fá aðra til að gera þér greiða ættir þú að gera það í dag. Þú hefur góð áhrif á þá sem völdin hafa. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú skalt skipuleggja langþráð frí í dag en næsta mánuðinn munt þú þrá að breyta um umhverfi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú kannt að frétta í dag að maki þinn eigi von á kaup- hækkun eða hugsanlega mun einhver gefa þér gjöf eða önn- ur hlunnindi í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Næsti mánuður verður skemmtilegur. Venus er ráð- andi og hann færir þér skemmtileg tengsl við alla í kringum þig, einkum þá nán- ustu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KRABBI ef t i r Frances Drake STJÖRNUSPÁ Gísli og Sveinn unnu þrjú kvöld í röð í sumarbrids Föstudagskvöldið 5. júlí var mikið fjör í sumarbrids, 24 pör spiluðu Mitchell-tvímenning og tíu sveitir skráðu sig til leiks í Miðnæturmon- rad að honum loknum. Efstu spilarar (meðalskor 216): NS Vilhjálmur Sig. jr. – Hermann Lárusson 294 Hermann Friðriksson – Páll Þórsson 276 Gylfi Baldurss. – Steinberg Ríkarðss. 239 Jón V. Jónmundss. – Leifur Aðalsteinss. 231 AV Gísli Steingrímss. – Sveinn R. Þorvaldss.255 Guðni Ingvarsson – Þorsteinn Karlsson 253 Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson 249 Eggert Bergsson – Eyþór Hauksson 225 Gísli Steingríms og Sveinn Þor- valds unnu þarna sitt þriðja kvöld í röð, en það hefur ekki gerst áður í sumarbrids 2002. Lokastaðan í sveitakeppninni varð svo þessi: Guðl. Sveins (Júlíus Snorra, Ragnar og Böðvar Magnúss) 64 Jón V Jónm. (Eyþór Hauksson, Vilhj. Sig. jr., Herm. Lár.) 51 Hjördís Sigurj. (María Haralds, Sævin Bjarna, Kristján Blöndal) 50 Óli Bj. Gunnars (Valdimar Elíass, Alfreð Kristj., Ragnar Ö Jóns) 50 Hermann Friðr. (Páll Þórs, Gylfi Baldurs, Steinberg Ríkarðs) 50 Júlíleikur sumarbrids er í fullum gangi og reglurnar eru þessar: Stigahæsti spilari júlímánaðar og stigahæsta konan í júlí, auk tveggja spilara af þeim sem mæta tíu sinnum eða oftar í júlí, fá glæsileg verðlaun. Efstu spilarar júlíleiksins eru nú þessir, eftir fyrstu spilavikuna í júlí: Gísli Steingrímsson 74 Sveinn R. Þorvaldsson 74 Vilhjálmur Sigurðsson jr. 53 Páll Þórsson 53 Erla Sigurjónsdóttir 47 Sigfús Þórðarson 47 Hjá konunum er staðan svona í júlíleiknum: Erla Sigurjónsdóttir 47 Inga Lára Guðmundsdóttir 22 Unnur Sveinsdóttir 22 Erla Sigvaldadóttir 22 Lovísa Jóhannsdóttir 22 Ragna Briem 14 Þóranna Pálsdóttir 14 Allar nauðsynlegar upplýsingar um sumarbrids, lokastöðu spila- kvölda, bronsstigastöðu og fram- vindu t.d. júlíleiksins má finna á heimasíðu Bridssambands Íslands, www.bridge.is. Einnig má skrá sig á tölvupóst- lista með því að senda tölvupóst á sumarbridge@bridge.is og fá nýj- ustu fréttirnar sendar jafnt og þétt í sumar. Í sumarbrids 2002 er spilað alla virka daga kl. 19 í Síðumúla 37. Allir eru velkomnir og keppnisstjóri að- stoðar við að mynda pör, mæti spil- arar stakir. Reynt er að taka vel á móti byrjendum og óvönum spilur- um. Mætið því hress til leiks í þægi- legu andrúmslofti. Nánari upplýs- ingar fást hjá BSÍ (s. 587 9360) eða hjá Matthíasi (s. 860 1003). Félag eldri borgara í Kópavogi Átján pör spiluðu í Gjábakka sl. föstudag og urðu úrslit þessi í N/S: Albert Þorsteinss. - Björn Árnason 257 Júlíus Guðmundss. - Oliver Kristóferss. 242 Bergsv. Breiðfjörð - Björn Pétursson 241 Hæsta skor í A/V: Eysteinn Einarss. - Þórður Jörundss. 251 Helga Helgad. - Sigrún Pálsdóttir 250 Guðm. Magnússon - Valdimar Lárusson 246 Meðalskor var 216. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Til þjónustu reiðubúnir! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 10. júlí, er fimmtugur Eysteinn Haraldsson, verkfræðing- ur, Bæjargili 37, Garðabæ. Ljósmynd/Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júní sl. í Lang- holtskirkju af sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni þau Stefanía Björnsdóttir og Guðmundur Hafsteinsson. Heimili þeirra er í Sól- heimum 27 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.