Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 7 KOMIÐ hefur í ljós að gufuleiðsla, sem í sumar hefur verið grafin upp í Reykholti í Borgarfirði, liggur inn á bæjarstæðið í átt að húsi með hellulögðu gólfi sem fannst í fyrrasumar. Gufuleiðslan fannst í fyrra og í forn- leifauppgreftri í sumar hefur stefna henn- ar verið rannsökuð. Hún liggur að öllum líkindum að hvernum Skriflu eins og aðrar þekktar fornar leiðslur á staðnum. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifa- fræðingur segir að af jarðlögum virðist mega ráða að þessar minjar séu frá mið- öldum. Hún telur að leiðslan tengist hellu- lagða húsinu og líkleg skýring sé að húsið hafi verið notað til baða. Þessi mannvirki séu merki um stórhug og nýtingu náttúru- auðlinda á þeim tíma. Ekkert sambærilegt hús hefur verið grafið upp á Íslandi svo hún viti til. Umbúnaður leiðslunnar er áþekkur öðrum fornum leiðslum sem fund- ist hafa á svæðinu, en áður hafa fundist tveir heitavatnsstokkar og einn gufustokk- ur, sem ekki nær upp á bæjarstæðið. Leiðslan er vel varðveitt á stórum kafla, og stefnir frá bæjarstæðinu, að öllum líkindum, undir fótboltavöllinn í átt að suðurenda hótelbyggingarinnar, og telur Guðrún víst að hún hafi eyðilagst á því svæði vegna framkvæmda. Næst húsinu með hellulagða gólfinu hefur leiðslunni verið raskað í seinni tíma framkvæmdum. Inni í húsinu er djúp, torkennileg hola, eða ker, sem hún segir ekki hægt að koma með neinar tilgátur um. Uppgreftri sumarsins lýkur eftir næstu vikulok. Auk leiðslunnar hefur hann m.a. leitt í ljós hvar gamli kirkjugarðurinn lá, en hann náði sunnar og austar en hann er núna. Síðustu vikuna verður gerð for- könnun í kirkjutóft sem er innan núver- andi kirkjugarðs og þeirri rannsókn verð- ur haldið áfram næsta sumar. Sú kirkja var í notkun fram til 1886–87, þegar nú- verandi timburkirkja var reist. Uppgröftur á bæjarstæðinu er nú langt kominn en úr- vinnsla uppgraftargagna undanfarinna ára mun standa í nokkur ár. Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Leiðslan stefnir undir íþróttasvæði hótelsins. Merki um nýtingu auðlinda á miðöldum Reykholti. Morgunblaðið. LÖGREGLAN fagnar 200 ára af- mæli sínu á næsta ári og óskaði Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráðherra eftir því á ríkisstjórnarfundi í gær að hálf milljón króna yrði veitt af ráð- stöfunarfé ríkisstjórnarinnar í kostn- að vegna afmælisins. Skipaður var starfshópur í janúar vegna afmælisins og segir Sólveig að ýmislegt sé í bígerð. Að sögn hennar verður sett upp lögreglusýning í Ár- bæjarsafni yfir sumarið og þá hefur verið rætt um að gefa út bækling um sögu lögreglunnar og sérstakan minnispening sem seldur verður í til- efni afmælisins. Sérstakur lögregludagur verður haldinn hátíðlegur, líklega 15. apríl. Þann dag árið 1803 var gefinn út kon- ungsúrskurður þar sem Reykjavík var gerð að sérstöku lögsagnarum- dæmi. Sólveig segir að fyrstu fjóra áratugina hafi danskir lögreglumenn séð um löggæslu í Reykjavík. „Lög- reglan hefur staðið sig vel og það er full ástæða til að minnast starfa henn- ar,“ segir dómsmálaráðherra. Fjárveitingar vegna hátíðarhald- anna koma frá ýmsum stöðum, meðal annars dómsmálaráðuneytinu, ríkis- lögreglustjóra og Landssambandi lögreglumanna. 200 ára af- mælis lög- reglunnar minnst á næsta ári ÍSLANDSPÓSTUR hefur sameinað tvö pósthús í Vesturbænum í Reykjavík. Pósthúsinu við Hofs- vallagötu hefur verið lokað og öll starfsemi sem þar var færð á póst- húsið við Eiðistorg. Þrír starfsmenn voru á pósthúsinu við Hofsvallagötu. Gerður var starfs- lokasamningur við tvo þeirra en sá þriðji var færður til á pósthúsið á Eiðsgranda. Hörður Jónsson hjá Íslandspósti segir að breytingarnar hafi verið gerðar vegna hagræðingar í rekstri. Talið hafi verið óþarfi að hafa tvö pósthús í Vesturbænum. Þjónusta Íslandspósts hafi breyst það mikið að nú væri í auknum mæli farið að aka með póstsendingar heim til fólks. Hann segir að ýmsar breytingar hafi verið í gangi hjá fyrirtækinu til hagræðingar í rekstri. 1. júní hafi pósthúsið í Mjódd verið fært inn í verslun Nettó og hefði sú nýbreytni gefist vel, en hann telur líkur á að fyrirtækið muni í auknum mæli færa pósthús inn í verslanir í framtíðinni. Hjá Íslandspósti starfa um 1.500 manns í 83 útibúum um allt land. Íslandspóstur Pósthúsinu við Hofsvalla- götu lokað ♦ ♦ ♦ FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.