Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 19 Verð frá 1.990.000 kr . BULENT Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, hafnaði í gær kröfum um að hann segði af sér vegna heilsu- brests eða boðaði til þingkosninga fyrir tímann en kjörtímabilið rennur ekki út fyrr en 2004. Þrír flokkar eiga aðild að stjórninni og hafa hinir tveir lýst vilja til að kosningum verði flýtt. Sex ráðherrar hafa sagt af sér und- anfarna daga og ríkir nú óvissa og ringulreið í tyrkneskum stjórnmál- um, verðbréf féllu á mörkuðum í land- inu í gær og gengi tyrknesku lírunnar hrapaði er markaðir voru opnaðir. Að sögn fréttavefs BBC hefur Ece- vit þegar tilnefnt menn til að gegna embættum ráðherranna sem sögðu af sér. Upplausnin hófst á mánudag er hægri hönd Ecevits og aðstoðarfor- sætisráðherra, Husamettin Ozkan, sagði af sér embætti og yfirgaf um leið Lýðræðislega vinstriflokkinn (DSP), flokk Ecevits, vegna deilna við forsætisráðherrann um tímasetningu kosninga og framtíð samsteypu- stjórnarinnar. Ecevit er 77 ára gamall og hefur verið einn af áhrifamestu stjórnmála- mönnum Tyrklands í meira en ald- arfjórðung. Hann hefur undanfarna tvo mánuði verið svo heilsutæpur að hann hefur lítið getað komið fram op- inberlega og á erfitt um mál. Ecevit stofnaði DSP árið 1985 og hefur stjórnað flokknum með harðri hendi ásamt eiginkonu sinni, Rahsan. Ozkan er sagður hafa gegnt lykil- hlutverki í stjórninni og oft tekist að miðla málum en harðar innbyrðis deilur hafa einkennt feril hennar. Fleiri ráðherrar og háttsettir flokks- menn fylgdu í kjölfar hans og munu þeir nú vera orðnir um 30, að sögn tyrknesku fréttastofunnar Anatolia. DSP er því ekki lengur stærsti flokk- urinn á þingi, flokkur þjóðernissnna, MHP, er nú öflugastur en hann á að- ild að stjórn Ecevits. Leiðtogi MHP, Devlet Bacheli, boðaði óvænt til blaðamannafundar á sunnudag og sagðist þar mæla með því að kosið yrði í nóvember en nokkrum dögum áður höfðu stjórnarflokkarnir gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að sam- starfinu yrði haldið áfram til loka kjörtímabilsins. Á mánudag sagði Mesut Yilmaz, leiðtogi þriðja stjórn- arflokksins, ANAP, að stjórnmála- kreppa ríkti í Tyrklandi og rétt væri að kalla saman sérstakan þingfund í september til að ákveða hvort flýta bæri þingkosningum. Óttast þrátefli Óvissan núna er talin geta valdið ill- leysanlegu þrátefli og geta grafið undan umdeildum efnahagsumbótum sem njóta stuðnings Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, IMF. Einnig gæti hún orð- ið til að tefja fyrir því að Tyrkir fái Evrópusambandið, ESB, til að hefja viðræður um aðild landsins að sam- bandinu. Ráðamenn ESB setja meðal annars þau skilyrði að tyrknesk stjórnvöld afnemi dauðarefsingu, leyfi þjóðarbroti Kúrda að nota eigin tungu og almenn mannréttindi verði tryggð. Flokkur þarf að fá minnst 10% at- kvæða til að fá þingmann kjörinn í Tyrklandi. Dagblöð í Tyrklandi sögðu að stjórnmálakreppan væri upphafið að hruni DSP. „Ecevit-hjónin og DSP ganga nú á vit örlaga sinna og munu ekki komast yfir þröskuldinn ef flokk- urinn hagar sér eins og hann sé póli- tískar fornleifar,“ sagði Milliyet sem er frjálslynt. Nokkur blöð boðuðu í gær að stofnaður yrði nýr flokkur undir forystu Ozkans og sögðu að Ismael Cem utanríkisráðherra, sem er liðsmaður DSP og Kemal Dervis fjármálaráðherra, sem er utan flokka, myndu ganga til liðs við Ozkan. Flokki múslíma spáð sigri Skoðanakannanir sýna slæma stöðu allra þriggja stjórnarflokkanna, að sögn breska vikuritsins The Eco- nomist. Ef marka má þær mun flokk- ur íslamskra bókstafstrúarmanna, Réttlætis- og þróunarflokkurinn, vinna mikinn sigur í næstu kosning- um. Miklar efnahagsþrengingar und- anfarna mánuði hafa grafið undan trausti almennings á stjórnarflokkun- um. Herinn hefur oft skipt sér af stjórn- málum í Tyrklandi og berst hatramm- lega gegn því að íslam verði ríkistrú en Kemal Atatürk, sem lagði grunn að lýðveldi í landinu á þriðja áratug síðustu aldar, rauf tengsl ríkisvalds- ins við trúna. Stefnu Ecevit líkt við „pólitískar fornleifar“ Tyrknesk dagblöð spá því að nokkrir ósáttir liðsmenn forsætisráðherrans muni stofna nýjan flokk Ankara. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.