Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HVERT hneykslismálið á fætur öðrukemur nú upp í Bandaríkjunum þarsem flett hefur verið ofan af bók-haldssvikum hjá stórfyrirtækjum eins
og WorldCom og Enron. Framkvæmdastjórar og
fjármálastjórar hafa verið reknir og endurskoð-
endur einnig dregnir til ábyrgðar.
Óttast er að hneykslin í bandarísku viðskiptalífi
eigi eftir að draga úr tiltrú almennings á banda-
rískum fjármálamarkaði og ýta undir efasemdir
sem margir hafa um áreiðanleika bókhaldsins hjá
ýmsum stórfyrirtækjum.
Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna hefur verið
töluvert til umræðu á Íslandi undanfarna mánuði,
sérstaklega í tengslum við erlend hneykslismál. Í
grein í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 20. júní sl.
var fjallað um þóknanir fyrir stjórnarsetu og
stjórnarformennsku í íslenskum hlutafélögum
sem hafa bréf sín skráð í Kauphöll Íslands. Þar
kom m.a. fram að þóknun til stjórnar hlutafélags
væri í samræmi við umsvif viðkomandi félags og
ábyrgð stjórnarmanna.
Einnig kom fram það sjónarmið að stjórnar-
menn í íslenskum fyrirtækjum hefðu almennt orð-
ið virkari á síðari árum og auknar kröfur gerðar til
þeirra. Því væri aðild að stjórn hér á landi orðin
líkari því sem erlendis gerist.
Forstjórar einráðir
um stefnu og rekstur
Fyrirkomulag á stjórnum fyrirtækja er með
nokkuð öðrum hætti í Bandaríkjunum en í Evr-
ópu og eru forstjórar bandarískra fyrirtækja oft
nokkuð einráðir um stefnu fyrirtækisins og rekst-
ur. Stundum gegna þeir einnig stöðu stjórnarfor-
manns eða stjórnarformaður er starfandi einnig.
Almennir stjórnarmenn í Bandaríkjunum sem
ekki eru í starfi hjá viðkomandi fyrirtæki eru því
ekki mjög virkir.
Fyrirkomulagið í Bandaríkjunum er oft á þann
veg að forstjórarnir einráðu velja sér stjórnar-
menn fyrirtækisins, en ekki hluthafarnir. Stjórn-
armenn í bandarískum fyrirtækjum eru oftast
fyrrverandi forstjórar sjálfir. Hluti stjórnar-
manna starfar hjá viðkomandi fyrirtæki en núorð-
ið er meirihluti stjórnar skipaður fólki sem ekki
starfar hjá viðkomandi fyrirtæki.
Bandaríska orkufyrirtækinu Enron, sem varð
gjaldþrota í desember sl., tókst með flóknum að-
ferðum að halda hluta skulda fyrirtækisins fyrir
utan efnahagsreikning þess og jafnframt að ýkja
tekjur sínar verulega. Fyrst og fremst hafa end-
urskoðendur fyrirtækisins verið dregnir til
ábyrgðar hingað til, þ.e. endurskoðunarfyrirtækið
Arthur Andersen sem hefur verið dæmt fyrir að
hindra réttvísina. Stjórnarmenn í Enron hafa lýst
því yfir að þeir hafi haft litla hugmynd um hvað
væri að gerast í fyrirtækinu. Rannsókn málsins
hefur staðið yfir allt frá síðasta vetri og enn á eftir
að koma í ljós hverja af forsvarsmönnum Enron
er hægt að ákæra og draga fyrir dóm.
Bandarísk þingnefnd hefur nú komist að þeirri
niðurstöðu að stjórn Enron hafi litið fram hjá
sönnunum fyrir bókhaldsóreiðu hjá fyrirtækinu
og ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu. Að mati
nefndarinnar sögðu stjórnarmenn ósatt þegar
þeir lýstu því yfir að þeir hefðu ekki vitað af
ástandinu. Verjandi stjórnarmannanna heldur því
fram að framkvæmdastjórn Enron og endurskoð-
endur hafi blekkt stjórnina.
Bandaríska frumkvöðla-
menningin í hættu?
Breska vikuritið The Economist gerði úttekt á
stjórnum fyrirtækja í síðasta mánuði og bendir
þar á að hneykslismálin komi upp í hverju fyr-
irtækinu á fætur öðru og berist með ógnarhraða.
Hlutabréfaverð hrynur á sama tíma og málsókn-
um fjölgar. Orðspor stjórna fyrirtækja í Banda-
ríkjunum hefur aldrei verið svo lélegt, að mati
Economist.
Bent er á að umræða um faglega stjórnun fyr-
irtækja sé því að fara af stað í Bandaríkjunum en
hún hafi átt og eigi sér stað í Evrópu. Umræðan
snúist m.a. um mikilvægi þess að stjórn hafi eft-
irlit með framkvæmdastjórn, stjórnarmenn séu
óháðir og hafi faglega þekkingu. Í Frakklandi og
Ítalíu er þessi umræða styst á veg komin og þar
eru t.d. óháðir stjórnarmenn fáir en fjölskyldu-
bönd stjórnarmanna og framkvæmdastjórnar al-
geng.
Kauphöllin í New York (NYSE) hefur nú sett
fram tilmæli til stjórna fyrirtækja sem hafa bréf
sín skráð á NYSE, í þeim tilgangi að vekja stjórn-
armenn til vitundar um virkari stjórnun. Stofn-
anafjárfestar, eftirlitsyfirvöld og bandaríska
þingið hafa öll hvatt til vakningar í þessum efnum.
NYSE-tilmælin eiga m.a. að gefa hluthöfum aukin
tækifæri til að fylgjast með og taka þátt í stjórnun
fyrirtækjanna, t.d. með atkvæðagreiðslum varð-
andi kjör forstjóra hvað varðar hlutabréfakaup.
Einnig er t.d. mælst til þess að fyrirtæki birti siða-
reglur á vefsíðum sínum.
Economist bendir síðan á að stofnanafjárfestar
geti ekki skellt skuldinni af hneykslismálunum á
stjórnir fyrirtækja, þeim sjálfum sé einnig um að
kenna. Þeir hafi vitað um þessar bókhaldsaðferðir
og ákveðið að samþykkja þær á uppgangstímum
en snúið við blaðinu þegar verr gekk.
Aðrir vara við því að virkari stjórn í bandarísk-
um fyrirtækjum veiki sterka framkvæmdastjór-
ann og grafi undan frumkvöðlamenningunni í
bandarísku viðskiptalífi. Ráðningarfyrirtæki hafa
bent á að erfiðara sé orðið að finna fólk til stjórn-
arsetu en áður, þar sem hneykslismálin sem þeg-
ar eru komin upp gera fyrirtækin sem eftir eru
tortryggilegri og viðkvæmari fyrir málsóknum.
Einnig hefur verið bent á að sá sem var formað-
ur endurskoðunarnefndar Enron er prófessor við
Stanford-háskóla og sérfræðingur í endurskoðun.
Það sé því ekki hægt að ætlast til þess, þrátt fyrir
að stjórnarmenn eða endurskoðendur séu miklir
sérfræðingar á sínu sviði, að þeir uppgötvi vel út-
færð bókhaldssvik starfsmanna viðkomandi fyr-
irtækis.
En það er einnig svo, eins og Economist bendir
á, að þegar vel gengur í efnahagslífinu er banda-
ríska fyrirkomulaginu hampað, þ.e. sterkum, nær
einráðum forstjóra, en þegar illa gengur er kvart-
að undan litlu aðhaldi stjórnarmanna.
Framkvæmdastjóri
starfar í skjóli stjórnar
Samkvæmt íslenskum hlutafélagalögum skal
félagsstjórn fara með málefni félagsins og annast
um að skipulag félags og starfsemi sé jafnan í
réttu og góðu horfi. „Félagsstjórn og fram-
kvæmdastjóri fara með stjórn félagsins. Fram-
kvæmdastjóri annast daglegan rekstur félagsins
og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyr-
irmælum sem félagsstjórn hefur gefið. Hinn dag-
legi rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru
óvenjulegar eða mikils háttar. Slíkar ráðstafanir
getur framkvæmdastjóri aðeins gert samkvæmt
sérstakri heimild frá félagsstjórn, nema ekki sé
unnt að bíða ákvarðana félagsstjórnar án verulegs
óhagræðis fyrir starfsemi félagsins. Í slíkum til-
vikum skal félagsstjórn tafarlaust tilkynnt um
ráðstöfunina. Félagsstjórn skal annast um að
nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð
fjármuna félagsins. Framkvæmdastjóri skal sjá
u
o
t
f
m
s
s
i
F
g
m
g
a
a
l
e
a
h
s
k
s
o
g
r
k
s
f
b
á
þ
k
s
r
v
h
s
á
f
u
f
Stoð
fyrir
Hlutverk og ábyrgð stjórna
fyrirtækja hefur verið í um-
ræðunni á Íslandi og erlendis
undanfarið. Enn sjást þess lítil
merki í dómaframkvæmd á
Íslandi að oftar reyni á ábyrgð
stjórnarmanna en þó hafa á
síðustu áratugum fallið nokkrir
dómar þar sem ábyrgð stjórn-
armanna kemur við sögu.
Steingerður Ólafsdóttir
kynnti sér málið.
Ríkari k
ARABARÍKI Í KREPPU
Skýrsla, sem kynnt var í Kaíró íEgyptalandi í síðustu viku,varpar ljósi á djúpstæðan
vanda, sem ríki araba eiga við að etja.
Á flestum sviðum þróunar á sviði
tækni, menningar- og efnahagsmála
hafa þessi ríki dregist aftur úr ekki
einungis Vesturlöndum heldur flest-
um öðrum ríkjum.
Skýrslan er rituð af hópi arabískra
menntamanna sem hefur unnið að
gerð hennar í rúmt ár. Tugir sérfræð-
inga frá Mið-Austurlöndum og öðrum
ríkjum, þar sem arabar eru í meiri-
hluta, komu að verkinu og það var
styrkt af stofnun á vegum Araba-
bandalagsins í samvinnu við Þróunar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna. Ástæða
þess að ákveðið var að ráðast í þetta
verkefni er að sérfræðingar töldu sig
sjá ákveðin teikn á lofti er voru bundin
við ríki araba en ekki önnur svæði í
heiminum. Útkoman er merkileg út-
tekt á því hvers vegna arabaríkin eru
að heltast úr lestinni á flestum sviðum.
Á undanförnum tveimur áratugum
hafa þjóðartekjur á mann aukist um
hálft prósent á ári að meðatali í ríkjum
araba en einungis í ríkjum Afríku
sunnan Sahara hefur hagvöxtur verið
minni á sama tímabili. Framleiðni fer
minnkandi og það heftir mjög framfar-
ir að helmingur íbúa þessara ríkja fær
yfirleitt að taka takmarkaðan þátt í
efnahagslegi starfsemi. Hér er vísað
til kvenna en samkvæmt skýrslunni er
helmingur kvenna í þessum ríkjum
ólæs og óskrifandi.
Litlar framfarir eiga sér stað í vís-
indum og vísindalegar rannsóknir eru
hverfandi. Netnotkun er með því
minnsta sem gerist í heiminum, fram-
leiðsla kvikmynda hefur skroppið sam-
an og innstreymi hugmynda og skoð-
ana er mjög takmarkað. Arabaríkin,
sem fyrr á öldum gegndu forystuhlut-
verki á sviði rannsókna, vísinda og
menningar í heiminum eru að einangr-
ast. Staðhæft er af skýrsluhöfundum
að árlega séu einungis þýddar um 330
erlendar bækur í arabaheiminum sem
sé fimmtungur af því sem Grikkir þýði
árlega. Til samanburðar má geta þess
að samkvæmt töluyfirliti Hagstofu Ís-
lands um bókaútgáfu voru 393 þýddar
bækur gefnar út hér á landi árið 1998.
Svæðið sem skýrslan fjallar um
spannar 22 ríki Arababandalagsins,
þar sem alls búa 280 milljónir manna.
Á næstu tveimur áratugum er því spáð
að íbúafjöldi þessara ríkja muni
aukast verulega og að árið 2020 muni
allt að 400–450 milljónir manna byggja
þetta svæði. Nú þegar eru 38% araba
yngri en fjórtán ára sem er hæsta hlut-
fall í heimi.
Ef ekkert verður að gert er hætta á
að þessar milljónir ungmenna muni
alast upp við fátækt og kúgun. Slíkar
aðstæður eru gróðrarstía þeirra afla
er boða hatur og einfaldar lausnir.
Meginástæða vandans sem araba-
ríkin eiga við að etja er pólitísk. Þetta
er að flestu leyti sjálfskaparvíti. Í eng-
um öðrum heimshluta er hvergi að
finna lýðræðislega kjörna stjórn. Í
Suður-Ameríku, Afríku og Asíu hefur
átt sér stað lýðræðisleg bylting á síð-
ustu áratugum. Þótt enn megi finna
einræðis- og herforingjastjórnir í
þessum heimsálfum eru þær ekki leng-
ur reglan heldur í síauknum mæli und-
antekningin. Skýrsluhöfundar víkja að
hinni pólitísku hlið málsins og komast
að þeirri niðurstöðu að hvergi sé póli-
tískt frelsi minna en í arabaheiminum.
Án pólitískra umbóta er lítil von til
að ástandið í arabaheiminum muni
batna. Skýrsluhöfundar nefna þrennt
sem verði að virkja til að draga araba-
heiminn út úr þeirri kreppu er hann á
við að etja: Frelsi, þekkingu og það
óbeislaða afl er býr í arabískum kon-
um. Þótt ástandið sé ekki bjart er þró-
unin ekki öll á einn veg. Í mörgum
smærri ríkjum við Persaflóa hafa til
dæmis verið stigin athyglisverð skref í
átt að auknu frelsi íbúanna þótt enn sé
langt í land. Það er hagsmunamál
heimsbyggðarinnar allrar að þeirri
þróun, sem lýst er í skýrslunni, verði
snúið við.
VESTFIRZK FJÖLMENNING
Á Vestfjörðum er tíundi hluti íbúaaf erlendu bergi brotinn. Það var
því vel til fundið að velja Fjölmenning-
arsetri stað á Vestfjörðum, en það
þjónar landinu öllu. Í umfjöllun Morg-
unblaðsins sl. sunnudag kemur fram
að þar er unnið þarft og merkilegt
starf undir forystu Elsu Arnardóttur
framkvæmdastjóra. Nútímatækni er
m.a. nýtt til að miðla upplýsingum til
útlendinga um allt land í gegnum
síma, textavarp sjónvarps og Netið.
Þá lýsir Elsa í viðtali við blaðið mörg-
um góðum hugmyndum að aukinni
fræðslu fyrir útlendinga, t.d. fyrir
konur á barneignaraldri og nemendur
í skólum.
Það er fagnaðarefni að jafnmyndar-
lega sé staðið að þjónustu við þá íbúa
Vestfjarða og annarra landshluta,
sem eiga annað tungumál og menn-
ingu en meirihlutinn og þeir aðstoð-
aðir við að læra að þekkja rétt sinn og
hafa samskipti við aðra. Það fer jafn-
framt ekki á milli mála að vestfirzkt
samfélag auðgast af þeim fjölbreyti-
legu menningaráhrifum, sem fólk af
erlendu bergi brotið flytur með sér.
Dæmi um slíkt er þjóðahátíðin, sem er
árlegur viðburður á Vestfjörðum, en
hinna fjölþjóðlegu áhrifa gætir auðvit-
að líka í daglegum samskiptum og
hversdagslífi Vestfirðinga.
Þetta er að sumu leyti óvenjulegt
þegar horft er til nágrannalanda okk-
ar, þar sem fjölmenningarsamfélagið
er gjarnan sterkast í stórborgunum
en í hinum dreifðari og einangraðri
byggðum er bæði atvinnu- og mannlíf
fábreyttara og lítið um útlenda íbúa og
framandleg menningaráhrif. Á Vest-
fjörðum er þessu öðruvísi farið, enda
laða öflug atvinnufyrirtæki þar að sér
erlenda starfsmenn. Aðflutningur út-
lendinga sem hafa tekið sér búsetu í
landshlutanum og ílendast margir, er
mótvægi við fólksflutninga til höfuð-
borgarsvæðisins og þau menningar-
legu áhrif, sem þetta fólk flytur með
sér, auðga vestfirzkt mannlíf og ættu
að gera það eftirsóknarverðara og
áhugaverðara að búa á Vestfjörðum.
Það er óhætt að taka undir með
Elsu Arnardóttur þegar hún segir:
„Við eigum að nýta þann mannauð
sem býr í fólki af erlendum uppruna. Í
því fólki sem hefur allan þann kraft til
að bera sem til þarf til að flytjast til Ís-
lands hlýtur að búa ótrúlegur auður
fyrir íslenzkt samfélag.“