Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRÖFLUNARFUNDUR vegna sameiginlegs átaks ESB, Rúss- lands, alþjóðastofnana og einstakra landa um mengunarmál, kallað Northern Dimension Environmen- tal Partnership eða NDEP var haldinn í Brussel í gær. Alls söfn- uðust 110 milljónir evra í sjóðinn en það er yfir því lágmarki sem menn höfðu stefnt að. Þessi upphæð mun síðan væntanlega margfaldast þar sem einnig verða tekin lán hjá al- þjóðlegum fjármálastofnunum. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins skuldbatt sig til þess að leggja fram 50 milljónir evra, Rúss- land, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Holland munu hvert um sig leggja fram 10 milljónir. Auk þess gáfu allmörg önnur lönd til kynna að þau myndu senn gefa bindandi loforð. Mikil hætta af kjarnorku- úrgangi á Kólaskaga Að sögn Jóns Sigurðssonar, aðal- bankastjóra Norræna fjárfestingar- bankans (NIB) og formanns stjórn- arnefndar NDEP, er markmið með stofnun NDEP-sjóðs sá að kljást við umhverfisspjöll og umhverfisvá í Norður-Evrópu, einkum í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Hann segir verkefni NDEP muni í fyrstu einkum beinast að norðvesturhluta Rússlands vegna uppsafnaðs vanda þar frá tímum Sovétríkjanna. Mikil hætta stafi af kjarnorkuúrgangi á Kólaskaga en á því svæði sé fjöldi kjarnorkuknúinna kafbáta frá Sov- éttímanum að grotna niður og allur frágangur á notuðu kjarnaeldsneyti mjög slæmur. „Þetta er ágæt byrjun en auðvit- að er þetta bara byrjunin. Við bind- um vonir við að þetta geti orðið vís- ir að varanlegu samstarfi á þessu sviði og eins að þetta geti tengst áformum átta stærstu iðnríkjanna frá því í Kanada þar sem vantaði framkvæmdaraðila til þess að tak- ast á við upphreinsun á umhverf- isvanda sem fylgir kjarnorkuúr- gangi og kjarnorkuvá á þessu svæði.“ Jón segir vandamálin sem NDEP ætli að kljást við aðkallandi. Þar sé um að ræða bæði venjuleg um- hverfisvandamál sem fylgja losun úrgangsefna í sjó og loft. „Þau eru óvenjulega erfið í Norðvestur-Rúss- landi vegna langvarandi vanrækslu á Sovéttímanum og því miður hefur ekki verið gert neitt stórátak á þessum rúma áratug sem liðinn er frá falli þeirra. En við bindum vonir við að þessi samtök kunni að geta rofið þarna múr og komið af stað meiriháttar framkvæmdum. Sumar þeirra eru raunar hafnar nú þegar, sérstaklega hreinsun skolpvatns frá Pétursborg, sem er einhver stærsti umhverfismengunarvaldur við Eystrasaltið.“ Upphaflegt frumkvæði komið frá Finnum Jón segir að gert sé ráð fyrir verkefnum frá Múrmansk í norðri til Kalíníngrad við Eystrasalt í suðri. „Það er miklu meira en tími til kominn að taka á þessu.“ Aðspurður segir Jón að NIB og finnsk stjórnvöld hafi kallað saman fund alþjóða lánastofnanana og framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins í mars í fyrra og þá hafi þetta mál farið af stað. Í júní hafi menn farið að vinna að því að und- irbúa tillögur um tilhögun, m.a. með stofnun þessa sjóðs, sem Evr- ópubankinn í London muni hafa fjárvörslu með, og eins að koma með tillögur um forgangsverkefni þannig að þegar beðið yrði um stuðning liggi ljóst fyrir um hvað væri verið að tala. Snertir Norðurlönd og fiski- mið sem Íslendingar sækja „Við teljum að við séum með und- irstöður sem geri það vitrænt að blanda saman löngum lánum og þessu stuðningsfé. Það er mjög mikilvægt að Rússland tekur heils- hugar þátt í þessu verkefni auk þess að leggja fram fé. Reyndar er- um við hjá NIB þegar með nokkuð stór umhverfisfjárfestingarverkefni í Rússlandi, bæði í Pétursborg og á Kólaskaga, þar sem eru eiturspú- andi málmbræðslur sem hafa t.d. lengi pestað loftið í Kirkenes í Nor- egi og nálægum héruðum. Þetta eru mikilvæg verkefni, þó þau séu ekki tengd NDEP, en þau eru hins veg- ar að vissu leyti kveikjan að sam- tökunum. Eftir að hafa kynnst þessu betur sér maður að þessi við- fangsefni eru allt of mörg og mik- ilvæg til þess að nokkur ein stofnun eða eitt land geti leyst þau.“ Rökin fyrir því að koma á alþjóð- legum samtökum til þess að glíma við þetta segir Jón að séu tvíþætt. Í fyrsta lagi varði þessi mengun öll nálæg lönd og sé þess vegna ekki bara rússneskt vandamál. Hann minnir í þessu sambandi á að hvað okkur Íslendinga varði sé t.d. hægt að benda á að Barentshafið sé mik- ilvæg fiskimið fyrir íslenska flot- ann. „Hin hliðin er sú að þetta eru að sumu leyti viðbrögð við erfðasynd- um Sovétríkjanna sálugu. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nú- lifandi Rússar borgi þann brúsa all- an heldur er þetta eins og sögulegt slys sem alþjóðleg trygging þarf að mæta.“ Fjármögnun tryggð með alþjóðlegu samstarfi Jón Sigurðsson, formaður stjórnarnefndar NDEP: „Fjöldi kjarn- orkuknúinna kafbáta er að grotna niður á Kólaskaga.“ Verkefni vegna umhverfisvanda og kjarnorkuvár í Norður-Evrópu VÍST er að margir hafa nýtt sér góða veðrið á höfuðborgarsvæðinu í sumar til útiverka. Víða má sjá fólk taka til í garðinum og mála hús og grindverk. Þessi maður er engin undantekning en hann var að hreinsa þakið þegar ljósmynd- ari á vegum Morgunblaðsins átti leið hjá. Morgunblaðið/Ingólfur Þakið þrifið SKORTUR á gaskútum fyrir prím- usvörurnar svokölluðu hefur gert vart við sig í sumar, en að sögn talsmanna olíufélaganna hafa er- lendir framleiðendur ekki staðið við sinn hlut. Von er þó á kútunum um næstu mánaðamót. „Það stóð til hjá okkur að hætta áfyllingum á gaskúta,“ segir Jón Halldórsson, framkvæmdastjóri hjá Olíuverslun Íslands hf. Hann segir að ætlunin hafi verið að taka upp skiptikútakerfi, en þá koma viðskiptavinir með tóman kút og fá fullan kút í staðinn. Að hans sögn lagði Olís inn stóra pöntun hjá framleiðanda til að hafa nægar birgðir og tók niður áfyll- ingarbúnaðinn á öllum bensín- stöðvunum í vetur. Hann bendir á að þar sem kútarnir hafi ekki enn borist til landsins hafi verið ákveð- ið að setja upp áfyllingarbúnað á völdum bensínstöðvum. Jón vonast til að þessar ráðstafanir nægi en gerir samt ráð fyrir að einhverjir hafi orðið fyrir óþægindum. Ingi Þór Hermannsson, deildar- stjóri vörustjórnunar hjá Olíufé- laginu ehf. ESSO, hefur sömu sögu að segja, en Olíufélagið ætlaði einnig að skipta yfir í skiptikúta- kerfið í sumar. „Til þess að skipti- kútakerfi geti gengið verðum við að hafa um það bil 50% fleiri kúta í umferð en við höfum í dag. En við höfum ekki fengið þá kúta sem þarf til þess,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að þau svör sem fengist hafi frá framleið- andanum Prímus séu að von sé á sendingu í lok mánaðarins en Ingi Þór efast um að hún dugi til að anna eftirspurn. Hann segir að kútarnir séu ætlaðir fyrir prímus- vörurnar sem hafa verið fluttar til landsins í fjölda ára, það er helllur, gashitara og annað þess háttar. „Við fyllum hins vegar á svona kúta fyrir þá sem þá eiga á lang- flestum þjónustustöðum okkar vítt og breytt um landið,“ ítrekar hann. Olíufélagið Skeljungur hf. skipti úr áfyllingarkerfinu yfir í skipti- kútakerfið fyrir nokkrum árum, að sögn Gunnars E. Kvaran kynning- arfulltrúa. Hann segir þessu hafa verið breytt af öryggisástæðum. Skeljungur er í sömu stöðu og hin olíufélögin og bíður eftir send- ingu frá Prímusverksmiðjunum. „Við höfum ekki getað sett inn á markaðinn kúta sem við pöntuðum fyrir löngu,“ segir Gunnar og bætir við að verksmiðjurnar séu eini framleiðandi þessara kúta. „Þetta er að valda fólki óþægindum og mér skilst ekki bara hér heldur einnig í Skandinavíu. Við erum að vonast eftir að fá sendingu frá þeim um næstu mánaðamót, þann- ig að það vonandi hillir undir að þetta leysist. En þetta er mjög bagalegt fyrir viðskiptavini okkar og þá sem eru með þessar græjur,“ undirstrikar hann. Gaskútar fyrir prímusvörur hafa verið ófáanlegir í sumar Von á kútunum um næstu mánaðamót MEIRIHLUTI ökumanna notar orðið spegla með framlengingu þegar þeir aka með fellihýsi aftan í bifreiðum, en ástandið þarf þó enn að batna, að sögn Ríkharðs J. Björgvinssonar hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Hann segir að um og fyrir síðustu helgi, en þá var mikil umferð út úr bæn- um, hafi lögreglan aðgætt hvort ökumenn bifreiða með fellihýsi not- uðu spegla með framlengingu. „Þá tókum við eftir því að meirihluti ökumanna var með framlengingu á speglunum á bílum sínum, en þetta má vera betra,“ segir Ríkharð. Hann segir mikilvægt að öku- menn með fellihýsi aftan í bifreið- um sínum, sem ferðast úti á þjóð- vegum, sjái aftur fyrir þær svo þeir geti fylgst með umferðinni. „Kvartað hefur verið yfir því að þeir sem aka um með fellihýsi víki ekki nógu vel fyrir umferð sem kemur á eftir, en framlengingin á speglunum er mikilvæg svo hægt sé að fylgjast með þeirri umferð,“ segir Ríkharð. Skylda að vera með framlengda spegla ef eftirvagn er breiðari Sigurður Helgason, upplýsinga- fulltrúi Umferðarráðs, segir að því miður vanti töluvert mikið upp á að fólk sem ekur um með fellihýsi noti réttan speglabúnað. „Þetta er tiltölulega einfaldur búnaður og auðvelt að koma honum fyrir, en við fáum margar kvartanir um að þessu sé ábótavant. Þetta er hlutur sem er talsvert áhyggjuefni,“ segir Sigurður. Hann segir að það skipti miklu máli fyrir ökumenn að vita hvað er að gerast fyrir aftan bílinn og bendir á að það sé skylda að vera með framlengda spegla ef eftirvagn bíls er breiðari en hann og speglar bílsins duga ekki til. Bifreiðar með fellihýsi Framlengd- ir speglar mikilvægir NÝLEGA var undirritaður tvískött- unarsamningur milli Íslands og Grænlands í Nuuk á Grænlandi. Geir H. Haarde fjármálaráðherra og efnahags- og fjármálaráðherra Grænlands, Augusta Salling, undir- rituðu samninginn. Samningurinn byggist á fyrir- mynd OECD um tvísköttunarsamn- inga sem aðlöguð var skattkerfi hvors lands. Báðum verður heimilt að halda eftir afdráttarskatti að til- teknu hámarki af þeim tekjum sem greiddar eru úr öðru landinu til skattborgara í hinu að frátöldum vöxtum. Síðarnefnda ríkið skuld- bindur sig til að veita þeim, sem skatturinn var dreginn af, skatt- afslátt sem svarar til þess skatts sem þegar hefur verið greiddur. Tvísköttunarsamn- ingur við Grænland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.